Dagur - 04.11.2000, Qupperneq 14
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000
Bætt líkamsstaða
Þeir sem vinna við
tölvur og finna fyrir
líkamlegum óþægind-
um í daglegu lífi, gætu
mögulega dregið úr
þeim með því að end-
urskoða líkamsstöðu
sína fýrir framan skjá-
inn.
Vinna við tölvur er mikilvægur
þáttur í iífi okkar, en getur
jafnframt verið erfið bæði lík-
amlega og andlega. Stór hluti
þjóðarinnar vinnur við tölvur
liluta úr degi og sumir hveijir
allan daginn. Margt af því fólki
gerir sér álls enga grein fyrir
því að ýmis óþægindi sem það
finnur gjarnan fyrir> má oftar
en ekki rekja til langrar setu
fyrir framan tölvur. Þreyta í
augum og vöðvum er algeng
kvörtun hjá þeim sem vinna
við tölvuskjái og má leita or-
sakanna í uppröðun búnaðar,
slæmri lýsingu, streitu, vöðva-
spennu, rangri líkamsbeitingu
.eða of einhæfri vinnu. Til eru
ýmis ráð til úrbóta til að stem-
ma stigu við óþægindunum.
Þó svo atvinnurekendur beri
ákveðnar skyldur í þeim mál-
um, gera starfsmcnn það ekki
síður, með því til dæmis að
fara eftir þeim ráðum sem gef-
in eru.
Hléæfingar
Vinnueftirlit ríkisins gaf út
bæklinginn „Vinna við tölvu -
reglur og leiðbeiningar" árið
1995 þar sem meðal annars eru
gefin mörg góð ráð og æfingar
til að Iétta fólki lífið fyrir framan
skjáinn, einnig er þar að finna
reglugerð um skjávinnu og
skyldur atvinnurekenda, sem
gott er að kynna sér.
Ef unnið er í slæmri Iikams-
stöðu við tölvu verður stöðug
spenna í háls- og axlarvöðvum.
Röng staðsetning tölvumúsar-
innar getur til dæmis leitt til
stöðugrar vöðvaspennu í öxl,
handlegg og hendi. Þegar unnið
er samfellt við tölvuskjá ber
starfsmanni að taka stutt hlé til
dæmis tvær mínútur á tuttugu
mínútna fresti eða tíu mínútur
á klukkustund. Þessi hlé má
nýta til líkamsæfinga sem minn-
ka hættuna á vöðva- eða höfuð-
verk. Þetta eru léttar æfingar
íyrir axlir, höfuð, hendur og fæt-
ur og þurfa ekki að taka nema
fimm mfnútur í senn, (sjá mynd
á síðunni). Hægt er að fá hljóð-
snældur með æf-
ingum, en einnig
eru til tölvuforrit
(t.d. Office At-
hlete) með æfing-
um sem birta æf-
ingar á skjánum
með reglulegu
millibili. Síðast-
nefndar æfingar
ættu að henta
þeim vel sem eru
undir miklu álagi
við tölvuskjáinn frá
morgni til kvölds
og eiga frekar á
hættu að gleyma
að gera æfingarnar
séu þeir ekki
minntir á það
reglulega.
Álag á augun
Vinna við tölvuskjá
reynir mikið á aug-
un og þreyta í aug-
um eykst eftir því
sem lengur er setið við tölvuna.
Það getur vcrið þreytandi og
truflandi ef andstæður eru
miklar milli skjás og umhverfis,
til dæmis þegar unnið er í mik-
illi birtu við dökkan skjá. Augað
þarf þá í sífellu að aðlagast mis-
munandi Ijósmagni frá skjá og
umhverfi, sem kcmur af þvf að
augnvöðvarnir stækka eða
minnka ljósopið eftir því sem
við á. Það er því æskilegt að gefa
augunum hvíld öðru hvoru og
góð hvíld er til dæmis að horfa á
eitthvað sem er í fjarska. Sem
dæmi má nefna reynslu einstak-
lings, sem vann við að prófarka-
Iesa af skjá alla daga. Hann var
farinn að þjást mikið af höfuð-
verk dags daglega, þegar líða tók
á daginn. En eftir að hann tók
sig til og byrjaði að gera ofan-
nefndar æfingar reglulega og
hvíla augun með því að fara til
dæmis út í dyr eða glugga og
horfa upp í Ijöll eða út á haf,
hvarf höfuðverkurinn með öllu.
-W
Gerið hléæfingar með reglulegu millibili, þær þurfa ekki að taka nema fimm
minútur I senn.
rDwqvr
Viðbrögð við áföllum og sorg
Áföll og sorgir eru hluti af Iffinu. Flest
þurfum við einhvern tíma á ævinni að
glíma við sorgina lil að mynda þegar ein-
hver okkur nákominn v'eikist eða deyr, ef
hjónaband leysist upp, ef ástvinur missir
vinnuna eða ef fjölskyldumeðlimur verður
f)TÍr árás eða ofbeldi. Það er einstaklings-
hundið hvernig fólk bregst við sorg. Oft fer
fólk sem syrgir í gegnum tímahil þar sem
það er ófært um að beita heilbrigðri skyn-
semi. Margir scm glíma við sorg þurfa að-
stoðar við. „Tíminn læknar öll sár“ segir
máltækið og víst er að flestir ná sér með
tímanum. Verstu tilfelli Ieiða til langvar-
andi veikinda og erfiðleika við áframhald-
andi þátttöku í atvinnulífinu. Mikilvægt er
að hafa einhvern sem maður treystir til að
deila sorginni með. Fólk sem syrgir þarf að
hafa hlýja öxl til að halla sér að og gráta.
Grátur er heilnæmur vegna þess að hann
léttir á spennu í líkamanum og losar ótt-
ann. Örvænting, sektarkennd, reiði, og
jafnvel hefndarhugur leitar oftar en ekki á
þá sem glfma við sorg.
Hvað er til ráða?
Fjölmargir glíma við svefntruflanir þegar
þeir verða lýrir áfalli. Hæfilegur svefn er
afar mikilvægur þegar við erum undir álagi.
Eigir þú f erfiðleikum með svefn skalt þú
ræða það við lækni. Margir þurfa aðstoð
fagaðila til að byggja aftur upp sjálfstraust
og til að yíirvinna óttann við hið ókunna og
framandi sem býður þeirra. I því samhengi
getur verið ráðlegt að setja sér markmið.
Flestir sem leita sér hjálpar öðlast styrk til
að mynda ný tengsl og sjá fljótt nýjan til-
gang í tilverunni. Það er áríðandi að fá
þann tíma sem maður þarf til að sleppa
takinu og hyija nýtt líf. Sumir jafna sig á
stuttum tíma aðra tekur það mörg ár.
Hvar er hægt að leita aðstoðar?
Ef þú færð ekld nauðsynlega aðstoð getur
verið að þú eigir enn erfiðara með að takast
á við næstu raunir lífsins. Ef þér finnst þú
hafa staðnað sem kemur oft fram í vaxandi
eirðarleysi, ótta eða innri ólgu skaltu leita
aðstoðar læknis eða annarra fagaðila.
Það er eðlilegt
að vera raunamæddur
Það er gott að minnast þess af og til að það
er ekkert óeðlilegt að vera leiður. Ef við
lendum í erfiðleikum er í raun hollara að
vera sorgmæddur, en að láta sem ekkert sé.
Við erum alin upp við viðhorf í þjóðfélagi
okkar þar sem best er að „harka af sér,
þetta verður allt í lagi, þú þarft bara að
koma þér af stað, þá gleymist þetta...“ Því
þarf kjark til að þora að sýna tilfinningar,
að gráta og ekki síst að biðja um aðstoð.
Þegar við glímum við sorgina er það styrk-
Ieikamerki að þora að sýna mannlega veik-
Ieika!
Ást án takmarka
Þegar kemur að
því að ræða um
ástarsambönd,
lengri eða
skemmri, sem
fleiri en tveir ein-
staklingar eru að-
ilar að er okkar
stórprýðilega ís-
lenska tunga
fremur fátæk. Við
eigum til dæmís
ekki til neina
góða þýðingu fyrir orðið
polyamory sem er þessa dagana
eins og rauður þráður í öllum út-
lenskum skrifum um fyrirbærið.
Orðið þýðir „að elska fleiri en
einn“. Einnig er gjarnan talað
um „ást án takmarka" (e. love
without limits). Þessi ást getur
verið kynferðisieg, tilfinninga-
leg, andleg eða einhver sam-
setning af framangreindu allt
eftir löngunum og samkomulagi
þeirra einstaklinga sem að mál-
inu koma. Fólk getur líka verið
polyamorous ef það er opiö fyr-
ir því að vera í fleiri en einu
sambandi í senn, jafnvel þó að
staðan sé ekki þannig núna (oh,
IIWIIW*Hi'l II 1i láMMlM' IIIIIIMWIWiH'lWÍlW
svo eru sum okkar í minna en
einu sambandi). Já ég veit það,
nú eruð þið farin að hugsa sem
svo að þetta sé aldeilis þægileg
afsökun fyrir þá sem stunda
framhjáhald af kappi; en svo er
ekki. Framhjáhald felur f sér
svik og pretti. Framhjáhaldar-
inn er hvorki heiðarlegur við
sjálfan sig né þá sem hann elsk-
ar, hann segir eitt en gerir ann-
að og endar svo á að særa allt og
alla þegar allt kemst upp um
síðir - og trúið mér, ALLT kemst
upp um síðir (múa-
hahhahaþaháTia).
Hreinskilni, samningar
og samskipti
Aftur á móti er sá sem er
polyamorous heiðarlegur í sínum
samböndum. Ef kona á tvo elsk-
huga/kærasta þá vita þeir hvor af
öðrum og ganga inn í sambandið á
þeim forsendum. Enginn segist
vera einnar konu maður ef hann
er það ekki. Lykilorðin eru hrein-
skilni, samningar og samskipti.
Tegundir og afbrigði polyamory
eru fjölmargar, pör sem stunda
kynlífsleiki með öðrum pörum eða
....
einstaklingum (swing), pör sem
stunda kynlíf með öðrum sitt í
hvoru lagi (opin sambönd), sam-
bönd þriggja sem ganga í allar átt-
ir (allir með öllum), sambönd þrig-
gja sem ganga í tvær áttir (þá er
einn aðili í 2 samböndum), sam-
bönd fjögurra, fimm, sex? Svo eru
þessi samhönd allt frá því að vera
ekki kynferðisleg og upp í að snú-
ast algjörlega um kynlíf. Algengara
er þó að samböndin innihaidi kyn-
líf enda hlýtur það að vera miklu
skemmtilegra! Hér eru nokkur
hugtök sem má eflaust reyna að
nota:
Þrenna: þrjár manneskjur sem
eru í einhvers konar sambandi.
Einn karl og tvær konur (hljómar
eflaust heiilandi fyrir marga), ein
kona og tveir karlar (hmm, kanns-
ki ekki svo slæmt!) eða þrír af
sama Icyni.
Vaff: þijár manneskjur saman
en ein er á oddi vaffsins og er eins
konar þungamiðja. Til dæmis
kona sem á í sambandi við tvo
menn en þeir eru ekki í sambandi
sín á milli.
Þríhyrningur: Þrír saman og all-
ir með öllum.
Raðhjónabönd
Raðhjónaband: þessu fann vís-
indaskáldsagnahöfundurinn Ro-
hert A. Heiníein upp á, og svei mér
ef það er ekki bara dálítið vit í
þessu. Þetta virkar þannig að
hjónabandið er eins konar keðja af
fólki á mismunandi aldri og þegar
þeir elstu deyja er nýjum ungum
bætt við hinn endann. Þannig
helst jafnvægi og fjölskyldunni er
haldið gangandi, þó ekki með
hefðbundnum hætti, þ.e. barn-
eignum. Og já, það er til fólk sem
lifir akkúrat svona svo að vísinda-
skáldskapurinn á sér einhverja
stoð í raunveruleikanum.
Samþykkt fjöllyndi: Aðilar í sam-
bandi setja sér reglur um að
ákveðið fjöllyndi sé Ieyft. Par getur
ákveðið að stunda saman kynlíf
með öðru/m pari/pörum af og til,
til dæmis alltaf á þriðjudags-
morgnum eða að fyrsti mánudag-
ur í hverjum mánuði er frjáls og þá
fara þau út sitt í hvoru lagi og leika
lausum kynlífshala. Swing eða ról
er orð sem gjaman er notað fyrir
það fyrra.
Ragnheiður Eirilzsdóitir
er hjúkrunarfræðingur
kynlijspislill@holmail.com