Dagur - 04.11.2000, Page 19

Dagur - 04.11.2000, Page 19
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 - 19 T>Mptr Þann 2. febrúar 1989 ruddustlög- reglumenn, með handtöku- og hús- leitarheimild í höndum, inn í íbúð við miðbik Lauga- vegs. Vel bar í veiði; í íbúðinni voru tvær vændiskonur, hórmangari þeirra og nýafgreiddur viðskiptavinur annarrar konunnar. Aðeins einn þessara einstaklinga taldist grunaður um lögbrot; hórmang- arinn. Málavextir voru þeir, að suinarið og liaust- ið 1988 bárust upplýsingar til lögreglu um að fímmtugur maður, sem við nefnum hér Jón, hefði milligöngu um vændisstarfsemi, sem færi bæði fram á beimili hans og úti í bæ fyrir milligöngu hans. Næstu vikur fylgdist lögreglan með manninum og hjónabandsauglýsingum hans í DV og Iagði loks til atlögu íýrrgreindan dag. Rannsókn málsins leiddi til útgáfu ákæruskjals 3. apríl, þar sem Jón var ákærður f)TÍr að hafa „á árinu 1988 og til 2. febrúar 1989 í ávinningsskyni margsinn- is haft milligöngu um það í Reykjavík, að fólk hefði holdlegar samfarir, og í þessu skvni haft á sfnum snærunt fimm nafn- greindar stúlkur, sem hann kom í sambönd við karla, er leituðu til hans samkvæmt auglýsingum frá honum, ogjafnframt selt á leigu herhergi heima hjá sér til kyn- makanna, en að jafnaði greiddi hver karl ákærða kr. 2.000 íyrir hvcrt skipti með ein- hverri stúlknanna, sem væri á vegum ákærða." Tvöfalda má allar nefndar upp- hæðir til að fá fram núvirðið. Daprar sögur 5 kvenna I ákærunni var getið um fimm konur sem stundað hefðu vændi á vegum Jóns, en það voru (nöfn tilbúin) Sigríður, 19 ára, Bryn- dís, 29 ára, Anna, 34 ára, Þóra, 24 ára og Lára, 28 ára. Allar gáfu þær skýrslu hjá lög- reglu og höfðu daprar sögur að segja af að- stæðum sínum. Sigríður kvaðst hafa kynnst Jóni er hún var 17 ára og þá í gegnum Bryndísi, en það var vegna þess að þær vantaði áfengi. Hafði Sigríður mök við jón og fengu þær lýrir það áfengi. Síðan hcfði hún haft „meira og minna framfærí sitt af því að hafa kynmök við karlmenn" með milli- göngu jóns. Hann setti sig í samband við hana urn að hann hefði karlmenn á sínum snærum er myndu vilja hafa samfarir við hana gegn greiðslu. Mökin hefðu sfðan átt sér stað heima hjá Jóni, eða hann ekið henni til karlmannanna. Fyrir hverja milli- göngu hefðu kúnnarnir greitt Jóni 2.000 krónur, en hún aðeins greitt Jóni fyrir húsaleigu og áfcngi. Hún hefði alltaf verið druldvin í þessu starfi og áður stundað vændi án milligöngu Jóns. Fátæk og 75% öryrki Bryndís kynntist Jóni 1986, er hann átti við hana kynmök gegn greiðslu. Hann hefði hvatt hana til kynmaka við aðra fyrir hans milligöngu og af því orðið. Fyrst hafí hann fengið 1.000 krónur fýrir skiptið, en það hækkað í 2.000 krónur. Þá hafi hún hækkað sitt gjald úr 3.000 í 5.000 krónur. Aukapeningurinn hefði veriö vel þeginn „og eklvi verið vanþörf á vegna fátæktar, en hún er atvinnulaus og auk þess 75% öryrki vegna andlegrar örorku. Hafi hún ekki annað sér til framfæris en örorkubætur og framlag frá Félagsmálastofnun. Anna hóf vændi hjá Jóni sumarið 1988 og var það með svipuðum hætti og hjá hin- um; Jón hafði frumkvæðið, hringdi f hana og hún hafði mök við karlmenn gegn greiðslu. Hún kvaðst hafa leitað eftir því hjá Jóni að komast í kynni við karlmann með hjúskap fý'rir augum, en ekkert hafi orðið af því. Fjármögnun á óreglu Þóra leigði hjá Jóni frá hausti 1986 og stundaði þar vændi síðar. Það hófst með því að hana vantaði áfengi, en var bæði at- vinnu- og peningalaus, og ákvað að Ieita milligöngu Jóns. Hann hefði fengið 2.000 krónur hjá kúnnanum, en hún 4.000 til 10.000 krónur fyrir hvert skipti. Af því hefði hún greitt Jóni 500 krónur fýrir húsa- leigu. Lára bóf vændi fýrir Jón í byrjun árs 1988. „Var hún þá í óreglu og átti f vand- ræðum nteð að fjármagna hana“. Hefði hún 4-5 sinnunt haft ntök við karla fyrir til- stilli Jóns, cn aldrei á heimili hans. Jón var yfirheyrður samdægurs og hann var handtekinn og einnig fyrir dómi daginn eftir vegna gæsluvarðhaldsúrskurðar. Eftir því sem á rannsóknina Ieið dró hann held- ur úr játningum sínum. Lítum á hvað hann sagði fyrsta kastið. Táningsstúlkur og „fundarherbergi“ Jón viðurkenndi að hann kæmi á sambönd- um milli karla og kvenna gegn greiðslu. „Fyrir að koma á sambandi við stúlku á aldrinum 16 til 18 ára taki hann 6.000 krónur, en 2.000 krónur fýrir að koma á sambandi við konu eldri en 18 ára“. Hringt sé í hann og óskað eftir sambandi og gefi hann þá upp símanúmer viðkomandi gegn greiðslu. Einnig leigði hann út herbergi til einnar nætur. Aðspurður um stúlkur á hans snærum er hefðu kynmök við menn gegn greiöslu sagði hann „að það séu voða fáar stelpur, eitthvað 6 slíkar, en þær konti til [hans] og hangi heinta hjá honurn, þar til einhver karlmaður hringir eða kemur." Nánar sagði Jón að starfsemin fælist í því að hann hefði haft „ntilligöngu um að koma áfengissjúklingum saman í þeim til- gangi, að þeir gætu neytt áfengis í félagi svo og haft kynmök." Hann vildi ekki nafn- greina stúlkurnar, „en þær séu illa farnar af áfengisneyslu og viti lítið, hvað þær séu að gera." Jón viðurkenndi að stunda starfsemi sína í gegnum smáauglýsingar DV. Hann befði útbúið heima hjá sér „fundarher- bergi" þar sem væri að finna tvö uppábúin rúm, veggir væru skreyttir með myndum af fáklæddum stúlkum og í glugga væri pakki af smokkum. 6 mánaða fangelsi Við síðari yfirhey'rslur íýrir dónti dró Jón beldur í land með vændið og lagði áberslu á að starfsemi sín væri hjónabandsmiðlun hélt því fram að nokkur hjónabönd hafi stofnast fý'rir hans tilstuðlan. Hann hafi vissulega kontið sambandi á rnilli fólks, en ekki með það fyrir atigum að vændi færi fram, þótt honum væri kunnugt um að kynmök ættu sér stáð. Þrátt fyrir framburð kvennanna fimm hélt hann síðan fast við þessa milduðu útgáfu sína. Amgrímur Isberg saltadómari taldi enga ástæðu til að taka breyttan framburð Jóns trúanlegan, fíammi fyrir fyrri játningum hans og ótvíræðum og samhljóða fram- burði stúlknanna fimm um milligöngu hans, gjaldtöku og útleigu á herbergi undir kynmök gegn greiðslu. „Með vísan til þessa er sannað þrátt fyrir neitun ákærða hér fýr- ir dómi að hann hefur gerst sekur um brot gegn [hegningarlögum] með því að hafa í ávinningsskyni hal’t um það milligöngu, að fólk hefði holdlegar samfarir." Var Jón dæmdur í 6 ntánaða fangelsi, þar af 3 mánuði skilorðsbundið og staðfesti Hæsti- réttur þá niðurstöðu athugasemdarlaust. fridrik@ff.is SÖIMI\I DOMSMAL FriöPih Þóp Guðmundsson skrifar Staðarfell. Síðustu áratugina hefur á Staðarfelli á Fellsströnd í Dölum verið starfrækt meðferðarheimili fyrir áfeng- issjúka. En hvaða starfsemi var áður á þessu forna höfðingjasetri, það er áður en þjóðþrifastarfsemi SÁÁ fékk þar inni? Á Norðfirði. (búar í Neskaupstað urðu fyrir miklum búsifjum þegar mikil snjó- flóð féllu á þyggðarlagið með þeim af- leiðingum að tólf manns fórust. Hvað ár var þetta? Tryggvi. Bylting er nú framundan í Landsbankanum með sameiningu við Búnaðarbankann. Kannski má kalla þetta bankafargan, en svo var kallað mál sem kom upp í Landbankanum snemma á öldinni þegar Tryggvi var þar bankastjóri. Hvað gerðist. m m . i* : ■ . - , '...• _ '■ . . ■ Hvalfjarðargöngin. Göngin undir Hval- fjörð voru tekin í notkun sumarið 1998. Flestir fara um þau og setja ekki fyrir sig þótt vegtollur sé innheimtur. En þetta er ekki fyrsta samgöngumannvirkið sem rukkað er fyrir að fara um, hvert var hitt? Aron. Um áraraðir rak Aron Guð- brandsson fyrirtækið Kauphöllina í Reykjavík og var þannig frumkvöðull í verðbréfaviðskiptum á (slandi. En Aron lét einnig kveða að sér í þjóðmálunum - og setti fram kenningu sem í daglegu tali var kölluð Aronskan. Hvert var inn- tak hennar? LAND OG ÞJÓÐ 1. Alþýðuflokkurínn, sem stofnaður var árið 1916, kiofnaði árið 1938 og stofnaði annað klofningsbrotið ásamt Kommún- istaflokki íslands Sameiningarflokk al- þýðu- Sósíalistaflokkinn. Hver var í for- ystu þess hluta kratanna sem til sam- einingarinnar gekk og formaður hins nýja flokks fyrsta kastið? 2. Árið 1981 fékk Garðar Cortés óperu- söngvari bjartsýnisverðlaun Brösters þegar þau voru veitt í fyrsta sinn. Nú er hætt að veita þau, en íslenskt stórfyrir- tæki ætlar að halda uppi merkinu og veita bjartsýnisverðlaun til íslenskra listamanna - rétt eins og Brösters gerði. Hvert er fyrirtækið? 3. Hvaða forsætisráðherra var um hríð á sínum yngrí árum Glímukóngur íslands? 4. Haustið 1983 var opnuð bjórkráin Gaukur á Stöng, enda þótt bjór værí ekki lögleiddur í Reykjavík fyrr en um fimm árum síðar. Á Gauknum var selt bjórííki, sem var sambland af hverju? 5. „Líkami minn er undurfínt hljóðfærí sem englar himinsins og djöflar undir- heima leika á til skiptis." Hvaða íslensk- ur rithöfundur komst svo að orði í einni bóka sinni? 6. Hvar á landinu eru Þursaborgir? 7. í september árið 1974 tók kona í fyrsta sinn prestvígslu á íslandi. Hver var hún? 8. Hvað heitir ysta táin á Langanesi? 9. íslenskur stjómmálamaður gerði hagsmuni „litla mannsins“ sem hann kallaði svo að sérstöku baráttumáli sínu. Hver var maðurinn? 10. Þann 15. nóvember 1990 samþykkti borgarráð Reykjavíkur ákvörðun sem markaði tímamót í verslunarháttum í borginni. Hvað var samþykkt? mnjpncjpnEu uinssscj jgja BgiapBjraAseuuBJÖEu i bjbj qb jrac) npjn jb6|31| uin 6o u|p|0A>| b pnejq 6o \||pfuj enqjeBjoq iqb -juba pe jæcj sjiuæp yj njoA Bjjeq Bjessocj j|puAuuB6uiP!g _ujnpjÁ|!>)S uinupaA\|B Jnpeq puaA uueq !pjeq nssacj qb uibjj ua ‘ubs|b[jj bub|sj9a Buijpeunudo eja6 pe jba i\|\|ÁcjujBS ol 'suisuubui b|J!| jnuw jssacj jba uias uosspunuipng paqiv JEa peq '6 'Jniuoj g pjg[jBpuB6ns p|A uÁajnpns e nisnugfcjjsajd m jsiq&a ecj uias jqippsuiipjqnA Jig jnpny 'Js ja uin pnds ja jaq uias ueuo>| / Bjjjacj inejqpofcj 6o sura ubujb[6 uu!||nqg[ jn6uB|ipua 6o jsac) ja epua 'jeuunq |3A uiuuouiepa|S|aA e6a|UBiuæA nja 6o !|qg[6ueq uinfpjui b jjéjoqBuaiq ma j|6joqBSjnq g 'njBq ||i qajg i uosjepjoq jnöjaqjoq J|6as Bjiaq g qujABjpiq 6o iqjpofq ubuibs pepue|q jba iqjpofq | y L261 Qþ? spuB|S| jnéugqnuijig jba uias uosseuop uuBuuapi uin pnds ja jqh £ 'P!6B|aj|B eqsua|S| z 'uossjeui!P|e/\ uujpapi q pipuei uin iqajq 6o uja J!u6b|b63a jsbuub qb jac| paui ipue| b jaq ujs maA juAj Bpjajö pe !uæ uuuaq iqsijepueq pe b in qqa6 ueqsuojý, 'uuun6aApo[cj !pBq!q|eui !isiXj enac| jba epua ‘jecj pjajuin jpAl jn||0}6aA jniuiiaquuj jba uu!6n}BjB epunojs uefpjuj um jnp6e| jba jn6aAjnqjAB|ia>| jáu je6aq , 'p!UB6jBjB>|UBg pe||eq jba eqaq 'uinuBqueq j 6ui||!ds uýiq b uuoq jba ba66/9i ua ‘Bjjaqpej juAssuor jujjg je suequeqspueq ejoþsequBq !jjbis jn Q!>j!A jba juAssjeuung ba66Aii uias 606L PM? JBA peq , 'yz6L JBl\ euaq , 'iqsjiqejd jn6ua| iqqa !ii0(j 6o nqsji jn ||aj B|oqs ejjjacj jjbjs m jecj - !6niBip j jba jniqæjjjBis uias ‘ngqsBjpæiusnq jbuj!66b| b jnnas majJBQBig e jba 6361 QMV, :JQas

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.