Dagur - 04.11.2000, Blaðsíða 1
LandsbanMnn með
57% í nýjnm banka
Grídarleg átök bak
viö tjöldin lun eignar-
hlut ríkisbankanna í
hinuiii nýja samein-
aða banka. Búnaðar-
bankinn sagður fá
43%. Reynt að koma
ákveðinni vinnslu í
nýja bankanum út á
land.
Helgi S. Guðmundsson, formað-
ur bankaráðs Landsbankans,
staðfesti í samtali við Dag í gær
að nefnd sú, sem unnið hefur
undanfarið að skýrslu til Sam-
keppnisráðs vegna sameiningar
ríkisbankanna, stefndi að því að
skila skýrslu sinni í gærkveldi.
Hann var þó ekki alveg viss um
að það tækist. Helgi vildi ekkert
segja á þessu stigi hvað í skýrsl-
unni væri.
Gríðarleg átök
hafa verið undan-
farið milli stjórn-
enda Landshank-
ans og Búnaðar-
bankans um hvern-
ing eignaskiptingin
verður þegar nýr
banki verður stofn-
aður, væntanlega
um áramót. Niður-
staða þessara átaka
er, samkvæmt
áreiðanlegum
heimildum Dags,
að hlutur Lands-
bankans í sameinuðum banka
verði metinn 57% en Búnaðar-
bankans 43%. Þeir sem best
þekkja til segja að þarna sé hlut-
ur Landsbankans of lítill. .
Fækkim útibúa og uppsagnir
Vitað er að í skýrslunni sé að
finna tillögur bankanna um
hvaða útibúum og afgreiðslum
eigi að loka við sameininguna.
Sömuleiðis hve mörgu starfsfólki
verður sagt upp,
en það er talið
vera á milli 200
og 300 manns. Þá
er líka að finna
hugmyndir eða
tillögur um hvaða
eignir verði seldar
ef Samkeppnisráð
telur hlut samein-
aðs banka of stór-
an og ráðandi á
íslenskum banka-
markaði. Aður
hefur komið fram
að þar hefur eink-
um verið rætt um að Landsbank-
inn selji VIS og Landsbréf.
Við sameiningu banka er sem
fyrr segir talið að á milli 200 og
300 manns missi vinnuna. Það
er ekki bara að bankarnir séu
báðir með útibú á sjö stöðum á
landinu og því ljóst að annað
þeirra verður lagt niður, heldur
verða nokkur útibú á höfuðborg-
arsvæðinu líka lögð niður. Þessar
uppsagnir gamalgróins starfs-
fólks er að sjálfsögðu það sárs-
aukafyllsta við sameininguna.
Miðviimsla út á land?
Samkvæmt heimildum Dags
mun vera að finna í sameining-
arskýrslu í Búnaðarbankanum
hugmyndir um að koma svokall-
aðri miðvinnslu bankana út á
land og draga þannig úr upp-
sögnum þar. Miðvinnsla er ýmis-
konar tölvuvinnsla sem fram fer
utan afgreiðslusala bankanna.
Bankamenn, sem Dagur hcfur
rætt við, segja liins vegar að nær
útilokað sé að koma miðvinnsl-
unni út á land vegna þess að
flutningsgeta netkerfisins sé ekki
nógu öflug.
Nú hefur Samkeppnisráð 6
vikur til að Ijúka Sinni vinnu við
málið. Þá verður lagafrumvarp
um sameininguna lagt fyrir AI-
þingi og stefnt er að því að nýr
banki taki til starfa um áramótin.
Gárungar eru þegar farnir að
kalla hann Landbúnaðarbank-
ann eða LB-bankann. -S.DÓtlt
vísir.is
Lítiltrúá
vægari
refsmgiun
Netverjar virðast hafa litla trú á
gildi vægari refsinga fyrir tíðni
glæpa.
Dagur spurði á Netinu eftir-
farandi spurningar: Telur þú að
vægari refsingar skili sér í færri
glæpum?
Svar mikils meirihluta þeirra
sem atkvæði greiddu var neit-
andi. 87 prósent töldu að vægari
refsingar myndu ekki skila sér í
færri glæpum, en 13 prósent
sögðu já. Svarendur voru 2.330
talsins.
Nú er hægt að svara nýrri
spurningu Dags á Netinu: Er
rétt að 14 ára stúlka fái pilluna
án vitnesku foreldra sinna?
Slóðin er sem fyrr: visir.is
Kaupmenn Glerártorgs eru sammála um að verslun hafi farið betur af stað en nokkur þorði að vona í hinni nýju
norðlensku verslanamiðstöð. Mikill mannfjöldi lagði leið sína á Glerártorg í gaer og lentu sumir í vandræðum með
að finna bílastæði. -mynd brink
Ingibjörg Sólrún.
Herinn:
Nei, takk
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri segist vera mótfallin því að
leyfi verði veítt fyrir því að NATO
og bandaríski herinn á Miðnes-
heiði fái að vera með heræfingar í
Bláljöllum í sumar eins og utan-
ríkisráðuneytið hefur óskað eftir.
Það sé m.a. vegna þess að þarna
sé fólkvangur, útivistarsvæði og
vatnsverndarsvæði. Af þeim sök-
um séu engin rök fyrir því að hafa
heræfingar þar auk þess sem
ástæðulaust sé að vera með meiri
athafnasemi á Bláfjallasvæðinu
en nauðsynlegt sé. Búist er við því
að framkvæmdastjórar vatns-
verndarsvæða sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu muni á næst-
unni gefa umsögn sína um þessa
beiðni utanríkisráðuneytisins.
Síðan kemur málið til kasta heil-
brigðis- og umhverfisnefndar
borgarinnar. -GRll
Kærir ílug-
málastjóm
Jón Magnússon, tæknistjóri flug-
félagsins Jórvíkur, hefur sent
samgönguráðuneytinu stjórn-
sýslukæru vegna framkomu Flug-
málastjórnar og Guðjóns Sigur-
geirssonar flugvélstjóra í sinn
garð.
Flugmálastjórn lýsti því yfir íyr-
ir skömmu að Jón hefði brugðist
trausti stofnunarinnar með því að
heimila sem tæknistjóri flug einn-
ar vélar Jórvíkur án þess að hún
hefði fengið tilskilið skoðunar-
vottorð. Yfirlýsingin kom f kjiilfar
kæru Guðjóns Sigurgeirssonar
flugvélstjóra og skoðunarmanns
vegna flugs vélarinnar án tilskil-
innar skoðunar.
Jón Magnússon vildi að svo
stöddu ekki tjá sig um stjórnsýslu-
kæruna, en samkvæmt heimild-
um blaðsins teiur Jón að vélin
hafi fengið fullgilda skoðun, en
að kærandinn sjálfur, skoðunar-
maðurinn Guðjón, hafi ekki fært
skoðunina í bækur. - FÞG
hjjÉ^lErelsi bama
wmmmmmmmmmmmammmammm
Siffær
nýtt
húsnæði
bls.33
Ófaglærð
lögga ógilt
vitni?
bls. 28