Dagur - 04.11.2000, Blaðsíða 6
30-laugardagur ig. SEPTEMBER 2000
Th&pr
ÞJÓÐMÁL
Tk
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6100 OG soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. A mánuði
Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-161 5 Ámundi Ámundason
(REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir.
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavík)
Stjómarráðsreitur
í fyrsta lagi
Kunngerð hafa verið áform um miklar tilfærslur á stjórnsýslu
ríkisins í Reykjavík og boðað að búin verði til miðstöð stjórn-
sýslu, viðskipta og menningar á svæðinu ofan við Arnarhól.
Hugmyndin mun vera að koma öllum ráðuneytunum, nema
utanríkisráðuneytinu á svokallaða „Arnarhvolstorfu" og er í
þeim efnum m.a. horft til endurbóta á gömlum húsum á svæð-
inu og byggingu nýrra, m.a. þriggja hæða stjórnsýsluhallar
með görðum í miðjunni, eitthvað sem hlotið hefur sæmdar-
heitið „randbygging'*.
í öðru lagi
I sjálfu sér hljómar þetta ekki illa sem skipulagstillaga fyrir
þetta svæði sérstaklega vegna þess að flutningur ráðuneytanna
er einungis lítill hluti af heildarskipulaginu sem rætt er um á
þessu svæði. Hins vegar hlýtur að vakna sú spurning til hvers
verið sé að flytja öll ráðuneytin á þennan sama blett? Er það
til að auka og bæta þjónustu? Varla. Kemur þetta almenningi
á einhvern hátt til góða? Nei. Eða er einfaldlea verið að búa til
einhveija eftirlíkingu af því sem þekkist í mörgum aldagöml-
um borgum í Evrópu þar sem myndast hafa sérstök ráðuneytá-
hverfi? Trúlega.
1 þriöja lagi
Embættismenn ráðuneyta og stjórnmálamenn hafa til þessa
átt í erfiðleikum með að styðja flutning stofnana út á land.
Iðulega eru notuð í þeirri umræðu hagkvæmnisrökin. Nú
bregður svo við að hagkvæmnin virðist orðin að aukaatriði
þegar kemur að flutningi stofnana innan Reykjavíkur, enda má
búast við að embættismenn muni ódeigir finna rök íyrir glæsi-
legum stjórnarráðsreit. Þó er t.d. nýbúið að leggja hundruð
milljóna í að endurbæta félagsmálaráðuneytið og samgöngu-
ráðuneytið og aukinn flottræfilsháttur í stjórnkerfinu þjónar
engum samfélagslegum tilgangi. Haldi menn þessum áform-
um til streitu, ættu þeir ekki að tala oftar um hagkvæmnisrök
varðandií flutning stofnana.
Birgir Guðmundsson
Bóndinn í augunt bamanna
vélum, þeir eru luralegir og
Þegar Garri var ungur var
hann sendur í sveit eins og títt
var um kaupstaðabörn á þeim
árum. Það kynntist hann harð-
duglegu bændafólki sem strit-
aði í sveita síns andlitis við
framleiðslu meinhollra mat-
vara á borð þeirra sem á möl-
inni bjuggu. Á þessum áruni
var bóndi bústólpi, bú var
landsstólpi og bændur þ\n virt-
ir vel. Bændur höfðu llestir
jiokkalega afkomu og keyptu
Tímann í skylduáskrift. Þeir
voru hetjur sem riðu
uni héruð og höfðu
það nokkuð gott.
En nú er öldin önn-
ur. Bændur lepja flest-
ir dauðann úr skel,
Tíminn er hættur að
koma út og rauðvíns-
pressan notar hvert tækifæri
til að sproksetja bændur og
búalið. Hvað hefur gerst? Hví
jiessi öfugþróun?
Neftdbakshjassar
Svarið er einfalt. Imyndar-
smíðin hefur brugðist. Á með-
an börn voru send í sveit var
sambandið milli sveitar og
þéttbýlis lifandi og áþreifan-
legt og upplýsingaflæðið
stöðugt. Imynd bænda var já-
kvæð og traust.
En nú er löngu hætt að
senda borgarbörn í sveit og og
fæst jieirra hafa nokkurn tím-
ann séð lifandi bændur, aðeins
Ieikna í bíómyndum Hrafns
Gunnlaugssonar og
skemmtisketsum Halla og
Ladda. Og það er sú ímynd
sem borgarbörnin byggja á.
Því þurfa ekki að koma á
óvart niðurstöður könnunar
sem geröar voru í einuni
grunnskóla Reykjavíkur, þar
sem börnin voru beðin að lýsa
bændum. Og |iau gerðu það
eitthvað á þessa leið: Bændur
er illa til fara, í götóttum
sloppum, ganga í gúmmístíg-
V
sterkir og taka í nefið. Og
bændakonur eru með skuplur
á höfði, með svuntu og
gúmmíhanska.
Baltasar bóndi
Þetta er auðvitað ótækt og
kallar á stórátak í ímyndar-
smíðinni. Það er ekki nóg að
talsmenn bænda á horð Þing-
eyingana Ara Teits og Sigur-
geir Þorgeirs komi fram í sjón-
varpsfréttum snjallir og snyrti-
legir í hvívetna, því borg-
aræskan horfir ekki á
sjónvarpsfréttir. Eina
raunhæfa aðgerðin er
því að búa til spennandi
bíómynd þar sem lögð er
áhersla á bóndann sem
rómantíska hetju og töf-
fara, mynd sem höfðaði til
barna og unglinga. Tilvalið
væri að Iáta Hilmi Snæ leika
kúabónda sem væri
rokksöngvari í hjáverkum og
Baltasar Kormák sauðfjár-
bónda sem hannaði tölvuleiki
meðfram smölun. Þeir gætu
svo barist um hylli ungfrú
Snæfells- og Hnappadalssýslu
sem nýverið hefði fengið tilboð
um að leika í listrænni
Hollywood-ræmu.
Þegar 40.000 ungmenni
hefðu séð jiessa mynd, er
næsta víst að ímynd bænda
hefði rétt verulega úr kútnum,
ríkir dekurunglingar sæktu
það fast að fá að verða bænd-
ur, sem loksins tryggði nýliðun
í stéttinni. Og það kæmist í
tísku að borða eingöngu ís-
lenskar landbúnaðarafurðir
sem Ieiddi af sér kjarabætur
fyrir bændur.
Hin nýja ímynd myndi bjar-
ga íslenskum landbúnaði og
bændastéttinni. Og Garri er
að sjálfsögðu tilbúin til að
ræða sölu á handritshugmynd-
inni við Bændasamtökin.
ELÍAS
SNÆLAND
JÓNSSON
skrifar
Þá er runnin upp Iokahelgi kosn-
ingaslagsins í Bandaríkjunum. Á
gamla sovéska byltingardaginn,
7. nóvember, verður kosinn nýr
forseti Bandaríkjanna og fjöl-
margir þingmenn, ríkisstjórar og
valdaminni forystumenn í
bandarísku samfélagi.
Almennt séð virðist áhugi
Bandaríkjamanna sjálfra á kosn-
ingunum í lágmarki. Hvorugur
aðalframbjóðendanna - A1 Gore
eða George W. Bush - hafa náð
að kvcikja eldmóð hjá bandarísk-
um kjósendum. Þeir þykja satt
best að segja frekar litlausir og
Ieiðinlegir - Gore þunglamalegur
kerfiskall, Busli ábyrgðarlaus og
frekar fákænn pabbastrákur. Það
er því að margra álíti um tvo
slaka kosti að ræða.
Nýjustu kannanir gefa til
kynna að enn sé ómögulegt að
segja til um hvor þeirra Gore eða
Bush fari með sigur af hólmi á
þriðjudaginn.
Endaspretturtnn
15-16% flokkar
Áhugaleysi Bandaríkjamanna á
lýðræðislegum kosningum er
reyndar eitt af undrum þess
samfélags sem gjarnan er kallað
forysturíki lýðræðisþjóðanna.
Það þykir gott ef þriðjungur
þeirra bandarísku þegna sem
eru á
kosninga-
aldri
nenni að
greiða at-
kvæði um
hver eigi
að véra
næsti for-
seti
Bandaríkj-
anna.
Eins og
Jón Baldvin Hannibalsson,
sendiherra í Washington, benti
á nýlega, eru stóru flokkarnir
þar vestra - demókratar og
repúblíkanar - í reynd 15-16%
A/ Gore.
flokkar þegar miðað er við
heildarfjölda þeirra sem aldurs-
ins vegna eiga rétt á að kjósa.
Þar fara menn ekki sjálfkrafa
inn á kjörskrá eins og á Islandi
og víðast hvar í öðrum lýðræðis-
ríkjum. Og mikill hluti Banda-
ríkjamanna hefur ekki einu
sinni
áhuga á að
láta skrá
sig á kjör-
skrá, hvað
þá meira.
Það er
ekki síst
hinn fá-
tæki hluti
þjóðarinn-
ar sem
lætur
kosningar eiga sig - telur þær
leik þeirra sem ríkir eru. Þannig
er þetta auðvitað á fleiri sviðum
í Bandaríkjunum. Misskiptingin
er gífurleg. Afar fjölmenn stétt
fátæklinga nýtur ekki góðs af
því að húa í þessu auðugasta
samfélagi jarðarinnar. Það er til
dæmis sláandi að um tíu millj-
ónir Bandaríkjamanna eru ekki
til í bankakerfi landsins; eiga
þar hvorki reikning, greiðslu-
kort né nokkur önnur viðskipti.
Hver er miuiuriim?
Svo er auðvitað spurningin:
skiptir nokkru máli hvor vinnur?
Já, það yrði betra fyrir Banda-
ríkin og umheiminn ef Gore færi
með sigur af hólmi. Hann hefur
bæði þekkingu og dómgreind til
að taka skynsamlegar ákvarðanir.
Engum heilvita manni hefði
hins vegar noklíru sinni dottið í
hug að gera George W. Bush að
forseta nema vegna þess eins að
hann er sonur pabha síns. Verði
hann kosinn mun gamla valda-
stétt repúblíkana því stjórna
landinu í sfna þágu á meðan for-
setinn skemmtir sér.
Eru fordómar gegn
landsbyggdinni að
auhast?
(Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra segir þetta í grein á Netinu
og notar orðið rasismi í þessu
sambandi.)
Sigurjdn J. Sigurðsson,
ritstjórí Bæjarins besta á ísajmYi.
„Stundum held
ég að svo sé, en
frekar vil ég þó
trúa því að hér sé
uni að ræða van-
þekkingu á kost-
um landsbyggð-
arinnar og því fjölmarga góða
sem hún hcfur uppá að bjóða.
En fram hjá því verður þó ekki
horft að oft á tíðum held ég að
okkur landsbyggðarfólki sé sjálfu
um að kenna hvernig þessu er
komið, því alls ekki er sama
hvernig menn kynna sinn mál-
stað - móta þannig viðhorfin."
Björgvin G. Sigurðsson,
varaþingmaðtirSamJylkingaráSnður-
landi.
„Eg held að ekki
sé hægt að tala
um beina for-
dóma gegn lands-
byggðinni. Hins
vegar er gjáin á
milli landsbyggð-
ar og höfuðborgar sífellt að
aukast og spennan magnast.
Þensla síðustu missera hefur
fyrst og síðast orðið vart á höfuð-
borgarsvæðinu og fólkið eltir
störfin og launin. Flóttinn af
landsbyggðinni er þjóðarvandi
sem stjórnvöld hafa ekki brugð-
ist við. Stjórnarflokkarnir hafa
sofið á verðinum utan upphlaup
sem enda með ósköpum, Iíkt og
flutningurfjarvinnslustarfanna.
Þörf er á nýrri hugsun í byggða-
málum þar scm rösklega er geng-
ið til verka og þar leikur upplýs-
ingabyltingin lykilhlutverk."
Óskar Bergsson,
varaborgaifiintniiFramsóknaiflokksins.
„Nei, og þvert á
móti held ég að
Islendingar Iíti
miklu frekar á sig
sem einn hluta í
samfélagi þjóö-
anna. Gamaldags
hreppapólftík og þúfnaslagur
heyrir fortíðinni til, sem betur
fer. Mjög margir höfuðborgarbú-
ar myndu kjósa að búa úti á
landi ef fjölbreytni væri þar meiri
í atvinnulífinu."
Sigríður Dóra Sverridóttir,
húsmððirá Vopnafiiði.
„Það er fráleitt að
tala um rasisma.
Landsbyggðin á
vitaskuld undir
högg að sækja, en
ég held að okkar
eigið hugarfar
haldi okkur í hlekkjum og það sé
skýringin á ímyndaðri sýn sem
við höldum að margir höfuð-
borgarbúar hafi á okkur. Við get-
um allt ef víljinn er fyrir hendi -
en fyrst af öllu til að bæta stöðú
landsbyggðarinnar er að ráðherr-
ar landsins noti sér völdin seirf-
þeir hafa til að breyta hlutum." 1