Dagur - 04.11.2000, Síða 5
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMRER 20 00 - 29
Siv og Ingibi örg
fá nvtt husnæði
300 miHjónir króna í
endurbætur Lands-
síma- og Landsmiðju-
búsa. Tilbúið eftir tvö
ár. Deiliskipulagi að
ljúka.
Áætlað er að endurbætur vegna
Landssíma- og Landssmiðjuhúsa
fyrir stjórnsýslu ríkisins muni
kosta um 300 milljónir króna. Á
fjárlögum næsta árs er gert ráð
fyrir 190 milljónum króna til
þessa verks. Stelnt er að því að
húsin verði tilbúin árið 2002. Þá
er vinna við deiliskipulag stjórn-
arráðsreitsins á svæðinu á loka-
stigi. Gert er ráð fyrir að um-
hverfisráðuneyti og heilbrigðis-
og tryggingaráðuneyti muni flytj-
ast í þessi húsnæði. Hins vegar
liggur ekki lyrir hvað nýbygging-
ar og aðrar framkvæmdir á svæð-
inu muni kosta ríkissjóð en
stefnt er að því að samgöngu-
ráðuneyti og félagsmálaráðu-
Ingibjörg.
neyti flytji þangað úr Hafnarhús-
inu.
Leiguhúsnæði
Olafur Davíðsson ráðuneytis-
stjóri forsætisráðuneytisins segir
að heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neytið sé í ófullnægjandi hús-
næði og þurfi því á nýju að
halda. Jafnframt skipti það engu
máli fyrir ráðuneytið hvort það
sé í nágrenni við Tryggingastofn-
un eða ekki. Þá þarf umhverfis-
Siv.
ráðuneytið einnig að flytja úr
sínu húsnæði úr Vonarstrætinu
en hæði þessi ráðuneyti eru í
leiguhúsnæði. Hins vegar sé ekki
jafnbrýnt að flytja samgöngu-
ráðuneyti og félagsmálaráðu-
neyti úr Hafnarhúsinu þar sem
leigusaniningur þeirra þar sé til
næstu fimm ára. Ólafur segir að
markmiðið sé að öll ráðuneytin
verði með starfsemi sína á
stjórnarráðsreitnum nema utan-
ríkisráðuneytið sem verður
áfram sínu húsnæði á Rauðarár-
stíg og forsætisráðuneytið í
stjórnarráðinu við Lækjargötu.
Hagkvænmi
Ráðuneytisstjórinn segir að það
séu fyrst og fremst hagkvæmis-
rök sem mæla fyrir því að hafa
öll ráðuneytin á sama svæðinu í
stað þess að hafa starfsemi þeir-
ra á mörgum stöðum. Meðal
annars sé mikill samgangur á
milli ráðuneyta og jafnframt
gefst tækifæri til að samnýta
fundaaðstöðu og fleira. Þess
utan á þetta að gera öll samskipti
ráðuneyta þægilegra sín í milli.
Aðspurður hvort það sé ekki
bara einhver flottræfilsháttur af
hálfu stjórnavalda að leggja rnilj-
ónir í ný húsnæði fyrir ráðuneyti
á sama tíma og vantar meiri fjár-
muni í ýmsa þætti samneyslunn-
ar segir Olafur að það þurfi á
einhvern hátt að búa að aðstöðu
og starfsemi starfsfólks ráðu-
neytanna.
-GRH
Engin ákvörðun á næstu dögum
um framtíð sjúkrafiugs
SjúkrafLugið
dregsta
langinn
Ekki er búist við því að sam-
gönguráðuneytið ljúki útreikningi
á tilboðum í sjúkraflug og tilkynni
um niðurstöðu útboðsins fjTr en í
fyrsta lagi eftir aðra helgi, að sögn
Jóhanns Guðmundssonar hjá
samgönguráðuneytinu.
Hin eiginlegu tilboð, sem opn-
uð voru á dögunum, gilda ein-
göngu 45% við úthlutunina, en
gæði boðinnar þjónustu gilda
30%, fjárhagsleg og tæknileg
gilda 1 5% og reynsla af sambæri-
legum verkefnum 10%. Eftir opn-
un tilboðanna sjálfra þykja Flug-
félag Islands og íslandsflug stan-
da best að vígi. I heild eru tilboð
allra flugfélaga talin nokkuð jöfn
og því muni aðrir þættir en lil-
boðin sjálf ráða mestu um hver
hreppi hnossið. - I:ÞG
Stefnir í jólaöng-
þveiti á Alþingi
Rannveig Guðmunds-
dóttir bendir á að af
182 boðuðum þing-
málum ríkisstjómar-
iunar í vetur væru að-
eius 18 komin fram.
Húu segir allt stefna í
enu eina jólaösiua á
Alþiugi.
Rannveig Guðmundsdóttir, for-
maður þingflokks Samlýlkingar-
innar, benti á það á Alþingi síð-
astliðinn fimmtudag, að á dag-
skrá dagsins væru 15 þing-
mannamál, sem hún sagði vera
ánægjulegt vegna þess að mörg
þeirra væru mcrkileg og fengju
vonandi hrautargengi þar sem
þau koma svo tímanlega fram.
„Á dagskránni er eitt stjórnar-
frumvarp. Ég spyr því hvort for-
seti þingsins geri sér grein fyrir
því að ríkisstjórnin kynnti 182
mál sem hún hyggst Icggja fram á
þessum vetri, þegar mál voru
kynnt með stefnuræðu forsætis-
Rannveig: Stjórnarandstaðan
heidur uppi þingstörfunum.
ráðherra. Einungis 18 þessara
mála eru komin frarn og helming-
ur þeirra verður komin til nefnda
í dag en hin bíða. Á morgun verð-
ur þingfundur og væntanlega
verða þessi mál rædd þá ef ráð-
herrarnir mega vera að því að
koma til þings og mæla fyrir mál-
um sínum. Þá gæti framkomin
málaskrá stjórnarinnar tæmst,"
sagði Rannveig Guðmundsdóttir.
Að forða jólaös
Hún henti forseta Alþingis á að
fram væru komin 196 mál það
sem af er þessu þingi er hófst 1.
október. Aðeins 18 frá ríkisstjórn-
inni.
„Það er stjórnarandstaðan sem
heldur uppi þinghaldinu á hæst
virtu Alþingi. Ríkisisstjórn undir-
strikar enn á ný skort á samvinnu
við þingið um bætt vinnubrögð.
Það stefni í það að enn á ný verð-
um við með jólaös hér á Alþingi.
Mál sem rutt er inn í þingið og til
nefnda og krafa gerð um að þau
verði afgreidd fyrir jól,“ sagði
Rannveig Guðmundsdóttir.
Hún spurði síðan forseta Al-
þingis, Halldór Blöndal, hvort
hann myndj taka þetta mál upp
við ríkisstjórnina þannig að ein-
hver möguleiki sé á vitlegum
vinnubrögðum á Alþingi fram til
jóla.
Halldór Blöndal sagðist vilja
taka fram að óþarfi væri að af-
greiða lýrir jól öll stjórnarfrum-
viirp sem fýrir liggja.
-S.DÖR
Mikil vonbrigði með olíufélögin
Samstarfshópur vegna eldsneytis-
hækkunar lýsir yfir miklum von-
brigðum með þá ákvörðun olíufé-
laganna að draga ekki til baka síð-
ustu hækkanir á eldsneyti. Hópur-
inn lokaði leiðum að birgða-
geymslu olíufélaganna við Orfiris-
ey á miðvikudag og gaf olíufélög-
unum frest fram á miðnætti á
fimmtudag til að lækka eldsneytis-
verð. Olíufélögin virtu þessa kröfu
að vettugi.
Hópurinn ítrekar þá skoðun að
hækkunin sé í engu samræmi við
þær forsendur sem olíufélögin hafi
upplýst um verðmyndun eldsneyt-
is. 1 ljósi þcssara upplýsinga verða
næstu aðgerðir ákveðnar.
Á mánudag mun samstarfshóp-
urinn eiga fund með fulltrúum rík-
isstjórnarinnar og þá fá svör við
þeim kröfum sem lúta að lækkun
þungaskatts og almenns vörugjalds
af bensíni. Einnig væntir hópur-
inn þess að á fundinum liggi íýrir
svar Samkeppnisstofnunar við er-
indi viðskiptaráðherra um meint
verðsamráð olíufélaganna frá byrj-
un síðasta mánaðar.
-BÞ
Um 120 milljóiiir í hlaupahjól
,/EtIa má að aðeins á
nokkrurn vikum hafi verið
seld hlaupahjól f\rir 120
milljónir og Pokémon vörur
lýrir 100 milljónir," sagði ný-
Iega í Fijálsri verslun, þar
sem komist var að þeirri nið-
urstöðu að um 12.000 hjól
hafi verið seld á landinu í
sumar og verðið um 10.000
kr. að meðaltali (flest á bil-
inu 7.900 til 13.900).
Stærsti viðskiptavinahópur-
inn er sagður á aldrinum 6-
14 ára, en samtals eru um
39 þúsund börn í þessum
níu aldursárgöngum, svo næstum þriðja hvert þeirra á nú vænlanlega
hlaupahjól. Flestir innflytjendur eru þó sagðir sammála um að æðið sé
ekki búið, jólagjafamarkaðurinn sé eftir og næsta vor megi líka eiga von
á aukinni sölu. Þá er og talið varlcga áætlað að Pokémonveltan verði
komin í a.m.k. 150 ef ekki 200 milljónir áður en árið 2000 er úti.
-HEl
Ásta R. til Azerhajdzhan
Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaður og fulltrúi í Islandsdeild Öryggis-
og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) verður einn fulltrúa ÖSE-þings-
ins við eftirlit þingkosninga sem haldar verða í Azerbajdzhan nk. sunnu-
dag, 5. nóvember. Ásta verður einn á þriðja tug kosningaeftirlitsmanna
og fylgist með framkvæmd þingkosninga í kjördæmi utan höfuðborgar-
innar Bakú.
Þingkosningar voru sfðast haldnar í Aserbajdzhan 1995 og voru það
jafnframt fýrstu fijálsu kosningarnar Irá því þessi 8 milljón manna þjóð
lýsti yfir sjálfstæði árið 1991 í kjölfar hruns Sovétríkjanna. Eftirlit með
kosningunum þá leiddu marga galla í Ijós, ekki si'st hvað stjómarflokk-
unum var hyglt á kostnað stjórnarandstöðunnar í kosningabaráttunni.
Enn eru nú uppi áhyggjur yfir hlut stjórnarandstöðunnar. - FÞG
Hótel Holt er ekki tH sölu
Þrálátur orðrómur hefur gengið undanfarið um að búið sé að taka
ákvörðun um sölu á Hótel Holti. Eiríkur Ingi Friðgeirsson hótelstjóri
segir þetta alrangt. Hvorki sé búið að selja hótelið né standi það til.
Rekstur þess sé afar traustur og enginn áhugi á því hjá fjölskyldu Þor-
valds Guðmundssonar heitins að selja eignina.