Dagur - 04.11.2000, Qupperneq 9

Dagur - 04.11.2000, Qupperneq 9
32 - LAUGARDAGUR 1 . NÓVEMBER 2 000 LAUGARDAGUR 4 . NÓVEMBER 2000 - 33 FRÉTTASKÝRING Vwjur. Meðan Róm brennur? Ýmsir rifja nú upp fleyg orð Steingríms Hermannssonar sem féllu á fundi á Hótel Sögu fyrir rúmum áratug þegar hann var að lýsa aðgerðarieysi ríkisstjórnarinnar sem hann sjálfur sat í gagnvart aðsteðjandi efnahagsvanda. „Róm brennur" sagði Steingrímur þá. samsett mynd: brink Ríkisstjómin sökuð uni andvaraleysi í efnahagsmálum. Gríð- arleg þensla og við- skiptahalli, gengis- lækkun krónunnar, vaxandi verðhólga, skuldasöfnun, vaxta- hækkun og forsendur kjarasamninga að bresta. Hvarvetna heyrast nú raddir sér- fræðinga, hagsmunaaðila og stjórnarandstöðunnar sent vara við andvaraleysi í efnahagsmál- um, mikilli þenslu, vaxandi verð- bólgu, gengisfalli krónunnar, skuldasöfnun fyrirtækja, heimila og sveitarfélaga og miklum og vaxandi viðskiptahalla. Um leið ágerast kröfur um miklar launa- hækkanir í komandi kjarasamn- ingum og leiðréttingu til handa þeim sem þegar hafa samið. Vaxtahækkun Seðlabankans í vik- unni er til marks um áhyggjur sérfræðinga yfir stöðunni, en svona útskýrði Seðlabankinn hækkunina: „Frá því að Seðlabanki Islands hækkaði vexti í júní sl. hafa horf- ur um verðbólgu á næsta ári versnað vegna lækkunar á gengi krónunnar og mikillar spennu á innlendum vöru- og vinnumark- aði. Þá er Iftið lát á útlánaaukn- ingu bankanna. Seðlabankar ým- issa mikilvægra viðskiptalanda hafa hækkað vexti sína að undan- förnu. Frá því um mitt árið og þar til nú hefur því munur innlendra og erlendra skammtímavaxta minnkað um 0,6 til 0,7 prósentu- stig. Þessi þróun hcfur veikt gengi krónunnar. Seðlabankinn telur því óhjákvæmilegt að herða að í peningamálum í því skyni að ná verðbólgu niður á viðunandi stig. Jafnframt leitast bankinn með þessu við að stuðla að minni Iánsfjáreftirspurn." Gagnvart þessu hefur ríkis- stjórnin verið gagnrýnd fyrir að- gerðarleysi og þögn um hinn mikla og vaxandi vanda. „Róm brennur" eru lleyg orð Steingríms Hremannssonar sem þá var utan- ríkisráðhérra þegar hann lýsti að- gerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem hann sat í gagnvart aðsteðjandi efnahagsvanda fyrir rúmum ára- tug. Sífellt Ileiri flokksbræður hans og raunar aðrir líka virðast nú grípa til þessara orða Stein- grims til að lýsa því hvert stefnir í dag. Þenslan magnast á ný Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar tekur ekki djúpt í árinni í lýsingu sinni á ástandinu, en grunnt er á alvör- unni. „I sumar voru að koma fram skýr merki um að það væri að draga úr þenslunni, svo sem í tölum um innflutning, veltu- skatta og mati á fasteignamarkað- inum. Merkin voru býsna ótvíræð en við sögðum jafnframt að þenslan gæti færst í aukana á ný þegar haustaði. Sumt bendir og til þess að þenslan hafi heldur magnast á ný og skiptir þá mestu máli að á vinnumarkaði hefur enn ekkert komið Iram um að það dragi úr spennu - þvert á móti hafa síðustu athuganir leitt í ljós mikla eftirspurn eftir störfum og ekkert lát þar á. Sama gildir um tekjuþróunina og í pcninga- magnstölum hefur útgjaldaþróun ekkert verið að gefa eftir, sem endaði með vaxtahækkuninni á þriðjudag." Þórður segir því ákveðin teikn uppi um að þenslan færist aftur í vöxt. „Hvort sem það er einhver skammvinn roka eða ekki. En efnahagslífið hefur verið í mjög góðum gír. Það sem hefur verið til verri vegar er að verðbólgan er heldur mikil og viðskiptahallinn er áhyggjucfni. Eg hef hins vegar ekki mjög miklar áhyggjur af kjarasamningunum. Það hefur iðulega gerst undanfarin ár að menn séu áhyggjufullir í aðdrag- anda samninga og dökk mynd dregin upp, cn síðan hefur allt gengið á endanum með niður- stöðu sem í (illum aðalatriðum hefur samræmst efnahagslegum forsendum,“ segir Þórður. Veröbólgan rýrir umsamtn kaupmátt Ari Skúlason hagfræðingur og framkvæmdastjóri ASI segir að af hálfu ASI hafi athygli verið vakin á því allt frá gerð sfðustu kjara- samninga að staðan gæti verið betri. „Við höfum hlotið mikla gagnrýni fyrir þann málflutning, sérstaklega af hálfu stjórnvalda, sem saka okkur um að tala upp verðbólgu og annað eftir því. Það er hins vegar Ijóst, að þau mark- mið sem voru sett við gerð kjara- samninganna eru ekki að ganga eftir. Markmiðið um að verðbólga færi hratt niður hefur ekki stað- ist, sem skiptir miklu máli fyrir þann kaupmátt sem samið var um og sem hefur rýrnað. Það eina sem við höfum heyrt frá stjórnvöldum um stöðu efnahags- mála í allt sumar og haust er að þetta hljóti að fara að verða betra.“ Ari tekur bensínverðshækkanir sem dæmi og loforð um að það lagist - en nú sé ekkert útlit fyrir lækkun. „Það hefur ríkt frekar mikið kæruleysí í sambandi við að ná tökum á hinni gríðarlega miklu þenslu. Staðan nú er enda mjög brothætt. Okkur finnst að það hefði mátt halda betur utan um efnahagsmálin og þá öðruvísi en að segja okkur að þetta fari allt saman að verða betra - sem er í raun það eins sem við höfum fengið að heyra," segir Ari. Engin kreppa - ekkert hrun Gylfi Magnússon hagfræðidósent við Háskóla Islands segir ýmislegt benda til þess draga muni úr hinni miklu bjartsýni og uppgangi sem einkennt hafi efnahagslífið sl. 5-6 ár. „Nefna má lækkandi gengi hlutabréfa og lækkun á gengi íslensku krónunnar. En um hvoru tveggja má segja að úr ansi Gagnvart þessu hefur ríMsstjómin verið gagnrýnd fyrir aðgerð- arleysi og þögn um hinn mikla og vaxandi vanda. „Róm hrennur44 eru fleyg orð Stein- gríms Hremannssonar sem þá var utanríMs- ráðherra þegar hann lýsti aðgerðarleysi rík- isstjómarinnar sem hann sat í gagnvart að- steðjandi efnahags- vanda fyrir rúmum áratug. háum söðli sé að falla og því ekki eins og að komin sé botn eða kreppa. Segja má að menn hafi verið of bjartsýnir áður og að nú séu væntingarnar raunhæfari um gengi og hagnað. Fleiri hættu- mérki eru uppi, sem ekki eru öll ný; viðskiptahallinn ætlar t.d. lít- ið að batna og hefur lengi verið vandamái." Gylfi segir að á móti komi að staða ríkiskassans sé mjög góð. „Mcðan svo er og til verulegs samdráttar kemur er hægt að grípa til aðgerða eins og að lækka skatta eða draga úr ríkisútgjöld- um. Svigrúmið er því talsvert til að ná mjúkri lendingu. Ég held að tíminn til að grípa til aðgerða sé ekki kominn. Þrátt fyrir allt er of snemmt til að grípa til aðgerða til að örva hagkerfið og frekar ættu menn að halda að sér hönd- um og vita af þessum tækjum og ntöguleikum. Vaxtahækkuninni er ætlað að slá á útlánavöxtinn, en að öðru leyti ætti það að auka mönnum bjartsýni að svigrúmið er rúmt. Ég sé enda ekkert svart- nætti framundan - cnga kreppu með hruni atvinnuveganna. Það þarf meira að gerast til að maður fari að óttast slíkt,“ segir Gylfi. Tímasprengja og gengisfell- ing Ossur Skarphéðínsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ríkis- stjórnina vera í fullkominni af- neitun á þeim vandamálum sem við blasa. „Fólk sem er í afneitun er ekki lfklegt til að grípa til ráða. Við í Samfylkingunni höfum lengi varað við þeim mikla váboða sem hrannast hefur upp á himni efnahagsmála - viðskiptahallan- um. Ráherrar gerðu góðlátlegt grín að okkur og sögðu að við- skiptahallinn myndi minnka. Við spáðum að hann yrði 50 milljarð- ar á þessu ári, sem reyndist rangt - hann jókst upp í 55 milljarða, sem er gríðarlega hátt, og því spáð að hann verði 57 milljarðar á næsta ári. Hann er nú um 8% af iandsframleiðslu, sem er verulega hættulegt hlutfall. Við sögðum að í þessu fælist tímasprengja sem gæti haft slæm áhrif á gengið og það hefur nú gengið eftir - sprengjan hefur í reynd sprungið, því gengið hefur lækkað um nær 8% frá áramótum. Það þótti í eina tíð dálaglcg gengisfelling.“ Össur sagði að varnaðarorð um gengislækkun hefðu staðist. „Tví- vegis í sumar var gerð atlaga að gengi krónunnar og Seðlabank- inn hefur þurft að grípa inn í með erlendum skammtímalánum. Um tíma gekk gengisstefnan vel, en nú eru vörnin brostin.“ Össur segir að varað hafi verið við því að gengislækkunin gæti haft slæm áhrif á verðlagsþróun- ina. „Það er að ganga eftir. Ríkis- stjórnin hefur því haft rangt fyrir sér varðandi viðskiptahallann, gengismálin og verðlagsmálin. Nú er því spáð að verðbólgan verði 6% næsta ár og það hefur áhrif á kjarasamningana sem gerðir voru á almenna vinnu- markaðinum. Þar var sarnið urn endurskoðun ef verðlagsforsend- ur yrði umfram það sem samið var um. Nú er Ijóst að til endur- skoðunar kemur. Og fyrirtækin geta mætt kostnaðarhækkunum mcð þrennum hætti; ganga á hagnað sinn, sem þegar hefur verið gert, auka framleiðnina, sem ekki virðist hægt og fer held- ur minnkandi og í þriðja lagi að velta kostnaðarhækkunum út í verölagið - sem er eina leiðin sem eftir er. I því felast hættulegar blik- ur,“ segir Össur. Vaxandi misrétti - alvarlegar blikur Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og formaður BSRB, segir blik- ur á lofti í íslenskum efnahagsmál- um. „Það eru engin ný tfðindi. Við höfum lifað við vaxandi halla á við- skiptum við útlönd og því miður hefur verðbólgustigið einnig verið of hátt. Hvort ríkisstjórnin sýni andvaraleysi eða til hvaða ráðstaf- Gylfi Magnússon hag- fræðidósent við Há- skóla íslands segir ým- islegt benda til þess draga muni úr hinni miMu bjartsýni og uppgangi sem einkennt hafi efnahagslífið sl. 5-6 ár. Nefna megi lækkandi gengi Muta- hréfa og lækkun á gengi íslensku Món- unnar. ana hún eigi að grípa er spurning sem ég svara á þann veg, að hún hafi látið reka á reiðanum og þeir sem í raun hafa stýrt för í íslensku efnahagslífi eru handhafar pen- ingavaldsins þcir hafa slegið þjóð- artaktinn undanfarin ár. í stað þess að reyna að skapa víðtæka sátt og samlyndi í þjóðfélaginu um að samstillt átak horfa ntenn uppá vaxandi misrétti og ráðstafanir stjórnvalda sem nær ófrávíkjanlega eru í þágu þessara peningaafla." Ögmundur nefnir sem dæmi skattkerfisbreytingar og tilrauna- verkefni sem ganga út á að skapa fyrirtækjunum skattaparadís hér á landi. „Þetta eru áherslurnar og þær eru ekki til þess fallnar að skapa hér víðtæka samstöðu. Þeg- ar menn náðu verðbólgunni niður úr 30% i núllið var það gert með þjóðarsamstöðu. Nú er slíkt ekki í tísku heldur eru peningamcnnirnir látnir stýra þjóðarskútunni með vinveitt stjórnvöld í brúnni. Á pen- ingamönnunum hafa þeir mikla velþóknun, en jafnan þegar cin- hver úr röðuin taxtavinnufólks leyfir sér að orða að hækka beri launin heyrast hneykslunarorð ófrávíkjanlega frá mönnum sem hafa margföld laun á við þá sem þeir hneykslast á. Niöurstaðan er vaxandi misrétti og alvarlegar blik- ur í efnahagsmálum." Ögmundur segir að hið eina sem stjórnvöld virðast vilja grípa lil sé vaxtahækkun. „Með hækkun vaxta telur Seðlabankinn sig stuðla að varkárni í lántökum og fjárfest- ingu.'Staðreyndin er hins vegar sú að í kerfi breytilegra vaxta er vaxta- hækkunum ekki síður vísað aftur í tímann - greiðslubyrði eldri lána hækkar. Þetta er nánast tilræði við lántakendur fyrri ára.“ ingibjörg sagðist vilja taka skýrt fram að langveikir eða þeir sjúklingar sem eru með krónískan sjúkdóm þurfi engar áhyggjur að hafa af breyttum greiðsluþáttum. Breytingar boðaðar á lýfjaverðskerfhni Jóhanna Sigurðardótt- ir spurði hvort hætta ætti niðurgreiðslu lytjategunda. Ingi- hjörg Pálmadóttir seg- ir langveiM fólk engn þurfa að kvíða. Jóhanna Sigurðardóttir gerði væntanlegar breytingar á lyfja- verðskerfinu að umræðuefni utan dagskrár á Alþingi í gær. Hún spurði Ingibjörgu Pálma- dóttur, heilbrigðis- og trygg- ingaráöherra, að því hvort til stæði að hætta að greiða niður nokkra Iyfjaflokka eins og lvf sykursjúkra og krabbameinslyf og taka hér upp hið umdeilda danska kerfi hvað varðar greiðs- lu sjúklinga í lyfjaverði. Hún sagði að hér hlyti að vera á ferð- inni misskilningur sem ráðherra leiðrétti og tæki af allan vafa um að ekki eigi að auka hlut- deild sjúklinga í lyfjakostnaði. lngibjörg Pálmadóttir, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, benti að það stæði til að gera breytingar á endurgreiðslukerfi lyfja. Því hafi verið slegið á frest í ár vegna þess að menn hefðu viljað sjá hverning mál þróuðust í Danmörku eftir að nýtt kerfi var tekið upp þar í landi f mars síðastliðnum. Danska kerfið Tryggingastofnun hefur verið falið að útfæra danska kerfið hér á landi. lngibjörg sagði að hugmyndafræðin á bak við dan- ska kerfið væri að draga úr kostnaði þeirra sent eru lang- veikir og nota mikið af lyfjum að staðaldri. Á móti er hlutur þeirra aukinn, sem nota Iyf endrum og sinnurn og eru frísk- ir að öðru leyti. „í velfcrðarríkjum Skandinav- íu er þetta fyrirkomulag talið réttlátt," sagði Ingibjörg, Hún sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um að fella al- veg niður endurgreiðslu af Iyfj- um. Og hún sagöist taka skýrt fram að langveikir eða þeir sjúk- lingar sem eru með krónískan sjúkdóm þurfi engar áhyggjur að hafa af breyttum greiðsluþátt- um. Kerfið væri sett upp til að draga úr sjálfvirkum vexti lyfja- kostnaðar en ekki til að spara. liinn einfaldi sannleikiir Margir tóku til máls í umræðun- um og lögðu allir áherslu á að ekki mætti draga úr niður- greiðslum lyfja til langveikra og þeirra sem eru með króníska súkdóma. Rannveig Guðmunds- dóttir var býsna haröorð í garð ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Hún sagði meðal annars: „Lækkun útgjalda hjá þessari ríkisstjórn þýðir að dregið er úr samneyslu og að velta kostnað- inum yfir á heintilin eða f þessu tilfelli yfir á sjúklinga. Að taka upp danska fyrirkomulagið á niðurgreiðslum almannatrygg- inga bvggist á að flytja greiðslu þátttöku ri'kisins frá einslakling- um sem nota lítið lyfyfir til þeir- ra sem þurfa meiri og dýrari lyf. Þetta þýðir á mæltu máli að það á að spara milljarð króna með því að hækka almennt útgjöld fjölskyldna til lvfjakaupa. Minna til þeirra scm nota dýr og mikil lyf. Enginn verður tekinn út úr, enginn mun fá ókeypis Iyf. Sjúk- lingar greiða niður lyf fyrir aðra sem þurfa meira á þeim að halda. Þetta er hinn einfaldi sannleikur í því sem við erum að ræða hér.“ -S.DÓR „Unimæli ráðherra án nokkurs fordæmis66 Jóhanna Sigurðardóttir hefur ritað Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, bréf vegna afstöðu Val- gerðar Sverrisdóttur iðnaðarráð- herra til beiðni Jóhönnu um skýrslu vegna iðgjaldahækkana bifreiðatrygginga tryggingafélag- anna. Valgerður sagði við at- kvæðagreiðslu um hvort leyfa ætti að leggja skýrslubeiðnina fram: „Umbeðnar upplýsingar munu ekki koma fram í þeirri skýrslu sem þingmcnn biðja um.“ Og síðar sagði ráðherra: „Ég gct ekki annað en setið hjá við þessa atkvæðagreiðslu vegria þess að ég get ekki gefið þessar upplýsingar. Mér finnst betra að segja það hér strax heldur en þurfa að segja það þegar skýrslan kemur fram því að hún mun valda miklum vonbrigðum hvort scm háttvirtum þingmanni líkar betur cða verr.“ Jóhanna segir að hér sé um einstæðar yfirlýsingar að ræða við afgreiðslu máls á AI- þingi. Flún segir að síðan hafi bæst við ummæli Sig- ríðar Onnu Þórðardóttur á Alþingi en þar sagði hún spurningar Jóhönnu,sem hún vill fá svör við í skýrslunni, „svo vitlausar að það sé ekki hægt að svara þeim.“ Einstæð lítilsvrrðing „Þetta er einstæð b'Lilsvirðing við þingið sem þarna kemur fram og algert skilningsleysi á eftirlits hlutverki alþingismanna. Ráð- herra lét beinlínis að því liggja að með lögum um opinberar eft- irlitsstofnanir almennt, hvort sem þær heyra undir ráðherra eða Alþingi, að þá hafi Alþingi framselt vald sitt til að kalla eft- ir upplýsingum," sagði Jóhanna í samtali við Dag í gær. Þess vegna sagðist hún hafa óskað eftir því við forseta Alþing- is að hann geri grein fyrir því með hvaða hætti hann ætli að bregöast við þessum ummælum ráðherra sem hún segir að séu án fordæmis. „Mér finnst mjög mikilvægt að forseti Alþingis standi vörð um stjórnarskrárvarinn rétt þing- manna þegar svona kemur upp. Ég vcit ekki til að það hafi gerst í' sögu þingsins að ráðherra hafi fyrirfram lilkynnt við atkvæða- greiðslu, um hvort leyfa skuli skýrslubeiðni, að hann ætli ekki að svara henni," segir Jóhanna Sigurðardóttir. „Ég hcf fengið þetta bréf og mun að sjálfsögðu svara því eins og öllum öðrum bréfum sem mér berast hvort heldur er Irá þingmönnum eða öðrum,“ sagði Halldór Blöndal, forseti Alþingis í gær. -S.DÓR Jóhanna Sigurð- ardóttir.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.