Dagur - 04.11.2000, Qupperneq 10
34- LAUGARDAGUR 4.NÓVF.MBER 2 00 0
- OMptr
ÞJÓÐMÁL
Þmgmeim og hnefaleikar
GUÐJÓN
VILHELM
ÞJÁLFARI i ÓLYMPÍSKUM
HNEFALEIKUM
SKRIFAR
Kæru þingmenn, það er kominn
tími til að þið verðið kvnntir fyr-
ir íþrólt sem að hingað til hefur
verið ranglega kynnt á Islandi.
Þetta eru áhugamanna hnefa-
leikar sem um ræðir og það sem
ég ætla að segja vkkur eru stað-
reyndir sem sýna fram á að
ólympískir hnefaleikar eru með
öruggustu íþróttagreinum sem
til eru í heiminum.
Olympískir hnefaleikar eru
með elstu keppnisgreinum sem
stundaðar hafa verið á ólympíu-
leikum og hafa þeir verið hluti af
ólvmpíuleikunum síðan 1904 og
með það góðum árangri að til
stendur að fjölga í greininni og
taka inn hnefaleika lýrir kven-
menn fyrir næstu ólympíuleika.
Hvaö veldur?
íslendingar eru ekki eina þjóðin
sem hefur þurlt að taka ákvörð-
un um það hvort leyfa skuli
ólympíska hnefaleika eða ekki.
Allar þjóðir heims hafa lagst yfir
það og niðurstaðan verið sú
sama alls staðar; Ieyfðir í Ijósi
lágrar slvsatíðni. Allar þjóðir
heims hafa leyft ólympfska
hnefaleika nema Island! Hvað
veldur því að íslendingum er
ekki gert kleift að stunda íþrótt
scm allar aðrar þjóðir heims
stunda? Hver eru rök þeirra 27
þingmanna sem greiddu atkvæði
á móti því hnefaleikafrumvarpi
sem lagt var fýrir alþingi í vetur
og börðust hvað harðast fyrir því
að frumvarpið yrði fellt?
Eg fylgdist náið með málflutn-
ingi og fannst mér aðallega bera
á tvenns konar rökum hjá þeim
sem á móti frumvarpinu voru.
Má þar nefna höfuðmeiðsl og
háa meiðslatíðni. Við skulum
skoöa þetta aðeins nánar.
Arið 1986 var John Hopkins
sjúkrastofnuninni í Bandaríkj-
unum, sem sérhæfir sig í lækn-
ingum á höfuðmeiðslum, falið
að kanna höfuðmeiðsl hjá
áhugamannaboxurum. Þetta var
stærsta rannsókn sem fram hef-
ur farið á áhugamannaboxurum
og náði yfir 400 iðkendur frá 6
borgum. Allir voru þeir á svipuð-
um aldri og með mjög líka fortíð
og allir voru þeir á sama mennt-
unarstigi. Niðurstöðurnar voru
afgerandi. Þar til í dag er þetta
stærsta og skipulegasta rann-
sókn sem fram hefur farið í
áhugamannaboxi og það fundust
engin merki um að þeir hefðu
skaddast á heila, né heldur að
þeir ættu við minnisleysi að
stríða eða væru með breytta
rödd. Niðurstöðurnar voru því
þær að það væri ekki að finna
neinn mælanlegan skaða hvorki
á heila eða á taugakerfi af völd-
um áhugamannahnefaleika.
Eftirlit
Keppni í ólympískum hnefaleik-
um verður að fara fram undir
eftirliti íþróttasambands þess
lands sem hún á að fara fram í.
Hver iðkandi verður að ganga í
gegnum stranga læknisskoðun
fyrir og eftir hverja keppni. Verði
iðkandi fyrir meiðslum þá verða
að líða 60 til 90 dagar þar til
hann má keppa aftur, eftir því
hvers eðlis meiðslin eru, að því
tilskildu að hann standist lækn-
isskoðun. Ollum iðkendum er
skylt að klæðast hlífðarhúnaði
sem eru höfuðhlíf og verður hún
að vera samþykkt af viðkomandi
yfirvöldum í hverju landi fyrir
sig. Allir iðkendur skulu klæðast
punghlífum og allir iðkendur
„Innan við eitt prd-
sent allra ólympískra
hnefaleikakeppna
enda með rothögg-
um.“
skulu klæðast þar til gerðum
hönskum, sem eru ætlaðir til
iðkunar í ólympfskum hnefaleik-
um, sem þýðir að þeir eru sér-
hannaðir til að draga úr skað-
semi höggsins og eru merktir
með hvítri rönd. Þessi hvíta rönd
verður að lenda á því svæði sem
má slá andstæðinginn á, annars
telst höggið ekki gilt.
Ólympískir hnefaleikar snúast
urn að skora stig og telst sá sig-
urvegari sem hefur skorað fleiri
stig af loknum fjórum tveggja
mínútna lotum. Fari annar hvor
iðkandinn 1 5 stig fram úr hinum
ber dómara að stöðva bardag-
ann. Ekki eru gefin nein auka
stig slái annar hinn niður eða
roti andstæðinginn (þessi regla
er til þess fallin að iðkendur
leggi meiri áherslu á hraða og
tækni frekar enn höggkraft).
Innan við eitt prósent allra ólym-
pískra hnefaleikakeppna enda
með rothöggum, þar af leiðandi
sjáum við að tíðni rothögga er
vart mælanleg.
Tíðni meiðsla
Arið 1998 gerði öryggisnefnd
íþrótta- og tómstundamála
Bandaríkjanna rannsókn á tíðni
meiðsla í íþróttum og viti menn,
ólympískir hnefaleikar urðu
númer 71 á listanum, langt fyrir
neðan nær allar þær íþróttir sem
við þekkjum hér á landi. I Ijósi
þessara niðurstaðna þá hafa
margar þjóðir tekið upp á því að
hvetja til iðkunar á ólympískum
hnefaleikum. A hverju ári fcr
fram keppni í Bandaríkjunum i
ólympískum hnefaleikum sem
nefnist „silver gloves" (silfur-
hanskinn) og er hún ætluð
krökkum á aldrinum 8-15 ára.
Það eru að meðaltali á ári síð-
ustu átta ár um 2700 þátttak-
cndur sem taka þátt í yfir 2000
keppnum á ári sem gera um
6000 þúsund lotur á ári. Hvað
haldið þið að það meiðist margir
krakkar í þessari keppni (sem er
sú stærsta sinnar tegundar í
heiminum) á ári? Svar: Ekki
einn. Það hefur ekki komið upp
eitt tilfelli síðustu átta ár þar
sem læknishjálpar hefur verið
þörf í kringum þessa keppni. Og
þetta er íþrótt sem á að vera svo
hættuleg.
Förum í víðara samhengi og
tökum allar keppnir sem fram
fóru í ólympískum hnefaleikum í
Bandaríkjunum frá 1997-1998.
Þá komu upp 98 meiðsl sem
kröfðust læknishjálpar. Þetta eru
ótrúlegar tölur, 98 meiðsl í
keppnum þar sem þátttakendur
voru 22,872 og keppninar voru
yfir 23 þúsund talsins. Þessar
tölur ná yfir „golden gloves", „sil-
ver gloves“ og allar þær sýning-
ingar sem fram fóru á vegum
„Iocal" boxklúbba sem og allar
þær lýlkja- og landskeppnir sem
náðu yfir Bandaríkin.
Allt þetta sem ég er húinn að
skrifa hér í þessa grein eru stað-
reyndir og ég get sannað þær fýr-
ir hverjum sem vill fá að sjá.
Nú langar mig til að spyrja þig
lesandi góður í ljósi allra þess-
ara staðreynda sem hér að ofan
eru raktar: Er þetta íþrótt sem á
skilið að vera kippt út úr hópi
tugi annarra íþrótta þar sem
tíðni meiðsla er hærri og verða
hönnuð? Ég segi fyrir mig auð-
vitað ekki, það á engin íþrótt
sem samþykkt er af alþjóða-
ólympíunefndinni og öllum öðr-
um löndum heims að vera bönn-
uð á Islandi. Við eigum að virða
mannréttindi og reyma frekar að
skapa okkur sérstöðu í öðrum
málefnum en þcim að traðka á
rétti náungans.
Evróvisión
skal það
heita
Fomíslenskur matnr slær
í gegn - skyr er í tísku
Kolbrún Bergþórsdóttir fagnar
því í íjölmiðlapistli í Degi 1. nóv.
að útvarpsráð skyldi samþykkja
þá tillögu Marðar Arnasonar að
láta syngja íslenska lagið í söng-
vakeppni sjónvarpsstöðva á ís-
lensku en ekki ensku.
Vissulega er það fagnaðarefni.
En mér finnst að Kolbrún og aðr-
ir málsvarar íslenskrar tungu eigi
þá að gæta samræmis og ekki
nefria þetta fyrirbæri upp á ensku.
Júróvisjón er enskt heiti, skrifað
eftir framhurði. Þetta er sem sjá
má kennt við álfu vora sem heitir
Evrópa en ekki Júróp, nema á
ensku. Evróvisjón skal það heita.
Gunnar Stefánsson
Nú nýverið hlaut MSKEA eftir-
sótta viðurkenningu innan mat-
vælageirans Fjöreggið, sem veitt
er af Matvæla-, og næringar-
fræðifélagi íslands og Samtök-
um iðnaðarins. Viðurkenningin
var fyrst og fremst veitt fyrir hið
landsþekkta KEA-skyr. Á tveim-
ur síðustu árum hefur salan á
þessari vöru margfaldast svo
varla eru dæmi um annað innan
landhúnaðargeirans, en nú selj-
ast yfir 50 tonn af KEA-skyri á
mánuði.
Það er sannarlega ástæða til
að staldra við og gleðjast yfir
þessari sigurgöngu KEA-skyrs
fyrir starfsfólk og stjórnendur
MSKEA sem komið hafa að þró-
un og markaðssetningu þessarar
eftirsóttu vöru og ekki síður fyrir
íslenska kúabændur. KEA-skyrið
er einstakt dæmi um samþætt-
ingu rammíslenskrar matar-
menningar og hátæknilegra nú-
tímavinnubragða sem hafa holl-
ustu og heilhrigði að leiðarljósi.
Það er íslensk náttúruafurð unn-
in úr úrvalshráefni úr íslcnskum
sveitum sem hefur náð vinsæld-
um meðal þéttbýlisbúa af yngri
kynslóðinni. Það svarar fjölþætt-
um kröfum nútímans um hent-
ugar pakkningar, tilhúna vöru,
próteinríkan, kalkríkan, og fitu-
lítinn mat sem um leið er fcrsk-
ur og seðjandi.
Gífurleg sala á KEA-skyri er
dæmi um það hvernig markaður-
inn bregst við náttúrulegri ís-
lenskri vöru sem uppfyllir krölur
um næringarinnihald, hollustu
og nútímalega framreiðslu. Gott
gengi vörunnar er hvatning til ís-
lenskra kúabænda og þeirra sem
koma að úrvinnslu mjólkur, við
erum að framleiða vinsæla og
eftirsótta vöru til hagsbóta fyrir
íslenska neytendur og þjóðarbú-
ið í heild sinni, áfram svona!