Dagur - 11.11.2000, Page 2

Dagur - 11.11.2000, Page 2
26 — LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBF.R 2 000 FRÉTTIR Það er ekki hægt að vena þetta slys Einstætt mál í heilsu- gæslusögunni þegar röð mistaka leiddi til dauða konu á Land- spítala. Skelfilegt mál að sögn tals- manna spítalans. Kona á fimmtugsaldri lést á Landspítalanum eftir ítrekuð mistök starfsfólks og röð óhap- pa. Bœði lögregla og spítali rannsaka málið sem þykir eitt það alvarlegasta sem komið hef- ur upp innan heilbrigðiskerfis- ins. Landlæknisemhættið fyigist náið með framgangi rannsókn- arinnar en málið virðist liggja ljóst fyrir að sögn aðstoðar- landslæknis. Hann segir að ekki sé hægt að verja það sem gerð- ist. Niels Christian Nielsen, að- stoðarlækningaforstjóri Land- spítalans, segir málið skelfilegt. Konan lagðist inn vegna bakað- gerðar en var ekki alvarlega veik. Aðfararnótt 26. október vaknaði hún um nótt, bað um verkjalyf og fékk það úr hendi hjúkrunarfræð- ings. Nokkrum mínútum síðar fór konan að kvarta undan líð- an sinni og reyndist þá hafa bráðaofnæmi fyr- ir lyfinu, eins og lesa mátti um sjúkrasögu henn- ar. Reynt var að kalla til lækna en af tveimur sem til greina komu, reyndist annar upptekinn við önnur læknis- störf en ekki var hægt að ná í hinn. Mjög hratt dró af konunni og þótt seinbún- ar lífgunarað- gerðir bæru ár- angur, reyndist hún hafa borið varanlegan skaða og lést 1. nóv- ember sl. Röð af óhöppum Niels segir bráðaofnæmi vera sjaldgæfan en mjög hættulegan sjúkdóm. Ekki liggur fyrir hvernig það gat gerst að upplýs- ingar um of- næmið lágu ekki fyrir en Niels segir tilvikið sýna af hverju starfsfólk sjúkrastofn- ana sé alltaf að spyrja sama fólkið sömu spurn- inganna. Þegar hefur verið brugð- ist við slys- inu með því að breyta reglum um lyfjagjöf og lyfjaeftirlit og þá hefur boðkerfi spítalans vcrið tekið til endurskoðunar. Niels segist ekki geta svarað því hvort einhver verði lögsóttur og hann vill ekki tjá sig um ábyrgð aðila. Störf yfirlæknis, hjúkrun- arfræðings og læknisins sem ekki náðist í, eru samkvæmt heimildum Dags öll til gaum- gæfilegrar skoðunar. „Þarna verður röð af óhöppum. Þetta er einfaldlega skelfilegt,“ segir Niels. Óafsakanlegt Matthías Halldórsson aðstoðar landlæknir segir að málið sé lit- ið mjög alvarlegum augum. Ljóst sé að þarna hafi ítrekað orðið mannleg mistök „Einn af þeim sem átti að vera hægt að ná í var hreinlega með rangt kalltæki og þá pípir ekki hjá honum. Það er náttúrlega mjög alvarlegt og engin ástæða til að verja það,“ segir aðstoðarland- Iæknir. Hann segir málið hafa sér- stöðu. „Það er sennilega eins- dæmi að tvennt bregðist svona í einu. Eg man ekki eftir neinu slíku fyrr en það hafa áður orð- ið rangar lyfjagjafir með alvar- legum afleiðingum. Þær verða alls staðar þótt það sé engin af- sökun,“ segir Matthías. Konan var jarðsett í fyrradag. Hún lætur eftir sig fjóra syni og eiginmann. - BI> Matthías Halldórsson aðstoðar land- læknir segir að málið sé litið mjög al- varlegum augum. Matvara önnur en brauð og ávextir hefur verið að lækka Iunlendar vörnr lækka Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3% milli október og nóvember. Athygli vekur að sem heild hafa innlendar vörur að þessu sinni heldur lækkað í verði milli mánaða en innfluttar hins vegar hækkað, en þessu hefur oft verið öfugt far- ið. Og verð á þjónustu, bæði opin- berri og annarri hefur staðið í stað að meðaltali. Rúmlega 2/3 af vísi- töluhækkun þessa mánaðar stafar af verðhækkunum á tóbaki (3,2%), bensíni (1,5%) og íbúðum (0,7%), sem hver um sig höfðu þar álíka mikil áhrif. Einnig varð nokkur hækkun á fatnáði og fleiru. A hinn bógin lækkuðu flestir matvöruliðir aðrir en brauð og ávextir í verði milli mánaða, þar á meðal fiskur (-1,3%) og grænmeti (-1,7%), aldrei þessu vant og sömuleiðis t.d. raltæki, Iyf og Ilug- ferðir. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,5% sem jafngildir 6,2% verð- bólgu á heilu ári. En raunveruleg hækkun síðustu 12 mánaða er 4,6%. Þetta eru heldur Iægri tölur en fyrir einu ári. -HEI íslenska orðabókm er orðtn tölvutæk Islenska orðabókin kemur út nú strax eftir helgi í nýrri tölvuútgálu frá Eddu - útgáfu og miðlun hf., hins nýja sameinaða forlags Máls og menningar og Vöku-Helgafclls. Halldór Guðmundsson, útgáfu- stjóri Eddu, og Mörður Árnason orðabókarritstjóri, kynntu í gær blaðamönnum þessa rafrænu út- gáfu, sem jafnframt er þriðja útgáfa þessarar vinsælu orðabókar. íslensk orðabók kom u|>phaflega út árið 1963 hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs og svo aftur árið 1983 aukin og bætt. Mörður Arnason segir að orða- forðinn í tölvuútgáfunni sé nokkuð breyttur og aukinn, ekki síst á sviði tölvumáls og annarra tæknisviða. Einnig segir hann að töluvert hafi verið bætt inn í af orðum sem tengjast hefðbundnum verksviðum kvenna - „ef svo má segja," bætir hann við, og á þar við bakstur og ... í bókinni eru að þessu sinni um 85 þúsund flettur og innan þeirra má leita 100 þúsund uppflettiorða. Forrítið sem er notað er Tölvuorða- bókin frá Alneti, sem áður hefur verið nýtt við útgáfu annarra orða- bóka á rafrænu formi. Ekki vill hann segja nákvæmlega til um hvenær þessi nýja útgáfa kemur á prenti, en orðar það svo að það verði eftir fáein misseri. Áfram verður unnið að bókinni hjá Eddu, enda er íslenskan lifandi mál sent tekur stöðugum brcytingum. - GB Um 1.600 þurftu aðstoð Hjálparstarfi kirkjunar bárust nær 1.600 umsóknir einstak- linga hér á landi um neyðarað- stoð á nýliðnu starfsári, álíka og árið áður. Öryrkjar voru nær 60% umsækjenda, láglaunafólk 17%, aldraðir/sjúkir 13% og at- vinnulausir 11%. Umsóknirnar berast fyrir milligöngu presta. Þessi neyðaraðstoð við bástadda á íslandi felst m.a. í matarpökk- um, úttekt í Bónus, að lyf séu greidd eða annað sem brýn þörf er á. „Nokkuð vantar á að prest- ar skili nógu greinargóðum upplýsingum um hvern um- sækjanda en ætlast er til að þeir skráí tekjur, gjöld, fjölskylduað- stæður og ástæður umsóknar, sem auðveldar að greina hvar þörfin er mest. Einnig er hugs- unin sú að prestar veiti nauð- synlega sálgæslu," segir í starfs- skýrslu hjálparstarfsins, sem telur að umsóknum hafi m.a. fjölgað vegna þess að Rauði krossinn hætti neyðaraðstoð við einstaklinea á árinu. -HEI Þætti viiinuliarka á Fróni? Vinnudagurinn sýnist æði langur hjá 331 barni sem íslendingar styrkja til náms hjá Sameinuðu indversku kirkjunni, UCCl. Skólabörnin hefja dag- inn kl. 5.30 á morgnana. Þau eru 6 klukkustundir í skólanum og síðan 3 ogl/2 stund í skipulögðu heimanámi. Námsgreinar í Emmanuel skólan- um, sem flest bömin eru, eru: telugu-mál, enska, hindí, félagsfræði, landa- fræði, viðskiptafræði, saga, grasafræði, dýrafræði, eðlis-og efnafræði, stærðfræði, teikning og Ieikfimi o.fl. í frístundunum er börnunum m.a. ætlað að þvo fötin sín og þrífa herbergi og lleira. Ljósin eru slökkt kl. 9 á kvöldin. Samkæmt ársskýrslu Hjálparstarfs kirkjunnar er kostnaður vegna hvers barns 1.360 kr. á mánuði (45 kr. á dag) líkt og hjá SAM. Eins og víðar sé alltaf nokkuð um að kennarar skólans hverli í betur launuð störl'. Til að styrkja stöðu skólans hefur Hjálparstofnun því greitt sem svarar árs- launum átta kennara. -HEl Skora á rfldsstjómina Kcnnarafélög Menntaskólans á Akurevri og Verkmenntaskólans á Akureyri skora á ríkisstjórnina að axla ábyrgð á skólastarfi og koma til móts við kröf- ur kennara um launaleiðréttingu og gerð kjarasamnings. „Kennarar hata sýnt ábyrgð sína í verki með því að sinna nýjum verkefnum sem talið er að geti bætt skólastarfið, tekið meira tillit til sérþart'a nemenda, sinna Ijöl- breyttari nemendahópi, tekið þátt í undirbúningi þess að nota nýja tækni og aðlögun starfshátta að nýrri námskrá. Kjör kennara hafa ekki telvið mið af neinum þessara breytinga og viöbóta. Því telja kennarar á Akureyri launakröfur stéttarfélags síns sanngjarnar og forsendu þess að unnt verði að efla starf framhaldsskóla," segir í ályktun þeirra. -Bl> Nýtt sendiráð í London I gær opnaði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, með formlegum hætti ný húsakynni sendiráðs Islands í London að 2A Hans Street í Knightsbridge hverfinu. Meðal viðstaddra við opnunina var einnig Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur, og færði hann af þessu tilefni sendiráðinu forláta skjaldarmerki að gjöf frá þeim tíma er Island var hluti konungsríkisins Danmerk- ur. Héldu utanríkisráðherramir ræður af þessu tilefni að viðstöddum Ijölda gesta. Hin nýju húsakynni sendiráðsins eru í sömu byggingu og danska sendiráðið í London, en sú bygging var hönn- uð af danska arkitektinum Ame Jacobsen. Húsgögn og innanstokksmunir sendiráðsins eru hins vegar íslensk hönnun og framleiðsla. Halldór Ás- grímsson

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.