Dagur - 11.11.2000, Síða 7
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 - 31
Vi^ur
RITSTJÓRNARSPJALL
Simdruð þjóð í vanda
ELÍAS
SNÆLAND
JONSSON
SKRIFAR
Umheimurinn veit vart hvort
réttara sé að hlæja eða gráta vfir
fáránlegasta leikriti ársins -
bandarísku forsetakosningunum.
Sjónvarpsmiðlarnir, sérfræðingar
þeirra og blaðurskjóður, hafa far-
ið með veigamikil aukahlutverk í
þessari pólitísku tragikómedíu.
Hins vegar er rétt að hafa í huga
að hér er um að ræða býsna alvar-
legt mál fyrir þjóðir heims vegna
þess að tekist er á um það hvaða
öfl eigi að ráða ferðinni í eina
risaveldi jarðarinnar næstu fjögur
árin.
Hér skal engu um það spáð
hver muni á endanum taka við
völdunt í Hvíta húsinu á næsta
ári, enda kann það enn að dragast
nokkuð að fá niðurstöðu í það
mál. Hins vegar er óhjákvæmilegt
að hafa miklar áhyggjur af því í
hvaða áttir bandarískt lvðræði er
að þróast.
Þetta á sérstaklega við um
framkvæmd kosninganna í Flór-
ída, þar sem bróðir George W.
Bush er ríkisstjóri. Lýsingarnar á
atburðarrásinni þar minna mildu
frekar á kosningar í spilltu ban-
analýðveldi en þá festu og ábyrgð
sem ástæða er til að vænta frá
stórveldi sem telur sig þess um-
komið að predika yfir öðrum
þjóðum hvcrnig eigi að stunda
lýðræðisleg vinnubrögð. Flór-
ídamönnum hefði líklega ekki
veitt af því að fá til sín kosninga-
eftirlitsmcnn til dærnis frá evr-
ópskum lýðræðisríkjum.
Forsetaembættinu stolið?
Það þarf engan að undra þótt
demókratar bregðist hart við tíð-
indunum frá Flórída. Ef stjórn-
völd í Flórída tilkynna opinber-
lega að George W. Bush sé sigur-
vegari í ríkinu, og þar með rétt-
kjörinn forseti Bandaríkjanna,
þrátt fyrir allt það sem fram hef-
ur komið um misfellur við fram-
kvæmd kosningana, munu marg-
ir demókratar vítt og breitt um
Bandaríkin Iíta svo á að repúblík-
anar hafi stolið forsetasembætt-
inu.
Þessu verður ekki síst haldið
fram vegna þess að þúsundir
kjósenda í einni sýslu Flórída
misskildu kjörseðilinn og merktu
við Pat Buchanan, sem var í
framboði fyrir svokallaðan um-
bótaflokk, þegar þeir héldu sig
vera að kjósa A1 Gore, frambjóð-
anda demókrata. Jafnvel Buchan-
an sjálfur er þessarar skoðunar og
segir að langflest þau atkvæði
sem hann fékk í umræddri sýslu
hafi Gore í reynd átt að fá.
Allt bendir til að þessi mistök
verði afgerandi fyrir úrslitin í
Flórída og þar með niðurstöðu
forsetakosninganna. Þess vegna
blasir auðvitað við að verði Bush
útnefndur sigurvegari í Flórída
án þess að kosið verði á nýjan leik
í þessari sýslu, munu fjölmargir
verða sannfærðir um að hann
hafi orðið forseti án þess að vera
rétt kjörinn til embættisins. Og
þeir hefðu að öllum líkindum rétt
fyrir sér.
Ekki með í „lýðræðinu“
Annars hefur það lengi þótt
furðulegt að þjóðfélag sem hælir
Ef George l/l/. Bush, forsetaframbjódandi repúblíkana, verdur forseti Bandaríkjanna án þess að kosið verði á ný í
þeirri sýslu Flórída þar sem mestu mistökln voru gerð ...
... munu fjölmargir stuðningsmenn Al Gore, frambjóðanda demókrata, líta svo á að repúblíkanar hafi stolið for-
setaembættinu.
sér sífellt af því að vera helsta Iýð-
ræðisríki heimsins, skuli gera
þegnum sínurn jafn erfitt um vik
að nýta lýðræðislegan rétt sinn og
raun ber vitni.
Þeir sem eru á kosningaaldri
þurfa sjálfir að hafa fyrir því að
skrá sig á kjörskrá og verða þá um
leið að skýra frá því hvort þeir
fylgi öðrum hvorum stóru flokk-
anna eða séu utan þeirra. Þetta
er gjörólíkt því sem gengur og
gerist í flestum lýðræðisríkjum
þar sem kjósendur fara sjálfkrafa
á kjörskrá þcgar þeir ná tilskyld-
um aldri.
Bandaríska kerfið á sér póli-
tískar skýringar í fortíðinni.
Valdastéttin, sem áður fyrr byggð-
ist fyrst og fremst á auðugum
landeigendum, höfðu mikla van-
trú á alþýðu manna þrátt fyrir há-
tíðarlegar yfirlýsingar um rétt
fólksins. Reglurnar um skráningu
manna á kjörskrá voru þannig
áratugum og öldum saman not-
aðar til að koma f veg fyrir að
„óæskilegir" alþýðumenn gætu
kosið. I Suðurríkjunum, þar sem
íhaldsöflin hafa ráðið ríkjum,
voru svertingjar þannig kerfis-
bundið hindraðir í því að komast
á kjörskrá og atkvæðisrétturinn
þannig f reynd tekinn af þeim.
Þetta kerfi hefur enn í dag þau
áhrif að tugmilljónir manna á
kosningaaldri taka engan þátt í
„lýðræðinu." Það þarf auðvitað
„Þvert á móti er þess
að vænta að næsta
kjörtímabil forseta
Bandaríkjanna -
hvort sem hann heitir
Bush eða Gore - verði
hlóðugur vígvöllur
flokkspólitískra
átaka.“
ekki að koma á óvart að þetta er
fyrst og fremst fátæk alþýða
manna, en fátæklingar eru fjöl-
menn „stétt“ í þessu ríkasta landi
heims.
Þátttaka í forsetakosningum
hefur farið ntinnkandi mörg und-
anfarin ár. Þegar þeir John F.
Kennedv og Richard M. Nixon
áttust við árið 1960 greiddu 63
prósent Bandaríkjamanna á
kosningaaldri atkvæði, og var það
algjör metþátttaka. 1 næstsíðustu
forsetakosningun var þátttakan
hins vegar aðeins 49 prósent, og
hafði ekki verið lægri í 72 ár.
Bráðabirgðatölur sýna að núna
hafi um 50.7 prósent mætt á
kjörstað. Sem þýðir að um helm-
ingur bandarísku þjóðarinnar lét
ekki sjá sig.
Af sjálfu leiðir að það eru tvær
þjóðir í bandarísku samfélagi.
Helmingur þjóðarinnar tekur þátt
í lýðræðinu með því að kjósa.
Hinn hclmingurinn lætur sig
stjórnmálaákvarðanir engu varða.
Rannsóknir á efnahag þeirra
kjósenda sem mæta á kjörstað
sýna glögglega að sífellt stærri
hluti þeirra er hátekjufólk sem
hefur auðvitað allt annarra hags-
muna að gæta en fátæklingarnir.
Og þetta fólk ræður úrslitum
kosninga.
Ólík viðhorf til ríkisvaldsins
En það er ekki aðeins að helm-
ingur bandarísku þjóðarinnar
haldi sig utan við stjórnmál og
kosningaþátttöku. Hinn hclming-
urinn, sá sem kýs í kosningum, er
einnig klofinn í tvær nokkurn
veginn jafn stórar fylkingar. Það
sem skilur á ntilli er gjörólíkur
skilningur á því hvert eigi að vera
hlutverk ríkisvaldsins.
Hægriöflin, sem í revnd ráða
ferðinni hjá repúbh'könum, vilja
að ríkisstjórnin í Washington geri
sem allra minnst; skattar séu lág-
ir, félagslegur stuðningur við þá
sem minna mega sín sem minnst-
ur og einstaklingurinn fái sem
mest frelsi til að gera það sem
þessi hægrisinnaði meirihluti tel-
ur rétt, svo sem að fylla hcimili
sín af bvssum og öðrum mann-
drápstækjum. Það er svo hluti
hins pólitíska tvískinnungs hægri
manna að þeir vilja samt sem
áður að ríkisvaldið banni einstak-
lingunum að gera ýmislegt sem
íhaldsöflunum finnst siðlaust; til
dæmis banna konum að fara í
fóstureyðingu. Þá á ríkisvaldið að
hafa vald til að takmarka frelsi
fólksins - bara af því að það hent-
ar fordómum íhaldsaflanna.
Vinstriöflin, ef yfirleitt er hægt
að nota slíka skilgreiningu í
bandarískum stjórnmálum, vilja
hins vegar tiltölulega öfluga ríkis-
stjórn sem tryggi félagsleg rétt-
indi þeirra sem verst eru settir og
dragi þannig úr þeirri ótrúlegu
misskiptingu sem einkennir
bandarískt samfélag.
Mitt á milli þessara hópa er svo
miðjan í bandarískum stjórnmál-
um, þeir sem skilgreina sig sem
óháða (sem þýðir aðeins að þcir
eru ekki skráðir stuðningsmenn
annars stóru flokkanna tveggja).
Þessi fjölmenni hópur ræður
gjarnan úrslitum kosninga vestra.
Fyrir fjórum árum fékk Bill Clint-
on forseti meirihluta atkvæði
hinna óháðu, en að þessu sinni
skiptust atkvæðin nokkurn veg-
inn jafnt á milli Gore og Bush.
Þess vegna er núna svona mjótt á
mununum.
Áhyggjuefiii
Síðustu árin hefur harkan í
bandarískum stjórnmálum verið
afar grimmileg. Stjórnmálaátök á
lslandi hafa verið og eru barna-
leikur í samanburði við þann hat-
ramma hanaslag sem einkennir
samskipti repúblíkana og
demókrata vestra.
Þetta kemur meðal annars til af
því að forystumenn þessara tveg-
gja flokka láta yfirleitt flokkshags-
muni ráða meiru en þjóðarhags-
muni. Þetta birtist á síðasta kjör-
tímabili í ofsafengnum og nær
endalausum árásum repúblíkana
á Bill Clinton. Eftir margra ára
hatursherferð mistókst repúblík-
önum naumlega að reka forset-
ann úr embætti. Sá slagur skildi
eftir sig mörg sár og djúpstætt
vantraust á milli flokkanna.
Ef næsti forseti Bandaríkjanna
tekur við embætti í skugga alvar-
lega ásakana um að hann hafi
ekki í reynd verið réttilega kjörinn
til þess embættis, mun síður en
svo draga úr þessari gegndarlausu
hörku. Þvert á móti er þess að
vænta að næsta kjörtímabil for-
seta Bandaríkjanna - hvort sem
hann heitir Bush eða Gore - verði
blóðugur vígvöllur flokkspóli-
tískra átaka. Sú dapurlega staða
bandarísks lýðræðis er ekki að-
eins áhyggjuefni fyrir Bandaríkja-
menn sjálfa, heldur einnig fyrir
umheiminn - því áhrif forseta og
ríkisstjórnar þessa risaveldis á
velferð annarra þjóða hafa vcrið
og cru óhjákvæmilega mikil.