Dagur - 11.11.2000, Side 10

Dagur - 11.11.2000, Side 10
34 - LAVGARDAGUR 11. N Ó V E M U E R 2000 Vefsvæði um þimglyndi opnað Undanfarið hefur umraíða um þunglyndi aukist í þjóðfélaginu og þá ekki síst vegna hvatninga frá læknum og öðrum sérfræðingum um að fólk leiti sér Iækninga við sjúkdómnum en feli liann ekki. Nýlega opnaði NetDoktor.is nýtt vefsvæði um þunglyndi og aðrar geðraskanir. I fréttatilkynningu frá NetDoktor.is segir að samkvæmt þeim fjölda fvrirspuma sem berast sérfræðingum NetDoktor.is dag- lega er greinilegt að mikil þörf er fyrir vefsvæði um þunglyndi og aðr- ar geöraskanir. Vefsvæði NetDoktor.is unr þunglyndi byggir á greinum eftir sér- fræðinga um flest það sem tengist geðröskunum. Auk þess geta les- endur nýtt sér gagnvirkt þunglyndissjálfspróf Ivan Goldbergs og sér- fræðingar í geðlækningum svara fyrirspurnum lesenda, þeim að kostnaðarlausu. — S.DÓR Röng Þórunn Þau mistök urðu í vinnslu á blaðinu í vik- unni að með frétt frá umræðum á Alþingi um málefni nýbúa birtist mynd af Þórunni Svein- björnsdóttur verkalýðs- leiðtoga. Sú Þórunn er þó ekki sest á þing held- ur átti myndin að vera af Þórunni Sveinbjarnar- dóttur þingmanni Sam- fylkingarinnar. Við biðj- umst velvirðingar á þess- um mistökum. Skúringakona bótalaus Kona, sem fluttist til Bretlands vorið 1996, en kom aftur til Islands vorið 1999, verður að una þeim úrskurði ríkisskattstjóra að fella nið- ur fulla og ótakmarkaða skattskyldu hennar hér á landi á tímabilinu, en þeim úrskurði fylgdi að hún missti rétt til ýmiss konar bóta vei- ferðarkerfisins. Konan (lutti út með þrjú börn sín eltir skilnað og starfaði í Englandi aðallega við skúringar, án þess þó að hafa atvinnu- leyfi. Mestallt tímabilið var konan með lögheimili hér á landi og taldi að hún hafi átt að bera áfram skattskyldu hér á landi þótt hún hefði fellt niður heimilisfesti. Hún taldi úrskurð ríkisskattstjóra brjóta í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og ákvæði hennar um að öllum skuli tryggður réttur til aðstoðar vegna örbirgðar og sambærilegra at- vika. — FÞG Arðsemin lækkað miög verulega Afkoma fyrirtækja á Verðbréfaþingi nefur farið versnandi í ár. Hagn- aður eftir skatta, hjá öðrum en fjármálafyrirtækjum, var aðeins 1,3% að jafnaði á fyrra misseri 2000 borið saman við 2,8% á sama tíma í fyrra. „Arðsemi eigin fjár lækkaði af þessum sökum mjög verulega, úr 8,2% á fyrrihluta 1999 í 3,2% nú,“ segir Seðlabankinn. Hlutfall eig- in fjár af heildareignum hefur lækkað úr 33% um mitt ár 1999 nið- ur í 30% á miðju þessu ári. Langtímaskuldir hækkuðu um 18% en eignir á móti aðeins 1 5%. Seðlabankinn segir ljóst að frá síðustu ára- mótum „ ... hefur áframhaldandi Iánsfjármögnuð útþensla efnahags- reiknings frekar veikt fjárhag þessara fyrirtækja." — HEl MA kærir áfengisauglýsingar Aðstoðarskólameist- ari Menntaskólans á Akureyri, Jón Már Héðinsson, hefur kært dreifingu aug- lýsingabæklings í skólanum nýverið, þar sem auglýstar voru m.a. 5 áfengis- tegundir. Um er að ræða auglýsingu á skemmtun sem kall- ast Club Ibiza en auglýsendur eru Sjallinn, Dreamworld Entertainment Agency og Flugfélag Islands. Kæran er lögð fram í því ljósi að áfengis- auglýsingar eru bannaðar á Islandi, auglýsingunum er dreift í skóla, þar sem áfengisnotkun er óheimil og henni beint að hópi unglinga sem hvorki hafa aldur né Ieyfi til að umgangast áfengi. Engin ábend- ing um aldursmörk er að finna f nefndri auglýsingu. Lögreglan kom á staðinn og tók skýrslu um málið, og er það í rann- sókn. Að sögn aðstoðarskólameistara hafa verið töluverð brögð að því á undanförnum misserum að vínveitendur hafa fengið nemendur til að drcifa auglýsingum og boðsmiðum meðal skólafélaga sinna, en rétt er að taka fram að í framhaldsskóla eins og MA skiptir hópur þeirra nemenda sem hafa aldur til áfengiskaupa örfáum tugum. Menntaskólinn á Akureyri. /Dagjur ÞJÓÐMÁL „Glætan!“ Eru allirað geraþað gott, nema ég? GUÐMUND- UR GUNN ARSSON FORMAÐUR RAFIÐNAÐ- ARSAMBANDS /SLANDS SKRIFAR Það hefur oft vafist fyrir mér hvers vegna sumir forystumenn stéttarfélaga virðast telja að Ieið- in til betri árangurs í kjarabar- áttuni sé fólgin í að verja sem mest af kröftum sínum við gerð kjarasamninga í að beina spjótum sínum gegn öðrum stéttarfélögum með hótunum og ásökunum. Af hverju þeir nýti ekki frekar kraftana til að sýna atvinnurekendum með rökum fram á réttmæti kraf- na um hærri laun. Krefja Vinnueftirlitið um að það fari að gildandi reglugerðum um aðbúnað á vinnustað og þrýs- ta á stjórnvöld um að við búum við sams konar réttindi og aðrir Evrópubúar. Eg er handviss um að jafnvel þótt forystu BSRB tækist að sann- færa fjármálaráherra og starfsmenn hans um að for- ystumenn ASl-félaganna séu aldeilis ómögulegir, muni það ekki verða til þess að þeir nái fram sérstakri launahækkun. Ég er einnig sannfærður um að ef forystumanni stéttarfélags (sama hvort það sé innan BSRB eða ASI) takist að sannfæra at- vinnurekandann um að launa- menn eigi rétt á launahækkun og það sé svigrúm til hennar, þá verði þess háttar vinnubrögð frekar til þess að þeir nái fram markmiðum sínum um bætt kjör. Eg gagnrýndi í vor við gerð kjarasamninganna þegar nokkrir forystumenn innan fyrrv. VMSI virtust telja leiðina til þess að ná árangri við gerð samninganna, væri að ráðast á önnur stéttarfé- lög og saka forystumenn innan ASl um svik við launamenn og væna þá um að þeim standi það eitt til að vera góðir við atvinnu- rekendur í samningsgerðinni til þess að tryggja sér sæti í lífeyris- sjóðsstjórnum. Það er varla hægt að komast neðar í mál- flutningnum. Hið trygga mál- gagn launamanna DV birti mál- fiutning þessara manna mjög samviskulega án þess að leita skoðana annarra eða fjalla um þennan málflutning með mál- efnalegum ætti. Vilji menn rifja upp atburðarásina, eru greinar mínar að finna á heimasíðu raf.is. Eru virkilega engir hæfir kennarar í skólunum? Eg er viss um að flestir vilja að kennarar hafi góð laun og í röð- um þeirra séu hverju sinni hið hæfasta fólk. Undanfarin ár hafa forystumenn opinberra starfs- manna, þ.á.m. kennara komið ótölulega oft fram í fjölmiðlum og flutt ræður um að Iaun kenn- ara séu svo léleg, að allir sem eitthvað sé varið í séu fyrir löngu horfnir úr skólunum til annarra starfa. Engin hæfur starfsmaður sé eftir. Við hljótum þá að spyrja: „Hvers vegna í ósköpunum á að hækka laun fólks, sem búið er að marglýsa yfir að sé óhæft til starfans?" Reyndar hefur at- vinnurekandinn, þ.e. grunnskól- inn og framhaldsskólin, gengið á lagið og með þeirra eigin rökum ráðið inn í skólana „aðstoðar- fólk“, sem er látið ganga í verk kennara og með því er brotin niður kjarabaráttu þeirra. En sé Iitið til opinberrar skoðunnar forystumanna BSRB og kennara „Við þurfum að lengja skólaárið og gera vinnutíma kennara reglulegan m.ö.o. fara inn á sömu brautir og nágrannaþjóðir okkar," segir Guðmundur m.a. i grein sinni. breytir það svo sem ekki miklu, því að í skólunum eru hvort eð er engir hæfir starfskraftar! Samkvæmt málflutningi for- ystumanna BSRB og kennara væri vitanlega nær að bjóða nýj- um kennurum sem kæmu til starfa hærri laun og leysa hina óhæfu frá störfum. „Glætan“ er algeng yfirlýsing 15 ára dóttur minnar þegar henni finnst eitt- hvað fáránlegt. Eg ætla að taka mér það í munn yfir þessi vinnu- brögð, sakir þess að kennarar hljóta að skilja það. Er skipulag skólans ástæðan fyrir lakari stöðu konunnar á vinnumarkaði? „Með leyfi, má ekki lyfta umræð- unni á aðeins hærra plan“, sagði Nóbelskáldið okkar góða einu sinni. Eigum við ekki að reyna að snúa okkur að málefnum skólans. Samanburður við ár- angur skólastarfs í öðrum lönd- um segir okkur að við getum gert svo mikið betur í grunn- og framhaldsskólunum okkar. Eg er með þessu ekki að segja að það sem nú er gert sé ómögulegt, þó svo að forystumenn kennara og BSRB segi það nánast f hverjum fréttatíma. Við þurfum að gera betur og endurskipuleggja skóla- námið. Eins og það er í dag er það mjög andstætt þörfum nú- tíma heimilishalds. Undantekn- ingalítið eru fyrirvinnur heimil- anna báðir foreldrarnir og má svo sem ekki mikið út af bera á meðan börnin eru á grunnskóla- aldri, því þá eru foreldrarnir að koma undir sig fótunum. Stöðv- un skólans á vinnudögum og lengri frí en hjá öðrum á vinnu- markaðinum setur foreldra oft í þá stöðu að þurfa að velja á milli vinnunar og barnanna. Það er mín skoðun að þarna sé helsta ástæða þess að starfsframi kon- unnar er ekki eins og góður og ástæða er til. Hann hefst oftast ekki f\rr en börnin eru komin á framhaldsskólaaldur og þá er það of seint, því nám þeirra er orðið úrelt og á þeim aldri karl- arnir komnir í vellaunuðu störf- in og í stjórnarsætin. Af hverju erum við með öðruvísi skipulag? Við þurfum að lengja skólaárið og gera vinnutíma kennara reglulegan m.ö.o. fara inn á sömu brautir og nágranna- þjóðir okkar. Skólinn byrji í byrjun ágúst og Ijúki um miðjanjúní. Gefin séu vikufrí tvisvar á vetri. Vinnutími kennara sé frá kl. 8.00 til 16.00 og laun þeirra séu sam- bærileg við það sem best ger- ist á vinnumarkaði. Þá fáum við fleira gott fólk til starfa í skólanum, reyndar vill ég ekki og tel það rangt mat að nota sömu niðurlægjandi orð og forystumenn kennara nota um félagsmenn sína, því ég veit að í skólanum er fjöldi mjög hæfra einstaklinga. En það er þekkt staðreynd úr at- vinnulífinu að ef starfsfólkið er óánægt og illa launað, á vart til hnífs og skeiðar, þá hugsar það ekki um annað en að komast af, starfsánægja hverfur og framleiðni verður lítil. Við getum náð betri árangri og komið því til leiðar að íslenskt ungt fólk standi jafnfætis við það sem best gerist þegar það fer í framhaldsnám eða fer út á vinnumarkaðinn. Með þessu fáum við hæfari einstaklinga út í atvinnulífið og það verður fjöl- breyttara og þjóðin nær í heild betri framleiðni og íslenskt hag- kerfi getur staðið undir hærri launum. Islenskt samfélag er fá- mennt og hver einstaklingur er okkur því verðmætari en í fjöl- menninu. Við gerum miklar kröfur um að auka hagvöxtinn. Það er ekki hægt að halda og auka þau gæði sem við höfum náð án þess auka framleiðni og fjölbreytni atvinnulífsins. Grundvöllur þess er víðsýni og almenn þátttaka í ákvarðantöku. Hæfileikinn og færni til þess að hagræða á vinnustað og koma fram með nýjar hugmyndir um framleiðslu. Við rafiðnaðarmenn rekum 4 skóla, suma þeirra í samvinnu við aðra. I þessum skólum voru á síðasta ári um 9.000 nemendur. Þar starfa fjölmargir hæfir kenn- arar, ef þeir væru það ekki hefð- um við ekki nemendur og fyrir- tækin myndu hætta að styðja námskerfið okkar og senda starfsmenn sína í framhalds- nám. En við greiðum umtalsvert hærri laun en forystumenn kennara segja í fjölmiðlum að tíðkist í skólum landsmanna, við gerum kröfur um reglulegan vinnutíma og skólarnir okkar hefja störf í annarri viku ágúst- mánuðar og hætta störfum um miðjan júní. Kennararnir vilja starfa hjá okkur og nemendurnir koma reglulega aftur og aftur.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.