Dagur - 15.11.2000, Blaðsíða 13

Dagur - 15.11.2000, Blaðsíða 13
 MIÐVIKUDAGUR 1S. NÓVEMBER 2000 - 13 almenningi berast frá ráðamönnum og sérfræðingum um það hvort góðærið sé búið. Af mannþrönginni sem þessa dag- armiðstöðvum iandins að dæma virðist að margir vilji frekar trúa því að veilsunni sé ekki lokið ennþá. stærðin varðandi ytra jafnvægi þjóð- arbúsins sé svokölluð hrein staða þess gagnvart útlöndum. Engin telj- andi breyting hefur orðið á hreinni stöðu þjóðarbúsins gagnvart útlönd- um síðan 1985 eða svo. Skuldir þjóðarbúsins umfram eignir hafa ekki aukist séu þær settar í sam- hengi við tekjur. A síðustu árum eru erlendar eignir farnar. að telja á móti erlendum skuldum." Ekki iiiulnn flökti að kvarta Sigurður hafnar gagnrýni á stjórn- völd fyrir slaka stefnu í ríkisljármál- um. „Skuldir hins opinbera (þ.e. rík- issjóðs og sveitarfélaga saman) fara þó hratt lækkandi... svo hratt að þær hafa lækkað um nálægt 15% al' landsframleiðslu síðan á árinu 1998. Sé haldið áfram á þessum hraða byrjar hið opinbera að safna vaxtaberandi eignum árið 2002 eða þar um bil. A aðeins sex síðustu árum hafa ríkissjóður og sveitarfé- lögin saman bætt rekstur sinn frá því að vera í fimm ma.kr. halla árið 1995 í tveggja ma.kr. afgang árið 2000. Öfugt við það sem oft er hald- ið fram í blöðum og útvarpi er hlut- ur hins opinbera í landsframleiðslu að skreppa saman en ekki aukast; úr um 40% af VLF árin 1992 til 1994 í um 35% núna. Tekjurnar eru auð- vitað aðeins hærra hlutfall vegna af- gangsins.". Sigurður telur að með þessar mik- ilvægu stærðir allar í góðu lagi sé „ekki undan llökti á gengi krónunn- ar að kvarta nema af tæknilegum ástæðum. Það er umhugsunarefni þegar hækkandi verð á íbúðarhús- næði veldur aukningu á verðtryggð- um íbúðalánum heimilanna vegna þess að íbúðaverðið er inni í neyslu- vöruvfsitölunni. Alveg á sama hátt dregur það úr skilvirkni í rekstri fyr- irtækja og jafnvel heimila og hins opinbera þegar snögg og óvænt breyting á gengi krónunnar verður til að breyta verði á erlendum eign- um og skuldum umfram það sem áætlað var. Með því að draga úr flökti á gjaldeyrismarkaði er hægt að auka skilvirkni í rekstri fyrirtækja og heimilanna og stuðla þannig að ör- ari uppbyggingu eigna og tekna í samfélaginu,“ segir Sigurður. FRÉTTIR Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. - mynd: e.ól. Þrjú ný sendiráð Sendiráðin, verða í Kanada, Japan og í AusturríM. Kappkost- að verður að iylgjast sem best með þróun Evrópusambandsins og áhrifum þeirra breytinga á stöðu ís- lands. Halldór Asgrímsson utanríkis- ráðherra flutti ræðu sína um ut- anríkismál á Alþingi í gær. Eins og vant er fór utanríkisráðherra yfir sviðið vítt og breytt. Hann sagði í upphafi að með auknu framlagi Islands til friðaraðgerða á alþjóðlegum vettvangi væri verið að árétta vil ja okkar til virk- ari þátttöku í aðgerðum SÞ, NATO og ÖSE og ESB til að verðveita frið og stöðugleika og korna í veg fyrir hernaðarleg átök. Utanríkisráðherra sagði heimsmyndina hafa breyst í veigajniklum atriðum á fáum árum og að taka verði mið af því hér á íslandi sem annars staðar. Hann sagði að hagsmunagæsla íslands erlendis hafi orðið stöðugt flóknari og umfangs- meiri. Utanríkisþjónustan hafi þurft á undanförnum árum að laga sig að breyttum aðstæðum. Og Halldór boðaði að opnuð )TÖu þrjú ný sendiráð íslands er- lendis á næsta ári. Tokýó, Ottawa og Vínarborg Sendiráðin, verða í Kanada, Jap- an og í Austurríki. Sendiráðin eiga að takast á við ný verkefni. 1 Vínarborg er þegar starfandi fastanefnd íslands gagnvart ÖSE og stofnunum SÞ þar. Sendiráðinu í Tókýó er ætlað að styrkja tengslin við Japan á hinu pólitíska- viðskiptalega og menningarlega sviði. Sendiráð- inu í Kanada er ætlað, auk star- fa að venjulegum pólitískuin tengslum, viðskiptum og menn- ingartengslum, annast aukin samskipti við Vestur-Islendinga. Þá sagði utanríkisráðherra að ákveðið hafi verið að efla þátt- töku Islands í alþjóðlegri friðar- gæslu, með það fyrir augum að Island geti, þegar þörf krefur, lagt sitt af mörkum og kostað ákveðinn fjölda einstaklinga til friðargæslustarfa á hverjum tíma. Undir heitinu Islenska friðargæslan verði komið upp lista yfir allt að 100 manns sem séu tilbúnir til að fara til friðar- gæslu með stuttum fyrirvara. Evrópmnálin Halldór Asgrímsson fór vítt og breytt yfir stöðuna í Evrópumál- elnunum. Biðu margir spenntir eftir þeim þætti í ræðu hans í ljósi þcss starfs sem nú er unnið í Framsóknarflokknum varðandi ísland og ESB. Og utanríkisráðherra steig létt til jarðar í þeim málaflokki. Hann benti á nokkra minnihátt- ar hnökra eða stirðleika í sam- skiptum ESB og EFTA/EES ríkj- anna. Hann sagði að þótt EES- samningurinn sé traustur grunnur og ESB víki sér ekki undan samningsskuldbinding- um þá telji EFTA ríkin að samn- inginn megi nota á markvissari hátt til að try'ggja samræmi á svæðinu og koma sjónarmiðum EFTA/EES ríkjanna betur á framfæri. Stækkunarferlið Utanríkisráðherra sagði að ef tækist á ná samkomulagi á ríkja- ráðstefnunni í NICE megi gera ráð fyrir að aukin ki-aftur færist í aðildarviðræður ESB og þeirra 12-13 ríka sem tekið hafa sér stiiðu við inngöngudyr ESB, undir forystu Svía á fyrri helm- ingi næsta árs. „Það er brýnt að efla aðkomu EFTA/EES ríkjanna að stækkun- arferlinu nú þegar undirbúningi lýkur og raunverulegar samn- ingaviðræður um aðlögun og að- lögunartíma hefjast," segir utan- ríkisráðherra. Hann lagði áher- slu á að áfram verður kappkost- að að fylgjast sem best með þró- un Evrópusambandsins og áhrif- um þeirra breytinga á stöðu ls- lands. Hann fór síðan yfir framtíð Vestur-Evrópusambandsins vegna hinnar nýju stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum og óvissunnar sem af henni leiðir. Hann sagði varnarsamstarfið við Bandaríkin vera traust og einnig lagði Halldór áherslu á mikil- vægi norræns samstarfs. I lokin nefndi utanríkisráð- herra að f ár væru liðin 60 ár frá stofnun utanríkisráðuneytisins. Hann fór yfir hin sívaxandi störf þess og lauk ræðu sinni með því að skýra frá því að vegna dag- skrár við að minnast landafunda í Vesturheimi hafi veriö skipu- lagðir 250 atburðir í Bandaríkj- unum og 200 f Kanada. Hann nefndi siglingu víkingaskipsins Islendings og þátttöku okkar í Expo 2000 í Hannover. — s.DÓR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.