Dagur - 05.12.2000, Page 2
2 - ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000
ly^ur
FRÉTTIR
Lækkandi lán og
vaxandi vanskil
I Ijósi ákveðins samdráttar á síðari helmingi ársins munu stjórnendur íbúðalána-
sjóðs gera tillögur um nokkurn samdrátt í lánskeimildum sjóðsins fyrir næsta ár
Afföll húsbréfa 9-
10%. Gert er ráð fyrir
miimi lániun á næsta
ári. Vanskil eru að
aukast o g þegar orðið
vart á nýju viðbótar-
lánunum.
„Já, við höfum haft áhyggjur af
því að lífeyrissjóðirnir hafa verið
að fara með fjármagn sitt úr
Iandi og fengu rýmkaðar heirn-
ildir til þess með lögum í vor. Við
töldum þá að það kynni að hluta
til að skýra þau miklu afföll hús-
hréfa sem þá sköpuðust. Enda
varð þá greinilega erfiðara að
eiga viðskipti með húsbréfin og
afföllin fóru greinilega hæst í
apríl/maí,“ svaraði Guðmundur
Bjarnason framkvæmdastjóri
Ibúðalánasjóðs, spurður hvort
menn telji samhand milli mikilla
affalla í húsbréfakerfinu og mik-
illa fjárflutninga lífeyrissjóðanna
úr landi. Hann sagði viðræður
hafa farið fram við stjórnendur
lífeyrissjóðanna í vor, m.a. um
þetta mál. En þeir hafi talið að
þeim bæri að tryggja sína sjóði
sem best og sem víðast.
AfföUin á líku róli
Samkvæmt tölum Seðlabankans
virðist húsbréfaeign lífeyrissjóð-
anna hafa staðið í stað, í kring-
um 80 milljörðum, frá apríl til
ágústloka og húsbéfaeign verð-
bréfasjóðanna minnkað um nær
þriðjung. Guðmundur segir
þetta sjálfsagt hafa haft þau áhrif
að markaðurinn varð tregari og
afföllin rneiri. Magn bréfanna
hafi lfka verð mikið. En nú hafi
heldur dregið úr eftirspurninni
eftir lánum sem sennilega hafi
Iíka einhver áhrif. Markaðurinn
hafi ofurlítiö jafnast þegar liðið
hefur á haustið. Afföllin hafa
um nokkurt seið rokkað á bilinu
9-10%.
Lægri lán á næsta ári
I Ijósi ákveðins samdráttar á síð-
ari helmingi ársins segir Guð-
mundur að stjórnendur íbúða-
lánasjóðs muni gera tillögur um
nokkurn samdrátt í lánsheimild-
um sjóðsins fyrir næsta ár, svo
gera megi ráð fyrir að minna
verði um húsbréf á markaðnum
á næsta ári en nú í ár og í fyrra.
A hinn bóginn sé ekkert Iát á
umsóknum um viðbótarlánin.
„Það fer alveg út það sem fjárlög
gera ráð fyrir á þessu ári og fylli-
lega það. Og sveitarfélögin hafa
veirð að sækja um viðbótarheim-
ildir núna alveg fram á seinustu
vikur," sagði Guðmundur.
Vanskil farin að aukast
En er kannski farið að bera á
vaxandi vanskilum. „Já, því mið-
ur er aðeins farð að bera á vax-
andi vanskilum. Við sjáum líka
að vanskil eru að koma þar f ljós
á viðbótarlánum, ekki síður en á
öðrum lánum.“ Þegar litið sé'til
þess að elstu viðbótarlánin eru
aðeins rúmlega ársgömul sé þó
varla við að búast að vanskil á
þeim séu farin að sína sig mjög
mikið ennþá. - Hri
Minni tekjur hafa verið afskemmt-
anahaldi á Akureyri en áður
Mimri
skemmtim
áAkureyii
Undanfarin ár hefur 55-60% af
tekjum ríkissjóðs af almennu
skemmtanaleyfi fyrir veitinga-
staði komið frá veitingastöðum í
Reykjavík, samkvæmt svari fjár-
málaráðherra við fyrirspurn
Kristjáns L. Möller.
Áárunum 1997-99 runnu 6,2
til 8,2 milljónir króna í ríkissjóð
í innheimtu á skemmtanaleyfi
innan borgarmarkanna, á með-
an önnur sveitarfélög hafa greitt
fáein hundruð þúsunda. Athygli
vekur að skemmtanaleyfi til
sýslumannsins á Akureyri voru
700 þúsund árið 1997 og 800
þúsund árið 1998, én datt niður
í 300 þúsund 1999 og nær að-
eins 200 þúsund krónum til
miðs nóvembermánaðar í ár. Á
sama tíma eru Sauðkrækingar
og Keflvíkingar komnir með 600
þúsund krónur, lsfirðingar með
500 þúsund og Skagamenn með
400 þúsund. - fþg
Stefnt á að ljúka
samningi tyrir jól
Ef fram heldur sem horíir verður ekki truflun á skólastarfi í grunnskólum i vetur
vegna kjaraátaka.
Grunnskólakeimarar
og sveitarfélög. Sam-
eiginleg stefnuyfirlýs-
ing. Kerfisbreytingar.
Svigrúm til kjara-
breytinga.
Töluverð bjartsýni virðist ríkja
nteðal samninganelnda grunn-
skólakennara og launanefndar
svcitarfélaga að hægt verði að
Ijúka gerð kjarasamnings fyrir
grunnskólann fýrir jól. Sú bjart-
sýni er m.a. afleiðing af sameigin-
Iegri stefnuyfirlýsingu þeirra
vegna kjarasamninga fyrir grunn-
skólann. Það á liins vegar eftir að
takast á um launakröfur kennara
en þeir krefjast m.a. að byrjenda-
laun hækki um rúm 38%, eða um
50 þúsund krónur á mánuði. Þá
hafa þeir lagst gegn hugmyndum
um breytingar á kennsluafslætti
og kennsluskyldu.
Svigrúm til kjarabreytinga
Á sameiginlegum blaðamann-
fundi samingsaðila í gær sem
haldinn var í höfuðstöðvum
kennara kom m.a. fram að þegar
er lokið fyrsta áfanga samninga-
viðræðna með stefnuyfirlýsingu
um langtímamarkmið. Sam-
kvæmt því á að nota kjarasamn-
inginn sem tæki til að endurskoða
skólastarf. Meðal áhersluþátta yf-
irlýsingarinnar er að koma á kerf-
isbreytingu og m.a. með nýjum
áherslum í störfum kennara og
skólastjórnenda og skapa svigrúm
til kjarabreytinga.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir for-
maður Félags grunnskólakenn-
ara, Birgir Björn Sigurjónsson
formaður samninganefndar
launanefndar sveitarfélaga og
Þorsteinn Sæberg formaður
Skólastjórafélags Islands Iýstu öll
yfir mikill ánægju með þessa
stefnuyfirlýsingu. Þau sögðu
hana ýmist vera „sögulega“,
„tímamót" og „einsdæmi í vinnu-
brögðum."
Ekki efni á því besta
Birgir Björn sagðist hins vegar
ekki vera reiðubúinn á þessari
stundu að segja hvað sveitarfélög-
in væru tilbúin til að kosta miklu
til að ná markmiðum stefnyfirlýs-
ingarinnar né heldur hvað það sé
raunsætl að koma á miklum
breytingum í einni lotu. Hann
segir að það kunni vel að vera að
menn þurli að sjá fram í Iengra
tímaferli. Það sé m.a. vegna þess
að sveitarfélögin hafa kannski
ekki efni á „besta" grunnskólan-
um. Með stcfnuyfirlýsingunni sé
hins vegar að finna sameigjnlega
sýn á það hvernig Ieiðin sé að
góðum grunnskóla. Það sé mjög
mikilvægt.
Dregið úr miðstýringu
í yfirlýsingunni er m.a. stefnt að
því að draga úr miðstýringu og
auka möguleika sveitarfélags,
skólastjórnenda og kennara til að
skipuleggja skólastarfið eftir þörf-
um nemenda. Ennfremur er gert
ráð fyrir að breyta skilgreiningu á
vinnutíma kennara.
Lagt er til að stofnað verði
grunnskólaráð til að stuðla að
stöðugri þróun skólans og efla
hlutverk bans í samfélagsþróun-
inni. Til setu í þessu ráði verður
m.a. boðið menntamálaráðherra,
fulltrúum atvinnulífs, framhalds-
skóla, leikskóla, foreldra og
starfsfólki og nemendum grunn-
skólans. Þá er gerð krafa um skýr-
ar siðareglur um samhand kenn-
ara við nemendur og á milli for-
eldra og kennara svo nokkuð sé
nefnt. -Giill
Sumir hættir
Á sjötta hundrað manns hlýddu á rektor Menntaskólans í Hamrahlíð
í gær, Lárus H. Bjarnason er hann flutti ræðu á fundi í skólanum..
„Eg geng þess ekki dulinn að einhverjir í hópi nemenda bæði í dag-
skóla og öldungadeild hafi þegar tekið þá ákvörðun að hætta námi í
bili,“ var meðal þess sem rektor sagði. Ekkerl nýtt Hrðist vera að ger-
ast í kennaraverkfallinu.
Straumlaust vegna bilunar
Stór hluti austurhluta borgarinnar varð rafmagnslaus á laugardag
vegna bilunar í streng rétt við inntakið við aðveitustöð Orkuveitu
Reykjavíkur í Elliðaám.
Rafmagn datt út í Breiðholti, Árbæ, Bústaðahverfi og Háaleitis-
hverfi, ásamt hluta af Kópavogi og götuljós fóru víðar. Viðgerð er í
undirbúningi, en hjá megin þorra þeirra sem misstu rafmagn var
straumur kominn á aftur eftir 22 mínútur eða kl. 18.07. Síðast kom
rafmagn á spennustöðna í Blesugróf kl. 20:30.
I gærmorgun fór rafmagn og af Borgarspítalanum um skeið, en þar
var um innanhússvandamál að ræða og þurfti að keyra á varaafli
meðan á biluninni stóð. - fþg