Dagur - 05.12.2000, Side 4
4 - ÞRIDJUDAGU R S. DESEMBER 2000
FRÉTTIR
Hér má sjá nokkra erlenda starfsmenn í öldrunarþjónustu sem tóku þátt I námskeiöinu þegar Páll Pétursson afhenti þátttakendum
viðurkenningarskjal fyrir helgina. - mynd: e.ól.
Nám fyrir erlenda
í öldnmarþjónustu
Félagsmálaráðherra af-
hendir viðurkeimingar
þeim sem lokið hafa námi á
námskeiði fyrir erlent
starfsfólk í öldrunarþjón-
ustu. Námskeiðið hefur
auMð orðaforða og mál-
skilning þátttakenda og
þannig hætt samsMpti við
sjúklinga og samstarfs-
fólk.
Oldrunarþjónusta er vaxandi þjónustu-
grein eftir því sem hlutfall aldraðra með-
al þjóðarinnar eykst. Það kallar eftir
fleira fólki til starfa í öldrunarþjónustu,
bæði faglærða sem ófaglærða. A sama
tíma fjölgar þjónustuúrræðum bæði í
heimaþjónustu sem og á stofnunum. Af
þeim sökum hefur ráðning erlendra
starfsmanna til þessara þjónustustarfa
færst mjög í vöxt en því fylgir ákveðinn
vandi, þar sem langfæstir þeirra kunna
íslensku.
Samstarfsverkefni
Starfsmenntaráð og menntamálaráðu-
neytið ákváðu haustið 2000 að veita
Námsflokkum Reykjavíkur tæpra ljög-
urra milljón króna styrk til verkefnisins
„Starfsnámskeið fyrir erlent starfsfólk í
öldrunarþjónustu". Verkefnið er sam-
starfsverkefni þessara aðila og öldrunar-
stofnana, Landspítala-háskólasjúkrahúss
og heilbrigðisráðuneytisins. Unnt verður
að nýta námsefnið á öðrum sviðum heil-
brígðisþjónustu með Iítilsháttar lagfær-
ingum og aðlögun að hverjum vinnustað.
60 keimslustunda nám
Verkefnið felur í sér að Námsflokkar
Reykjavíkur útbúa námsefni og halda
nokkur námskeið fyrir erlent starfsfólk í
öldrunarþjónustu. Námskeiðin eru 60
kennslustundir og innihald þeirra skipt-
ist í þrjá meginþætti; íslenskukennslu
tengdri störfum og verklagi, hugmynda-
fræði vinnustaðarins og réttindi og skyld-
ur á vinnumarkaði. I íslenskukennslunni
eru nemendur þjálfaðir í grunnfærniþátt-
um íslensku sem annars tungumáls þ.e.
lestri, ritun, tali og hlustun. Annars veg-
ar er lögð áhersla á tungumál vinnustað-
arins og störf og verklag en hins vegar á
almennan orðaforða og samskipti í dag-
legu lífi. Hugmyndafræði vinnustaðarins
byggir á þeim markmiðum sem vinnu-
staðurinn hefur sett í sambandi við starf-
semi sína og samskipti á vinnustað. Rétt-
indi og skyldur eru kynntar, bæði sem
tengjast vinnustaðnum og íslensku sam-
félagi almennt.
27 nemendur af 18 þjóðemum
Fyrsta námskeiðið var haldið á Landspít-
ala-háskólasjúkrahúsi, Landakoti í októ-
ber og nóvember, en kennt var þrjá daga
í viku þrjár kennslustundir í senn á dag-
vinnutíma og voru þátttakendur 27 tals-
ins af 18 mismunandi þjóðernum. Að
mati yfirmanna deilda á Landakoti hefur
námskeiðið reynst gagnlegt, aukið orða-
forða og málskiining þátttakenda og þan-
nig bætt samskipti við sjúklinga og sam-
starfsfólk. Skilningur erlendra starfs-
manna á réttindum sínum og skyldum er
skýrari að námskeiði loknu og hefur
hann öðlast betri innsýn í hugmynda-
fræði öldrunarþjónustu. Jafnframt er
ábcrandi að þátttakendur hafa stofnað til
nýrra kynna við starfsfólk af hinum ýmsu
deildum sjúkrahússins í ríkara mæli en
áður sem gerir starfsdaginn ánægjulegri.
Jónas Krist-
jánsson.
Oli Björn
Kárason.
Atliygli liefur vakið í
heita pottinum að báðir
ritstjórar DV, þeir Jónas
Kristjánsson og Óli Björn
Kárason, liafa brugðist til
varnar gegn endurtekinni gagnrýni
ýmissa netmióla og sjónvarps-
þáttastjórnenda á blaðið. Þar
munu ritstjóramir fyTst og fremst
vera að vísa til þeirra Hrafns Jök-
ulssonar á Pressunni á strik.is og
Egils Helgasonar sem líka er á
strik.is auk þcss að vera á Skjá ein-
um. Bæöi Egill og Hrafn eru þan-
nig í beinum tengslum við Morg-
unblaósinenn, en Moggimi er líka í
nánum tengslum við strik.is. í
pottinum segja menn hins vegar að
á sama tfma og krónan fellur og
fellur jiá bafi gengið í þeim Hraftii
og Agli aldrei verið hærra, því það
teljist til einsdæma að tveir aðilar
scm hvorki tengjast landbúnaði né
séu stríðsglæpamenn - fái á sig þrjá leiðara í DV á
aðcins nokkmm vikum...
Um fátt er mcira rætt í heita pott-
inum þessa dagana en Kára Stef-
ánsson gengið í deCode og þjóðsög-
urnar sem em að myndasl í kring-
um þaó fyrirtæki. Stöðugt heyrast
fleir sögur af einstaklingum og fýr-
irtækjum scm sögð em hafa keypt
hlutabréf í fyrirtækinu þegar æðið
greip um sig í fyrra og er nú talað
um að heilu jiorpin á sumum stöðum á lands-
byggóinni standi frammi fyrir hinum mestu vand-
ræðum fljótlega upp úr áramótum. Það fylgir meö
í sögunni aö ýmsir bankar og sparisjóðir hafi hrif-
isí með straumnum og lánað ótæpilega til bréfa-
kaupanna. Pottverjar segja því að tvennt geti skýrt
þessar mögnuöu sögur: Annað hvort er þetta gott
dæmi um það sem kallað er „nútfma þjóðsaga“,
þ.e. saga sem flýgur manna á meðal og á sér enga
stoð í vemleikanum. Eða þá að hér em stórkostleg
vandræði framundan, en því þorir þó enginn alveg
að trúa ekki cinu sinni pottverjar - enda segir
landsfaöirinn Davíð Oddsson jú að allt sé í besta
lagi...
Kári Stefáns-
son.
FRÉT TA VIÐTALIÐ
Sturlaugur
Tómasson
deildarstjóri í
félagsmálaráðnneytinu
Rúmlega 200fatlaðir eru á
biðlista eftirsambýli eða ann-
ars konaríbúðum. Félags-
málaráðuneyti og Öryrkja-
bandalagið stejna að því að
þörffyrir sambýli verði mættá
rtæstu S árum.
Þörf fyrir sambýli mætt á 5 ánun
- Er stefnt að nýju dtaki í húsnæðsmálum
fatlaðra?
„Samkvæmt nýrri skýrslu um biðlista fatl-
aðra eftir búsetu eru nú 209 manns á aldrin-
um 16-67 ára, sem bíða eftir húsnæði á sam-
býlum, eða með liðveislu í sjálfstæðri bú-
setu. Langflestir þeirra eru í Reykjavík
(118) og á Reykjanesi (57), eins og raunar
hefur legið fyrir lengi. Til þess að eyða þess-
um biðlista þarf rúmlega milljarð króna í ný-
byggingar. En samkvæmt viljayfirlýsingu
sem félagsmálaráðuneytið og Hússjóður Or-
yrkjabandalagsins hafa gert með sér er hins
vegar gengið út fá því að það verði frekar far-
in leiguleið. Þ.e. að Hússjóður Öryrkja-
bandalagsins (sem er einhver stærsti fbúða-
eigandi á landinu með hundruð íbúða um
allt land), verði eigandi húsnæðisins, sem að
hluta til verði fjármagnað með lánum úr
Ibúðalánasjóði, en félagsmálaráðuneytið
leigi síðan sambýlin og annist allan rekstur
þeirra. Að því er stefnt að þörfinni fyrir sam-
býli verði mætt á næstu 5 árum.“
- Þaif þetta ekki að vera sérhæft hús-
næði?
„Að hluta til er verið að tala um sérhæft
húsnæði, en ekki að öllu leyti. Það er verið
að tala um að rýmum á sambýlum í Reykja-
vík og Reykjanesi verði fjölgað um 80, sem
þarf að koma á fót á næstu fimm árum. Á
Iandsbyggðinni búa nú þegar á sambýlum 9
af hverjum 10 sem þurfa á slíku búsetuformi
að halda, en aðeins um 2/3 þeirra í Reykja-
vík og á Reykjanesi."
- Hvar biia þeir sem em á biðlistunum
núna og hvað eru margir fatlaðir þegar
komnir í öruggt húsnæði?
„Þeir 209 sem eru á biðlistum búa fyrst og
fremst í foreldrahúsum. Af þeim þurfa 134
að komast á sambýli - þ.a. 83 í Reykjavík og
34 á Reykjanesi - en 75 geta búið sjálfstætt
með frekari liðveislu. Samkvæmt skýrslunni
búa nú nú þegar 877 einstaklingar á sambýl-
um vistheimilum eða sjálfstæðri búsetu með
fekari liðveislu og hefur fjölgað um rúmlega
70 síðan í ársbyrjun 1998, en á móti hefur
fækkað um nær 30 á vistheimilum. Við
áætlum að milli 1.050 til 1.100 manns þurfi
á einhverjum þessara búsetukosta að halda,
eða sem svarar 0,6% landsmanna á aldrinum
16-67 ára.“
- Hlýtur fötluðum sem þurfa búsetu-
þjónustu ekki að að fjölga á næstu árum?
„Það er áætlað að þeim sem þurfa stuðn-
ing til búsetu muni fjölga um 60-70 á næstu
fimm árum, eða 12-14 manns á ári. Af þeim
hópl er gert ráð fyrir að um 60% þurfi [>jón-
ustu á sambýlum og 40% frekari liðveislu."
- Hvar hefur verið áætlað að þetta rnuni
kosta?
Kostnaðurinn við að ná því markmiði að
koma á sambærilegu þjónustustigi í Reykja-
vík og Reykjanesi eins og á landsbyggðinni er
áætlaður 50 milljónir til viðbótar á ári í
rekstur sambýla. í fjárlögum þessa árs er
tæpir 3,5 milljarðar veittir vegna málefna
fatlaðra. Að mati kostnaðarnefndar er talið
að árlegur kostnaður vegna húsnæðismála
og annarrar þjónustu við fatlaðra gæri orðið
um 4,1 milijarður á ári í framtíðinni. Þá er
ótalinn um 300 milljóna árlegur kostnaður
vegna þjónustu við langveik börn.“
- Hversu mörg böm erufötluð?
„Fötluð börn með umönnunarmat voru
rúmlega 730 um síðustu áramót, sem flest
eiga heima í Reykjavík. Að jafnaði eru þetta
um 46 börn í árgangi, eða um 1% allra
barna. Þessi börn eru misjafnlega mikið
fötluð, en gera má ráð fyrir að um 300 þeir-
ra a.m.k. muni þurfa umtalsverðan stuðning
til búsetu á fullorðinsárum." — HEI