Dagur - 05.12.2000, Qupperneq 5
ÞRIDJUDAGUll S. OESEMBER 2000 - 5
FRÉTTIR
Fj árlaganefnd sök-
uð um imsmimun
Unihverfisveriidarsíun
tök Steingríms fá bein
an styrk Alþingis en
Náttúruvemdarsam-
tökin ekki. „Óskiljan-
leg mismunun“ segir
NVÍ. Formaður íjár
laganefndar vísar á
sameiningarviðræður
og umhverfisráðuneyt-
ið.
Náttúruverndarsamtök Islands
(NVÍ) hafa sent fjárlaganefnd Al-
þingis harðort bréf, þar sem
nefndin er krafin svara um hvern-
ig standi á þeirri mismunun sem
fram kemur í því að Umhverfis-
verndarsamtök Islands (U\'I) og
Landvernd fá beina fjárveitingu en
ekki NVI. Jón Kristjánsson for-
rnaður fjárlaganefndar segir að
NVl megi búast við fjárveitingu af
óskiptum safnlið umhverfisráðu-
neytisins líkt og við síðustu íjár-
lagagerð og gilti þá einnig um UVl.
Jón Kristjánsson.
Vísar á umhverfisráðuneytið.
„Akveðið var að setja Umhverfis-
verndarsamtök lslands inn með
beinan fjárlagalið í Ijósi yfirlýsinga
um að þessi samtök væru að sam-
einast. Síðan kom í ljós að þær fyr-
irætlanir voru málum blandnar, en
ekki var aftur snúið og verður mál-
ið endurskoðað næst,“ segir Jón.
„Óskiljaiileg niisinuuun“
NVI segir í bréfi sínu til íjárlaga-
nefndar að samtökin hafi farið
fram á að fá 2 milljón króna styrk
af fjárlögum 2001, en brevtingar-
tillögur meirihluta nefndarinnar
Steingrímur Hermannsson:
Of mörg samtök í landinu.
beri ekki með sér að orðið verði við
þessu, en aftur á móti fái Land-
vernd 3 milljónir og UVÍ 2 milljón-
ir. „Hér virðist sem meirihluti fjár-
laganefndar ætli að marka þá
stefnu að velja úr þau samtök á
sviði náttúruverndar sem geti talist
styrkhæf... Sú mismunun sem
fram kemur í breytingatillögu
meirihluta fjárlaganefndar er með
öllu óskiljanleg," segir í bréfi NVÍ,
sem Arni Finnsson framkvæmda-
stjóri skrifar undir. Umhverfis-
nefnd Alþingis vildi að orðið yrði
við styrkbeiðninni.
Jón segir að NVÍ hafi á fjárlög-
um þessa árs fengið af safnlið um-
hverfisráðuneytisins 800 þúsund
krónur, að sig minni, og að UVÍ
hafi fengið af sama Iið. „Náttúru-
verndarsamtökin ættu að geta
fengið aftur sams konar afgreiðslu.
Umhverfisverndarsamtökin voru
sett inn með beinan Ijárlagalið þar
sem við höfðum þær upplýsingar
að samtök um náttúru- og um-
hverfisvernd hygðust sameinast
undir einum hatti, en síðan kom í
ljós að ekki reyndist grundvöllur
fvrir slíkri sameiningu," segir Jón.
Steingrímur vill sameina
Steingrímur Hermannsson, for-
maður UVI, segir það vitleysu ef
menn draga þá ályktun að NVI fái
ekki beina Ijárveitingu vegna vilja
UVI um sameiningu samtaka.
„Eg hef viljað beita mér fyrir því
að sameina sem flest samtök sem
vinna að náttúru- og umhverfis-
vernd. Slík samtök eru of mörg að
mínu viti. Hins vegar hafa Nátt-
úruverndarsamtök Islands ekki
verið til viðræðu um þetta,“ segir
Steingrímur. — FÞG
Mikið annríki hjá laganna vörðum.
Lamiðmeð
kylfuin
Mjög mikill erill var hjá lögregl-
unni í Reykjavík um helgina vegna
ölvaðs fólks. Meiðsli voru yfirleitt
minniháttar en margir fluttir á
slysadeild. I nokkrum tilfellum var
um að ræða átök milli dyravarða
og gesta á veitingahúsum.
Sem dæmi um ofbeldið má
nefna að skömmu eftir miðnætti
aðfaranótt laugardags var óskað
eftir lögreglu að Norðurbrún en
þar höfðu 5 manns ráðist að ungu
fólki sem var í samkvæmi og lamið
það með kylfum og hnúum. Þá var
beðið um aðstoð lögreglu á Hverf-
isgötu vegna slagsmála. Þrír menn
sögðust hafa oröið fyrir árás og
þegar lögreglumenn hugðust ræða
við þá endaði það með átökum. 2
menn voru handteknir, færðir á
stöð og vistaðir. Tveir lögreglu-
menn meiddust í þessum átökum
og voru fluttir á slysadeild. — BÞ
Dýrt að lairna
kennara illa
Verðiun að viðurkeima
þá staðreynd að við eig-
iiiii allt undir iiieimt
uniimi. Þaðverða
aldrei til góðir skólar
nema hafa góða kenn-
ara sem eru ánægðir og
vel launaðir, segir Ólaf-
ur Öm Haraldsson.
Eftir fundi helgarinnar virðist stað-
an í kennaradeilunni vera í illleys-
anlegum hnút. Stjórnarandstaðan
á Alþingi hefur deilt við þá Björn
Bjarnason menntamálaráðherra og
Geir H. Haarde um kennaradeil-
una en þingmenn Framsóknar-
flokksins hafa lítið haft sig í fram-
mi.
Olafur Örn Haraldsson er full-
trúi Framsóknarflokksins í
menntamálanefnd Alþingis og er
raunar varaformaður nefndarinn-
ar. Hann var í gær spurður hvað
hann tekli vera til ráða til lausnar
kennaradeilu nni?
„Eg held að menn verði aö horfa
á þetta í stærra samhengi og viður-
kenna þá staðreynd að við eigum
Ólafur Úrn Haraldsson.
allt undir menntuninni. Menn
verða að horfa langt enda eru
þarna gríðarlega mikil verðmæti í
húfi sem er menntastefnan og
menntun unga fólksins í landinu
og þar með framtíðar grundvöllur
þjóðarinnar," sagði Ólafur Örn.
Ólga sem þarf að leysa
Hann bendir á að þessi kennara-
deila sýni að þessi mál séu aldrei í
ró. Að svona deilur skuli koma upp
hvað eftir annað sýni að þarna er
ólga undir, sem verði að taka á fyrr
eða síðar og leysa til frambúðar
þannig að á komist friður í þessum
málum.
„Það er alveg greinilegt að það
sem gert hefur verið undanfarin ár
hefur ekki nægt til að ná fram friði
í kjaramálum kennara. Við megum
alveg rilja upp þá alkunnu stað-
reynd að það verða aldrei til góðir
skólar nema hafa góða kennara
sem eru ánægðir og vel launaðir.
Eg hef orðað það þannig að við
höfum ekki efni á að launa kenn-
ara illa," sagði ólafur Örn.
Hann sagði að sér sýndist nú
hlaupin svo mikil stífni í þessa
kennaradeilu að rétt væri að fá
hjálp nýrra aðila við að ná sam-
komulagi og þá væri hann að tala
um aðila beggja vegna borðsins.
Samkvæmt heimildum Dags eru
menn almennt að missa vonina
um að samkomulag náist í kenn-
aradeilunni eftir þeim lciðum sem
farnar hafa verið undanfarnar vik-
ur. Leita verði nýrra leiða og nýir
menn komi að deilunni úr báðum
áttum.
Eins er beðið eftir þ\í hvort
sanikomulag tekst milli grunn-
skólakennara og sveitarfélaganna.
Það gæti haft áhrif á deilu fram-
haldskólakennaranna. Menn eru
bjartsýnir á að samningar takist
fyrir áramót en þá eru samningar
grunnskólakennara lausir. — S.DÓR
MiUjónábætur fyrir læknamistök
Héraðsdómur Norðurlands eystra
dærndi í gær Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri til að greiða liðlega sex-
tugri konu á Dalvík 4,8 milljónir
króna með vöxtum. Aðdragandi
málsins er sá að 2. nóvember 1993,
fór konan í skurðaðgerð á vinstri
fæti, sem síðar hafi leitt til varan-
legs heilsubrests.
Konan var rúmliggjandi á FSA í
10 daga vegna aðgerðarinnar, síðan
í 40 daga á Kristnesspítala og loks í
50 daga á Reykjalundi. Hún var því
samtals rúmliggjandi 100 daga. Af-
leiðingar þess að skurðaðgerðin lei-
ddi ekki til ætlaðs árangurs má telja
vera aukna hættu á slitgigt í báðum
hnjám, hugsanlega í báðum
mjaðmaliðum og í vinstri ökklalið
auk aukins slits í mjóbaki vegna
varanlegrar stiiðuskekkjii og álags.
Dómurinn telur að með tilliti til
aldurs stefnanda, þunga hennar,
vaxtarlags og þess hversu slit á lið-
utjéiríúll íIJ
brjósld í vinstra hné hennar var
orðið mikið, hafi sú ákvörðun
læknisins að gera umrædda aðgerð
á stefnanda í nóvember 1993, ver-
ið vafasöm.
Ólafur Ólafsson landlæknir
hafði eftirfarandi orð um aðgerðina
í bréfi til lögmanns stefnanda,
dags. 22. maí 1995: „Ljóst er að ár-
angur aðgerðar varð el<ki sem skyl-
di og fellur að mínu áliti að nokkru
leyti undir mistök.“ — GG
Ingvar og Björk slógu í gegn
lslendingar fengu þrenn verðlaun á Evrópsku kvikmyndahátíðinni sem
haldin var í Frakklandi um sl. helgi. Ingvar Sigurðsson leikari fékk áhorf-
endaverðlaunin fyrir leik sinn í Englum alheimisins og Björk Guðmunds-
dóttir verðlaun sem besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í Myrkradansinum.
Sú mynd féklí einnig verðlaun sem besta kvikmyndin. Þetta er mun belri
árangur en margar stórar þjóðir náðu eins og t.d. Bretland, Italía, Spánn
og Þýskaland sem fengu engin verðlaun.
Frammistaða Ingvars Sigurðssonar vekur athygli þar sem kvikmyndin
um Engla alheimsins hefur aðallega verið sýnd á kvikmyndahátíðum í álf-
unni en ekki á almennum sýningum í evrópskum bíóhúsum. Engu að síð-
ur fékk hann flest atkvæði frá áhorfendum sem kusu með aðstoð netsins
og m.a. á vefsíðum evrópskra kvikmyndablaða og tímarita.
Þorfinnur Omarsson framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs segir að það
megi gera ráð fyrir því að þeir sem kusu Ingvar hafi verið í hópi þeirra
„upplýstu" meðal lesenda og áhorfenda. Auk þess má gera ráð fyrir að ein-
hver íjöldi Islendinga hafi kosið Ingvar á mbl.is. Það hefði þó verið smá
hluti af heildarfjöldanum. Þá sé einnig möguleiki að atkvæðin hafi dreifst
á marga. Þess utan var Ingvar einnig tilnefndur til verðlauna sem besti
karlleikarinn og því fcngið meiri athygli en kannski ella.
Þorfinnur segir að þessi verðlaun f\TÍr Björk séu enn ein staðfestingin
á hennar stöðu í listaheiminum. — GRH
Kaupa lettlenskan banka
Íslandsbanki-FBA hyggst kaupa 56,2% hlut í lettlenska bankanum
Rietumu Banka. Bankaráð hefur fjallað um málið og samþykkti skilmála
kaupanna í gær með lyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar og
samþykki Seðlabanka Lettlands. Stefnt er að undirritun kaupsamnings-
ins á fyrstu vikum nýs árs.
Með kaupunum er stigið nýtt skref í alþjóðavæöingu Islandsbanka-
FBA og jafnframt er þetta fyrsta Ijárfesting bankans á Eystrasaltssvæðinu,
en bankinn hefur nokkra revnslu af viðskiptum þar. — BÞ
( |.>J li
~ll M