Dagur - 05.12.2000, Side 6
6 - ÞRIÐJUDAGUR S. DESEMBER 2000
ÞJÓÐMÁL
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HLISAVIK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
H
Símar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjaid m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði
Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netfong auglýsingadeildar: augl@dagur.is-gestur@ff.is-karen@dagur.is
Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-i615 Ámundi Ámundason
(REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir.
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Slmbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyri) 551 6270 (reykjavíK)
Óréttlátt kerfi
í fyrsta lagi
Margir efnamenn hafa nýtt sér til hins ítrasta heimild í skatta-
löggöfinni sem leyfir einstaklingum og fyrirtækjum að koma sér
hjá því að greiða skatta af söluhagnaði. Af svari ríkisskattstjóra
við fyrirspurn frá Samfylkingunni má ráða að vegna ákvæða
skattalaga um að fresta megi að leggja skatt á slíkan hagnað hafi
ríkissjóður og sveitarfélögin orðið af mildum fjárhæðum. Aætl-
að er að þetta tekjutap samfélagsins nemi allt að átta og hálfum
milljarði króna á tveimur síðustu árunum.
1 öðru lagi
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur
vakið sérstaka athygli á þessari Iöglegu aðferð auðmanna til að
skjóta sér undan eðlilegum skattgreiðslum af slíkum tekjum.
Hún hefur einnig réttilega bent á að þótt Ijármálaráðherra ætli
nú að fella þessa undanþágu niður að hluta muni lögaðilar, það
er fyrirtæki, áfram njóta þessara forréttinda. Með breytingartil-
Iögum fjármálaráðherra er þannig ekki verið að setja undir
þennan leka, heldur einungis að finna honum annan farveg.
Það á því áfram að hygla fjármagnseigendum og auðvelda þeim
að losna við að greiða til samfélagsins með sama hætti og al-
mennir þegnar þessa lands sem borga skatta bæði af launa- og
fjármagnstekjum sínum. Hér er um að ræða mikla fjármuni
sem líklega munu aldrei skila sér í sjóði þjóðfélagsins.
í þriðja lagi
Margoft hefur verið á það bent í forystugreinum Dags hversu
meingallað íslenskt skattkerfi er og því brýnt að stokka það upp.
Það á fyrst og fremst við um þær reglur sem gilda um skattlagn-
ingu tekna. Þar viðgengst mikið óréttlæti og að flestra mati stór-
felld skattsvik og undanskot, sum lögleg en önnur ekki. Undan-
farin ár og áratugi hafa stjórnmálamenn sýnt ótrúlega tregðu til
að takast á við þetta kerfi og gera á því þann rækilega uppskurð
sem löngu er orðinn tímabær. Þess í stað er gripið til sífelldra
smáskammtalækninga sem breyta engu um óréttlæti kerfisins.
Elías Snæland Jónsson
Barsmíðar og ölvun
Garri vaknaði upp snemma á
laugardagsmorguninn og opn-
aði fyrir útvarpið, eins og hann
gerir allajafna á morgnana.
Það er jú svo spennandi að
heyra hvort eitthvað nýtt sé í
fréttum. Og vissulega var eitt
og annað tíðinda, en þó það
helst að fréttalesarinn var í
einar fimm eða tíu mínútur að
lesa fréttir af líkamsárásum af
öllum stærðum og gerðum.
Það var ráðist á mann þarna og
sparkað í andlitið á öðrum ein-
hver staðar annars staðar.
Illindi brutust út á þessu
heimilinu þannig að til handa-
lögmála kom og kalla þurfti til
lögreglu. Sama var uppi á ten-
ingnum einhvers staðar annars
staðar. Eftir líkams-
árásarfréttirnar upp-
hófust fréttir af ölvun-
arakstri og skemmdar-
verkum á hinum og
þessum eignum og
Garri gekk inn í laugar-
daginn vel upplýstur um að nú
lægju menn í tuga eða hund-
raðatali sárir og slasaðir, eða
illa timbraðir og með slæman
móral vítt og breitt um höfuð-
borgarsvæðið. Þetta var vissu-
lega talsvert meira en gerist og
gengur, en Garri yppti bara
öxlum og fór að þvo bílinn.
Fréttir á sunnu-
dagsmorgim
Garri vaknaði upp á sunnu-
dagsmorguninn og enn byrjaði
hann á því að opna fyrir út-
varpið til að hlusta á fréttirnar.
Eitt og annað var tíðinda, en
helst það að fréttalesarinn var
hátt í tíu mínútur að lesa upp
þulu um líkamsárásir og ólæti
á höfuðborgarsvæðinu. Það
var sparpaö í mann og annan
og runan um heimilisofbeldi
var síst minni en daginn áður.
Ölvunin virðist hafa verið
nokkuð almenn og henni lýlgt
umtalsverð sparkárátta, ef
marka má hvernig menn virt-
ust einbeita sér að því að spar-
ka í náungann, einkum ef ná-
unginn var liggjandi. Ekki hafa
færri misst bílprófið vegna ölv-
unaraksturs aðfaranótt sunnu-
dags en aðfaranótt Iaugardags
og augljóst á öllu að þennan
sunnudagsmorgun hafa það
verið hundruð manna sem
lágu ýmist sárir og slasaðir eða
með slæma timburmenn og
þrúgandi móral. Þetta var aug-
ljóslega talsvert meira en geng-
ur og gerist og Garri fór að
velta því fyrir sér hvað væri
eiginlega í gangi.
Löggan bittn
Og heilabrotin hafa
nú heldur verið að
magnast, ekki síst
þegar í ljós kemur að
lögreglan í Reykajvík
er farin að kvarta sár-
an undan því að
menn hiki nú ekki við að veit-
ast að henni þegar hún mætir
á vettvang til að sinna störfum
sínum. Lögreglumenn lenda
nú ítrekað í því að þeir eru
bitnir og einn mun meira að
segja hafa lent í því núna tvær
helgar í röð að hafa verið bit-
inn. Lögreglan segir að þar á
bæ séu menn að verða varir við
mikla spennu í loftinu samfara
mikilli áfengis- og fíkniefna-
neyslu og augljóslega er hér
kominn hugsanleg skýring á
heilabrotunum í Garra. Málið
er auðvitað ekkert flóknara en
það að nú er genginn í garð
einn stressaðasti og spennu-
mesti mánuður ársins með til-
heyrandi skemmtanahaldi. Jól-
in eru löngu hætt að vera hátíð
friðar og kyrrðar. Þau eru hátíð
spennu og neysluæðis. Trúlega
voru þetta því einfaldlega jóla-
fréttir sem Garri var að vakna
til um helgina. garhi
V
JÓHANNES
T ÍM IMHl SIGURJÓNS
SON
: skrifar
Offrambod á krabba-
meinsraimsóknum?
Þorri þjóðarinnar ku um þessar
mundir eiga hutabréf í aðskiljan-
legum félögum og fýrirtækjum
og er af sem áður var fyrir aðeins
fáum árum þegar hlutabréf voru
nánast óþekkt fyrirbæri. Hins
vegar hcfur þekking þjóðarinnar
á eðli hlutabréfa ugglaust ekki
aukist mikið og kaupendur þurfa
því flestir að reiða sig á ráðgjöf
sérfræðinga þegar þeir velja sér
arðvænleg fyrirtæki til að fjár-
festa í.
En það er aldrei á vísan að róa
á hlutabréfamarkaði eins og
dæmin sýna og jafnvel ráðgjöf
færustu sérfræðinga er ekki
óskeikul. íslensk erfðagreining
er auðvitað besta dæmi um fyrir-
tæki sem ekki hefur staðið undir
væntingum á hlutabréfamarkaöi
og þannig hcfur markaðsvirði
deCode hrunið á skömmum
tíma úr 1 10 milljörðum í 40
milljarða og eru ýmsir Ijóslega að
missa vænan spón úr aski ef svo
heldur sem horfir. En auðvitað
er ekkert öruggt í þessum efnum
og hver veit nema gengi bréfa í
deCode eigi eftir að rjúka aftur
upp úr öllu valdi.
Upp og iiidur
Talsmenn fyrirtækis-
ins virðast a.m.k. ekki
hafa miklar áhyggjur
af gangi mál og lýsa
því yfir að starfið þar
innan veggja gangi, ef
eitthvað er, jafnvel
betur en áætlanir gerðu ráð fyrir,
þannig að erfitt sé að átta sig á
ástæðum gengishrunsins.
Ef þetta er staðreynd, að gcngi
hlutahréfa í deCode (og væntan-
lega fleiri fyrirtækjum) hrynji
þrátt fyrir að starfsemin gangi
hetur en ráð var fyrir gert, þá
hlýtur að vera hugsanlegur
möguleiki að gengið taki stökk
uppávið ef árangur fyrirtækisins
verður slakari en að var stefnt.
Að verðmæti hlutabréfa sé í raun
óháð stöðu fyrirtækjanna á
hverjum tíma heldur fari „upp og
niður af ástæðum sem erfitt er
að henda reiöur á“, eins og Páll
Magnússon, talsmað-
ur 1E segir í viðtali í
Degi.
Og ef sú er raunin,
þá eru sérfræðingar
auðvitað orðnir óþarf-
ir því þá er menn
komnir niður á svið
getrauna og lottós þar sem best
er að láta kylfu ráða kasti, loka
augunum og skrifa 1x2 út í loft-
ið og kaupa svo hlutabréf í sólar-
laginu.
Hundar grafnir
Annar talsmaður úr erfðagrein-
ingarbransanum, sérfræðingur
hjá UVS, velti í Degi upp þeirr'
merkilegu spurningu „hvórt of-
framboð væri að skapast í
krabbameinsrannsóknum".
Þarna liggja kannski allmargir
hundar grafnir. Fyrirtækjum sem
hyggjast vinna að rannsóknum á
hugsanlegu arfgengi sjúkdóma
hefur Ijölgað verulega á undan-
förnum misserum. Og kannski
er málið það að sjúkdómar eru
ekki ekki lengur til skiptanna
þegar samkeppnin í bransanum
harðnar og allir eru kannski aö
leita að sama geninu. Og þá er
komin upp staða þar sem of-
framboð ríkir í rannsóknum.
Það sem upp úr stendur í þess-
ari umræöu er að markaðssetn-
ingin og áróöurinn virðist ráða
mestu um það hvort fyrirtæki
vaxa og dafna eða hrynja til
grunna, fremur en raunveruleg-
ur árangur. Trúgirnin er, þegar
upp er staöið, kannsld allt sem
þarf.
Erástæða tílaðflýta
framkvæmdum við
tvöföldun Reykjanes-
brautar?
Kristján Giumarsson
fonn. Verkalýðs- og sjómannaféJ.
„Það er löngu
tímabært og ég
undrast aðgerða-
leysi og sofanda-
hátt þingmanna
okkar Reyknes-
inga í þessu máli.
Þingmönnum má skipta í tvo
flokka, vakandi og sofandi, og í
þessu máli finnast mér þingmenn
stjórnarliðsins allir vera í síðar-
nefnda hópnum. Forgangsröðun-
in í samgöngumálum landsins er
röng og ekki í samræmi við um-
ferðarþunga. Um hættulega
Reykjanesbraut hefur fólk hér
talað í margra áratugi fyrir dauf-
um eyrum, á meðan hvert
banaslysið á fætur öðru verður
þar.“
Jónína Sanders
formaðtirbæjarráðsReykjanesbæjar.
„Við sveitarstjórn-
armenn á Suður-
nesjum höfum
lengi talað um að
við viljum fá tvö-
földun Reykjanes-
brautar sem allra
fyrst. Fyrirhugaðar framkvæmdir
eru nú að fara í mat á umhverfis-
áhrifum og gert er ráð fyrir að
þær hefjist strax að því loknu.
Suðurnesjamenn fara mikið um
brautina, sumir daglega, og jafn-
framt er umferð að aukast vegna
vaxandi flugumferðar. Hér er
mikið rætt um Reykjanesbraut og
málið hvílir á fólki, enda þó búið
sé að fara í ýmsar framkvæmdir
sem draga eiga úr slysahættu."
Páll Ketilsson
ritstjóri Víkuifrétta.
„Sívaxandi um-
ferð ætti að leiða
okkur enn betur
fyrir sjónir hve
mikilvægt er að
fara í fram-
kvæmdir strax og
hægt væri að flýta þeim enn frek-
ar með sveigjanlegum samning-
um við verktaka. Fólk hér á Suð-
urnesjum er sárt og reitt yfir
stöðu mála og skilur ekki hvers-
vegna svo lengi hafi verið heðið
með róttækar aðgerðir í að bæta
umferðaröryggi á þessum fjöl-
farnasta þjóðvegi landsins. Ef
ekki verður fljótlega ákveðið að
flýta framkvæmdum trúi ég því að
munum við Suðurnesjamenn
grípa til róttækra aðgerða."
Ragnheiður Davíðsdóttir
forvarnafnlltrúi VÍS.
„Reykjanesbraut-
ina átti að vera
búið að tvöfalda
fyrir löngu síðan.
Það er og sorgleg
staðreynd að í
hvert sinn sem
hörmuleg slys verða á brautinni
vakni þessi umræða. Nú \ il ég sjá
menn bretta upp ermar og að
verkin verði látin tala í stað inn-
antómra orða. Eg vona að enn
] eitt banaslvsið þurfi ekki til að
i menn fari í framkvæmdir."
Kijlavíkur.