Dagur - 05.12.2000, Page 8
8- ÞRIDJUDA G U R S . DESEMHER 2 000
SMflTT OG STÓRT
UMSJÓN:
SIGURDÓR
SIGURDÓRSSON
sigurdor@ff.is
Efnahagsástandið
Á ræðustól Alþingis eru græn og rauð pera. Það lifir ljós á
þeirri grænu meðan þingmenn tala innan setts ræðutíma. En
fari þeir fram úr þeim tíma kviknar ljós á þeirri rauðu. Ljúki
ræðumaður ekki máli sínu um leið og rauða ljósið kviknar
tekur forseti Alþingis til við að berja í bjöllu og hætta menn
þá vanalega strax vegna hávaðans. Tímatakan, grænaperan
og sú rauða, allt er þetta tölvustýrt. Svo gerðist það í síðustu
viku að tölvustýringin bilaði og varð forseti að handstýra öllu
saman. Þegarjón Kristjánsson, formaður fjárlaganefndar, var
í miðri ræðu við 2. umræðu um fjárlögin gerðist það að Ijós
kviknaði á rauðu perunni. Jón eins og hrökk við enda átti
hann nægan tíma eftir. ísólfur Gylfi var í forsetastól. Hann hað Jón og aðra
þingmenn þegar f stað afsökunar á því að ólag væri á tölvustýringunni og þess
vegna hefði kviknað ljós á rauðu perunni. Þá gall við í Ossuri Skarphéðins-
syni: „Nei, það er vegna efnahagsástandsins."
Össur Skarp-
héðinsson.
„Menn hafa fíkn í
það að taka lán og
valda sjálfum sér
blankheitum."
Pétur H. Blöndal
við 2. umræðu
íjárlaga.
Hákon er í bænum
Hákon Aðalsteinsson skáld og skógarbóndi
var í höfuðborginni á dögunum og átti erindi
víða. Vinur hans séra Hjálmar Jónsson fór
með honum í þessar reisur. Þegar þeir hittust
um morguninn og lögðu af stað afhenti
Hjálmar skógarbóndanum þessa vísu:
Heyra jmrfutn hjartnæm vers
helst i hvelli grænum.
Allt er sem í höndum hers
Hákon er í hænum.
Þegar svo Hjálmar sá á eftir Hákoni inn í flugstöðina um kvöldið orti hann:
Þetta skeður allt of oft
enda karlinn hraustur.
Höldum gleði hátt á loft
hann erfarinn austur.
KoHegar
Ólafur Skúlason biskup hefur láið skrá æviminningar sínar
og gefið út á bók. I tilefni þess var þessi vísa kveðin:
Biskupinn verðskuldar heiður og hól
hann er af haki ei dottinn,
og kynni að sætta um komandi jól
þá kollega mammon og drottinn.
Úlafur Skútason
biskup.
Ifína og fræga fólkið
Við dauðans dyr
ÍÞRÓTTIR
L
-Ðnqur
Maier á fleygiferð í bnininu
Heimsmeistarinn Hermann Maier frá
Austurríki, sem aðeins náði 15. sætinu á
fyrsta heimsbikarmóti vetrarins í bruni,
vann öruggan sigur á öðru móti vetrarins,
sem fram fór í Vail í Colarado á laugar-
daginn. Maier virðist kunna vel við sig í
Vail, því þetta er sjöundi brunsigur hans
þar í röð í níu keppnum á þremur árum
og 31. heimsbikarsigur hans á ferlinum.
Maier fékk harða keppni frá Norðmaður-
inn Lasse Kjus, sem varð í öðru sætinu á
aðeins 0,49 sekúndum lakari tíma, en í
þriðja sætinu varð sigurvegari fyrsta brun-
mótsins, Austurríkismaðurinn Stefan Eberharter á 0,81 sek. lakari tíma
en Maier. Austurríkismenn áttu fjóra af fimm fyrstu keppendunum í Vail
og náðu evrópskir keppendur ellefu fyrstu sætunum, en í því tóllta Ienti
Bandaríkjamaðurinn Chad Flescher, 1,48 sekúndum á eftir Maier.
Næsta heimsbikarmót i bruni fer fram í Val d’Isére í Frakklandi um
næstu helgi.
Óvæntur sænskur sigur í risasvigi
Á sunnudaginnn fór fram í Vail annað heimsbikarmótið í risasvigi, þar
sem Svíinn Fredrick Nyberg sigraði mjög óvænt, 0,03 sekúndum á und-
an Christoph Gruber frá Austurríki, sem varð í öðru sæti. Norðmaðurinn
Kenneth Sivertsen varð í þriðja sætinu, 0,47 sek. á eftir Nyberg. Her-
mann Maier, sem sigraði á lyrsta risasvigsmótinu, varð að sætta sig við
sjötta sætið. Nyberg er fyrsti Svíinn sem sigrar á heimsbikarmóti í risa-
svigi á síðustu cllefu árum.
Óvæntur sigur Haltmayer
Petra Haltmayer frá Þýskalandi sigraði óvænt í bruni kvenna á fyrsta
heimsbikarmótinu sem fram fór í Lake Louise á fimmtudaginn. Isolde
Kostner frá Italíu, sem spáð hafði verið sigri á mótinu eftir góðan árang-
ur í tímatökum á æfingum síðustu daga, lenti í öðru sætinu 10/100 úr
sekúndu á eftir Haltmayer, en Renate Götschl frá Austurríki varð þriðja,
27/100 úr sek. á eftir sigurvegaranum.
Kostner fékk uppreisn
Annað heimsbikarmót kvenna í
bruni fór svo fram strax á föstudag
á sama stað og sigraði Isolde
Kostner þá örugglega, 0,48 sek. á
undan Carole Montillet frá Frakk-
landi, sem varð í öðru sæti. í þrið-
ja sæti varð Corinne Ray-Bellet frá
Sviss, 0,64 sek. á eftir Kostner,
sem þarna vann sinn tíunda
heimsbikarsigur á ferlinum og
annan brunsigur. Isolde Kostner á fullri ferð.
Hermann Maier á flugi.
Breski gamanleikarinn
Dudley Moore sem þjáist af
sjaldgæfri tegund af heila-
hrörnunarsjúkdómi segir í
óbirtu sjónvarpsviðtali á
BBC að hann standi nú
frammi fyrir stuttri og mjög
óvissri framtíð og að hann
væri að hefja sitt dauðastríð.
„Það er manni algjörlega
hulin ráðgáta hvernig þessi
veiki ræðst á mann og étur
mann upp og hrækir manni
síðan út úr sér,“ sagði
Dudley Moore í viðtalinu, en
hann fékk scm kunnugt er
Oskarsverðlaunin árið 1981
fyrir leik sinn í myndinni um
Arthur. „Vissulega varð ég
reiður," segir Moore, „En
það er hins vegar fremur til-
gangslítið að vera reiður.
Hvers vegna ég? spurði ég
mig og ég á enn mjög erfitt
með að sætta mig við þetta
vegna þess líka að ég veit að
ég mun bíða Iægri hlut og
deyja," segir hann. Dudley
Moore er 65 ára gamall og
sagt er að í viðtalinu komi vel
fram hversu tekinn og slapp-
Iegur hann er og mæli hans
sé orðið frekar óskýrt. Þá
kemur einnig fram í viðtal-
inu að Moore segir að þessi
sjúkdómur - sem er skyldur
Parkinsonsveiki - hafi rænt
hann hans mesta vndi, sem
er að geta spilað á hljóðfærið
sitt.
Götschl vann risasvigið
Keppni í risasvigi kvenna, annað heimsbikarmóti vetrarins, fór fram í
Lake Louise á laugardaginn og vann Renata Götschl frá Austurríki, þar
sinn sautjánda heimsbikarsigur á ferlinum. Regine Cavagnoud frá Frakk-
Iandi varð í öðru sætinu, aðeins 13/100 úr sekúndu á eftir Götschl og
Martina Ertl frá Þýskalandi, lenti í þriðja sætinu, rúmri hálfri sekúndu á
eftir Götschl, sem nú vann sinn þriðja heimsbikarsigur í Lake Louise. Is-
olde Kostner, sem vann brunið á föstudag, náði aðeins níunda sætinu í
risasviginu.
Austurríkismenn með forystu
Austurríkismenn eru með forystu í heildarstigakeppni milli þjóða í
heimsbikarnum á skíðum. I kvennaflokki eru Frakkar þó ekki langt und-
an, en yfirburðir Austurríkismanna í karlaflokki eru afgerandi.
Kvennaflokkur: 1. Austurríki 896 Karlafloltkur: 1. Austurríki 1470
2. Frakkland 787 2. Sviss 632
3. Þýskaland 557 3. Noregur 520
4. Ítalía 514 4. USA 220
5. Sviss 437 5. Frakkland 186
6. Svíþjóð 317 6. Svíþjóð 142
7. USA 312 7. Slóvenía 109
8. Slóvenía 303 8. Ítalía 108
9. Noregur 253 9. Liechtenstein 90
10. Króatía 239 10. Þýskaland 46
Óheppnin eltir Bjjörgviu
Björgvin Björgvinsson frá Dalvík tók um helgina þátt í fyrsta Evrópubik-
armóti vetrarins, sem fram fór í Levi í Finnlandi og voru flestir sterkustu
skíðamennirnir úr heimsbikarnum þar meðal keppenda. Keppt var í stór-
svigi og svigi og var Björgvin meðal keppenda í báðum greinum. Keppni
í stórsvigi fór fram á fimmtudaginn og þar lenti Björgvin í 40. sæti, eftir
að hafa náð 29. besta tímanum í seinni ferðinni og var hann 3,83 sek-
úndum á eftir sigurvegaranum, Sami Utoila frá Finnlandi. Keppni í svigi
fór síðan fram á föstudag og laugardag, en þar má segja að óheppnin hafi
elt Björgvin, því hann féll úr keppni báða dagana í fyrri ferðinni. Seinni
daginn kevrði hann út úr brautinni eftir að bafa náð mjög góðum milli-
tíma, aðeins 1,5 sek. frá því besta. Björgxln á vafalaust eftir að láta mik-
ið að sér kveða í vetur og verður spennandi að lýlgjast með honum og
öðrum liðsmönnum í íslenska Evrópubikarliðsins í komandi keppnum.