Dagur - 05.12.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 05.12.2000, Blaðsíða 11
 ÞRIDJUDAGUR S. DESEMBER 2000 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Jardvist maimsins lengist í 6 milljónir ára Steingerður lærleggur af þúsaldarmanninum, sem lifði á jörðinni fyrir 6 milljón árum. Hann er hér I höndum mannfræðingsins Brigitte Senut, sem er í rannsóknarhópi vísindamanna frá Frakklandi og Kenya sem leitar að forsögu mannsins. ÞúsaldarmaðiLrinn sem nýlega fannst í Kenya er merkilegasti hlekkurinn í þróunar- sögu mannsins Sönnunargögn liggja nú fyrir um að maðurinn hefur lifað að minnsta kosti 1,5 milljónum ára lengur á jörðinni en áður var vit- að. Er nú jarðvist mannsins orðin 6 milljóna ára löng. Það voru franskir og kenyaskir vísinda- menn sem tilkynntu í gær, að þeir hafi fundið steingerðar Ieifar af mannabeinum sem staðfestu að maðurinn var farinn að ganga uppréttur miklu fyrr en áður var vitað. Þessi gamli forfaðir mannkyns- ins hefur hlotið gælunafnið „þús- aldarmaðurinn" (Millennium man). A blaðamannafundi, sem haldinn var í gær í höfuðborg Kenya sögðu vísindamennirnir að þessi fundur kæmi öllu mann- kyni við því allt bendir til að þarna séu fundnir þeir forfeður sem allir menn eru komnir af. Steingervingarnir fundust á Tugenhæðum í Baringohéraði í Kenva 25. október s.l. Síðan þá hafa vísindamennim- ir fundið steingerðar leifar af að minnsta kosti fimm einstakling- um, karlkyns og kvenkyns, á sama svæði. Þessar leifar eru ekki vngri en 6 milljóna ára gamlar og eru mik- ilvægur liður til að öðlast þekk- ingu á þróunarsögu mannsins. Áður voru mannabein sem fund- ust að Aramis í Eþíópíu taldar elstar, og er 4,5 milljóna ára gamlar. Þar áður var „Lucy" elsti vitnisburður um formóðurina, en hún fannst í Eþíópíu árið 1974, en hún gekk á jörðinni fyrir 3,2 milljónum ára. Steingervingarnir eru vel varð- veittir og gefa gott yfirlit um lík- amsbyggingu þúsaldarmannsins. Sterklegur lærleggur sýnir að hann átti auðvelt með að ganga uppréttur og leikur enginn varfi á að þarna er fundinn mikilvægur hlekkur í þróunarsögu mannsins. Svert og sterklegt upphandleggs- bein bendir til að þúsaldarmað- urinn hafi átt auðvelt með að klifra tré, en hann hefur ekki ver- ið fær um að hanga í trjánum eða sveifla sér grein af grein, eins og flestir apar eiga auðvelt með. Lengd beinanna bendir til að þúsaldarmaðurinn hafi verið á stærð við simpansa. En það eru tennurnar og kjálkabyggingin sem gerir þenn- an forföður líkastan nútíma- manninum, Augntennur hans eru smáar, öndvert við rándýr og kjötætur, en jaxlarnir sitja þétt, s\4pað og í nútímamanni. Það bendir til að aðalfæðan hafi verið grænmeti og ávextir, en þúsaldar- maðurinn hefur einnig getað étið kjöt þegar tækifæri bauðst til að ná í slíkar krásir. Baringosvæðið, þar sem þcssir fornu steingervingar fundust er í Afríkugjánni miklu þar sem steingervingar frá fortíð varðveit- ast vel og þar hafa fundist bein manna og dýra sem hafa aukið mjög þekkingu á forsögulegum tímum og þróun tegundanna. Jarðvegurin er ríkur af kalsíum- fosfati og eru steingervingarnir varðveittir undir lagi af hrauni og gjóskulögum. Vísindamennirnir sem fundu beinin og eru að rannsaka þau segja að með vissu sé hægt að segja, að enn meira eigi eftir að finnast á þessum slóðum og þau sönnunargögn sem nú hafa kom- ið í leitirnar og rannsókn á þeirn sé aðeins byrjunin á merkilegum rannsóknum og þess sé jafnvel að vænta að eftir eigi að finnast enn - eldri sönnunargögn um forfeð- urna. Mun rannsóknum haldið áfram af enn meiri krafti en hing- að til. Auk mannabeina hefur leið- angurinn fundið mikið af stein- gerðum jurtum og trjám, sem eft- ir er að rannsaka. Þá hafa fundist steingerðar leifar af nashyrning- um, flóðhestum, og antelópum. Þessi dýr hafa ekki litið eins út og tegundirnar sem nú eru á lífi, en eru örugglega þær skepnur sem síðan hafa þróast til þess útlits og eðlis sem við þekkjum í dag. Um leifarnar af einum þessara forferðra lesa vísindamennirnir elstu hryllingssögu mannkynsins. Leiðangursstjórinn Pickford: „Það lítur út fyrir að hann hafi verið drepinn og étinn af rándýri, sennilega af kattarætt. Hann hef- ur verið dreginn upp í tré, sem var eðlilegur matstaður kattar- dýra. Þar hefur verið nagað utan af beinunum og þau fallið í vatn við rætur trésins." Síðar lagðist hraunið yfir og nú eru Ieifarnar af máltíð rándýrsins merkilegustu sönnunargögnin um uppruna og aldur mannsins. Flugskeytum skotið á Araba JERUSALEM - Israelskar árásarþyrlur skutu tveimur flugskeytum á palestínska byssumenn í gærmorgun á meðan á um þriggja klukku- tíma bardaga stóð í nágrenni við heilagt grafhýsi í Betlehem. Með þessum bardaga hurfu í raun síðustu vonir manna um að hægt væri að ná friðsamlegri lausn á átökunum sem þarna hafa geisað í um níu vikna skeið. ísraelsher segir aö þyrlurnar hafi skotið Rugskeytunum á skotmark sem var nálægt flóttamannabúðum þarna á svæðinu í til- raun til að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn yfirtækju Grafhýsi Rakelar, en á þeim stað hafa upp á síðkastið orðið hörð átök og taliö er að allt að 300 manns hafi látist í átökum þar í kring á síðustu vik- um. Herforingi ísreaela kallaði aðgerð uppreisnarmanna einhverja fífldjörfustu árás sem gerð hafi verið á þeim vikum frá því uppreisn- in hófst, en talsmenn Palestínumanna þvertaka fyrir að hafa ætlað að yfirtaka grafhýsið. Arafat segir ísraela auka óróann JERUSALEM - Yasser Arafat forseti Palestínumanna sagði í gær að ísraelskir landnemar og ísraelskir hermenn hefðu ráðist að islömskum tilbiðjendum á Vestur- bakkanum gagngert til þess að auka á óstöðugleikann á svæðinu og til að hvetja til meira ofbeldis. Arafat ítrekaði ákall sitt um að nú þegar yrði sendar inn á svæðið alþjóðlegar sveitir eftirlitsmanna sem hann sagði að væru líklegar til þess að vernda saklausa Palestínumenn frá árásum ísra- elska setuliðsins. Vilja handtaka fjöl- miðlarisa MOSKVA - Yfirvöld f Rússlandi hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun á Vladimir Gusinsky, fjölmiðlakónginn rússneska sem rekur einu sjálfstæðu fjölmiðlasam- steypuna þar í landi. Gusinsky hefur verið ákærður yrir fjársvik, en hann er í útlegð og hefur ekki mætt til yfirheyrslna hjá sak- sóknara vegna máls síns. Alþjóðlega hand- tökuskipunin er einmitt gefin út vegna þess að Gusinsky hefur ekki mætt til vitn- isburðar þegar hann hefur verið boðaður. Vladimir Gusinsky, fjölmiðlakóngur Ráðheraim var rekinn BEIJING - I gær staðfesti embættismaður Kínverska kommúnista- flokksins í fyrsta sinn að fyrrum dómsmálaráðherra Kína, Gao Changli hafi verið rekinn úr embætti og gaf embættismaðurinn í skyn að Gao hafi verið kominn í pólitískar ógöngur. Gao hvarf mjög snögglega úr embætti í síðasta mánuði en hingað til hefur verið lát- ið í veðri vaka að það hafi verið vegna heilsubrests. Brottrekstur Gaos hefur enn ekki verið staðfestur í opinberum fjölmiðlum í Kína en talsmaður miðstjórnar flokksins hefur látið hafa eftir sér við erlenda blaðamenn að hann hafi verið „færður úr embætti." ■ FRÁ DEGI ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 340. dagur ársins, 26 dagar eftir. Sólris kl. 10.56, sólarlag kl. 15.40. Þaufæddust 5. desem- her • 1724 Björn Halldórsson prestur og skáld í Sauðlauksdal. • 1839 George Armstrong Custer, banda- rískur herforingi sem barðist gegn frum- byggjum og féll í einum umdeildasta bar- daga í sögu Bandaríkjanna. • 1878 Guttormur J. Guttormsson skáld. • 1890 Fritz Lang, austurrískur kvikmynda- leikstjóri. •1901 Walt Disney. •1901 Werner Heisenberg, þýskur eðlis- fræðingur sem hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1932. •1912 Kinoshita Keisuke, japanskur kvik- myndaleikstjóri. TIL DAGS •1921 Eeva Liisa Manner, finnskt ljóðskáld og leikskáld. • 1946 José Carreras, óperusöngvari. Þetta gerðist 5. desem- her • 1796 var leikritið Slaður og trúgirni eftir Sigurð Pétursson frumsýnt í Reykjavíkur- skóla. • 1933 lauk bannárunum í Bandaríkjunum með þvf að bann við áfengissölu var afnu- mið úr stjórnarskrá Bandaríkjanna, og þá sáu víst margir ástæðu til þess að skála. • 1945 hurfu sex flugvélar með samtals 27 mönnum um borð í hinum svonefnda Bermúda-þríhyrningi, en veður var þá mjög slæmt. Hvarfið hefur orðið tilefni margvíslegra sögusagna. • 1956 byrjuðu Bretar og Frakkar að flytja herlið sitt frá Súezskurðinum. • 1968 fannst jarðskjálfti í Reykjavík, sem mældist 6 á Richterkvarða. Afmælisham dagsins Richard Wayne Penniman gengur jafnan undir nafninu Little Richard og var feykivinsæll rokkari á fyrstu árum rokksins. Hann var fæddur f Georgíu í Bandaríkjunum þann 5. desember árið 1932, og er því 68 ára f dag. Hann átti ellefu systkini og lærði gospelsöng sem krakki, en strauk að heima á unglings- árunum og fór að syngja rytma- og blús á knæpum, þar sem hann vakti athygli fýrir skrautlcga og kraftmikla framkomu. Með laginu „Tutti frutti" skaust hann upp á stjörnuhimininn árið 1955, með hinu óviðjafnanlega upphafi: „A wop bop a loo bop, a Iop bam boorn!" Kennimark góðra verka er að eftir á virðast þau hafa verið óhjákvæmileg. Robert Louis Stevenson Vísa dagsins Veröld gefst mér völt og flú, vinurfæst ei tryggur, flestir hverfa þessir þá, þegar mest á liggur. Bólu-Hjálmar Heilahrot Veiðimaður kemur auga á sjö fugla á grein. Hann dregur upp byssu sína í skyndi, miðar og skýtur. Ef honum tekst að hitta tvo fugla, hve margir eru þá ef - ir á greininni? Lausn á sfðustu gátu: Höfði manns. Vefur dagsins Ásatrúarfélag Islands er með vefsfður þar sem finna má margvíslegan fróðleik um starfsemi félagsins og hina fornu trú: www.asatru.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.