Dagur - 05.12.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 05.12.2000, Blaðsíða 16
16- ÞRIDJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 iÁftgXn (ANWM X^wr Grænir eru mest í nýrrí könnun á kynferðis- legrí virkni stuðnings- manna stjórnmálaflokka í Þýskalandi kemurí Ijós að stuðningsmenn græningja elska greinilegafleira en umhveifið. Samkvæmt niðurstöðum þessarar ný- stárlegu könnunar, sem framkvæmd var af Emnid könnunarfyrirtækinu, eru græningjar mest kyntröll í þýskri póli- tík og hefur þessi niðurstaða kallað fram bros og glettni á andlit forustu- manna flokksins. Þannig voru viðbrögð framkvæmdastjóra flokksins, Reinhard Buetikofer einfaldlega þessi: „Já, við erum alltaf tilbúin!" „Grænir“ 71% Könnunin sýnir að um 71% af stuðn- ingsmönnum græningja hefa mök að minnsta kosti einu sinni í viku. Flokk- ur græningja er að hluta til systur- flokkur vinstri grænna á Islandi, (en hugsanlega má Ii'ka flokka Lýðræðis- lega sósíalistaflokkinn PDS sem syst- urflokk VG.) „Sjálfstæðismenn“ 50% Aðrir þýskir flokkar hafa mun óvirkari fylgismenn hvað þetta tiltekna atferli varðar og á það ekki síst við um stuðn- ingsmenn hins íhaldssama flokk Kristi- legra demókrata sem flokka má sem systurflokk Sjálfstæðisflokksins á Is- landi. Samkvæmt könnuninni eru þeir í fjórða og næst neðsta sæti yfir kyn- ferðislega virkni og einungis um helm- ingur þeirra hefur mök að minnsta kosti einu sinni f viku. „Framsókn“ 61% í öðru sæti yfir kynferðislega virkni í þýska flokkakerfinu eru hins vegar Frjálslyndir demókratar, en þar á bæ eru það um 61% stuðningsmanna sem hafa kynmök að minnsta kosti einu sinni í viku. Frjálslyndir demókratar hafa lengi verið skilgreindir sem syst- urflokkur Framsóknarflokksins á Is- landi. „Samfylking" 56% Flokkur Gerhards Schröder kanslara, Sósíaldemokrataflokkurinn, skorar heldur lágt í könnuninni, en einungis um 56% stuðningsmanna flokksins gera það einu sinni í viku eða oftar. Flokkur Schröders er sem kunnugt er einn hinna stóru „nútímalegu jafnaðar- mannaflokka" sem Samfylkingin vill gjarnan líkjast. að fá varamann. I fyrsta lagi var leitað svara við þvf hvort menn teldu ekki að svipað mynstur væri í þessum málum hér og í Þýskalandi og svo í öðru lagi hvort menn kynnu ein- hverjar skýringar á muninum, hvort í þessu ólíka atferli endurspeglaðist á einhvern hátt mismunandi Iífsýn og hugmyndafræðileg ein- kenni viðkomandi stjórnmálastefnu. „Vinstri“ 40% Langneðstur er þó Lýð- ræðislegi sósíalistaflokk- urinn, gömlu kommarn- ir, hin pólitíska arfleifð Austur - Þýskalands, með einungis 40% fylg- ismanna, sem gera það einu sinni í viku eða oft- Hvað með ísland? Það vekur athygli að þýsku flokk- arnir eiga sér flestir systurflokk á ís- Iandi með einum eða öðrum hætti, og gera má ráð fyrir að íslenskir kjósendur flokkist með svipuðum hætti og þeir þýsku í þessum efnum. Eða hvað? Blaðinu lék forvitni á að heyra hvaða skýringar gætu legið að baki þessu nokkuð ólíka hegðunarmynstri kjós- enda og leitaði því til nokkurra tals- manna íslensku flokkanna, til að reyna að öðlast innsýn í málið. Því miður for- fallaðist talsmaður Sjálfstæðisflokks á elleftu stundu og ekki vannst tími til Úalgengt er að kanna kynferðis- lega virkni eftir stjórnmáiafiokk- um, en það var þó gert í Þýska- iandi nýlega og voru niðurstöð- urnar athyglisverðar. Spurningin er hvort svipað mynstur sé í þessum málum á íslandi? Hvort ætli þessir ástleitnu kjósendur séu íslenskir eða þýskir? Mistök við vmnslu Vegna mistaku við prentvinnslu blaðsins um helgina varð sjö ddlka umfjöllun um kyn- ferðislega virkni kjósenda óskiljanleg. Röng stða fór inn í blaðið, með þeim afleiðingum að einungis birtust viðbrögð þeirra Ama Steinars Jóhannssonar og Isólfs Gylfa Pdlmasonar, en ekkert af þvi efni sem þeir voru að bregðast við. Hér með birtist þessi umfjöllun eins og hún átti að vera og biðst blaðið velvirðingar á þessum ruglingi. Við myndum skora hærra Guðrún Ogmundsdótt- ir, þingmaður Sam- fylkingar: Það er auðvitað alltaf áhugavert að skoða örlítið hvernig kynlíf er hjá hinum ýmsu þjóðum, og hafa verið gerðar margar og merkilegar kannanir þar að lút- andi. En ekki man ég nú eftir að það væri spurt í leiðinni hvar fólk staðsetti sig í stjórnriiálum. En það hafa verið gerðar kann- anir hér og kom þá í Ijós að við Islendingar værum frekar þrótt- mikilir á þessu sviði - sem og öllu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur. Framhjáhöld eru t.d. ekkert óalgengari hér en annars staðar, og spurning hvort flokkar kæmu svipað út ef það væri skoðað. Mér finnst ekkert skrýtið þó að græningjar í Þýskalandi elski oftast, því mér segir svo hugur að þar sé líka yngsta fólkið og oft eru svona „aktívistar' virkir á mörgum sviðum. Ég held hins vegar að sú blanda græningja sem er hér heima, sé frekar í eldri kantinum - en það er aldrei að vita hvað hreina loftið hefur mikil áhrif hér á landi á þá blessaða. Nú af því að hinn gamli sósíalistaflokkur er hengd- ur á Steingrím J. og félaga, þá er nú spurning hvort þetta sé ekki rólegra hjá VG en ætla mætti af því að þeir gera jú alltaf 5 ára áætlanir! Nú íhaldsmenn eru alltaf íhaldsmenn, allt í réttum skorð- um og regla á hlutunum, engar óvæntar uppákomur! - Nei ann- ars, ég held að þarna spili líka inn í: aldur, kyn og fyrri störf. Guðrún Ögmundsdóttir þannig að þetta er auðvitað ekk- ert einhlítt. Og enn held ég að Island myndi skora hærra í öll- um pólitískum flokkum, enda varla inarktækur munur á milli sumra flokka. Mínir skoðanabræður og syst- ur cru hara þokkalega stödd í þessum málum. Nú systurflokk- ur framsóknar er vel virkur og ég held að það hljóti að gleðja framsókn hér heima og gefa þeim byr undir báða vængi. Við þurfum að íý'lgjast með því. En kannski er það svo, að þeir sem elskast oftast þurfi að losa meiri spennu, og þá er kynlífið auðvit- að afar góður kostur undir slík- um kringumstæðum. Það má því spyrja hverjir ganga afslappað- astir um göturnar - og er kannski kominn tími til að lesa í það. Það verður kannski næsta viðfangsefni?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.