Dagur - 05.12.2000, Page 20
20- ÞRIDJUDAGUK S. DESEMBER 2000
flkurevri-Norðurland
Nýgjaldtaka
veldur irafári
Um helgina var kveikt á jólatrénu frá Randers á Rádhústorginu á Akureyrí við hátíðlega athöfn eins og venjulega.
Jólasveinar mættu á svæðið og gerðu ýmsar kúnstir uppi á sviði. Yngstu bæjarbúarnir fylgdust að sjálfsögðu hug-
fangnir með, enda sjálf hátíð barnanna að nálgast óðfluga. mynd brink
Sveitarstjóri setur ofan
í við sveitarstjómarmann
íþrótta- og tómstunda-
ráð vUl að simdlaugiu
liíifi tekjur af öllum
sundlaugargestum.
Niðurgreiðslur fari
t.d. á refkning félags-
málasviðs Akureyrar
bæjar
Samþykkt íþrótta- og tómstunda-
ráðs Akureyrar um að tekið verði
120 krónu gjald af ellilífeyrisþeg-
um að sundlaugum og skíða-
mannvirkjum olli miklu írafári á
fundi bæjarstjórnar Akureyrar sl.
þriðjudag. Ellilífeyrisþegar hafa
verið undanþegnir allri gjaldtöku
til þessa. Tekjur vegna þessara
breytinga voru áætlaðar 3 milljón-
ir króna. Bæjarstjórn ákvað að vísa
málinu til bæjarráðs til ákvörðun-
ar. Brögð hafa verið að því að að-
gangskort séu ekki endurnýjuð, og
því er farið að krefjast þess að all-
ir gestir Sundlaugar Akureyrar
sýni það þegar komið er í sund.
Hugmyndir eru einnig uppi um að
gefa út eitt kort sem gildir t.d. í
sund, á skíði og í strætó.
Guðmundur Jóhannsson, á sæti
í íþrótta- og tómstundaráði. Hann
segir að íþrótta- og tómstundaráð
þurfi IVrst og fremst að hugsa um
rekstur mannvirkjanna og afla
Hvað er til vinstri í pólitík? Er
það eitthvað betra en það sem
er til hægri í pólitík? Reynslan
er sú að illa hefir gengið að fá
kjarasamninga til að halda þeg-
ar vinstrimenn hafa ráðið í rík-
isstjórnum og ekki hefir þeim
gengið of vel með ríkisfjármál-
in. Það kann að vera ástæðan
fyrir því að þeir hafa svo oft gert
aðför að kjarasamningum
verkafólks til ógíldingar eða
eins mikilla tekna og framast er
unnt. „Sundlaugin verður fyrir út-
gjöldum ef ellilífeyrisþegar eru
undanþegnir gjaldskyldu, ekki
bara héðan heldur alls staðar að af
landinu og það kemur niður á rek-
stri hennar. Ef ekki á að inn-
heimta aðgangseyri hjá þessu fólki
þarf sundlaugin að fá þessa pen-
inga annars staðar frá, t.d. frá fé-
lagsmálasviði Akureyrarbæjar.
Stór hluti þessa fólks hefur góð
efni á því að greiða fyrir sig í sund,
en það eru kannski ungir foreldr-
ar sem ættu frekar að njóta ein-
hverrar ívilnunar þegar fjölskyld-
an kemur saman í sund. Rekstur-
inn kostar tugi milljóna, en þjón-
ustan er sú sama fyrir alla. Þjón-
ustan er einnig að aukast á skíða-
svæðinu og í félagsmiðstöðunum
hjá unga fólkinu, og þar kostar
aukið starfsmannahald sem nem-
ur rúmum 2 milljónum króna,“
segir Guðmundur Jóhannsson.
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri, segir að málið snúist um
fleira en sundlaugina, einnig
skíðamannvirkin, og að þessi
mannvirki fái þær tekjur sem
þeim ber. T.d. fái leikskólarnir þá
tekjupósta sem þeim ber og niður-
greiðsla til forgangshópa komi
annars staðar fram í bæjarreikn-
ingunum. Sjónarmið íþrótta- og
tómstundaráðs sé því skiljanlegt
og það sjónarmið verði m.a. rætt í
bæjarráði. GG
frestunar. Nú koma nýir póli-
tískir ævintýramenn fram á
völlinn og hvetja launamenn og
þá sem sitja lægst við alls-
nægtaborð þjóðfélagsins til að
kjósa samkrullaða vinstrimenn
til þess að stjórna þjóðfélaginu.
En fortíðin hræðir menn frá því
að kjósa þannig.
Brynjólfur Brynjólfsson.
Brynjólfur Gíslason,
sveitarstjóri Húna-
þings vestra, segir
stadhæfingar Þor-
steins B. Helgasonar,
fuUtrúa Framtíðar-
listans um skuldir
sveitarfélagsins al-
rangar.
Þorsteinn B. Helgason bóndi á
Fosshóli og fulltrúi Framtíðar-
listans í sveitarstjórn Húna-
þings vestra, telur að alls ekki
sé tímabært að ráðast í bygg-
ingu íþróttahúss á Hvamms-
tanga þar sem fjármagn vanti til
að viðhalda og bæta þau
íþróttamannvirki sem fyrir séu í
sveitarfélaginu. Skuldir sveitar-
félagsins í árslok 1999 á hvern
íbúa hafi verið 169 þúsund
krónur og ljóst að skuldir aukist
töluvert á þessu ári. Við bygg-
ingu íþróttahúss yrðu skuldir á
hvern fbúa allt að 240 þúsund
krónur. Þorsteinn telur að nær
væri að þjappa fólki saman í
sveitarfélaginu en ekkí að sun-
dra því.
Bynjólfur Gíslason, sveitar-
stjóri, segir staðhæfingar Þor-
steins B. Helgasonar alrangar.
Skuldir sveitarsjóðs séu 151
þúsund krónur á íbúa og þær
séu 119 þúsund krónum lægri
en skuldir sambærilegra sveitar-
félaga að íbúatölu, s.s. Bessa-
staðahrepps, Sandgerðis, Vest-
urbyggðar, Siglufjarðar og
Olafsfjarðar. Fjárhagsleg staða
sveitarsjóðs Húnaþings vestra
hefði verið neikvæð í árslok
1999 um 34.654 krónur á íbúa
og 172 þúsund krónum skárri
en sem nemur fjárhagslegri
stöðu samanburðarsveitarfélag-
anna. Sveitarstjóri telur það
einnig með öllu óskiljanlegt að
Þorsteinn haldi því fram að
skuldir muni aukast þar sem af-
borganir langtímalána muni
nema 20 milljónum króna árið
2000 en engin ný lán tekin.
I niðurlagi bókunar sveitar-
stjóra á fundi sveitarstjórnar ný-
verið varar hann við að farið sé
með fleipur um stöðu sveitar-
sjóðs. Þar segir m.a.: „Sveitar-
stjóri gat þess á síðasta fundi
sveitarstjórnar að honum fynd-
ust furðusögur af stöðu sveitar-
sjóðs til hnjóðs þeim sem bæru
þær út. Sveitarstjórnarmenn
eigi að hafa það greiðan aðgang
að upplýsingum um stöðu sveit-
arsjóðs á hverjum tíma að þeir
Ieiðrétti slíkar furðusögur, hvar
í pólitík sem þeir standa, frem-
ur en að ala á vitleysishjali.11
GG
SKOÐANIR BRYNJÓLFS
Vinstri hvað?
Verk sem skeimntir
Föstudaginn 1. desember frum-
sýndi Leikfélag Olafsfjarðar leik-
ritið „Ef ég væri gullfiskur" eftir
Arna Ibsen í félagsheimilinu
Tjarnarborg. Leikstjóri er Þröst-
ur Guðbjartsson. Ljósameistari
var Ingvar Björnsson, en Anton
Konráðsson er ljósa- og hljóð-
maður.
„Ef ég væri gullfiskur" er
ærslaleikur. Leikritið krefst mikls
hraða, lipurrar sviðferðar og skjó-
tra viðhragða leikenda og er
ánægjulegt að sjá, hve vel Icik-
stjóra hefur í miklu flestum til-
fellum tekist að ná þessum þátt-
um í uppsetningunni í Olafsfírði.
Samkvæmt því, sem segir í Ieik-
skrá, eru flytjendur flestir lítt
sviðsvanir. Með það í huga verð-
ur útkoma verka leikstjórans enn
eftirtektar- og Iofsverðari. Þá er
textakunnátta í hinu besta lagi og
einnig framsögn, sem þrátt íyrir
hraðan gang var jafnan í góðu
lagi svo að hið talaða orð skilaði
sér vel, nema þar sem hlátur
áhorfenda yfirgnæfði, en það var
tíðum. Megi nokkuð hér að finna
er það helst, að ekki skuli hafa
verið gert ráð fyrir, að leikendur
gætu gert hlé í framsögn sína og
fyllt hana til dæmis með látæði,
þegar hlátrasköll gengu um sal-
inn.
Sviðsmyndin, sem er \>erk leik-
stjórans og mikils fjölda ahnarra,
er talsvert viðamikil og fer vel á
i.'iíi:i.(ii iqaa< . oi; go int>p
sviði Tjarnarborgar. Hún þjónar
verkinu vel. Hið sama er um lýs-
ingu sem og búninga, en þeir eru
verk leikhópsins.
Guðni Harðarson fer með
„Ef ég væri guUfisk-
ur“ er nokkuð mikið
blautlegt verk. Það
ber ekki mikinn boð-
skap, en það svo sann-
arlega skemmtir.
hlutverk Péturs, föðursins. Hann
nær nokkuð góðum tökum á per-
sónunni, einkum í fyrsta atriði
sínu. Guðbjörgu, viðskiptafélaga
Péturs, leikur Hafdís Kristjáns-
dóttir. Hún nær góðum sprett-
um, en er nokkuð daufleg á
stundum.
Brynjólf, son Péturs, leikur
Helgi Reynir Arnason. Hann fer
víða á kostum en líður nokkuð
fyrir það, að vera óhóflega og
trullandi á iði í túlkun sinni.
Kristínu, eiginkonu Brynjólfs,
leikur Sigríður lngimundardóttir.
Hlutverkið er ekki stórt, en Sig-
ríður kemst vel á skrið í því, eink-
um þegar á líður seinni hluta
verksins.
Halldóra, dóttir Péturs, er leik-
in af Valgerði Stefánsdóttur. Hún
er nokkuð yfirdrifin í túlkun
sinni en nær miklu tfðast að
skapa kómíska persónu. Eyjólf,
sambýlismann Flalldóru, leikur
Birkir Guðnason. Hann nær tals-
vert miklu út úr litlu hlutverki
sínu einkum er á líður verkið.
'V Iloteuoyliq
Albert, son Péturs, leikur Kol-
beinn Arnbjörnsson. Hann nær
góðum tökum á persónunni, er
lipur á sviði og skilar samfelldum
leik. Halla Jóhannesdóttir er f
hlutverki Kolbrúnar, eiginkonu
Alberts. Hún er verulega lífleg í
túlkun sinni og nær góðum og
samfelldum tökum á persónunni.
Alda, nokkuð lausgirt kona, er
leikin af Fjólu Bláfeld Stefáns-
dóttur. Hún er skemmtilega
óheft og sannfærandi í túlkun
sinni og skilar samfelldri persónu
leikinn á enda. Títu, vinnukonu,
leikur Auður Osk Rögnvaldsdótt-
ir og gerir miklu tíðast vel.
„Ef ég væri gullfiskur" er nokk-
uð mikið blautlegt verk. Það ber
ekki mikinn boðskap, en það svo
sannarlega skemmtir.
fiie^ .c-t-
ool
: í n t f m
riíLiíííí: iljíjíiíííí h i