Dagur - 08.12.2000, Page 15

Dagur - 08.12.2000, Page 15
FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 - 1S Ð^ur J ÓLAGJ AHANDBÓK Tillaga hestamannsins Stangir verð frá kr. 2.800,- Ávallt í leiðinni ógferðarvirði Hringamél verð frá kr. 990,- Beislissett verð frá kr. 3.600,- Ifallegum gjafaumbúðum Lyngháls 3*110 Reykjavík Sími: 5401125 *Fax: 5401120 MRbúöin íshestamiðstöðinni • Sörlaskeið 26 220 Hafnarfjörður • Sími: 555 7025 Stefán Jón á veiðum ásamt kettinum. Veiðiaðferðir þeirra eru þó um flest ólíkar. Stefán JónHafsteingef- urútbók núfyrirjólin sem heitirFluguveiði- sögur. í bókinn segir þessi landskunniflugu- veiðimaðurýmsarsögur affluguveiði, en Stefán hefursem kunnugt er hafsjórslíkra sagna og hefurm.a. haldiðúti flugveiðipistlum íDegi um árabil auk þess að vera með sérstaka vef- síðu umfluguveiði- skap. Héreru þó ekki á ferðinnipistlar Stefáns helduralveg nýttog fersktefni. Hérá eftirer birturkafli úrbókinni, en það erMál og menn- ingsemgefurhana út. Hinn fegursti morgunn allra morgna heimsins rann upp. Hafi ég haft áhyggjur af því livað mað- ur gerir þegar laxinn tekur, voru hinar ekki síðri: Hvað maður gerir þegar hann tekur ekki. Það átti eftir að koma í Ijós að hvor tveggja áhyggjan átti rétt á sér. Hinn mikli eilífi andi sendi okkur ekki aðeins hina blíð- ustu sína blíðu, heldur dró okkur til handa feg- ursta stað árinnar, smekld'ullan af laxi. Heimsfrægan hyl. Hest- ar í haga, fuglar í mó, kindur á beit, reykur frá kofum bændanna þar sem sauðaket og silung- ur breyttust í þjóðlegan sælkera- mat. Einn og einn hani gól. Og einn lax reis við flugu. Svo neit- uðu fleiri að hre>fa sig í þessu tæra sólskini. Þangað til ég hætti að kasta og kona mfn veiddi einn. Þá fór ég að kasta, en þá hættu þeir að hrejfa sig, þangað til hún byrjaði aftur. Landaði öðrum. Við vorum komin neðar í ána, á enn betri stað, sem okkur fannst furðulegt, því hvernig gat svona gott batnað? Búin að gera samn- ing um að veiða eftir klukku og fullkomnu jafnrétti. Það er aðferð sem löngum hcfur reynst vel og revnir einna minnst á þanþol sambandsins. Misskipt veiðilán gerir nógan usla á óðali hjóna- bandsins þótt ekki bætist við jarð- sprengjusvæði eins og tímaskipt- ingar á bakkanum. Þegar hér var komið sögu stóð þannig á að síð- asti hálftíminn félli mér í skaut. Ég settist niður á grösugan bakka og gerði hernaðaráællun. Raðaði flugum í beina röð efst í boxinu: þessi færi fyrst, svo þessi næst, og að lokum enn ein, og ef þá væri ekki kominn lax myndi sú fjórða fara út. Þrautaráðið yrði svo fimmta flugan sem ég setti aftast f röðina. Eg hugsaði mig djúpt inn í dæmið. Hafgolan var komin inn. Hylurinn var kraumandi af fiski. Og þarna setti kona mín og veiðifélagi í þann þriðja. Einmitt Jregar ég ætlaði aó vaða út með hernaðaráætlunina til að skipta við hana. Hún sagði að þeir hefðu verið vitlausir á eftir flug- unni. Laxinn barðist. Nú gekk á hálftímann minn. Ég fisklaus. Og enn gekk á mínúturnar. Fiskinum varð loks landað af krafti fyrir mína áeggjan. Ég leit á klukkuna. Jæja. Tíu mínútur eftir af bestu vaktinni á besta staðnum. Engirtn fiskur á mitt færi. Hernaðaráætl- unin í rúst. Ég óð út til móts við ólgandi iðuna sem geymdi laxa- fjöld sem ekki vildi þýðast, mig. Lái mér hver sem vill. Ég náði í boxið. Opnaði Jrað á stað sem átti aldrei að opna. Hét á Meistara minn. Tók sveinsstykkið og setti undir. Dró út langa línu af hjól- inu til að hafa næga Iausa hönk og kastaði stutt til að bvrja með. Hann tók beint niður undan mér. Þetta var nákvæmlega takan sem ég hafði kviðið í samræðum \'ið meistara og andans menn fýr- ir túrinn. Hann tók með japli. Nuðaði. Ég fraus. Var skelflngu lostinn. Línan var með lífl og ég fann hreinlega með flngur- gómunum hvcrnig flugan lék laus í kjaftinum á honum. Svo synti hann loks burt lrá mér, pollróleg- ur, undarlega svifléttur í vatninu. Línan rann hægt út, hálfslök. Ég hafði nægan tíma til að þjást. Og þjáðist. Svo var hönkin farin og hann rann áfram niður strenginn, hægt, og dró út af hjólinu átakalaust. Svo stopp- aði hann. Sneri við í vatninu og skyrpti ut úr sér flugunni. Eða tók ég hana út úr honum? „Þú áttir að bregðast við hon- um þegar hann synti frá þér,“ sagði Kolbeinn sallarólegur í mat- arhléinu meðan kona mín raðaði þremur löxum í kistuna. „Þá hefði krókurinn fest í kjaftvikinu." Auðvitað. Nú hafði sveinsstykkið verið tekið undan álagahjúpnum og lent í kjafti á laxi. Heldur betur. Það var því ekki neitt heitrof að senda það með fagurlegri sveiflu út í streng í uppánni strax Idukkan fjiigtir, á slaginu. Flugan lenti óvart aðeins fyrir neðan stað |iar sem ég hafði séð glampa á kvið á laxi, sem vaggaði sér Jiegar mig bar að. Hún var ekki síður fagurleg sveifl- an sem 15 punda hrygna tók aft- urfvrir sig til að negla þennan óvænta gest. Fiskurinn kom allur uppúr, nema sporðblaðkan, og skall svo niður um leið og línan stóð strekkt frá stönginni. Ekkert bölvað japl, jaml eða fuður. Fyrsti stóri laxveiðitúrinn. 15 punda nýrunnin silfurgljáandi spikfeit og þverhandarþykk hrygna tók sveinssty'kkið mitt í fluguhnýtingum með bakföllum. Ég hafði sögu að segja Meistara mínum þá um kvöldið undir fullu tungli meðan ilmur frá taðreykt- um silungi og sauðaketi liðaðist um dalinn. Ég var kominn í ferð sem engan enda ætlaði að taka. Þvf er hún svo náttúruleg og eðli- leg spurningin, sem auðvitað á að bera upp þegar hann vakir um allt vatn. Og Galdramaðurinn sp\T lærisveininn með hugsanleg- um votti af gagnrýni í röddinni yfir því að hann skuli ansa streði dægranna: „Stefán, af hveiju ertu ekki að veiða?" Og ég á ekkert gott svar. Veitt eftir klukku- fullkomið j afnrétti

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.