Dagur


Dagur - 22.12.2000, Qupperneq 4

Dagur - 22.12.2000, Qupperneq 4
4 — FÖSTUDAGUR 2 2. DESEMBER 2000 FRÉTTIR Tannlækna- stofa á hj ólum Egill Jónsson skoðar tennur Herdísar Maríu Sigurðardóttur í nýja tannlæknabílnum. Honum til aðstoðar er Anna Soffía Bragadóttir. myndibrink EgiU Jónsson, tannlæknir á Akureyri, hefiir látið innrétta gamlan strætó eða rútu sem tannlækna- stofu, þá fyrstu sinnar tegundar hérlendis, og er tilgangurinn að auka þjónustuna. Bíllinn kostar um 8 milljónir króna en Egill telur |>að ekki dýrt, sumir stór- grósserar eigi enn dýrari einkabíla. Fimmtán kollegar Egils á Akureyri hafa mótmælt þessari framtaki Egils og segja það afturför og brjóta samkeppn- islög. Egill segir það fjarri öllu sanni, það hljóti að vera framtíðin að koma til þeirra scm þurfi á tannlæknaþjónustu að halda. Nú þegar grunnskólar séu að verða einsetnir sé það framtíðin að börnin fari í tannskoðun hjá tannlækni í eða við skólann, en þurfi ekld að fara langar leiðir til þess, og þá sé oft hlut- verk foreldranna að aka þeim fram og til baka. Það sé einnig mikið óhagræði þegar tímar falla niður þegar fólk kemst ekki í bókaða tíma, en þeim ætti að fækka. Heilbrigðiseftirlit Norður- lands eystra hefur skoðað bílinn og eina athugasemdin vegna starfsleyfis er að lofthæð sé ekki nægjanleg. En auðvelt sé að koma fyrir auknum Ioft- skiptum. Tannlæknastofnan uppfylli m.a. allar kröfur hvað varðar kvikasilf- ursúrgang, hreinlæti og sótthreinsun og komið hefur verið fyrir skolvaski. Sótt hefur verið um starfsleyfi fyrir tannlæknabílinn til umhverfisráð- herra, og segist Egill Jónsson vera von- góður um að það fáist. MiMð hagræði „Þetta er mikið hagræði fyrir for- eldrana og börnin. Við sem vinnum á tannlæknastofunni komum ekki til með að kvarta yfir vinnuaðstöðunni, enda er mitt vinnusvæði fyrst og fremst lófinn á mér. Hér verður að- staða fyrir tvo tannlækna samtímis, og ég hef boðið öðrum tannlæknum á Ak- ureyri að nýta bílinn, og ég gerði mér vonir um að þeir gerðu það. Eg hafði ekki hugsað mér að fjölga mínum sjúk- lingum, heldur veita þeim betri þjón- ustu. Fyrir utan að fara með bílinn milli staða eða skóla á Akureyri kæmi vel til greina að fara með bílinn t.d. til Grenivíkur eða fram að Hrafnagili, en ég hef ekki uppi áætlanir um að fara á staði þar sem góð þjónusta er fyrir, t.d. á Dalvík eða í Olafsfirði. Eg er ekki með meirapróf á bíl, en hef mótor- hjólapróf, enda hef ég ekki hugsað mér að aka bílnum sjálfur.“ Sjálfsögð þjónusta En hvers vegna er Egill að ráðast í þetta verkefni? „Það hefur verið draumur minn í 20 ár að ráðast í þetta. Og þar sem aðeins er farið að halla á starfsævina ákvað ég að láta drauminn rætast. Þetta ætti að vera sjálfsögð þjónusta, og ég vil koma henni á. Það verður svo að koma í ljós hvort ég hef misreiknað mig svona hrapallega eða kollegar mínir en ég óska þeim alls hins besta. Þeir segja að ég sé að brjó- ta samkeppnislög, en það er að brjóta samkeppnislög að hindra svona þjón- ustu. Þeir hafa algörlega snúið hlut- verki Samkeppnisstofnunar við og telja að hún eigi að vernda fákeppni." EgiII telur að tannlæknastofur á hjólum séu það sem koma skal á ís- landi. „Alveg tvímælalaust, ekki síst vegna þess að þetta sparar fólki dýr- mætum tíma við að komast til og frá tannlæknastofum, ekki síst í Reykja- vík,“ segir Egill Jónsson. - GG FRÉTTA VIÐTALIÐ l. Dómurinn í máli Öryrkjabandalagsins hef- ur eölilega vakið mikil viðbrögð ekki síst frá for- sætisráðherra. í pottinum er fullyrt að í röðum framsóknar- inanna þyki mönnum nóg um framgöngu Davlðs og þar á bæ telji menn haim vera á nokkrum villi- götum. Meðal framsóknarmanna hefur verið þiýstingur á aö slaka á tekjutenginguimi en fullyrt er að slíkt hafi mætt andstöðu, m.a. vegna þeirra pen- inga sem slíkt myndi kosta ríkissjóð. í pottinn hefur nú frést að eftir dóminn liafi verið lagðir fram reikningar sem sýni að breytiiigiii kosti í raun ekki þær risauppliæðir á ári sem talið var, og þar með eru taldar auknar líkur á að fjármála- menn ríMsstjómarinnar láti slag standa og strög- gli ekki gegn niðurstöðu dómsins... Davíð Oddsson. í pottinuin á Akureyri var verið að greina frá því aö bæjaiyfirvöld höfðu ákveðið að hafa gjald- frelsi í stöðumæla í miðbænum á miðvikudag til að liðka íyrir jólaversluninn, og var það auglýst vel og vandlega. Hins vegar mmi hafa gleymst að segja stöðumælavörðum frá þessari ákvörðun, þannig að þegar þeir fóra á stjá tóku þeir til við að skrifa út stöðumælasektir í gríö og erg!... Meöal þeirra geisladiska sem komu út fyrir jólin var einn sem hefur að geyma upptök- ur gamalla laga með söng Smárakvartettsins á Akur- eyri. Það var EgiUl Öm Amar- son á Svalbarðseyri sem gaf diskinn út og leitaði hann til allmargra aðila um styrk. Þeirra á meðal vom kaupmenn í verslunar- miðstöð á Norðurlandi. Eftir nokkra umhugsun mun sá sem fyrir svömm varð í þeirra hópi hafa sagst vera tilbúinn að styrkja framtakið, en þá yrðu liðsmemi kvartettsins að mæta á útgáfu- degi í verslunarmiðstöðina og taka lagið fyrir gesti og gangandi. Þess skal getið að umræddur kvartett lagði upp laupana árið 1966 og allir liðsmenn lians áram... eru látnir fyrir allmörgum Smárakvartettinn. MUdlvægt að hafa unga fóudð með verkefnisstjóri íslands án eiturlyfja Starfshópur um átak gegn vímuejhaneysla ungmenna á framháldsskólaaldri blés til sóknarígær. Ætlunin erað fá ungtfólk sjálft til að vera sýnilegt í baráttunni. - Hverjir sUinda uó þessu dtaki? „Þetta er samstarfshópur á vegum Áfcng- is- og vfmuvarnaráðs, Félágs framhalds- skólanema, Islands án eiturlvlja, Lögregl- unnar í Reykjavík, Félags framhaldsskól- anna og Heimilis og skóla í samstarfi við HSI, Unglingalandslið kvenna í handbolta og ÁTVR." - Hefttr skort « að ungafólkid væri sýtti- legt t sambærilegum cítaksaðgerðum ? „Já, frá því að Jafningjafræðslan var upp á það besta, hefur skort á að unga fólkið beit- ti sér með sýnilegum hætti gegn neyslu fíkniefna." - Hverjir eru kostirnir við að fá unga fólkið með í forsvarið? „Það liggur fyrir að sterkir einstaklingar innan jafningjahópsins hafa heilmikið að segja til um hvað sé í tísku á hverjum tíma.“ - Nú kemur fram í frétt Dags í gær að dópneysla í grunnskólum færist í aukana. Eru að sama skapi visbendingar um að æ fleiri framhaldsskólanemar noti fíkni- efni? „Við höfum gert ítarlegar rannsóknir á áfengis- og fíkniefnaneyslu í grunnskólun- um og tölur sýna að neyslan jókst mestallan tíunda áratuginn en síðustu tvö ár hefur hún heldur dregist saman. Það hefur dregið umtalsvert úr áfengisdrykkju og töluvert úr hassneyslu en hins vegar hefur neysla á e- töflum og amfetamíni heldur aukist en þar er um mjög Iágar tölur að ræða. Sveiflur geta orðið á mjög skömmum tíma til beggja átta en ég held að þekking foreldra, kennara og annarra sem koma að þessum málum sé orðin mun meiri en var og fólk sé miklu meðvitaðra um einkennin en fyrir nokkrum árum. Það er því meira um viðvaranir núna.“ - En hvað með framhaldsskólana? „Við vitum því miður mjög lítið um þá en hins vegar var gerð könnun í október sl. í öllum framhaldsskólum og við áætlum að fá niðurstöður úr henni fljótlega upp úr ára- mótum. Það verður mjög hjálplegt að fá þá úrvinnslu til að skipuleggja forvarnarvið- brögð.“ - Hvaða afleiðiugar hefur langvinnt verkfoll á hóp framhaldsskólánema og Hfsstíl þeirra? „Það er erfitt að alhæfa um það en líklegt er að þeir krakkar sem standa höllum fæti, muni detta út úr námi og lenda í vandræð- um. Að það verði meira um skemmtanahald og ruglingslegan lífsstíl en ella.“ - Hvemig sérðu framlialdið fyrirþér? „Eg er ágætlega bjartsýn og segi eins og hreindýrabóndinn á Grænlandi að það hljóti að koma að því að íslendingar geti skemmt sér án þess að missa vit og rænu.“ - Engin ástæða til svartsýni? „Nei, það held ég ekki en ég hef þó áhyggjur af þessum ólöglegum efnum. Þau eru skelfileg en J>að er líka ljóst að Jjetta hangir allt saman. Því meira sem krakkarn- ir drekka, því meira eykst fíkniefnaleysla. Það er sérlega gleðilegt að dregið hafi úr ölvun krakka í 10. bekk um heil 10% á síð- ustu tveimur árum. Við verðum líka að muna að mikill minnihluti notar þessi efni.“ - l?l>

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.