Dagur - 23.01.2001, Blaðsíða 8
8- ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001
Thyptr
■ SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
SIGURDOR
SIGURDÓRSSON
sigurdor@ff.is
„Ég vil þakka guði
iyrir náð hans og
gæsku.“
Jesse Jackson
blökkumannaleið-
togi í Bandaríkjun-
um í messu sköm-
mu eftir að upp
komst að hann
hafði barnað aðra
konu en eiginkon-
una.
Lamaðist alveg hans styrkur
Ég fékk þetta skemmtilega bréf og limru írá dr. Olínu Þorvarðardóttur á dög-
unum: „Af því ég sé að þú hefur gaman af og birtir stundum vísur um menn
og málefni datt mér í hug að senda þér línu. Mörgum varð um og ó þegar
blessaður heilbrigðisráðherrann hneig niður í beinni sjónvarpsútsendingu á
dögunum, og ekki varð mönnum minna um að sjá formann Samfylkingarinn-
ar standa ráðþrota hjá án þess að hreyfa legg eða lið til þess að grípa konuna
eða stumra yfir henni. Þótti sumum lítið Ieggjast fyrir kappann eftir allt tal
stjórnarandstöðunnar um aðstoð við lítilmagnana í þjóðfélaginu og nauðsyn
þess að „Ieggja lið“ þeim sem „minna mættu síri' —
þegar menn sáu svo í beinni útsendingu hvemig helsti
talsmaður þeirra sjónarmiða brást við í raun og veru
þegar á reið. Sumir hafa gert grín að þessu og aðrir
hneykslast, en sjálfri brá mér svo við að það liðaðist
upp úr mér limra þar sem ég sat yfír sjónvarpsfréttun-
um og horfði á þessa atburði. Hún er svona:
I öryrkja máli ei myrkur,
mjög var í umræðum virkur,
en er ráðherrann lá
honum lémagna hjá
lamaðist alveg hans styrkur.
Ússur
Skarphéðinsson.
Höfuiidiiriim ftmdinn
Jón Krisljánsson alþingismaður brást fljótt við þegar við spurðum hvort ein-
hver þekkti höfund vísunnar „Eg skal ekki liggja um þvert/ þegar ég fer að
barna." Visan er eftir þann kunna hagyrðing Isleif Gíslason sem var kaup-
maður á Sauðárkróki og var þekktastur fyrir vísubotninn fræga „Tvisvar sinn-
um tveir eru Ijórir/ taktu í hornið á geitinni." En Jón segist hafa lært vísun
öðruvísi en við birtum hana. Hann segist hafa Iært hana svoan:
Ekki ligg ég )fir um þvert
er égfer að barna.
Það er ekki lengi gert
óhræsið að tarna.
Drottinn hlesi Hæstarétt
Jóhann Arsælsson alþingismaður orti undir ræðu Dav-
íðs Oddssonar þegar umræður stóðu sem hæst um ör-
yrkjafrumvarpið:
Hér sit ég og hlusta á blaður
hart og títt úr koppum skvett.
Davíð, hann er dæmdur maður
drottinn blessi Hæstarétt.
Jóhann Ársælsson
alþingismaður.
FÍNfl OG FRÆGA FÓLKIÐ
Bardagar og rokk
á Golden Globe
Bardagar og rokk voru í aðalhlutverkum á Golden
Glóhe verðlaunaafhendingunni á sunnudags-
skvöld en þá fengu myndirnar „Gladiator" og
„Almost Famous" viðurkcnningu sem bestu mynd-
irnar hvor í sínunr flokki. Gladiator var valin besta
dramatíska myndin en „Almost Famous" var valin
sem besta gamanm^Tidin. Eins og venjulega var
hér á ferðinni stórskotaliðið í hópi hinna fínu og
frægu, og nrátti þarna kenna gamlar kempur í
bland við fersk andlit. Þarnar stigu á verðlauna-
pall fólk cins og Kate Hudson sem fékk titilinn
besta leikkona í aukahlutverki í myndinni .yUmost
Famous", Tom Hanks sem var kosinn besti leikar-
inn í dramatísku hlutverk í myndinni „Cast Away“
og Julia Robcrts sem valdin var besta leikkonan í
dramatísku hlutverki, en Björk Guðmundsdóttir
var einmitt tilnefnd til þeirra verðlauna líka.
Þá vakt sérstaka athvgli að á verðlaunapall kom
sjálfur Robert Downey Jr. sem nú á í mildum
málaferðum vcgna fíkniefnaneyslu sinnaren hann
var valinn besti lcikarinn í aukahlutverkií sjón-
varpsgamanþáttum fyrir leik sinn í „Ally McBeal".
Vesturvængurinn eða „The West Wing“, sjón-
varpsþáttaröðin á NBC sem fjalla um forseta-
stjórnmála í Bandaríkjunum var valin besti
dramatíski sjónvarpsþátturinn en „Sex and the
Citv" var liins vegar valinn besti gamaþátturinn í
I samkvæmi á eftir verð-
iaunaafhendingunni sem
Warner Bros/ln Style hélt,
mætti blaðaútgefandinn
Hugh Hefner og hafði með
sér hóp ónafngreindra stúlk-
na „piaymates" og skiiaboðin
virðast skýr, það er ekki aðal-
atriði hvað þessar stúlkur
heita, þá má þekkja þær á
einhverju öðru!
Kate Hudson sem var valin besta leikkona í auka-
hlutverki fyrir leik sinn í „Almost Famous“ sést hér
sýna Tom Cruise, sem var kynnir, styttuna sína.
sjónvarpinu.
Presidential politics, too, figured prominently,
with NBC’s ‘The West Wing” taking honors for
best TV drama, and its star Martin Sheen named
best actor in a TV drama.
Fyrirfram hafði verið búist við að myndirnar
„Gladiator" og „Traffíc" myndu
fá flest verðlaun enda voru þær
báðar með fimm tilnefningar.
Þær fengu hvor um sig tvenn
verðlaun. Það sem kom sér-
fræðingum í kvikmyndaiðnaðin-
um einna mest á óvart var að
„Almoust Famous" skyldi ná að
krækja sér í tvenn verðlaun, og
einnig það að myndin han Angs
Lee, „Crouching Riger, Hidden
Dragon" skyldi ná sér í tvenn
verölaun.
ÍÞRÓTTIR
Örn á leið til Los Angeles?
Góður árangur Amar Arnar-
sonar að undanförnu hefur
auðvitað spurst víða og hefur
hann þegar fengið fjölda til-
boða um skólavist frá háskól-
um í Bandaríkunum. Þar í
landi eru keppnisíþróttir í há-
vegum hafðar hjá háskólunum
og leggja þeir metnað sinn í að
eiga góð íþróttalið og þar með
talið í sundi. Æfinga- og
keppnisaðstaða í skólunum er
mjög góð og margir þeirra hafa
á að skipa þjálfurum í fremstu
röð og mun einn þeirra, Mark
Schubert, aðalþjálfari hjá Suð-
ur-Kalifornía háskóla (USC) í Los Angeles, væntanlegur hingað til
lands til viðræðna við Örn um hugsanlega skólavist. Mark Schubert
er heimsfrægur þjálfari sent hefur þjálfað marga afreksmenn í sundi,
um 20 ára skeið. Meðal þeirra er heimsmethafínn og ólympíumeist-
arinn í 100 og 200 m baksundi, Lenny Krayzelburg, sem hefur lok-
ið skólagöngu frá USC.
Samkvæmt frétt á vefsíðu Sundfrétta mun þjálfarinn væntanlegur
til landsins þann 11. febrúar n.k. en jafnframt sagt að enginn ákvörð-
un hafi ennþá verið tekinn í málinu og haft eftir Erni að hann hafi
áhuga á að kanna til hlítar, hvort að það hentaði sér að stunda æfing-
ar erlendis, við þær aðstæður sem þar eru í boði. Einnig er nefnt að
þjálfarinn hafi í hyggju að ræða við fleiri íslenska sundmenn og mun
Jakob Jóhann Sveinsson þar efstur á blaði.
Kuzulj sló Evrópuinet Arnar
Króatinn Gordan Kuzulj, helsti keppinautur Arnar Arnarsonar á
Evrópumeistaramótinu í Valencia á Spáni, sló um helgina Evrópu-
met Arnar í 100 m baksundi, sem hann setti á áðurnefndu móti í
Valencia fyrr í vetur. Arangrinum náði Kuzulj á heimsbikarmóti
sem fram fór í Berlín og bætti kappinn metið um 4/100 úr sek-
úndu, þegar hann synti í úrslitum sundsins á laugardaginn á 52,24
sek. Annar í sundinu varð Litháinn Darius Grigalionis á 52,79
sek. og í þriðja sæti Þjóðverjinn Stev Theloke á 53,11 sek.
Kuzulj var í miklu stuði á mótinu, en á sunnudaginn jafnaði
hann heimsmet Ástralans Matt Welsh í 200 m baksundi frá því í
haust, þegar hann synti á 1:51,62 mín. Árangurinn er auðvitað
einnig nýtt Evrópumet, en gamal metið átti Spánverjinn Zubero,
sett í apríl árið 1991 og var það eitt elsta gildandi Evrópumetið í
karlaflokki. Þetta var önnur atlagan sem Kuz.ulj gerir að metinu á
stuttum tíma, en hann var rétt við metið f móti í Shellield í
Eglandi fyrr í vikunni. Kuzulj mun keppa á öllum fimm heimsbik-
armótunum sem haldin eru í Evrópu í vetur, en alls eru haldin tíu
heimsbikarmót á keppnistímabilinu og var mótið í Berlín, sem án
efa er það sterkasta til þessa, það áttunda í röðinnu.
Breski sundmaðurinn Mark Foster setti einnig nýtt Evrópumet á
mótinu, þegar hann hætti eigið met í 50 m skriðsundi. Hann synti
á 21,24 sek. og bætti þar með eldra metið sem hann setti á Evr-
ópumeistaramótinu í sheffield árið 1998 um 15/100 úr sek. Rúss-
inn Alexander Popov varð annar í sundinu á 21,57 sek. og Banda-
ríkjamaðurinn Jason Lezak varð þriðji á 21,68 sek.
Þá bætti Martina Moravcova frá Slóvakíu eigiö Evrópumet í 100
m flugsundi, þegar hún Sý'nti á 57.16 sek., en gamla metið var
57,54 sek., sett á Evrópumeistaramótinu í Valencia í desember.
Hún hafði mikla yfirburði í sundinu, en pólska stúlkan Otylia
Jedrzejczak sem varð í öðru sætinu synti á 59,18 sek. Mette Jac-
obsen frá Danmörku varð í þriðja sæti á 59,25 sek. Moravcova er
mjög fjölhæf sundkona, en hún sigraði einnig í 100 m baksundi
ásamt Daniellu Samuliski frá Þýskalandi og í 100 m fjórsundi,
eins og hún hefur gert á öllum heimsbikarmótunum, sem hún hef-
ur tekið þátt í í vetur.
Tvö síðustu heimsbikarmótin fara frarn í vikunni, það fyrra í
Stokkhólmi um miðja vikuna og Iokamótið í París um næstu helgi.
Úrn Arnarson.
Moravcova kjörin
íþróttamaður Slóvakíu
Áðurnefnd Martina Moravcova, sem er 24 ára gömul, var nýlega
kjörin íþróttamaður ársins 2000 í heimalandi sínu, Slóvakíu, af
þarlendum íþróttafréttamönnum. Moravcova vann til tveggja silf-
urverðlauna á Olympíuleikun-
um í Sydney í 100 m flugsun-
di og 200 m skriðsundi og eru
það fyrstu verðlaun sund-
manns frá Sóvakíu á Ólympíu-
leikum. Hún varð einnig Evr-
ópumeistari í þessum sund-
greinum á Evrópumeistara-
mótinu í Valencia á Spáni, auk
þess sem hún sigraði í 100 m
fjórsundi. í öðru sæti í kjörinu
varð skíðamaðurinn Pavol
Hochschorner og í þriðja sæti
tvíburabróðir hans Peter, ein-
nig skfðamaður.
Martina Moravcova.