Dagur - 23.01.2001, Blaðsíða 12

Dagur - 23.01.2001, Blaðsíða 12
12- ÞRIÐJUDAGU R 23. JANÚAR 2001 ÞRIDJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 - 13 FRÉTTASKÝRING L X^ur Thypr FRÉTTIR FRIÐRLK ÞOR GUÐMUNDS- SON SKRIFAR Bamavemdarstofa húðskanunar Sólveigu dómsmálaráðherra á kurteisan hátt. Dóm- arar „sjálfstæðir“ og tregir í taumi. Fjár- veiting til Héraðs- dóma Reykjaness og Norðurlands eystra. Kemur meðferð fyrir uiiga „gerendur“ í stað minnkandi með- ferðar fyrir þolendur? Félagsmálar áðherr a óánægður. Svo virðist scm að grundvöllurinn að starfsemi Barnahúss sé að hruni kominn vegna áhrifa af lagabreytingum þeim sem Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra hefur beitt sér fyrir og vegna tregðu dómara landsins til að skýrslutökur séu framkvæmdar utan dómshúss. í}egar við bætist að fjárveitingar eru fyrirhugaðar til Héraðsdóma Reykjaness og Norðurlands eystra til að koma upp sérstakri aðstöðu vegna skýrslutöku yfir börnum má segja að grundvöllur Barnahússins sé horfinn. Barnaverndarstofa telur að verði engin hreyting á núver- andi þróun muni e.t.v. aðeins standa eftir „takmarkað meðferð- arstarf og tuttugu til þrjátíu lækn- isskoðanir árlega" sem „rís ekki undir nafni Barnahúss". Barna- verndarstofa leggur til að tilraun- inni með Barnahús verði fram- Iengt um eitt ár og varpar fram þeirri hugmynd - að því er virðist til að styrkja starfsgrundvöllinn - að Barnahúsið hefji meðferð fyrir unga gerendur í kynferðisbrotum gegn börnum; fari að sinna níð- ingunum sjállum. I splunkunýrri skýrslu um starfsemi Barnarverndarstofu ár- in 1995-1999 er innifalin sérstök skýrsla um starfsemi og stöðu Barnahúss eftir tveggja ára til- raunaskeið. Ohætt er að segja að þessi innri skýrsla sé ein samfelld gagnrýni á gjörðir stjórnvalda, en þó einkum á gjörðir dómsmála- ráðherra og afstöðu dómara til skýrslutöku af hörnum. Einkum er þá átt við afleiðingar lagabreyt- inga á meðferð opinbérrá mála, sem Sólveig beitti sér fyrir. Vekur sérstaka athygli að auk þess sem sérútbúin aðstaða var smíðuð í Héraðsdómi Reykjavíkur (sem dómarar þar vilja helst halda sig við og ekki fara í Barnahúsið) standa slíkar framkvæmdir fyrir dyrum á Akureyri og í Hafnar- firði, þótt engin sátt hafi náðst um stefnuna í framtíðinni. Fé- lagsmálaráðherra kallar þær fjár- veitingar „eyðslusemi“. Helmlngi færri skýrslur í Bamahúsi Skoðum helstu fullvrðingar og til- lögur í skýrslu Barnaverndar- stofu. Fyrirsjáanlegt er að málum og umsóknum um meðferðarvist- un muni fjölga áfrarn vegna hækkunar sjálfræðisaldursins. A tveimur árum jókst fjöldi barna í meðferðarvistun um 43% og barna í neyðarvistun um 36%. A tveimur árum Barnahúss nutu 236 börn þjónustu hússins, en dramatísk breyting varð á starf- seminni með samþykkt áður- nefndra laga Sóh'eigar, sem tóku gildi 1. maí 1999. bað sést þegar tölulegar upplýsingar eru skoðað- ar og þeim sidpt eftir fyrra og seinna ári í starfseminni. Fyrra árið fóru fram 77 skýrslu- tökur dómsmála í kvnferðisbrota- málum gegn börnum í Barnahús- inu en seinna árið 45, sem er42% fækkun. Aðalhreytingin varð í Rcykjavík, þar sem dómarar vildu nýta sína nýju aðstöðu, þar fækk- aði skýrslutökum úr 32 í 14 eða um 56%. Heildarfjöldi mála var fyrra árið 126 börn en 110 seinna árið. „Þessi þróun endurspeglar þá staðreynd að Héraðsdómur Reykjavíkur tók í notkun aðstöðu til skýrslutöku í dómhúsinu í ágúst 1999, sem dómstóllinn hef- ur að mestu notað til skýrslutöku síðan," segir í skýrslunni. Um leið kemur fram að beiðnum barna- verndarnefnda um könnunarv'ið- töl í Barnahúsi hafi fjölgað um fjórðung, sem túlka megi á þann hátt „að barnaverndarnefndir séu síður reiðubúnar að kæra mál nú en fyrir hreytingu...". Aðstöðupeningar suður og norður Barnaverndarstofa telur þetta ekki heillavænlega þróun; að skýrslutökum hefur fækkað úr að meðaltali 8 á mánuði í 4 á mán- uði, en könnunarviðtölum fjölgar umtalsvert. „Astæða er til að gjal- da varhug við þessari þróun,“ seg- ir í skýrslunni. I skýrslunni er að finna sérstak- an kafla þar sem farið er yfir ann- marka breytinganna á lögum um meðferð opinberra mála, sem Sólveig beitti sér lý'rir. Kallinn er mjög afdráttarlaus, þótt orðalagið sé kurteist, en þar er meðal ann- ars bent á eftirfarandi: Breyttum lögum fylgdi reglu- gerð þar sem segir að „skýrsla af brotaþola yngri en 18 ára skuli al- mennt tekin í dómþingi en ef um kynferðisbrot sé að ræða gegn brotaþola yngri en 14 ára skuli skýrslutaka að jafnaði fara fram annars staðar en í dómsal". Fögin leggi það í hendur dómara að taka ákvörðun um framkvæmd skýrslutöku af börnum á rann- sóknarstigi og liggur fyrir að dóm- arar hafa mismunandi skoðun á því hvar heppilegast sé að taka skýrslur. Búið er að koma upp að- stöðu í dómhúsinu í Reykjavík og fyrirhugað að gera slíkt hið sama í Reykjanesi og Norðurlandi eystra. Ekki hefur náðst sátt um þá leið að allar skýrslutökur vegna barna vngri en 14 ára fari fram í Barnahúsi en Ieitað til sér- fræðinga Barnahússins vegna harna 14 til 18 ára - vegna skiptra skoðana meðal dómara. Dómarar virðast telja heppilegt að geta leit- að til Barnahúss, en jafnframt kjósa hagræðið af því að hafa að- stöðu í dómhúsinu. Skýrslutökum í Barnahúsi hefur fækkað um helming eftir að Sólveig lét breyta lögunum. Félagsmálaráðherra segir að ekki sé saman að jafna, aðstöðunni í Barnahúsinu og þeirri sem búið er að koma upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Myndin er tekin af blaðamannafundi sem tengdist Barnahúsinu í september sl. Aðskiinaður og miUiliðalaus málsmeðferð Barnaverndarstofa telur þróunina frá lagabreytingunum „óheppi- lega“. Því er vísað á bug að fram- kvæmdin hér sé í samræmi við framkvæmdina í Noregi og Dan- mörku, eins og ráða mátti af greinargerð lagafrumvarpsins. Barnaverndarstofa telur laga- breytinguna vera í andstöðu við meginhugmyndina um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds. „Abyrgð dómara á skýrslutöku felur í sér frávik'* frá þessari meg- inreglu „sem á að tryggja að dóm- arar komi ekki að rannsókn mála og þar með hlutleysi dómara". Við blasir að einungis lítill hluti allra mála um kynferðisbrot gagnvart börnum (innan við 20%) fari fyrir dómstóla. „Sú staðreynd Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarsofu: Ég held að vax- andi líkur séu á samstöðu meðal margra aðila um að beita sér fyrir brýnum breytingum á lögunum. hefur í för með sér að í flestum málanna kemur aldrei til álita að barn gefi skýrslu fyrir dómi við aðalmeðferð". Barnaverndarstofa telur og að ábyrgð dómara á skýrslutöku á rannsóknarstigi fari almennt gegn meginreglunni um milliliða- lausa málsmeðferð. Mögulegt er að sami dómari taki skýrslu á rannsóknárstigi og fari með mál eftir að það er höfðað". Bent er á að minnst þrisvar hafi brotaþoli yngri en 18 ára þurft að gefa skýrslu á ný við aöalmeðferð máls fyrir dómi eftir að hafa gefið skýrslu á rannsóknarstigi. Lög Sólveigar gegn Bamahúsi Barnaverndarstofa telur nánast útilokað að setja almennar verk- Páll Pétursson félagsmálaráðherra: Mér finnst vera viss eyðslusemi í því að vera að koma þessari að- stöðu upp meðan Barnahúsið er tiltækt. lagsreglur um framkvæmd skýrslutöku af börnum á rann- sóknarstigi meðan ábyrgðin ligg- ur hjá einstökum dómurum. Ovissa fylgir þessu sem hefur valdið því „að ekki er unnt að veita barni og aðstandendum þess nægilega greinargóðar upp- Iýsingar um framvindu málanna. Búast má við að það geti enn auk- ið á kvíða hlutaðeigandi". Auk þess sem fjölgun beiðna um könnunarviðtöl bendi til tregðu til að kæra mál, sýna tölur frá dómstólaráði að kærum hafi fækkað um að minnsta kosti fjórðung eftir lagabreytinguna. „Hér er um áhyggjuefni að ræða því að lögreglurannsókn fer nú fram í hlutfallslega færri málum en áður sem ætla má að dragi úr líkum þess að mál upplýsist". Auk Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra. Ekki búin að lesa skýrsluna. Samþykkir hún end- urskoðun hinna tveggja ára gömiu laga? þess er bent á að lengri tfmi Iíði en fyrr milli þess sem grunur vaknar og skýrsla er tekin. Hvað framtíðina varðar markast hún að mati Barnahúss af því að framkvæmdin á lagabreytingun- um hel'ur í veigamiklum atriðum „gengið gegn þeim markmiðum sem sett voru með starfsemi Barnahúss". I skýrslunni eru rök færð fyrir því að með nokkrum sanni megi segja „að komin sé að nýju upp sú staða sem vegna ann- marka sinna varð kveikjan að starfsemi Barnahúss". Umorðað: Fög dómsmálaráðherra eru að eyðileggja ávinninginn af Barna- húsi og færa ástandið í fvrra ómögulega horf. Skýrslur niður í 2 á mánuði? Þá er hent á að dómarar nýti sér sjaldnast heimild til að kalla til sérfræðinga vegna skýrslutöku yfir börnum og að jafnvel þótt stefnt væri að sérhæfingu dómara þá væri það hvergi nærri sambærilegt við starf Barnahússins. Sú stað- reynd að forræði yfir skýrslutöku á rannsóknarstigi færist frá lögreglu til dómara er og talið raska fyrir- sjáanlega mjög samstarli sem stefnt var að milli lögreglu- og barnaverndarj'firvalda og hætta sé á að rof verði milli mismunandi rannsóknarþátta mála. Engin reynsla sé komin á leiðbeiningar- reglur sem dómstólacáð hefur sett. „Reglurnar bæta f sjálfu sér þó ekki mildu við gildandi lög og viðeigandi reglugerð," segir Barnaverndarstofa. Staðan cr því sú að sívaxandi hluti kynferðisbrotamálanna kem- ur alls ekki til kasta Barnahúss, eftir lögin og með uppbyggingu aðstöðu í dómhúsunum. Skýrslu- tökum í Barnahúsi hefur fækkað úr að meðaltali 8 í 4 eftir breyt- inguna og með fleiri aðstöðum f dómhúsum gæti skýrslutökum í Barnahúsi fækkað úr 4 í 2 á mán- uði. Barnaverndarstofa telur enda að skref hafi veriö stigin afturábak í stað áfram, þótt rík samstaða sé meðal flestra um að stefnan að baki Barnahúsi hafi verið rétt. Er lagt til að lögin um meðferð opin- berra mála verði endurskoðuð, reynslutfmahil Barnahúss fram- Iengt um eitt ár og nýtt afar brýnt viðfangsefni verði tekið upp: Göngudeildarmeðferð fyrir unga gerendur kynferðisbrota. Veðjað á endurskoðim laganna Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að í skýrslunni sé bent á fjölmörg sterk og veigamikil lagaleg rök fyrir því að taka beri lögin um meðferð op- inberra mála til endurskoðunar. „Eg er hjartsýnn á að það verði gert og þá í ljósi þess að afskap- lega góð samvinna hefur tekist að undanförnu við dómara sem nota Barnahúsið. Eg held að vaxandi líkur séu á samstöðu meðal mar- gra aðila um að beita sér fyrir brýnum breytingum á lögunum." Bragi segir aðspurður það rétt vera, að lesa megi út úr skýrslunni að annað tveggja þurfi að gerast; lögunum verði breytt til að styrkja það starf sem Barnahúsið var stofnað til að sinna eða að starfs- grundvellinum verði breytt með nýjum verkefnum. „Ef ekki tekst að renna styrkari stoðum undir núverandi starfsemi er hætta á að fjara muni undan. Ég hefði kosið að Barnahúsið væri nýtt til hins ítrasta af dómurum og að ofan á það kæmu ný verkefni, en þar á ég einkum \dð þjónustu við unga ger- endur, sem er rnjög nauðsynleg. þróunin gæti vissulega orðið sú, að slfk þjónusta kæmi að nokkru leyti í' staðinn fyrir það sem er að detta út vegna lagaframkvæmdar- innar. Nú, þegar lögin hafa verið f gildi í 2 ár, finnst mér fyrst og fremst brýnt að allir hlutaðeigandi setjist niður saman og leiti að sátt sem allir geta unað við," segir Bragi. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sá sér ekki fært að tjá sig um málið, þar eð hún var nýverið húin að fá skýrsluna og ekki húin að lesa hana. Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra var hins vegar búinn að skoða skýrsluna og er eindreginn stuðningsmaður Barnahússins. F élagsmálar áðherra óánægður „Við tókum nokkra umræðu um þetta á þingi sl. haust og satt að segja hélt ég á tímabili að ganga myndi saman með mönnum, en því miður hefur það ekki gerst og dómstólaráð í raun álvktað á ann- an hátt en ég vonaðist eftir. Eg er óánægður með að Barnahús sé ekki nógu mikið notað, miðað við það sem ætlunin var að gera. Það hefur legið fyrir að ég myndi beita mér fyrir því að starfsemi hússins verði framlengd um eitt ár og við skulum sjá til hvernig þetta þróast á þeim tíma,“ segir Páll. Félagsmálaráðherra segir að dómararnir vilji halda sig við að- stöðuna í dómhúsunum. „Eg hef skoðað aðstöðuna í bæði Barna- húsi og Héraðsdómi Reykjavíkur og það er ekki hægt að jafna að- stöðunni saman. Eg vona að dóm- ararnir komi auga á þetta á fram- lengingartímabilinu." Páll vill ekki ganga svo langt að segja að togstreita ríki milli hans og Sólveigar í málinu. „Henni er í raun í mun að leysa málið og lagði sig í framkróka um það. En dóm- ararnir hafa sjálfstæði og ráðherra getur ekki haft áhrif á þá - nema þá óbeint með fjárveitingum". Liggur þá ekki beinast við að fresta þeim fjárveitingum sem renna eiga til þess að koma upp séraðstöðu í Héraðsdómum Reykjaness og Norðurlands eystra? „Eg ræð því ekki. En mér finnst vera viss eyðslusemi í því að vera að koma þessari aðstöðu upp meðan Barnahúsið er tiltækt," segir félagsniálaráðherra. Meðal 43 aðila sem sent hafa Barnahúsi stuðningsyfirlýsingar eru Landlæknisembættið, Barna- heill, Félag íslenskra barnalækna, Prestafélagið, Rauði krossinn, Fé- lag íslenskra uppeldis- og með- ferðarstofnana fyrir börn og ung- linga, Félag ábyrgra feðra, Félag einstæðra foreldra, Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, Félag íslenskra leikskólakennara, Geð- hjálp, Heimili og skóli, Samtök um kvennaathvarf og Stígamót. Harðviður í gjaldþrot Óskað hefur verið eftir að fyrir- tækið Islenskur harðviður á Húsa- vík verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ásgeir Pétur Ásgeirsson, héraðs- dómari hjá Héraðsdómi Noröur- lands eystra, úrskurðar í málinu í dag. Kröfur í búið gætu numið um 160 milljónum kióna, þar af liðlega 50 milljónir króna frá Byggða- stofnun. Um 20 manns vinna hjá íslenskum harð- viði sem flytur inn trjáboli, þurrkar þá til vinnslu á parketi. Leitað hefur verið eftir fjármagni að undan- förnu hjá fjárfestum til endurfjármögnunar fyrir- tældsins en útslagið gerði að Byggðastofnun hafnaði aðstoð í formi hlutaljár og lána. Fyrirtækið hét áður Aldin, var þá aðallega í eigu Kaupfélags ÞingeHnga, en var lýst gjaldþrota. Nýr fram- kvæmdastjóri var ráðinn til fyrir- tækisins fyrir skömmu, en þá þeg- ar var fjármálastaða fyrirtækisins komin í óefni. Reinhard Revnisson, bæjarstjóri á Húsavík, segir að (yrir hafi legið jákvæð si’ör frá nokkrum aðilum um endurfjármögnun. Einn þeirra var Byggða- stofnun, en Reinhard segir neitun stofnunarinnar geri það að verkum að ekki sé sjáanleg forsenda til end- urfjármögnunar á Islensk- um harðviði. „Þetta er stóralvarlegt mál fyrir atvinnulífið á Húsavík og stóralvarleg tíðindi fyrir atvinnulíf og sveitarfélög á landsbyggð- inni. Það vakna mjög áleitnar spurningar um hvert sé hlutverk Byggðastofnunar \ið stuðning \ ið atvinnulíf á landsbvggðinni eftir að heyra svörin þaðan," segir Reinhard. — GG Reinhard Reyn- isson bæjar- stjóri á Húsavík. AFSLÁTTUR • Stillanlegir rafmagnsrúmbotnar • Latex- og svampdýnur • Frönsk svefnherbergishúsgögn • Amerísk rúm og margt fleira Skútuvogi 11 • Sími 563 6363 www.1ystadun.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.