Dagur - 23.01.2001, Blaðsíða 19

Dagur - 23.01.2001, Blaðsíða 19
Akureyri-Norðurland I' III m V 1) /1 fí IJ U 2 3. J A N IJAR 2 00 1 - 19 Tölvukerfi Amts- bókasafns lamað Bækurnar hrannast upp hjá Amtsbókasafninu því ekkert er hægt ad skrá inn í tölvukerfið afþví sem skilað er. Bækur hrannast upp í geymslu á Amts- bókasafninu vegna tölvubilunar. Lokað í dag. „Já þetta hef’ur valdið verulegri röskun hjá okkur," sagði Hólm- kell Hreinsson, amtsbókavörð- ur í samtali við Dag í gær, en tölvukerfi safnsins hefur verið bilað frá því í síðustu viku. Strax á þriðjudag kom fram villa í bókfræðigrunni safnsins sem síðan dreifðist yfir í út- lánagrunninn. Þetta veldur því að ekki hefur verið hægt nota tölvukerfið safnsins og því var farið út í það að handskrá öll útlán, en hins vegar hefur ekki verið hægt að vinna úr þeim bókum sem hefur verið skilað. Þær bækur sem koma inn eru því einfaldlega settar til hliðar, í geymslu þar til hægt verður að færa inn skilin í tölvukerfinu. Af þessurn sökum hafa hrann- ast upp hækur sem skilað hafa verið, þar sem ekki er hægt að setja þær óskráðar aftur upp í hillur. Bókastaflarnir eru því að verða gríðarmiklir á þeim göngum og í þeim geymslum sem fyrir hendi eru, en þess má geta að afar þröngt er um safn- ið í núverandi húsnæði, „Jú þetta er óneitanlega nokkuð sláandi og þó maður hafi undir höndum tölur um útlán frá degi til dags öðlast þessar tölur nýja merkingu þegar bækurnar hrannast hér upp í geymslu á ekki lengri tíma en þessum Ijór- um dögum eða svo,“ segir Hólmkell. Hugbúnaðurinn hef- ur verið í viðgerð í Noregi en þar hefur gengið erfiðlega að fá hlutina í lag. Af þessum sökum verður safnið lokað í dag en vonast er til að hægt verði að opna á morgun. Omnya boðin upp innan skamms. Veðbönd til skoðunar Björn Jósef Arnviðarson, sýslu- maður á Akureyri, segir allt út- lit fyrir að rússneski togarinn Omnya verði boðinn upp í byrj- un febrúar. Nokkur óvissa hef- ur verið um þetta úrræði sem beitt er nú í fyrsta skipti á Ak- ureyri. Eigendur skipsins létu það daga uppi við hafnarbakk- ann og hefur lítið prýði þótt af, enda togarinn ryðgaður mjög og Ijótur. Björn Jósef segir að þótt bók- haldi og skráningu rússneskra skipa sé að vissu leyti ábóta- vant miðað við íslenskar hefðir, dugi óvissan sem slík ein og sér ekki til að stöðva málið. „Við þurfum að fá ákveðnar yfirlýs- ingar um veðbönd en þess utan held ég að ekkert geti komið í veg fyrir eðlilegt áframhald á þessu máli. Okkar mat er að það sé ekki hægt að eyðileggja málið með því að koma í veg fyrir að við fáum upplýsingar," segir sýslumaður. Björn Jósef vill ekki tjá sig persónulega skoðun sína á framgangi málsins en segir „bölvað“ að skipið hafi allan þennan tíma legið á Akureyri í reiðuleysi. BÞ Hóteileysi háir ferðaþj ónustu Hjördís Blöndal, for- iiiaöur bæjarráðs Blönduóss, segir að ekki komi til greina að byggja 50 her- bergja hótel við fé- lagsheimilið, sveitar- félagið sé þegar vern- lega skuldsett. Hótelið á Blönduósi hefur verið lokað síðan á árinu 1999, er það varð gjaldþrota. Þá keypti bygg- ingafyrirtækið Hamar hótelið og seldi síðan fjárfestingaíyrirtækinu Dal. Þcgar svo Dalur hugðist selja hótelið til hjóna að sunnan kom í Ijós að aldrei hafði verið gerður löglegur sölusamningur milli Hamars og Dals, svo málið fór nánast á byrjunarreit. Að kröfu Blönduósbæjar fór hótelið svo aft- ur á uppboð í haust og þá selt Guðjóni A. Jónssyni hjá Jöfri í Reykjavík fyrir 27 milljónir króna. Alvarlegt mál Valdimar Guðmannsson, verka- lýðsforingi á Blönduósi, segir að Glaðheimar, sem reka sumarhús á Blönduósi á bökkum Blöndu, hafi viljað kaupa hótelið með aðstoð Byggðastofnunar, en Byggðastofn- un, sem átti 18 milljón króna kröfu í búið hafi ekki viljað lána meira, og því hafí málið ekki geng- ið eftir. Valdimar segir þetta grafal- varlegt mál lýrir ferðaþjónustu í Húnavatnssýslum, öll markaðs- setning sem unnin hafi verið á undanförnum árum sem einfald- lega fýrir bí og gríðarleg aðsókn í þá gistiaðstöðu sem sé föl, m.a. sumarhús Glaðheima sem séu þegar útleigð allt sumarið, ekki síst til laxveiðimanna. Valdimar vill að hleypt verði af stokkunum vinnuhópi á vegum bæjarins, en Vaidimar Guðmannsson. fjöldi Blöndósinga sé tilbúinn til þess að sitja í slíkri nefnd sem mundi leita eftir samstarfsaðilum utan héraðs. Bregðast við strax I bréfí til bæjarráðs Blönduóss segir Valdimar m.a. að staðan í gistinga- og veitingasölumálum á Blönduósi sé orðin það alvarleg að bæjarstjórn þurfi að bregðast strax við. Til að opna umræðuna gerir hann það að tillögu sinni að bæj- arráð haldi fund með stjórn Fé- lagsheimilisins og kanni viðhorf til þess að setja á fót starfshóp sem fengi það verkefni að kanna alla möguleika á að fá Ijármuni og samstarfsaðila til að byggja 50 her- bergja hótel við Félagsheimilið á Blönduósi, og nýta danssal, eldhús og skjól við hótelreksturinn, en skerða á engan hátt núverandi leikhúsaðstöðu í bíósalnum. Byggðastofmui bregst „Eins og málefni Hótels Blöndu- óss hafa þróast er það skoðun mín að stjórn Byggðastofnunar sé ann- að hvort markvisst eða með röð til- viljana að koma málefnum hótels- ins í þá stöðu að það sé að verða nánast útilokað að það verði aftur rekstrarhæft. 1 þrígang hefur hót- elið verið afhent aðilum sem ekki virðast hafa haft það sem hags- munamál að halda rekstri þess gangandi. Ég tel að Byggðastofn- un, sem langstærsti kröfu- hafinn, hcfði getað stýrt málinu heimamönnum í vil ef áhugi hefði verið lyrir hendi," segir Valdimar Guðmannsson. Kemur ekki til greina Hjördís Blöndal, formaður bæjar- ráðs Blönduóss, segir að ekki komi til greina að byggja 50 herbergja hótel við félagsheimilið, sveitarfé- lagið sé þegar verulega skuldsett, og sé að fást við Ijárfrekar og að- kallandi framkvæmdir í fráveitu- málum. Hjördís segir að bréf Valdimars hafi vissulega ýtt við mönnum og Ferðamálafélag Aust- ur-Húnavatnssýslu muni standa fyrir fundi innan tíðar með aðstoð Blönduósbæjar þar sem tekið v'erði á framtíð hótelsreksturs á Blönduósi í nánustu framtíð. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.