Dagur - 25.01.2001, Síða 2

Dagur - 25.01.2001, Síða 2
V - V l't 11 5 t \\ íM . / f >1 I v I *V 'I 'i \K V I V 2 -FIMMTUDAGUR 2 5. J ANÚ AR 2 00 1 FRETTIR Vonbrigði með ákvörðun forseta Staðfesting forsetans veldur mér vonbrigð- um, segir Garðar Sverrisson. Virði ákvörðun forsetans en er honum ósam- mála segir Margrét Frímannsdóttir Öryrkjar liafa grcinilcga orðið fyrir vonbrigðum með það að forseti Islands skyldi staðfesta öryrkjaiög ríkisstjórnarinnar. Garðar Sverrisson segist hafa orðiö fyrir vonbrigðum. „I forsetakosningunum 1996 kom málskotsrétturinn svo mjög til umræðu að segja má að hann hafi í raun verið eina kosninga- málið, fyrir utan ágæti þeirra sem þá voru í framboði. Síðan þá hefur forseti Islands ftrekað haf- ið máls á þessum málskotsrétti og nú síðast með afar afgerandi Garöar Sverrisson: Ólafur Ragnar ítrekað rætt um málsskotsréttinn. hætti í innsetningarræðu sinni 1. júlí síðastliðinn og minnti okkur líka á að fullveldið cr hjá þjóðinni. Það segir sig sjálft að í Ijósi þeirra fyrirheita sem gefin hafa verið veldur það mér vita- skuld undrun og vonbrigðum að forseti Islands skuli ekki leyfa Margrét Frímannsdótt/r: Forsetinn hefði átt að taka sér tíma. þjóð sinni að segja síðasta orðið í þessu alvarlega máli. Vegna yfir- lýsingarinnar sem forsetinn sendi frá sér vegna staðfestingar hans á lögunum vil ég segja þetta. Það hefur aldrei nokkrum einasta manni komið til hugar að þjóðaratkvæðagreiðsla gæti leyst Hæstarétt íslands af hólmi," sagði Garðar Sverrisson. Ósammála forsetanum „Það hlýtur að hafa verið niður- staða forsetans og þeirra ráðgjafa sem hann hefur, að þessi lög brjóti ekki í bága við stjórnar- skrána. Eg er þeirri niðurstöðu ósammála en hlýt að virða þcssa afstöðu forsetans," sagði Mar- grét Frímannsdóttir, varaformað- ur Samfylkingarinnar, sem hafði sterklega tekið undir þá skoðun að forseti Islands ætti ekki að undirrita þessi lög. Hún segir að sér hefði þótt það eðlilegt að forsetinn tæki sér þann tíma sem hann þyrfti til þess að láta fara fram ítarlega skoðun á því hvort niðurstaða meirihluta Alþingis, sem var fyr- irséður frá því að frumvarpið var lagt fram stangist ekki á við stjórnarskrána, því aldrei hafi verið gefið færi á að breyta einu né neinu. - s.DÓR Oa^ttr Samráð næsta skref Nú eftir að ör- yrkjafrumvarp- ið hefur verið samþykkt á Al- þingi ætlar Ör- yrkjabandalag- ið, samtök aldr- aðra og verka- lýðsforystan að halda með sér samráðsfund um hver verði næstu skref í málinu. Arnþór Helgason, fram- kvæmdastjóri Öryrkjaband a I ags- ins, sagði í gær að eins og fram kærni í Degi hefði Benedikt Davíðsson, formaður Lands- sambands eldri borgara, lýst því vfir samtökin hvggist höfða mál um tekjutrygginguna ef dómur Hæstaréttar verður ekki lika lát- in gilda um aldraða. „Það eru ýmis önnur atriði í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem þurfa nánari skoðunar við. Þá er það einkum fyrningará- kvæðið sem um er að ræða,“ sagði Arnþór Helgason. Benedikt Davíðsson og Ólafur Ólafsson sögðu f samtali \áð Dag í gær að þeir myndu óska eftir viðræðum við ríkisstjórnina um að tckjutengingu lífevris aldraðra yrði aflétt. - S.DÓR Arnþór Heigason. YfMýsing forsetans Forseti íslands stað- festir lög vegna ör- yrkjadómsins. Eftirfarandi yfirlýsing barst frá forseta Islands, Ólafi Ragnari Grímssyni, eftir að hann hafði staðfest lögin vegna öryrkjadóms Hæstaréttar: „Að undanförnu hefur verið látin í ljós sú skoðun að forseti Islands ætti ekki að undirrita lög um breytingu á almannatrygg- ingalögum sem Alþingi hefur nú samþykkt. Rökin hafa einkum verið að lögin samrýmist ekki mannréttindaákvæðum stjórnar- skrárinnar. Við meðferð málsins á Alþingi og í almennri umræðu hefur komið skýrt fram að ágreiningur er um þau rök, bæði meðal lög- fræðinga og annarra sem málið varðar. Ólafur Ragnar Grímsson. Samkvæmt stjórnskipun ís- lands gildir sú ótvíræða regla að það eru dómstólar landsins sem kveða á um hvort lög samrýmast stjórnarskrá, sbr. nýfallinn dóm Hæstaréttar frá 19. dcsember árið 2000. Forséti lýðveldisins fer ekki með úrskurðarvald um það hvort lög fari í bága við stjórnarskrána né heldur felur þjóðaratkvæðagreiðsla í sér nið- urstöðu í þeim efnum. Alþingi hefur nú samþykkt frumvarpið um almannatrygging- ar sem lög með formlegum hætti og stuðningi ríflegs meirihluta alþingismanna. Þótt forseti Islands hafi sam- kvæmt stjórnarskrá heimild til að vísa lögum til þjóðaratkvæða- greiðslu verður að gæta ítrustu varkárni og rök vera ótvíræð þeg- ar því valdi er beitt. Með tilliti til alls þessa hef ég ákveðið að staðfesta lög um breytingu á almannatrygginga- lögum sem Alþingi samþykkti 24. janúar 2001 en ítreka um leið mikilvægi þess að kappkostað sé að ná sáttum f deiluni um rétt- indi öryrkja. INNLENT Upplýsingakerfi fyrir framhaldsskóla Hreinn Jakobsson og Björn Bjarnason undirrita samninginn. Allt að 42% laimahækkim Gómsæt vöflulykt barst um Karphúsið um miðjan dag í gær þegar skrifað var undir nýjan kjarasamning á milli Félags ís- lenskra leikskólakennara og launanefndar sveitarfélaga. Samningurinn gildir til 31. ágúst 2004 og árlegur kostnaðarauki sveitarfélaga er metin á um hálf- an milljarð króna. Launahækk- anir á samingstímanum eru metnar á allt að 42%. Samning- urinn er ekki talin raska forsend- um annarra gerðra samninga. Fleiri fagmenntaðir Samkvæmt samningnum hækka byrjunarlaun 24 ára Ieikskóla- kcnnara sem hefur haft 12 tíma í yfirvinnu í viðbótarsamningi úr 114.772 krónum í 131.222 krónur, eða um 14,3% í upphafi. Við lok samningstímans verða mánaðarlaunin 145.341 og hafa því hækkað um 26,8%. Laun 3 1 árs deildarstjóra með I 2 tíma yf- irvinnu samkvæmt viðbótar- samningi hækka við upphaf samningstímans úr 126.192 krónum í 154.506, eða um 22,4%. I lok samningstímans verða launin 179.193 krónur og hafa þá hækkað um 42%. Sam- ingsaðilar binda vonir við að samningurinn muni auka áhuga Ieikskólamenntaðra kennara til að starfa í leikskólum. Hagræði Þá hefur menntamálaráðherra samþykkt að beita sér fyrir breyt- ingum á lögum og reglugerð um leikskóla sem miðar að því að fjölga börnum á leikskóla. Talið cr að það muni auka hagræði og stuðla að fækkun biðlista. Þá er sjálfstæði leikskóla aukið. I vlir- lýsingu um markmið kjarasamn- ingsins er m.a stefnt að því að allir starfsmenn Ieikskóla hafi leikskólamenntun. Mótandi áhrif Karl Björnsson formaður launa- nefndar sveitarfélaga segir að út- gjaldaauki sveitarfélagá sé met- inn á 28,45% en 23,55% miðað við hagræðingu. Hann segir að aliur útgjaldaauki geti orðið sveitarfélögum erfiður. Björg Bjarnadóttir formaður Félags fslenskra Ieíkskólakenn- ara segist vera þokkalega ánægð með samninginn. Hækkun byrj- unarlauna sé þó nokkuð frá því sem þau lögðu upp með sem var 180 þúsund krónur á mánuði. Það sé m.a. vegna þcss að aðrir samningar hafa haft mótandi áhrif á þessa niðurstöðu. - GRH Nýverið undirrituðu Björn Bjarnason, menntamálaráðherra og Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr h.f., samning um að fyrirtækið taki að sér smíði nýs upplýsingakerfis fyrir framhaldsskóla. Hið nýja upplýsingakerfi byggir á gagnagrunni sem aðgengilegur verður á Netinu og mun stórbæta aðgengi skólastjórnenda, kennara, nem- enda og almennings að upplýsingum um starfsemi framhaldsskóla. I upplýsingakerfinu verður hægt að nálgast grunnupplýsingar um alla framhaldsskóla og námsframboð þeirra og jafnframt verður það öflugt stjórnunar- og upplýsingatæki fyrir hvern skóla. Kerfið mun halda utan um skipulag náms, skráningu nemenda, stunda- töflu- og prófatöflugerð, námsferil og einkunnir, upplýsingar um húsnæði, starfsmannaupplýsingar o.fl. Kerfið verður rekið miðlægt og er miðað að því að aukíi þannig hagkvæmni í rekstri tölvukerfa framhaldsskóla. SvaLbakur seldur til Færeyja Stjórn Útgerðarfélags Akureyringa hefur samþykkt kauplilboð l'rái Færeyjum í frystitogarann Svalbak, flaggskip ÚA. Kaupandi er nýtt útgerðarfyrirtæki sem nýta mun skipið sem rækjufrystiskip. Eigend- ur þess eru færeyskir, engir frá fslandi. SöluvenS skipsins er um 650 milljónir króna sem cr hið sama og bókfært verð þess. Á liðnu ári var Svalbakur gcrður út á Flæmingjagrunni og í Barentshafi í samvinnu við litháenska aðila. Áætlað er að skipið verði aflient nýjum eigend- um í febrúar nk. Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA, segir að þeim hluta áhafnarinnar sem komi frá Islandi hafi verið sagt upp, alls 5 stöðugildi. - gg

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.