Dagur


Dagur - 25.01.2001, Qupperneq 4

Dagur - 25.01.2001, Qupperneq 4
Fleiri farþegar með flugleiðiun Stóraukning í mnanlands- flugi og töluverð bót í sæta- nýtingu í miUiIandaflugi. Nýjar tölur frá Flugleiðum segja að iar- þegum í millilandaflugi Flugleiða hafi í desember sl. íjölgað um 7,6%, miðað við desember 1999 . Farþegar voru alls 86.986 en sætaframboð var hins vegar nokkru minna en árið á undan. Hún batnaði því um 9,8%, fór úr 53,6% í 63,1%. Farþegafjölgunin milli ára varð einkum á leiðunum milli Evrópu og Norður-Am- eríku eða 12,9%, en farþegum til og frá Islandi fjölgaði um 1,9%. Farþegaaukn- ingin varð íyrst og fremst á almennu far- rými en fjöldi viðskiptafarþega var nánast sá sami og í desember í fyrra. Farþegum fjölgaði einnig umtalsvert í innanlandsflugi hjá Flugfélagi íslands. Þeir urðu í desember 22.606 og fjölgaði um 12,6% frá fyrra ári. Einnig varð aukn- ing í fraktflutningum. Flutt voru rúm 3000 tonn í desember sem er 7,4% meira en í sama mánuði í fýrra. Utflutningur var tæplega 1 500 tonn ogjókst verulega, en nokkur samdráttur varð í innflutningi miðað við desember 1999. Ein og hálf milljón farþega Heildarfjöldi farþega í millilandaflugi Flugleiða á árinu 2000 var 1.432.061, en var 1.327.519 á árinu 1999. Fjölgunin nemur tæplega 8%, og ef tekið er tillit til þcss að flugi milli Hamborgar og Kaup- mannahafnar í samstarfi við SAS var hætt haustið 1999 er munurinn í núver- andi leiðakerfi enn meiri eða 1 1,3%. Á árinu 2000 fjölgaði farþegum til og frá íslandi um 1 3%, en farþegum yfir hafið fjölgaði um 9,6%. Það er í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að leggja mesta áherslu á fjölgun farþega sem eiga leið til og frá Islandi. Betri nýting Sætanýting Flugfeiða var 72,4% á árinu 2000, var 2,6 prósentustigum betri en 1999 og fór batnandi þegar feið á árið - var á síðasta ársfjórðungi 2000 um 8,6 prósentustigum betri en á sama tíma 1999. Heildarsætaframboð, mælt í sæt- iskílómetrum, var 6,2% meira en á árinu 1999, og hefur aldrei verið meira. Hjá Flugfélagi Islands urðu farþegar í innanlandsflugi alls 350.790 á árinu 2000, eða 19,4% fleiri en á árinu 1999 þegar þeir voru tæplega 300 þúsund. - Bt> Halldór Blöndal. Um fátt er meira rætt í lieita pottinum en uppákomuna í Al- þingishúsinu í íyrrakvöld. Þar var Hæstiréttur í sviðsljósinu eftir brél' Ifalldórs Blöndal til Garðars Gíslasonar dómforseta og svar Garðars til Halldórs. Pottverjar hafa legið yfir þeirri atburðarrás sem varð þess vald- andi að forseti Hæstaréttar fór að gefa skriflega túlkun á dómi réttarins. Flestir telja nær óhugs- andi annað en aö bréfaskiptin hafi átt sér aðdrag- anda í fonni leynilegra símtala þar sem Halldór Blöndal og hugsanlega Davíö Oddsson hafi feng- ið ádrátt um að Garðar myndi svara erindinu. Benda menn á að Halldór Blöndal sé ekki slíkt bam í pólitík aö fara af staö ineð svona beiðni, án þess aö vera búinn að tryggja sig fyrirfram - þvi ef hann hefði fengiö neitun frá Garöari þar sem segði að svona hluti gerðu menn ekki í Hæstarétti, hefði stjómarandstaðan verið í góð- um máluin. Hún liefði getað (eins og hún raunar gerði engu að síður) bent á að ríkisstjómin væri orðin svo óömgg um sinn málstað aö hún væri farin að spyrja Hæstarétt ráða - nokkuö sem aldrei væri gert!... Og meira um þetta. Mörgum þingmönnum þótti það til marks um hina nýju stefnu sein öiyrkjamálið tók á þinginu í fyrrakvöld þegar Davlð Odds- songerðist einnmesti verjandi Hæstaréttar og varð gríðarlega móðgaður fyrir hönd réttarins — þegar Össur Skarphéðinsson talaði ekki nægjanlega viröulega uin framgöngu Garðars Gíslasonar í málinu. Til jiessa hefur Davíð ekki talað mjög virðulega um Hæstarétt eða starfsemi hans og einn þingmaður sagði að það hefði minnt á söguna uin Átján bama föður í álfheimum að hlusta á forsætisráöherra, hann hafi beinhnis hljómað eins og umskiptingur!!... Davíð Oddsson. FRÉTTAVIÐTALIÐ Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra Skýrsla Bamavemdarstofu urn starfsemi Bamahúss er nær samfelld gagnrýni á stefnu dómsmálaráðuneytis- ins ogframkvæmd dómara, eftirlagabreytingu 1998. Bamavemdarstofa krefstend- urskoðunar laganna, ella fjari undan Bamahúsi. Logtn þegar í endurskoðun - I viðauka skýrslu Iianiaverndarstofu eru álirif breyttnga á lögutn um meðferð opin- berra mála frá 1998 óbeint sögð kippa stoðunum undan starfsgrundvelli Barna- liúss. Hvað fmnst þér tim þá niðurstöðu? „Til að byrja með vil ég benda á að í um- fjöllun Dags um málið voru þetta kölluð lög Sólveigar, en staðreyndin er sú að Þorsteinn Pálsson var dómsmálaráðherra þegar þessi lög voru sett. Mér finnst rétt að þetta komi fram." - Við biðjumst afsökunar á því. En ltvað finnst þér um áhrif laganna á starfsemi Barnahússins, tniðað við þá gagnrýni sem fram kemur í skýrslu Barnaverndar- stofu? „Almennt er þessi skýrsla um barnavernd á íslandi, þar sem meðal annars er Ijallað um reynsluna af Barnahúsi í sérstöku fylgi- skjali. Skýrslan sjálf er ekki ný af nálinni, heldur kom út í nóvember síðastliðnum, þ.e. skömmu eftir að Dómstólaráð hafði gefið út verklagsreglur fvrir dómstóla f’yrir skýrslutökur yfir börnum. Eftir mínum upp- lýsingum hefur þctta starf verið unnið í góðu samstarfi allra þeirra sem að þessum málum koma. Eg hef ekki haft fregnir af því að fram hafi kornið kvartanir." - Nií ber ekki á öðrti en að dómarar séu tregir að nota Barnahúsið og kjósi að hafa skýrslutökur á eigin heimavelli. Er eitt- hvað það að gerast sem liklegt er til að sætia hin óltku sjónarmið eða gera fram- kvæmdina þannig að dómurttm Itki? „Já. Meðal annars er verið að skoða möguléikann á fjarupptökum, sem gera það kleift að láta skýrslutökur fara fram í Barna- húsi, meðan dómari og Iögmenn fylgjast með í réttarsal dómhússins, Eg vil undir- strika að sú sérstaka aðstaða til skýrslutöku sem búið er að koma upp í Héraðsdómum Reykjavíkur og Norðurlands eystra er ekki einskorðuð við börn og ungmenni, hún er ekki síður fvrir konur sem orðið hafa fyrir nauðgun og ekki er talið rétt að þurfi að standa andspænis meintum brotamanni við skýrslutöku. Það er auðvitað rétt að hafa í huga.“ - Barnaverndarstofa kallar á endur- skoðitn laganna frá 1998, í Ijósi þess að breytingarnar þá hafi reynst andstæðar stefnunni sem mörktið var með Barna- húsi. Hverjti svarar þú um nattðsyn end- urskoðunar? „Heildarendurskoöun laga um meðferð opinberra mála fer nú þegar fram á vegum ráðuneytisins, en þaö er afar viðamikið verk. Eitt af því sem þar kemur vitaskuld til skoðunar er reynslan af þessum ákvæðum sem hér er um að ræða og gengu í gildi í lok síðasta kjörtfmabils. Þessar Iagabreytingar áttu á sínum tínia góðan stuðning á Alþingi, bæði meðal stjórnarliða og stjórnarand- stæðinga og ég tel ékki í Ijós leitt að sá stuðningur hafi verið byggður á röngurn forsendum. En þetta eru auðvitað vand- méðfarin mál og afar mikilvægt að vel sé staðið að framkvæmdinni, með hagsmuni barna að leiðarljósi." — rt>(.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.