Dagur - 25.01.2001, Page 5

Dagur - 25.01.2001, Page 5
FIMMTUDAGUR 2 S . JANÚAR 2 00 1 - 5 FRÉTTIR Stálinstiim í borgarráði Framtíð Vatnsmýriim ar. Skrípaleikiir eða auMð lýðræði. Hörð gagnrýni á R-listann. Röksemdir út í hött. Minnihluti sjálfstæðismanna í borgarráði sat hjá þegar sam- þykkt var að atkvæðagreiðsla um framtíð Vatnsmýrinnar færi fram laugardaginn 17. mars n.k. Aætl- að er að heildarkostnaður vegna atkvæðagreiðslunnar og þeirrar vinnu sem húið er að Ieggja í undirbúning geti numið allt að 20 milljónum króna. Samstaða var um það bins vegar í borgar- ráði að efna til opins fundar um málið 18. febrúar n.k. sem sjón- varpað verður urn land allt. Tillögur u in valkosti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri gerir ráð fyrir því að ákvörðun um það hvernig s|iurn- ingin verður orðuð í atkvæða- greiðslunni liggi fyrir alveg á næstunni, eða þegar tillögur um það koma frá stýrihópnum. Borgarstjóri segir að Irúlega verði grundvallarspurningin um það hvort borgarbúar vilja Reykjavíkurflugvöll burt eða ckki. Hins vegar getur vel verið að skilgreindir verði einhverjir undirkostir í framhaldi af tveim- ur aðalvalkostum. Sjálf segist hún vera að vega það og meta með sjál- fri sér þá tvo kosti sem henni þykja hagkvæmastir, þ.e. nýjan flug- völl í Hvassa- hrauni í landi Vatnsleysu- strandarhrepps eða breyttan völl í Vatns- mýrinni með AV-braut í Skerjafirði. Lýöræði Hún segist vera þeirrar skoðunar að það verði gert í auknum mæli í framtíðinni að bera undir at- kvæði borgarbúa ákvarðnir um stór skipulagsmál. Af þeim sök- um telur hún líklegt að atkvæða- greiðslan um flugvöllinn sé vís- bending um það sem koma skal í þessum efnum. SkripaleLkur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arráðsfulltrúi sjálfstæðismanna segir að flugvallarmálið af hálfu R-listans sé algjör vanvirðing og skrípaleikur við kjósendur í borginni, enda verði þetta í besta falli léleg skoðanakönn- un. Hann bendir á að búið sé að festa völlinn í sessi samkvæmt að- alskipulagi til ársins 2016 og semja við sam- gönguráðu- neytið um að ríkið setji ein- hverja milljarða í endurbætur á vellinum sem þegar séu hafn- ar. I þessari stöðu á síðan að fara að kjósa um eitthvað seni á að gerast eftir 1 6 ár. Þá verður kom- in ný borgarstjórn og ný sam- gönguyfirvöld sem séu algjörlega óbundin af niðurstöðunni. Hann bendir á að svo sé verið að kasta fram á elleftu stundu einhverj- um tillögum útí loftið í óþökk samgönguyfirvalda og flugmála- yfirvalda sem bera ábyrgð á þess- um rekstri og m.a. sé verið að benda á land undir Hugvöllinn í öðrum sveitarfélögum. Útíhött Borgarstjóri segir að þessi rök- semdafærsla sé alveg útí hött. Hún bendir á að það sé einmitt um þessar mundir sem borgaryf- irvöld verða, hvort sem þeim lík- ar það betur eða verr að taka ein- hverja stefnu til framtíðar um Vatnsmýrina. Því sé ekki hægt að fresta. I því sambandi minnir hún á að áður en hægt sé að Ijúka vinnu við gerð svæðisskipulags fyrir höfuðborgarsvæðið verða menn að vita hvar nýju byggða- svæðin eiga að vera og hvert eigi að stefna með byggðina. Þá sé borgin li'ka að vinna að endur- skoðun á aðalskipulagi eins og á að gera á fjögurra ára fresti. Síð- ast en ekki síst sé það skvlda borgaryfirvalda að horfa til fram- tíðar í skipulagsmálum. - GRH Ingibjörg Sólrún: Grundvallaratriði hvort flugvöllurinn fer eða verður. Benedikt Guðmundsson. Akureyrmgar samkeppms- hæör Benedikt Guðmundsson, for- stöðumaður þróunarsviðs hjá At- vinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, segist telja að Akureyri sé fydli- lega samkeppnishæf við höfuð- borgarsvæðið hvað varði gagna- flutning með ljósleiðara. Eins og fram kom í Degi í gær, lýstu forsvarsmenn Fasteigna- mats ríkisins áhyggjum af því hvort tregða í kerfi og kostnaður gæli gert landskrá fasteigna á Akurevri erfilt fyrir. Þar var með- al annars vitnað í skýrslur um þetta sem sögðu að Iandsbyggðin væri langt í frá samkeppnishæf. Benedikt segir hins vegar mikinn mun á Akureyri og öðrum svæð- um landsbyggðarinnar hvað þetta varðar. Þannig sé t.a.m. stórmunur á Dalvík og Akurevri þótt ekki sé langt á milli. „Það er bæði mitt mat og þeir- ra fagmanna hér á Akurevri sem vinna í þessum geira að ekkert komi í veg fyrir að hægt sé að vinna þetta verk á Akureyri með jafngóöum hætti og á höfuð- borgarsvæðinu. Hitt cr svo ann- að mál hvernig þetta verður út- fært,“ segir Benedikt. - Bl> Ný staða fyrir íslenska bóndann Bændastéttin íslenska hefur fengið uppreisn æru að mati landbún- aðarráðherra. Hann segist aldrei munu heimila neina áhættu samfara innflutningi norsku fósturvísanna. Guðni Agústsson landhúnaðar- ráðherra segist alla tíð hafa verið þeirrar skoðunar að menn verði að gæta fyllstu varúðar vegna norsku kúafósturvísanna sem von er á bráðlega inn í Iandið. Mismunandi skoðanir eru uppi hjá forystu Bændasamtakanna um hvort rétt sé að halda málinu til streitu. Kúafárið hefur haft þau áhrif að framkvæmdastjóri Bændasamtakanna telur hugsan- legt að skoða hvort rétt væri að halda að sér höndum en formað- ur Landssambands kúabænda Það fer lítið fyrir umræðum um óheft frelsi í innflutningi landbún- aðarafurða þessa dagana. víll halda óbreyttri stefnu. „Okkar færustu vísindamenn eru á leið til Noregs í febrúar og þar munu þeir gaunigæfa með öðrum vísindamönnum hvort þeir telji einhverja áhættu fólgna í þessu. Það er engin leið að gera lítið úr miklum tilfinningum fólks í þessari umræðu. Bændur átta sig á að þeir hafa fengið uppreisn æru og fólkið í landinu vill ekki taka neina áhættu held- ur kýs það vörur úr íslenskri nátt- úru. Þetta er ný staða fyrir bónd- ann," segir Guðni. Landbúnaðarráðherra segir ljóst að þessi afmarkaða tilraun sé mjög þröng og hann hafi byggt sína ákvörðun urn innflutning- inn á því mati vísindamanna að engin áhætta væri samfara norsku fósturvísunum hvað riðu varðaði. Hann bendir á að aldrei hafi nein dæmi um kúariðu kom- ið upp í Noregi en eigi að síður sé mikilvægt að fylgjast með þró- uninni í Evrópu. „Eg skil vel að bændur vilji skoða sína stöðu. Þeir hafa lengið sína heintild í hendur og vilja ræða málin frek- ar,“ segir Guðni. -En verður framhald þessa máls án afskipta ráðherrar „Eg er náttúrulega í fullu sam- starfi við bændurna, þeir koma á minn fund og ræða málin. Eg finn til ábyrgðar yfir því að hafa gefið þeim þetta leyfi og ég vil aö' farið verði með fullri gát.“ - BÞ Einelti alvarlegasta vandamálið Landlæknir og Vinnueftirlitið hafa sameinast um útgáfu bæk- lingsins: „Er einelti á vinnu- staðnum?" Að rnati þeirra er ein- elti eitt alvarlegasta samskipta- vandamálið sem upp kemur á vinnustöðum. Eineltið er m.a. skilgreint sem endurtekin lítils- virðandi og særandi framkoma gagnvart einstaklingum. Einelti geti gert lífið óbærilegt fyrir þann sem fvrir því verður, dregið úr starfsorku og haft slæm áhrif á starfsandann á vinnustaðnum. Það sé stundum fólgið í því að einn einstaklingur níðist á öðr- um en stundum standi fleiri að vcrki. „Vinnuveitanda ber að sjá til þess að einelti líðist ekki á vinnustaðnum," segir í tilkynn- ingu frá Vinnueftirlitinu. Bæk- Iingurinn er ókeypis og fæst hjá útgefenduni hans. - HEI Kanar 80% fleiri hér en 1996 Áhrifanna af mikilli verðhækkun bandaríska dollarans (rúmlega 18% síðan 1996) og litlu minni verðlækkun þýska marksins (rúmlega 15%) hefur gætt mjög verulega í ferðaþjónustunni, að sögn Þjóð- hagsstofnunar. Ferðamönnum lrá Bandaríkjunum hefur fjölgað hér um 80% á þessum árum en þýskum ferðamönnum ekki neitt. Þar sem ferðamönnum Ijölgaði um 55% á tímabilinu hefur hlutfall Þjóö- verjanna Iækkað úr 17% niður í 11% en hlutfall Bandaiíkjamanna á sama tíma vaxið úr 1 5% upp í 18%. Frá 1996 hefur meðalgengi þýska marksins lækkað um 29% gagn- vart Bandaríkjadollar og svipað á við um margar Evrópumyntir aðrar en breska pundið. Þetta hefur gert Evrópuferðir miklu ódýrari íyrir Bandaríkjamenn, enda hefur þeim fjölgað um 50% í Evrópu á þess- um árum - sem er þó langt undir 80% fjölgun hér á landi. - HEI Lára Margrét formaður Lára Margrét Ragnarsdóttir, alþingismaður og formaður Islandsdeildar Evrópuráðs- þingsins, var sl. mánudag kjörinn formaður félags-, heilbrigðis- og fjölskyldu- málanefndar Evrópuráðs- þingsins á fy'rsta fundi þings- ins á nýju starfsári. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur þingmaður er kjörinn for- maður málefnanefndar á vegum þingsins en alls eru nefndirnar tíu. I félags- og heilbrigðis- málanefndinni sitja 76 full- trúar frá 41 aðildarríki Evr- ópuráðsins og hefur nefndin beitt sér sérstaklega í mann- réttindamálum tengdum börnum, yngri kynslóðum og ---- foreldrum. - S.DÓR Lára Margrét.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.