Dagur - 25.01.2001, Síða 9
FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 - 9
ÍÞRÓTTIR
Baráttusigur
Patrekur Jóhannesson náði sér ekki á strik í sigurleiknum gegn
Portúgölum.
íslenska karlalands-
liðið í handknattleik
vann í gær þriggja
marka baráttusigur,
22-19, á því portú-
galska í inikluni
stressleik í riðla-
keppni IIM í Frakk-
landi.
Mikill taugaspenna einkenndi
leikinn frá upphafi til enda hjá
báðum liðum og mátti vart á
milli sjá hvort hafði vinninginn
hvað varðaði mistök, bæði í vörn
og sókn. lslenska liðið var þó öllu
mistækara framan af leiknum og
var það aðeins fyrir slakan leik
Portúgala að þeir héldu sér inni í
leiknum. Carlos Resende, besti
leikmaður Portúgala, skoraði
fyrsta mark leiksins, en í kjölfar-
ið fylgdu tvö íslensk mörk frá
þeim Guðjóni Val Sigurðssyni og
Aron Kristjánssyni. Síðan náðu
Portúgalar að jafna í 2-2, áður en
Olafur Stefánsson náði aftur for-
ystunni, 3-2. I kjölfarið fylgdu
þrjú portúgölsk mörk í röð og eft-
ir það héldu þeir forystunni
lengst af hálfleiksins og var stað-
an 10-11 í leikhlé.
Þorbjörn Jensson, mætti til
leiks með sama lið og gegn
Frökkum og lét hann Birki Ivar
byrja í markinu eftir frábæran
leik hans í fyrrakvöld. Honum
gekk þó ekki eins vel að þessu
sinni og eftir að hafa aðeins var-
ið tvö skot á fyrstu tuttugu mín-
útum var Guðmundi Hrafnkels-
syni skipt inná. Guðmundur átti
eftir að koma mikið við sögu í
seinni hálfleiknum og má þakka
honum öðrum fremur að ís-
lenska Iiðið náði að halda sér
inni í leiknum í upphafi hálf-
leiksins. Taugaspennan hélt
áfram og var klúðrið nú öllu
verra en í fyrri hálfleiknum. Að-
eins Róbert Sighvatsson hélt
haus og gerði hann þrjú af fyrstu
fjórum mörkum íslenska liðsins í
upphafi hálfleiksins.
I stöðunni 14-14 datt síðan all-
ur botn úr lcik beggja liða og
varð þá löng bið eftir næsta
marki, sem Julian Duranona
gerði eftir að hafa stuttu áður
klikkað á vftakasti. Felipe Cruz
jafnaði síðan í 15-15, en í kjöl-
farið var Duranona vikið af leik-
velli fyrir eitthvað sem enginn sá
nema Iélegir dómarar leiksins, en
rétt áður hafði Guðjón Valur aft-
ur náð forystunni f>TÍr íslenska
liðið, 16-15. A sama tíma færðist
Guðmundur Hrafnkelsson allur í
aukana og varði hann nú hvert
skotið af öðru úr erfiðustu fær-
um og virtist það slá öll vopn úr
höndum Portúgala. Aðeins Car-
los Resende hélt haus og skoraði
hann þrjú af fjórum síðustu
mörkum Portúgala á æsispenn-
andi lokamínútum. A móti skor-
aði Olafur Stefánsson þrjú mörk
í röð, þar af tvö úr vítaköstum og
jók þar með forskotið í þrjú
mörk. En eins og áður sagði var
Resende ekki hættur og tókst
honum aftur að minnka muninn
í eitt mark, áður en þeir Einar
Orn Jónsson og Duranona juku
hann aftur í þrjú mörk, 21-18.
Liðin skoruðu svo hvort sitt
markið á lokamínútunni og var
við hæfi að Julian Duranona
gulltryggði sigurinn með sínu
fimmta marki í leiknum, en hann
varð markahæstur í leiknunt
ásamt Róbert Sighvatssyni.
Islenska liðið var engan veginn
sannfærandi í þessum leik, ef frá
er talinn lokakaflinn og hefur
mikilvægi hans eflaust magnað
upp spennuna sem einkenndi
Ieikinn. Strákarnir gerði mikið af
mistökum bæði í sókn og vörn og
létu til dæmis sex sinnum reka
sig útaf fyrir fyrir eintóman
klaufaskap. En kraftaverkin ger-
ast og í Iok leiksins náði liðið upp
mikilli baráttu eftir að Guð-
mundur Hratnkelsson hrökk í
gang, en hann varði alls ellefu
skot á réttum augnablikum. Auk
bans komu þeir Olafur Stefáns-
son (4 mörk), Julian Duranona
og Róbert Sighvatsson upp á
réttum tíma í Iokin og einnig má
segja að þeir Einar Örn Jónsson
(3 mörk) og Guðjón Valur Sig-
urðsson (2 mörk) hafi skilað sínu
f öllu stressinu. Þeir Patrekur Jó-
hannesson og Dagur Sigurðsso.n
náðu sér aftur á móti aldrei á
strik.
Hjá Portúgölum var Carlos
Resende eins og áður sagði best-
ur og var hann markahæstur
með átta mörk.
Úrslit leikja í gær:
A-riðiIl:
Tékkland - Egyptaland 26-26
ísland - Portúgal 22-19
Marokkó - Svíþjóð (úrslit ekki borist)
B-riðiIl:
Brasilía - Argentína 19-20
Kúveit - Frakkland 14-30
Alsi'r - Júgóslavía 20-23
C-riðiIl:
Grænland - Spánn 16-31
Bandaríkin - Króatía 12-41
Kórea - Þýskaland 26-33
D-riðilI:
S.-Arabía - Slóvenía 22-35
Úkraína - Rússland 27-30
Túnis - Noregur 19-28
Leikir dagsins:
A-riðiIl:
Egyptaland - Portúgal
Marokkó - Island
Svíþjóð - Tékkland
B-riðilI:
Kúveit - Alsír
Frakkland - Brasilía
Argentína - Júgóslavía
C-riðill:
Spánn - Bandaríkin
Grikkland - Kórea
Króatía - Þýskaland
D-riðill:
Úkraína - Túnis
Rússland - S.-Arabía
Slóvenía - Noregur
Tap gegn Makedóníu
Islenska karlalandsliðið í
körfuknattleik tapaði í gærkvöldi
gegn Makedóníu nteð nftján
stiga mun, 83-102, í und-
ankeppni Evrópumóts landsliða.
Leikurinn fór fram í Laugardals-
höll og leiddu gestirnir allan leik-
inn og höfðu náð ellefu stiga
mun í hálfleik 42-53. Jafnræði
var þó með liðunum í upphafi
leiks, en Makedóníumenn þó
alltaf skrefinu á undan og var
staðan eftir f)Tsta leikhluta, 19-
25.
íslenska liðið kom ákveðið til
leiks í seinni hálfleik og tókst þá
Úr leiknum í gærkvöldi.
mest að minnka muninn í fimm
stig, en þá skiptu Makedóníu-
menn urn gír og náðu sautján
stiga forskoti fyrir fjórða leik-
hluta, sem þeir héldu að mestu
út leikinn.
Þrátt fyrir tapið lék íslenska
iiðið vel og enginn betur en Frið-
rik Stefánsson sem átti breint út
sagt stórleik bæði í vörn og sókn
og var hann stigahæstur með 19
stig.
Júgóslavía og Bosnía leika til úrslita á
Indlandsmótinu
Það verða Balkanþjóðirnar Júgóslavía og Bosnía/Hersegóvína sem
mætast í úrslitum „Millennium Super Cup“ á Indlandi og fer úrslita-
leikurinn fram í Kalkútta í dag. Júgóslavar sigruðu Japani 1:0 í seinni
undanúrslitaleik mótsins á þriðjudaginn, með marki frá Igor Duljaj á
5. mínútu, en Bosníumenn höfðu áður sigrað Chile á mánudaginn,
einnig 1-0 með marki D/.elaludin Muharemovic á 75. mínútu. Chile
og Japan Ieika því um þriðja sætið og fer Ieikur liðanna einnig fram í
Kalkútta í dag.
I báðum leikjunum eru þjóðirnar að mætast í annað skipti á mótinu,
því Júgóslavía og Bosnía/Hersegóvína léku saman í 1. riðli og Chile og
Japan í 4. riðli. Fyrri viðureign Balkanþjóðanna lauk með 1-1 jafntefli
í riðlakeppninni, en báðar þjóðirnar fengu fjögur stig í riðlinum eftir
sigra gegn Bangladesh. t 8-Iiða úrslitunum sigruðu Júgóslavar síðan
Rúmena 2-0 og Bosníumenn sigruðu þar Úrúgvæa 3-2.
Leik Japans og Chile í riðlakeppninni, lauk með 1-0 sigri Suður-Am-
eríkuliðsins, en í 8-liða úrslitum sigruðu Japanir lið Jórdana 4-0, en
Chilemenn lið íslands, 2-0 og skoraði Sebastian Gonzalez bæði mörk-
in, á 37. og 50. mínútu. íslenska liðið mætti þar ferðalúið til leiks á
keppnisdag, eftir flug frá Bombey, en daginn áður hafði liðið flogið frá
Cochin til Bombey og sá hluti ferðalagsins ellefu klukkustundir. Eftir
næturgistingu í Kalkútta hélt landsliðshópurinn síðan áleiðis til Is-
lands á sunnudagskvöld og eftir millilendingar í Bombay, Dubai og
Frankfurt var lent á Keflavíkurflugvelli síðdegis á mánudag.
Nýtt dómstólakerfi íþrótta-
hreyttngarinnar
Frá og með 1. júní n.k. taka ný Iög urn breytta dómstólaskipan íþrótta-
hreyfingarinnar gildi, samkvæmt samþykkt síðasta íþróttaþings sem
haldið var í KA-heimilinu á Akurevri s.l. vor. Samkvæmt nýju lögum
falla héraðsdómstólar í öllum 27 íþróttahéruðum landsins niður, auk
þess sem dómstólum ISl verður skipt í tvo dómstóla, þ.e.a.s. Dómstól
ISI, sem verður 1. dómstig f málum sem upp koma innan íþróttahreyf-
ingarinnar og Afrýjunardómstól ISI sem verður æðsti dómstóll innan
íþróttahreyfingarinnar og munu þeir hafa aðsetur í höfuðstöðvum
íþróttahreyfingarinnar í Iþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Samkvæmt frétt á vefsíðu ÍSÍ, verður sérsamböndunum þó heimilt
að hafi sérstaka dómstóla, þ.e.a.s. undirdómstig og áfrýjunardómstig
inn hvers sambands. „Ekki er þó gert ráð fyrir að mörg sérsambönd
fari þessa leið, en heyrst hefur að KSI og KKI vilji nýta sér þessa heim-
ild. ISI hefur ritað öllum 27 íþróttabandalögum og héraðssamböndum
ÍSI og minnt þau á að gera ofangreindar breytingar og leggja niður
dómstóla sína frá 1. júní n.k. Jafnframt hefur ISI ritað öllum 23 sér-
samböndum ÍSI bréf og óskað eftir upplýsingum um það hvort þau
hyggist starfrækja eigin dómstóla. Með þessari breytingu má fullyrða
að dómskerfi íþróttahreyfingarinnar verði einfaldað og gert mun skil-
virkara,“ segir á vefsíðunni.
Ólvmpíustjöraur á Stórmót ÍR?
Frjálsíþróttadeild IR og
Frjálsíþróttasamband Is-
lands hafa undirritað sam-
starfssamning um fram-
kvæmd á alþjóðlega hluta
Stórmóts IR, sem fram fer
í Laugardalshöll sunnu-
daginn 4. mars n.k. Mark-
miðið með samningnum
er að auka enn frekar á
vegsemd mótsins með því
að sameina krafta og þekk-
ingu þessara tveggja aðila
við undirbúning og fram- Verðlaunahafarnir ístangarstökki á Ólymp-
kvæmd mótsins. íuleikunum í Sydney. Verða þær allar meðal
Keppnisgreinar Stór- keppenda á Stórmóti ÍR?
mótsins vcrða stangar-
stökk, 50 m hlaup og lang-
stökk í kvennaflokki og þríþraut, 50 m hlaup og hástökk í karlaflokki.
Stangarstökk kvenna verður þó aðalgrein mótsins og verður mikil
áhersla verður lögð á að fá bestu stangarstökkkonur heinis til keppni
við þær Völu Flosadótlur, bronsverðlaunahafa frá Olvmpíuleikunum í
Sydney og Þóreyju Eddu Elísdóttur. Verið er að kanna möguleikana á
að fá heimsmethafann og ólympíumeistarann Stacy Dragila á mótið,
og einnig silfurverðlaunahafann frá Sydney, Tatianu Grigorievu, auk
(Jeiri af þeim bestu í greininni. 1 þríþraut karla (60 m grindahlaup,
kúluvarp og langstökk), munu þeir frændur Jón Arnar Magnússon og
Olafur Guðnuindsson taka á móti þremur af bestu tugþrautarmönn-
um heims og munu verðlaunahafarnir frá Sydney, þeir Erki Nool
(gull), Roman Sebrle (silfur) og Chris Huffins (brons), vera efstir á
óskalistanum, auk heimsmethafans Tomas Dvorak. I hástökk karla
verður reynt að fá sem sterkasta þátttakendur til keppni við Einar Karl
Hjartarson, íslandsmethafa og sama er að segja urn keppendur í 50 m
spretthlaupi karla og kvenna, þar sem bestu ísiensku hlauparnir fá að
spreyta sig gegn sterkum erlendum keppendum.
I tengslum við Stórmótið verður cins og í fyrra haldið stórt barna-
og unglingamót á laugardeginum og fyrri hluta sunnudagsins, en í
fyrra kepptu um það bil 250 börn og unglingaf á 'mótinu og er búist
við mikilli aukningu í ár.