Dagur - 27.01.2001, Blaðsíða 1

Dagur - 27.01.2001, Blaðsíða 1
vísir.is 84. og 85. árgangur- 19. tölublað Búast má við að samningar við leikskólakennara kalli á hækkun gjaldskrár. Búist við hækkirn Kristín Blöndal formaður Leik- skólaráðs Reykjavíkur segir að nýgerður kjarasamningur Launa- nefndar sveitarfélaga við Félag íslenskra leikskólakennara muni væntanlega hafa í för með sér einhverja hækkun á leikskóla- gjöldum. Það sé hins vegar óvíst hversu mikil sú hækkun verður en gjöldin eru endurskoðuð einu sinni á ári. Þau hækkuðu síðast í ársbyrjun um 3,5%. lllutfall leikskólagjalda er um 33% af heildarkostnaði leikskóla og er ekki ráðgert að breyta því hlut- falli að sögn Kristínar. Spnuigin fjárhagsáætlun I fjárhagsáætlun leikskóla borg- arinnar fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir því að laun myndu hækka um 3% og annar rekstrar- kostnaður um 5%. Þar eru rekstrargjöld áætluð rúmir 3,4 milljarðar króna en tekjurnar tæpur milljarður, eða mismunur uppá 2,4 milljarða. Samkvæmt samningi leikskólakennara hæld<a byrjunarlaun þeirra um 14,3% í upphafi samnings og deildarstjóra um 22,4%. Við lok samningstímans, eða í ágústlok 2004 hafa laun byrjandans hækkað um 26,8% en deildar- stjórans um 42% Ekki búið að reikna Formaður Leikskólaráðs segir að það sé ekki búið að reikna það alveg út hvað samningurinn muni kosta borgina mikið í við- bótarkostnaði að teknu tilliti til þeirrar hagræðingar á leikskól- um sem stefnt er að í samningn- um. Aðspurð telur hún að það sé ekki afturför frá fyrri stefnumið- um að ætla að Ijölga börnum í eldri hópum á hvern starfsmenn til að gcta stytt biðlista. Þá telur hún að þessi hagræðing muni ekki koma niður á starfseminni og þjónustu leikskóla nema síður sé. - GRH Verð ílausasölu 200 kr. Kvartað undan ver ðbr éfar áðgj ðf Fj ármálaeftirlitiiiu hafa borist kvartanir vegna ráðgjafar verð- bréfafyrirtækja þar sem fólk var hvatt til að taka lán fyrir hluta- bréfum. Nokkur erindi og kvartanir hafa að undanförnu borist Fjármálaeftirlit- inu vegna ráðgjafar starfsmanna fjármálastofnana um verð- og hlutabréfakaup. Það staðfestir Páll Gunnar Pálsson lórstjóri Fjár- málaeftirlitsins í samtali við Dag, en hann vill ekki staðfesta fullyrð- ingar um að kvartanirnar lúti eink- um að ráðgjöf og lánveitingum banka, sparisjóða og verðbréfafyr- irtækja vegna kaupa á deCode hlutabréfum. „Eg get ckki tjáð mig um eðli þessara erinda eða nafn- greint þá aðila sem þar er fjallað um,“ segir Páll um kvartanirnar. Samkvæmt heimildum Dags Sverrir Hermannsson: í öl/u því Klondyke-æði sem ríkti um hlutabréfakaup á tímabiii er deCode Ijótasta dæmið. lúta nokkur erindanna að ra og lánveitingum vegna kaupa fólks á hlutabréfum í deCode. Heimild- arinenn blaðsins telja víst að ófáir einstaklingar sjái fram á að tapa miklum fjármunum eftir að hafa keypt bréf í deCode að ráði sér- fræðinga fjármálastofnana, á 50 til 60 dollara hlutinn, og fengið til Páll Gunnar Pá/sson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins: Kvartað undan ráðgjöf í verðbréfaviðskiptum. þess lánafyrirgreiðslu í viökomandi fjármálastofnunum. Stjómlaust „pumperí“ Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins og íyrrum bankastjóri, hefur gagnrýnt fjár- málastofnanirnar harðlega í þessa veru og bent á ábyrgð stjórnvalda. „Það hendir sig að menn koma til mín að bera undir mig sín mál og veit ég af þeim sökum af nokkrum dæmum um það sem virðist hafa hent jafnvel hundruð manna. Ég veit þannig um niann sem Lands- bankinn seldi hlutabréf, sem nú eru sexfalt minna viröi, fyrir 15 milljónir króna og narraði út veð. Annað dæmi er af ungum hjónum sem leituðu til Kaupþings og vildu ávaxta sína peninga. Þau áttu ein- býlishús og kost á 2-3 milljón króna lífeyrissjóðsláni. Kaupþing bauð 7 milljónir til viðbótar í lán og allt var að ráði þeirra notað til að kaupa bréf í deCode með ein- býlishúsið að veði. Nú er Kaup- þing að ganga að þessu fólki." Sverrir segist vita nógu mikið um þessi vinnuhriigð fjármála- stofnananna til að segja: Svona gera menn ekki. „Þetta var stjórn- laust pumperí og þessar stofnanir vita upp á sig skömmina. I öllu því Klondyke-æði sem ríkti um hluta- bréfakaup á tímabili er deCode ljótasta dæmið.“ - FÞG Andstaða við flugvöll Mikill meirihluti þeirra fjölmörgu sem greiddu atkvæði um spurn- ingu Dags á Netinu er andvígur nýjum innanlandsflugvelli í hraun- inu fyrir vestan Hafnarfjörð. Spurning Dags var þessi: A að byggja nýjan innanlandsflugvöll vestan Hafnarfjarðár? Tæplega sex þúsund manns svöruðu spurning- unni. Um 68% þeirra sögðu nei, én um 32% vildu byggja nýjan llugvöll á þessum stað. Nú er hægt að greiða atkvæði um nýja Dags-spurningu á Netinu, svohljóðandi: Næst sátt um breytt kvótakerfi fyrir sumarleyfi þing- manna í vor? Slóðin er sem fyrr: visir.is Þe/r voru komnir í hálfgerð vorverk á miðjum þorra, trillukarlarnir í Hafnarfirði í gær, eins og sjá má á þessari mynd. Menn voru farnir að skrapa og mála bátana enda bauð veðurblíðan upp á slíka iðju! - mynd: þök Of saklaus fyrix Halldór hls. 26 Símiun seldur bls. 29 Víti verði til vamaðar bls. 32 33 L

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.