Dagur - 27.01.2001, Blaðsíða 6

Dagur - 27.01.2001, Blaðsíða 6
30 - LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 200 1 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: eli'as snæland jónsson Aðstodarritstjóri: birgir guðmundsson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Sfmar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á iviAnuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: valdemar@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Sírnar auglýsingadeildar: CREYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ánrundason CR EYKJAVÍK) 563-1 642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6191 Valdemar Valdemarsson Símbréf auglýsingadeildar: 460 6i6i Simbréf ritstjórnar: 460 617icakureyri) 551 6270 creykjavík) Skólastefna í villum í fyrsta lagi íslenski grunnskólinn er í öllum aðalatriðum góður almennur skóli þar sem íslensk æska fær í langflestum tilfellum mjög frambærilegt skyldunám. Skyldunámið og sambærilegur námsgrundvöllur allra á því stigi hefur raunar lengi verið talið grundvallaratriði þeirrar stéttleysismenningar, sem einkennt hefur Island Iengst af og sátt er um. Grunnskólinn er hins veg- ar síður en svo gallalaus og breyttir tímar kalla á breyttar kröf- ur. Það er þörf á meiri fjölbreytni og sveigjanleika í innra starfi og aukið sjálfstæði skóla er æskilegt og að tryggt sé að ýmis stoðþjónusta og sérkennsla fáist handa öllum þeim sem á henni þurfa að halda. í öðru lagi HafnarQarðarbær hefur nú viðrað drög að almennu útboði kennslu í Aslandsskóla. Hugmyndin er að fá einkaaðila til að sjá um kennsluna á eigin ábyrgð í samræmi við tilteknar kröf- ur og að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Avinningurinn er að dómi bæjaryfirvalda aukin hvatning og árangur í skólastarfi og „aukinn sveigjanleiki til að reka hagkvæmar rekstrareining- ar og hvatning til aðhalds við fjármálastjórn.“ í þriðja lagi Hafnfirðingar setja ýmsa faglega varnagla í útboðsgögnum sín- um varðandi þessa nýbreytni og greinilegt að þeir vilja stíga varlega niður. Hins vegar breytir það ekki því að einkavæðing hverfísskóla í almenna skólakerfinu er gríðarleg varasöm grundvallarbreyting. Þar er stigið stórt skref í átt að einka- skólakerfi við hlið þess almenna og um slíkt er ekki og verður varla þjóðarsátt. Rökin um fjölbreyttara skólastarf eru léttvæg í ljósi nýrra samninga kennara og breytinga sem fyrirsjáanlega eru að koma inn í almenna skólann. Og þótt skólamál séu vissulega þungur rekstrarliður, þá mega sparnaðarástæður ein- ar og sér ekki umturna skólakerfinu um leið og það flyst frá ríki til sveitarfélaga. Slíkt er algjör uppgjöf. Meirihlutinn í Hafnarfirði er því á villigötum, sem er áhyggjuefni, því þetta er fordæmi sem varðar okkur öll, ekki bara Hafnfirðinga. Birgir Guðmundsson. Lögmaður með kjaft Garri hefur aldrei verið sérslak- Iega hrifinn af lögfræðingum og er á því að margir skúrkar séu þar innan um og saman við. Það eru helst lögmenn á borð við Perry Mason og Matlock sem hafa hrært hjartað Garra til hrifningar, enda eru þeir báðir í útlöndum og hafa aukinheldur aldrei verið til. En Garri hefur sem sé alltaf haft heldur illan bifur á íslenskum lögmönn- um sem eru til, eða þykjast vera það. Á þessu er þó ein und- antekning, og heitir Sigurður G. Guð- jónsson. (Eldd hefur Garri hugmynd um fyrir hvað G-ið stend- ur, kannski Gari- baldi, nú eða bara Garri. Sigurður Garri Guðjónsson, það hljómar helvíti vel). Sigurður G. Guðjónsson talar og skrifar mannamál og fetar ekki krókótta og villugjarna stigu lagamáls og frasa þegar hann beinir orðum sínum til ráðamanna og annarra. Fræg var greinin í Degi um árið þegar Sigurður tók Kjartan Gunnars- son og fleiri fogla í bakaríið og uppskar meiðyrðamál sem hann síðan vann. Og enn hvín í kjaft- inum Sigurðar G.(Gribaldis?). BíBí og bullariim Sigurður hefur sem sé skrifað aðra grein í Dag, nánar til tekið í gær, og þar talar hann heldur aungva tæpitungu og ýmsir fá til tevatnsins, ekki síst mennta- málaráðherrann BB (sem stendur ekki fyrir Bæjarins Besti). Sigurður segir m.a. að heimasíðupistlar Bíbís séu: „Annars vegar lof um hann sjálfan og þá sem honum eru þóknanlegir og hins vegar árás- ir, aðdróttanir eða rógburður V um andstæðinga eða ímyndaða andstæðinga." Þá eru þeir BíBí og Hannes Hólmsteinn nefndir „geirfuglar íslenskra stjórnmála" og minnst á „bull" HH á Skjá einum, sem m.a. sé í eigu „fjárhúsfélaganna Páls Kristjáns Pálssonar og svo- kallaðra Hagkaupsbræðra." Og Sigurður getur ekki held- ur stillt sig um að minnast enn og aft- ur og Kjartan Gunn- arsson, sem hann uppnefnir eða rétt- nefnir nú „bitlinga- þega" Sjálfstæðis- flokksins. Sigurður K. Þetta er allt saman glæsilegt og blússan- di kjaftur á lög- manninum, án þess þó kannski að sé efniviður í meiðyrðamál. En það sem kannski vekur mesta athygli í grein Sigurðar og mun væntan- lega hafa mesta eftirmála er eft- irfarandi: ,,..,en þáverandi for- maður fjármálaráðs Sjálfstæðis- flokksins ásamt nokkrum öðr- um valinkunnum sjálfstæðis- mönnum, sem settu Elínu Hirst yfir fréttastofu Stöðvar 2, að eigin áliti til að tryggja hags- muni Sjálfstæðisllokksins, með þeim orðum: „Þú sérð til þess að við vinnum Borgina," svo notuð séu orð Elínar í samtali við mig og Sigurjón Sighvatsson á árinu 1995." Ja, Ijótt er ef satt er og vænt- anlega munu fréttamenn snimmendis vaða í hina harð- skörpu Hirst til að Ieita staðfest- ingar á þessum meintu ummæl- um hennar. Sigurður K. (Kjaftur) Guð- jónsson hefur talað og nú eins og fyrr hriktir í röftum Valhallar. - GARRI ELIAS SNÆLAND JÓNSSON SKRIFAR Það hlýtur að vera óþægilegt fyr- ir forsætisráðherra að þurfa að vísa einum nánasta samstarfs- manni sínum úr ráðherraemb- ætti einu sinni, en óvenjuleg óhamingja að |)urfa að reka sama manninn tvjsvar. Þetta hefur þó Tony Blair, forsætisráðherra Breta, neyðst til að gera - nú síð- ast vegna þess að félagi hans Pet- er Mandelson gaf rangar eða í það minnsta villandi upplýsingar sem kollegi hans endurlók í góðri trú í neðri málstofu breska þingsins. í Bretlandi er það höfuðglæp- ur ráðherra að gefa þinginu rangar upplýsingar. Þess vegna var brotthvarf Mandelsons úr ráðherraembætti, og þá um leið úr innsta valdahring Verka- mannaflokksins, óumflýjanlegt, og það örfáuni mánuðum fyrir væntanlegar þingkosningar. Þetta er áfall fírir Blair. Falliim foringi Afstaða þingsins Almennt er viðurkennt að þrír menn hafi átt mestan þátt í því að breyta breska Verkamanna- flokknum svo rækilega að honum tókst að vinna mikinn kosningasigur og komast til valda eftir hátt í tveggja áratuga pólitíska eyði- merkurgöngu. Það voru félag- arnir Tony Blair, Gordon Brovvn, fjármálaráð- herra, og Pcter Mandelson. Og hlutur hins síð- astnefnda í þeirri umbyltingu var mikill; hann var af mörgum tal- inn hugmyndafræðingur „Nýja Verkamannaflokksins" og sá sem mótaði þá nýju fmynd scm leiddi til sigurs. En Mandelson var ekki allra. Hann var afar viss um eigin snilli og eignaö- ist' því marga óvini utan flokks sem inn- an. Margír grétu það því ekki þegar hann neyddist til að segja af sér árið 1998 vegna fjár- málatengsla við auðkýfing. Vin- átta Blairs og Mandelsons hélst óbreytt og við fyrsta tæki- færí var hinn brottrekni geröur að ráðherra á nýjan leik. Og gegntli starfi sínu að flestra mati ágætlega, auk þess sem hann var áfram lykil- maður við undirbúning Verka- mannaflokksins vegna þingkosn- inga sem talið er víst að verði haldnar í síðasta lagi í maimán- uði. Nú er þetta allt fvrir bí. Mand- clson skýrði ekki rétt frá afskipt- uni sínum af því þegar indversk- ur auðkýfingur fékk breskan rík- isborgararétt. Þetta varð að stór- máli þegar hinar röngu upplýs- ingar voru endurteknar í þing- inu. Ymislegt má læra af þessari dramatísku atburðarás. Hún hef- ur staðfest hið gamalkunna að þeir sem fljúga hátt og hratt gcta búist við því að falla þeirra verði mikið. Merkilegra er þó að sjá enn á ný hversu alvarlegum aug- um breska þingið lítur það ef ráðherrar gefa þingheimi rangar upplýsingar, jafnvel í minni hátt- ar málum. Það mætti vera öðr- um þjóðþingum til eftirbreytni. Peter Mandelson: brotthvarf hans er áfall fyrir Blair á kosningaári. Hvaðfannstþér um laga- val Gísla Helgasonará þingpöllum? (Þegar öryrkjafnimvarpió var samþylikt spilaði Gísli þjóð- sönginn á blokkflautu.) Magmís Kjartansson „Mér fannst gott hjá Gísla að spila eitthvað íslenskt, ef einhver af þessum ungu út- varpsmönnum hefði verið þarna í sporum Gísla hefði hann vafab't- ið rcynt við eitthvað með Jennifer Lopcz eða álíka. Aftur á móti geta komið upp spurningar um sæmd- arrétt; að setja lag sem er jafnsam- ofið íslensku þjóðlífi saman við það rapp er frarn fór í þingsölum þetta kvöld." Gestur Einar Jónasson útvarpsmaður á Rás 2. „Miðað við við- brögð almenn- ings við öryrkja- málinu kom hug- mynd og framtak Gísla ekki á óvart. Það kom líka á daginn að eins og ævinlega gerist þegar þjóðsöngurinn er spilaður þá grípur fólk eitthvað fát, fum og vandræðagangur - hvað jiá þegar söngurinn er spilaður á þingpöll- unum á blokkflautu. Auðvitað hefði Gísli einnig getað spilað önn- ur lög við jietta sama tilefni, svo sem Sjá dagar konia. Það lag hefði ekki síður hæft bæði stað og stund." Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona. „Mér finnst þetta allt í Iagi, þjóð- söngurinn er lag íslensku Jijóðar- innar og hver listamaður á að flytja hann frá eigin hjarta. Við þetta sama tilefni hefði Gísli cinnig geta flutt graf- skriftarsálm yfir íslensku ríkis- stjórninni, svo sem Kallið er kom- ið. Mér linnst að ríkisstjórnin hafi brugðist íslensku þjóðinni í þessu máli því öll getum við orðið öryrkj- ar á einu andartaki og þar er eng- inn undanskilinn. Það rnunaði litlu að þannig færi fS'rir Ingibjörgu Pálmadóttur. Enginn veit sína æv- ina fyrr en öll er.“ liljómlistarmaour. Rúnar Jiílíusson tónlistarmaður í Keflavík. „Ég tel að þetta bafi verið vel til fundið hjá Gísla. Þjóðsöngurinn er auðvitað stórkost- legur en vera má að einhver meiri |iungi sé í texta einhvers annars lags sem betur hefði hæft tilefn- inu. Það er hins vegar ekki endi- lega víst að jiað hæfi alltaf kröfu- gerðum að grípa til aðgerða af þessum toga jiegar heimta skal peninga úr ríkissjóði, fólk verður að skilja að ríkið sem jiað er að gera kröfur til er það sjálft þegar öllu er á botninn hvolft. Ég veit lil dæmis ekki hvort það hefði hæft framhaldsskólakennurum ef þeir hefðu farið þarna um daginn og sungið Það er leikur að læra.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.