Dagur - 27.01.2001, Blaðsíða 2

Dagur - 27.01.2001, Blaðsíða 2
26- LAUGARDAGUR 27. J A N Ú A R 20 0 1 FRÉTTIR Ik^ur Reynsluleysi mitt í pólitískri refskák Ami Steinar Jóhanns- son segir að reynslu- leysi sitt í pólitískri refskák hafi orðið til þess að hann gerði ekki athugasemd við hið umdeilda bréf Hall- dórs Blöndals til Hæstaréttar. Forseti Alþingis hað varafor- seta uiii algeran trúnað þegar hann sýndi þeim bréfið og hatt þar með hendur þeirra. Árni Steinar Jóhannsson, þing- maður VG og einn af varaforset- um Alþingis, hefur verið gagn- rýndur fýrir það að gera ekki at- hugasemd við hið mjög svo um- deilda bréf sem Halldór Blöndal sendi forseta Hæstaréttar til að biðja um útskýr- ingar á öryrkja- dómnum. „Vel má vera að reynsluleysi mitt í svona pólitískri refskák, hafandi setið á þingi í að- eins eitt og hálft ár hafi orðið til þess að ég treysti jafnreyndum stjórnmálamanni og Halldóri Blön- dal í þessu máli. En það er greini- Iegt að maður _______ þarf að tileinka sér úthugsaða pólitíska klæki og það skal ekki standa á mér með það í framtíðinni. Eg skal líka við- urkenna að það hvarflaði ekkj að mér að Hæstiréttur Islands gæti Árni Steinar Jóhannsson, varaforseti Alþingis. svarað svona bréfi á þremur klukkutímum eftir að það harst honum um klukkan I 7.00 þennan dag. Líka taldi ég vonlaust að hann myndi svara bréfinu. Síðan hefur svo komið í ljós að það var ekki samstaða innan Hæstarétt- ar um að svara hréfinu," segir Árni Steinar í samtali við Dag. Bað um trúiiad Hann segir að Halldór Blöndal hafi beðið þá varaforseta Al- þingis sem þarna voru um algeran trúnað þegar hann sýndi þeim hréfið á óhefð- bundnum skyndifundi í for- sætisnefnd en aðeins þrír forsetar þingsins voru þá í húsinu. „Halldór bar lýrir sig þráláta beiðni í umræðunum að hann skæri úr um hvort verið væri að fremja stjórnarskrárbrot. ÍVlinn skilningur var sá að hann væri að senda þetta bréf og það ætti að- eins að vera milli hans og forseta Hæstaréttar, þannig að Halldór gæti verið viss um sinn skilning og úrskurð um hvort verið væri að fremja stjórnarskrárbrot eða ekki en ekki sem áróðursplagg fyrir rík- isstjórnina. En þar sem Halldór bað um algeran trúnað gat ég ekki farið á fund félaga minna í þing- flokki VG og kvnnt þeim málið og leitað ráða. Trúnaðurinn girti fyrir allt slíkt. Það má hins vegar kenna það reynsluleysi mínu að hafa ekki gert þarna athugasemd og fvrir- vara við málið,“ segir Árni Steinar. Hann segir að þessi mál verði yfirfarin og skoðuð í lörsætis- nefndinni og síðan verði að fara með þessi mál inn í þingið. Hjá því verði ekki komist. Það verði ekki komist hjá því að ræða sam- skipta hins þrískipta valds í land- inu. - S.DÓR Vanhæfir dómarar- samþykktu hréfið Meirihluti Hæstarétt- ardómara þjónar undir meirihluta þings og ríkisstjómar, segir stjónnnálaJræðingur. Engínn samherja for- seta Hæstaréttar tók þátt í öryrkjadómnum - tveir vegna vanhæfis. Hæstiréttur tók sér lög- gjafarvald. Svanur Kristjánsson stjórnmála- fræðingur segir að bréf forseta Hæstaréttar til forsætisnefndar AI- þingis sé fullkomlega óeðlileg ný- hrevtni, sem engin rök hafi verið færð fyrir. „Þessi nýbreytni er hættuleg, því þjóðin þarf að hafa tráust á lykilstofnunum þjóðfélags- ins. Dómarar þurfa að fara eftir ákveðnum hlutlægum reglum, en þarna er meírihluti dómaranna að þjóna undir meirihluta löggjafar- valdsins og ríkisstjórnarinnar með óeðlilegum hætti. Þetta grefur undan trausti á dómstólnum og nú þurfum við öll í sameiningu að stuðla að því að dómstólarnir öðlist traust á nýjan Ieik,“ segir Svanur. Samræmd aðgerð Svanur segir ljóst að bréfaskriftirn- ar hafi verið samræmd aðgerð. „Það sést á tímasetningum. Bréf forsætisnefndar var sent kl. 17 og kl. 20 er Hæstiréttur búinn að af- greiða málið. Það var því vitað að von væri á bréfi forseta þingsins. Einnig er athyglisvert, í Ijósi prent- unartíma Morgunblaðsins, að blaðið birti morguninn eftir langan og ítarlegan leiðara um þetta efni. Svanur Kristjánsson: Nýr meirihluti dómara sem ekki tóku þátt í ör- yrkjadómnum, svo sem vegna van- hasfis. Gunnar Helgi Kristinsson: Bréf for- seta Hæstaréttar „afar einkenni- legt". sem þýðir að ritstjórar blaðsins hafi veriö mjög vel með á nótunum um hvað væri að gerast." Svanur telur að sending bréfsins sé alvarlegt bakslag á þróun aukins sjálfstæðis Hæstaréttar. Hann bendir á að Hæstiréttur er klofinn og að meirihlutinn sem lagði bless- un á bréfasendingu forseta Hæsta- réttar sé auk forsetans samsettur af fjórum dómurum scm á engan hátt tóku þátt í öryrkjadóminum. „Þarna eru meðal annars lÁTrum ríkislögmaður og fyrrum ráðuneyt- isstjóri, sem líklega hafa verið tald- ir vanhæfir til að dæma í málinu til að byrja með. Þeir hafa þá ekkert síður verið vanhæfir til að svara bréfi forseta Alþingis," segir Svan- ur. Tekur sér löggjafarvald Gunnar Helgi Kristinsson stjórn- málafræðingur segir að bréfsend- ingin sé „afar einkennileg" og sömuleiðis að forsætisnefnd þings- ins komi Hæstarétti í þá óþægilegu stöðu að krefjast svara. „Rétturinn hefur ekld farið inn á þessa braut fýrr og góðar og gildar ástæður lýr- ir því. Þær varða að sumu leyti sjálfstæði réttarins og sumu leyti það, að rétturinn hefurekkert póli- tískt umboð. Um leið og rétturinn er farinn að útskýra dóma sína er hann farinn að taka sér löggjafar- vald - segja til um hver sé hin al- menna regla. Rétturinn er ekki kosinn og hefur ekkert umhoö til þess.“ Gunnar Helgi segist sammála Sigurði Líndal um að hugsanlega séu þessir atburðir upphafið að stofnun stjórnlagadómstóls. „Ef dómstóll á á einhvern hátt að taka þátt í pólitískum málum þá verður hann að vera tengdur hinu póli- tíska valdi, því annars gerist það óhjákvæmilega að menn troða sín- um dómurum inn í réttinn hvort eð er. Miðað við hve Hæstiréttur hefur verið á pólitískt v'iðkvæmum slóðum undanfarið er þcss ekki langt að bíða að menn velti fyrir al- vöru fyrir sér pólitískri skipan hæstaréttardómara. Án sérstaks stjórnlagadómstóls hefur Hæsti- réttur nú óþægilegt val; að þora aklrei að taka á pólitískum við- fangsefnum, en vitandi að enginn annar gerir það,“ segir Gunnar Helgi. - FÞC Sjö sækja um Hæstarétt Sjö sækja um stöðu hæstaréttardómara, en umsóknarfresturinn rann út í fyrradag. Staða við réttinn losnar um 1. mars þegar Hjörtur Torfa- son Iætur af störfum. Þeir sem sækja um stöðuna eru hæstaréttarlög- mennirnir Dögg Pálsdóttir, Sigurður G. Guðjónsson, Sigríður Ingv- arsdóttir og Ingihjörg Þ. Rafnar og héraðsdómararnir Hjördís Björk Hákonardóttir, lngibjörg Benediktsdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir. - sbs. Barnakór Hornafjaröar hlaut verðlauuín Barnakór Hornafjarðar hlaut menningarverðlaun menningarmála- nefndar sveitarfélagsins fyrir árið 2000. Barnakórinn hefur starfað í nokkur ár og hefur starfsemin sífellt verið að aukast. Nú starfar kór- inn í tvennu lagi, yngri og eldri hópur, og eru um 40 börn í hvorum hóp fyrir sig. Stjórnandi kórsins er prestsfrúín, kírkjuorganistinn og tónlistarkennarinn Kristín Jóhannesdóttir. Nýr leikskóli, Krakkakot, var vígður á Hornafirði á fimmtudag. Þar bætast við um 50 heilsdagspláss, en fyrir eru í sveitarfélaginu tveir aðrir leikskólar með saintals um 120 heilsdagsplássum. Með Krakka- koti er hægt að sinna öllum þörfum niður í tveggja ára aldur barn- anna. Albert Eymundsson, bæjarstjóri, segir að það sé sveitarfélagi á landsbyggðinni gríðarlega mikilvægt að geta boðið upp á leikskóla- pláss ef lokka eigi fólk til búsetu á landsbyggðinni, það sé það fýrsta sem ungt fólk spyrji um þegar búferlaflutningur komi til tals. - GG Sjómenn samþykkja verkfaHsboðim Sjómenn í Verkalýðsfélagi Húsavíkur hafa samþykkt að fara í verkfall 15. mars nk. hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 82,6% þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni sögðu já- Sjómannafélag Eyjafjarðar hefur einnig samþykkt verkfall, en 83% þeirra sem þar greiddu atkvæðu sam- þykktu það. Aðeins 30% félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og segir formaður félagsins, Konráð Al- freðsson, það áhyggjuefni en það sé í samræmi við það að „alvöru" sjó- mönnum sé stöðugt að fækka. Þar á Konráð við að stöðugt fleiri sæki í skipspláss tímabundið, t.d. að afla sér góða tekna í takmarkaðan tíma, Konrád AlfreðSSOn formaður Sjó- en hyseist ckki j»era siomennskuna r,f r- ■ t- * að xvist'irfi - cc mannafelags Eyjafjaroar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.