Dagur - 27.01.2001, Blaðsíða 4

Dagur - 27.01.2001, Blaðsíða 4
28 — LAUG/IRDAGUR 27. J A N Ú A K 200 1 FRÉTTIR Hugsanlegt er að aðeins verði ieyft að selja soðin svið í framtíðinni vegna salmonellu. Þessi ungi maður þarfþó ekki að hafa áhyggjur af salmonellu enda fyrsta flokks vara sem hann gæðir sér á. Salmonellusvið á HomaOrði Framkvæmdastjóri Goða segist líta málið mjög al- varlegum augum. Salmonella hefur greinst í sviðum hjá sláturhúsi Goða á Hornafirði og hefur sala sviðahausa frá sláturhúsinu verið stöðvuð til neytenda. Grunur um smit- ið kom upp í lok síðustu sláturtíðar en það er fyrst nýverið sem húið er að greina hjá emhætti yfirdýralæknis að um óyggjandi salmonellu sé að ræða. I fyrra kom einnig upp salmonella t svið- um á Sauðárkróki. Sviðaneysla almennings er í hámarki nú á þorranuin en Kristinn Þór Geirs- son, framkvæmdastjóri Goða, segir að landsmenn þurfi engar áhyggjur að hafa vegna málsins. „Við stöðvuðum söluna snarlega frá þessu húsi strax og grunur kom upp. Nú er loks komin staðfesting um að veikt salmonellusmit hafi verið að ræða. Salmoneilan er ekki kröftugri en það að hún drepst við 55 gráðu hitastig," segir Kristinn Þór. Að sögn framkvæmdastjórans er því ekkert sem hendir til að neytendur hafi skaðast Vegna málsins en til umæðu munu vera hugmyndir um að selja ein- göngu soðin svið í framtíðinni. Hann segir erfitt að segja til um hvað valdi salmonellunni. Það sé ekki fullrann- sakað. Alvarlegt mál Almennt hefur sala á þorramat verið mjög góð að sögn Kristins Þórs og hafa menn varla undan að framleiða. Svip- aða sögu er að segja hjá öðrum kjöt- framleiðendum þannig að landsmenn virðast blóta þorra sem aldrei íý'rr og þar eru sviðin vánsæl sem fvrr. „Það er erfitt að spá fý'rir um hvað þetta þýðir fyrir sviðasöluna almennt. Dýralæknar gera ekki mjög mikið úr þessu en við lítum þetta mjög alvarlegum augum svona mitt í allri salmonclluumræð- unni. Auðvitað geta svona tilfelli skað- að söluna, a.m.k. tímabundið," segir fra m kvæ m da s tj ó ri G oð a. Ekki náðist í yfirdýralækni vegna málsins. — BÞ FRÉTTA VIÐTALIÐ jDMptr Pottverjar hafa veriö að skemmta sér yfir listanum yfir þá sem sækja um stöðu hæstaréttardómara. Þar cr strax eitt nafn sem vekur sér- staka athygli og pottverjar telja margir að óhætt sé að útnefna ólíklegast til að hreppa dómara- sætið. Þetta er nafn Siguröar G. Guðjónssonar hrl. Siguröur er vissulcga hæfur til að gegna starf- inu, svona almennt séð, en hann er þó varla hæfur í flokkslegum skilnmgi en það er scm kunnugt er Sólveig Pétursdóttir sem ræður dómarann! Og ekki er grein Sig- urðar í Degi í gær, þar sem hann talar með tveimur hrútshomum við Björn Bjarnason, Kjartan Gunnarsson og Hannes Hólm- stein líkleg til að auka á vinsældir lians hjá sjálfstæðismömium, þar á meðal þehn Davíö og Sólveigu sem auðvitað ráða þessari ráðningu... Sigurður G. Guðjónsson. Sóiveig Pétursdóttir. En þaö er fleira sem vekur athygli á umsækjenda listanum og það er nafn Ingihjargar Þórunnar Rafn- ar hrl. í potthium velta menn þvinú fyrirsér livort Ingihjörg hafi verið beðin um að sækja, en sem kunnugt er hefur nýlega komiö fram kvörtun um að í Hæstarétt vantaöi lögmenn ineð reynslu úr al- meimum lögmannsstörfum og málafærslu. En Ingi- hjörg er sem kunnugt er eiginkona Þorsteins Páls- sonar, sendihcrra og fyrrverandi ráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokksins. Að minnsta kosti telja margir pottverjar ólíklegt aö manneskja chis og Ingibjörg hafi sótt um án þess að vera búinn að kaiuia jaröveghm lyrst... En livort sein Þorsteinn Pálsson mmi bæta viö titla sína orðinu „dómaramaM" eöa ekki, þá þykir nokkuð ljóst eftir síöustu ráðn- ingu í réttinn, að næsti hæstarétt- ardómari verði kona. 1 þeim efn- um horfa memi þá kannski ekki síður til héraósdómaranna sem sækja, Ingibjargar Bcnediktsdótl ur, Hjördísar Hákonardóttur og Sigríðar Ingvars- Runólfur Ágústsson rehtor Viðskiptaliáskólans að Bifriist í Borgarfiiði Viðskiptaháskólinn að Bif- röst mun taka upp kennslu til fyrsta háskólaprófs á sviði viskiptafræða samkvæmt samtiingi sem staðfesturhefur verið afjjármálaráðherrafh. ríkissjóðs. Nemendiun á Bifröst mun fjölga um helming - Hvaðci jTjðingu hefurþettafyrir Viðskiptcihcí- skólctnn að Bifröst? „Þessi samningur eykur fyrst og fremst svig- rúm okkar, gert er ráð fyrir verulegri fjölgun nemenda en í dag erum við með um 1 70 nem- enda ígildi miðað við 30 eininga nemendur en árið 2003 er gért ráð Ivrir að nemendafjöldinn verði kominn upp í 300 nemenda ígildi, eða nánast tvöföldun. Til aö undirbúa þá Ijölgun hefúr verið samþykkt nýtt deiliskipulag fvrir Bifrastarsvæðið sem gerir ráð fyrir verulegri uppbyggingu hér á þessum tíma. Við hiifum líka kvnnt nýja námsbraut sem við erum að þróa og stefnt er að hefja í haust, þ.e. viðskipta- lögfræði." - Heftir staðsetning skólcins í dreifbýli Jrró- un sitólans og sókncnfæri? „Staösetning skólans er tvímælalaust einn af hans helstu kostum. Það hefur hins vegar kall- að á það að við höfum þurft að Icggja meiri áherslu en aðrir á upplýsingatækni til að ylir- vinna mögulega galla. Við skólann stunda um 40 nemendur fjarnám í dag og við gerum róð fvrir að sú tala eigi eftir að hækka umtalsvcrt." - Þessi cntkning netnendafjölclci og upp- Ingging Bifrastarsvæðisins kostar væntanlega mntcilsvert fjármagn? „Skólinn er sjálfseignarstofnun sem hefur ekki hagnað að markmiði, en reksturinn geng- ur hins vegar vel og stendur lyllilega undir sér. Eftirsókn eftir námi er mjög mikil en umsóknir lýrir vfirstandandi skólaár voru þrefaldar við það sem hægt var að anna og fyrir komandi skólaár eru þegar farnar að berast umsóknir, bæði í hefðbundið viðskiptanám og ekki síöur þetta nýja viðskiptalögfræðinám. Það er mjög breiður hópur scm sækir hér um skólavist og við búum sv'o vel að geta valið gott fólk inn í skólann en höfum haft þá stefnu að velja mjög breiðan hóp, gæta þess í inntökuferlinu aö hafa mikla hlöndun í nemendahópnum." - Er ekki æskilegt að þctð sé einhver önnnr staifseini í sambýli við Bifröst, jafnvel ctnnar slióli? „Það búa um 300 manns á Bifrastarsvæðinu í dag og við reiknum með að íbúafjöldinn fari í 500 manns í lok samningstímans eftir 3 ár. Það var einnig gengið frá uppbyggingu svæðisins viö Borgarbyggð sem tekur yfir veitumál og önnur hefðbundin sveitarfélagaverkefni. Borgarbyggð rekur leikskóla á svæðinu, og það er grunnskóli í nágrenninu að Varmalandi þar sem verulegur fjöldi nemenda er frá Bifröst. Það er alþckkt dæmi að þar sem háskóli rís og kringum þá byggist þéttbýli að þangað laðast að ýmiss starf- semi. Við sjáum hvaða áhrif Háskólinn á Akur- eyri hefur á slíka starfsemi og við höfum tekið frá landsvæði á lóðinni lyrir framtíðaruppbygg- ingu rannsóknar- og þjónustuhúsnæðis, en vdð- ræður um það eru ekki hafnar." - Það er stefiit að þvt að hefja kennslu i við- skiptalögfi'æði. Hvers koncir lögfræði er Jtað? „Þróunarhópur vinnur að því að móta inntak þess náms og á að skila niðurstöðum til há- skólastjórnar fýrir I. mars. Viðskiptalögfræði er nám sem hefur verið að breiðast út í Evrópu. Dönsku atvinnurekendasamtökin kölluðu t.d. eftjr svona námi, og Viðskiptaháskólinn í Kaup- mannahöfn bíður upp á 3ja ára BS-nám en annars staðar lýkur náminu yfirleitt með BA- gráðu. Þörf atvinnulífsins fv'rir stjórnendur sem hafa þekkingu á stjórnun og viðskiptum en jafnframt þekkingu á lagalegum hliðum þeirra þátta. Eg hef verið að gæla við það að helming- ur þeirra námskeiða sem nemendur á þessari námsönn tækju væru grunnkúrsar í viðsldpta- fræði og hinn helmingurinn kúrsar í viðskipta- lögfræði, þ.e. í viðskiptarétti á breiðum grund- velli. Það fólk sem hefur útskrifast frá \ið- sldptaháskólanum í Kaupmannahöfn hefurv'er- ið geysiv'insælt á vinnumarkaðnum, t.d. hjá fjár- málafyrirtækjum, verðhréfasölum, upplýsinga- fvrirtækjum, útllutningsfvTÍrtækjum og fi'rir- tækjum á alþjóðlegum markaði. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.