Dagur - 10.02.2001, Blaðsíða 6
30 - LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 20 0 1
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: elías snæland jónsson
Aðstoðarritstjóri: BIRGIR guðmundsson
Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVlK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Simar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði
Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
NetfÖng auglýsingadeildar: valdemar@dagur.is- augl@dagur.is-gestur@ff.is
Simar auglýsingadeildar: (REYkjav(k)563-1615 Amundi Ámundason
(REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Pðll Reyniss.
(AKUREYRI)A60-6192 Valdemar Valdemarsson
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyrij 551 6270 (reykjavík)
Enn með sólgleraugun
í fyrsta lagi
Það er bjartsýni ríkjandi í sinni Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra ef marka má tóninn í ræðu hans á Viðskiptaþingi í fyrra-
dag. Hann talaði þar um að stjórn efnahagsmála væri í nán-
ast eins góðum farvegi og hugsast gæti og það væri varasamt
að leggja eyrun við málflutningi „dómsdagsölumanna og svart-
sýnisprangara1', enda veittu slíkir menn ekki góða leiðsögn
þegar djarft þyrfti að tefla. Góðærissólgleraugun sem Sig-
mund gaf Davíð, eru því enn á nefi forsætisráðherra, enda vill
hann gera lítið úr því að blikur séu á lofti og breyting til hins
verra í efnahagsmálum.
í öðru lagi
Vissulega má taka undir það með Davíð að 1,6% hagvöxtur,
sem Þjóðhagsstofnun spáir í ár, sé ekki ígildi kreppu og dauða,
þó það sé miklu minna en við höfum haft. Hins vegar er það
ekki heldur neitt tilefni til að beija sér á brjóst í tilraun til að
koma þjóðinni í óverðskuldað bjartsýniskast. Það er miklu
nær að viðurkenna hreint út að það hefur dregið ský fyrir sólu
og sólgleraugnasinfóníur eiga ekki lengur við.
í þriðja lagi
Enda er tónninn allur annar í skýrslu Verslunarráðs til þessa
sama Viðskiptaþings og forsætisráðherra var að ávarpa. Þar er
einmitt bent á að uppsveiflan sé á enda, og sú neysludrifna
þensla sem hér hefur verið standist ekki til lengdar. Ymis
hættumerki séu hins vegar sýnileg. Raunar vakna spurningar
um hvort forsætisráðherra trúi því yfirleitt sjálfur að efnahags-
stjórn hans sé jafnstyrk og hann vill vera láta. I það minnsta
hljómar það frekar ótrúverðugt að hann í einni og sömu ræð-
unni lýsir því annars vegar yfir að hann hafi náð „fullum tök-
um á þenslunni", en treysti sér hins vegar ekki til að lækka
vexti fyrr en „stjórnvöld hafa sannfærst um að verulega hafi
dregið úr þenslu"!!
Birgir Guðmundsson
Nýja hávaxtarstefiian
Garri er á móti misrétti í
hvaða mynd sem er. Þess
vegna hefur hann andstyggð á
kynþáttafordómum, kynjamis-
rétti og launamun sem ræðst
af kynferði eða kynþætti. Eins
og kunnugt er þá hefur, þrátt
fyrir öfluga jafnréttisbaráttu í
áratugi, ekki tekist að koma á
og festa í sessi „sömu laun fyr-
ir sömu vinnu" á fslandi. Kon-
ur hafa lægri laun en karlar og
nýbúar af báðum kynjum hafa
vfirleitt lægri laun en inn-
fæddir af báðum kynj-
um. Þetta er auðvitað
til skammar fyrir þjóð-
félagið og eru allir í
raun sammála því en
ekkert gerist. Ekki
frekar en í kjarasamn-
ingum þegar allir eru
sammála um að hækka lægstu
laun en þegar upp er staðið
frá samningaborðum hafa þeir
minnstu ævinlega fengið
minnst.
Hæðarmis-
miinim
Garri hefur, eins og víst flest-
ir, ávallt staðið í þeirri trú að
Iaunamisrétti væri bein aflcið-
ing af kynjamun eða kynþátta-
mun. Hann kom því algjörlega
af fjöllum þegar nýbirt launa-
könnun á kjörum félaga í
Verslunarmannafélagi Reykja-
víkur leiddi í ljós að ástæður
launamismununar eru ekki
fyrst og fremst kynferðis- eða
kynþáttabundnar heldur ein-
nig og ekki síður útlitslegar.
Það kom sem sé fram í
könnuninni að útlitið skiptir
eiginlega meginmáli í launa-
málum. Þannig hafa hávaxnir
karlar um 37 þúsund krónum
hærri laun en lágvaxnir. Og
hæstu konurnar um 18 þús-
u nd krónum meira en þær
lægstu. Ennfremur að rauð-
hærðar konur og dökkhærðir
V
karlar hafa mun hærri laun en
Ijóshærðir af háðum kynjum.
Og síðast en ekki síst, þá borg-
ar sig að vera fúll, eða í það
minnsta alvarlegur í vinnunni,
því þeir brosmildustu eru
jafnan á lægri launum en hin-
ir önugustu.
Þetta þýðir að lágvaxið, Ijós-
hært og glaðlynt fólk á sér
ekki viðreisnar von í þjóðfé-
laginu og er t.d. biskupinn yfir
íslandi því stórhcppinn að
vera ekki Iíka ljóshærður.
Útlitið er
allt
Þetta skýrir hins veg-
ar ýmislegt sem áður
var hulið varðandi
málnotkun og hugtök
margvísleg, sem nú liggja all-
gjörlega gegnsæ og ljós fyrir.
Hugtakið „Iáglaunastefna"
fær alveg nýja merkingu og
þýðir einfaldlega að hinir lág-
vöxnu fái ævinlega Iægstu
launin. Og „hávaxtastefna"
merki á sama hátt það að
greiða beri hávöxnum betur
en lágvöxnum. „Svört laun“
þýða auðvitað yfirborganir til
dökkhærðra einstaklinga. Og
svo mætti lengi telja.
Þetta eru út af fyrir sig
ánægjulegar fréttir. Því þetta
felur það í sér að kynjamisrétti
og kynþáttafordómar eru
minni á íslandi en hingað til
hefur verið haldið fram. Það
er sem sé ekki aðalatriðið að
vera af réttu kyni eða kyn-
þætti. Ollu skiptir að vera há-
vaxinn, dökkhærður og
drungalegur en ekki lítill, ljós-
hærður og hýr.
Utlitið er sem sé allt. Eins
og reyndar margir hafa haldið
frani lengi og hefur nú sann-
ast.
GARRI
Framreikniiigar og
óskhyggja
Þegar vinstri stjórnin tók völdin
1971 var ákveðið að reka hcrinn
úr Iandi. Þá kom upp vandamál.
Enginn vissi hvernig átti að starf-
rækja Keflavíkurflugvöll, því
hann var þá sem nú sáralítið not-
aður af íslendingum, sem höfðu
ekkert bolmagn til að reka það
mannvirki á eigin kostnað.
Frönsku ráðgjafafyrirtæki voru
greiddir nokkir milljónatugir
króna til að gera áætlun um
framtíðarrekstur vallarins. I ljós
kom að framtíðin var björt. Tekn-
ar voru saman tölur um aukn-
ingu ferðamannastraums úr núlli
1946 til 1970. Aukningin nam
hundruðum eða þúsundum pró-
senta. Svo var framreiknað til
ársins 1980 og þá átti umferðin
að vera orðin svo mikil að flug-
vallarreksturinn var tryggður og
vel það.
Þá tók talnaglöggur maður sig
til og framreiknaði með sömu að-
ferð áframhaldandi aukningu
fjölda ferðamanna. Látið var
duga að reikna út hver yrði fjöldi
ferðamanna aldamótaárið.
Niðurstaðan var sú að árið
2000 kæmi hver íbúi jarðarinnar
tvisvar á ári til Islands sem
túristi.
Hagsmunimir
Ferðamálafrömuður
kom í útvarpið í vik-
unni og sagði brýna
nauðsyn bera til að
endurbyggja allt vega-
kerfið á Islandi. Brátt
muní erlendum ferða-
mönnum fjölga í millj-
ón á ári og einbreiðir
vegir okkar og brýr
anna ekki þeirri miklu umferð
sem af túristaflaumnum Ieiðir.
El<ki minntist maðurinn á hótel-
rými eða aðra aðstöðu handa
milljón manns. En hann treysti
bílaleigunum vel til að skaffa bíla
undir milljónina.
Þessi bjartsýni ílugfélags- og
bílaleigumaður byggir aukning-
una á framreikningi fjölda ferða-
manna síðustu tvö uppgangsár
ríku iðnríkjanna. Enginn í ferða-
mannageiranum hefur minnstu
áhyggjur af því hvort land og
þjóð þolir að taka við þreföldum
eða jafnvel fjórföldunr fjölda
ferðamanna miðað
við fjölda landsins
barna. Þeirra hlutverk
er aðeins að selja far-
seðla og leigja bíla,
svo slarkast allt hitt
einhvern veginn.
Barnamaskínur
Ferðamannagreinin er
ekki ein um að nota
framreikninga, byggða á tölfræði
fortíðar, til að rýna í framtíðar-
þróun. Þeír sem skipuleggja
óbyggðastefnu Innnesja reikna
með sprengingu í íbúafjölgun.
Heiðalönd, hraunflákar og
hrjóstrug strandlengja eru tekin
undir hvert steindautt svefn-
hverfið af öðru og sveitarstjór-
arnir mikla fyrir sjálfum sér og
öðrum hve óskaplega ört íbúun-
um á að fjölga á næstu árum og
áratugum.
Samkvæmt framreikningi á
hver einasti íbúi Iandsbyggðar að
vera fluttur suður eftir örfáa ára-
tugi. Barnsfæðingum mun fjölga
verulega til að fylla upp í fram-
tíðarsýn og skipulagsbugmyndir
„sérfræðinganna" sem stýra
hugsanaferli pólitíkusanna á
sveitarstjórnarstiginu.
Bara byggja fleirir brýr og mis-
læg gatnamót fyrir hundruð
milljarða og grafa göng á milli
svefnhvcrfa og umferðarklasa.
Samtímis því verður vegakerfi
landsins tvöfaldað, svo að það
verði bjóðandi erlendum ferða-
mönnum.
Það undarlega við allt þetta er,
að enginn dregur í efa framtíðar-
spár, sem byggðar eru á fortíðar-
hyggju og framreikninguni sem
miðaðir eru við þrönga hagsmuni
flokka og fyrirtækja.
Skiptirmáli að sveilar
félög lýsi sig kjamorku-
vopnalaus svæði?
(Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti til-
lögu þessa efnis, en áður hafa Akur-
nesingar og Raufarhafnarbúar sam-
þykkt slíkt hið sama.)
Ami Steinar Jóhaiuisson
þingmaðurVG.
„Þessi tillaga er
vitaskuld í anda
Staðardagskrár
21, en hún bygg-
ir á því að vera
meðvitaður frá
smæstu eining-
um samfélagsins; heimilinu upp
í sveitarfélag, landsvæði, ríki, álf-
ur og síðan heiminn allan. Ef
bæta á heiminn, hvort sem við
tölum um afvopnunarmál, um-
hverfismál og svo framvegis,
þurfum við að byrja í grunnein-
ingum samfélagsins og fikra okk-
ur síðan áfram. Allar svona bók-
anir geta haft áhrif - og ég held
að á sviði umhverfismála höfum
við einmitt náð miklum árangri
með þessu lagi.“
Jón Hákon Magnússon
formaðurSamtaka um vestræna
samvimm.
„Svona tillögur
eru fjarstæðu-
kenndar, það er
Alþingis og ríkis-
stjórnar á hverj-
um tíma að móta
stefnuna í þess-
um efnum og ég minni á að Is-
land er kjarnorkuvopnalaust
land. Að minnsta kosti mun ég,
sem varamaður í bæjarstjórn
Seltjarnarness, ekki beita mér
með tillögum af þessum toga.
Það verður hins vegar að segjast
að þessi tillaga er auðvitað alveg
drepfyndin - sólargeisli í skamm-
deginu.“
Vilborg Gunnarsdóttir
bæjarfulltnii Sjáifstæðisfi. á Akureyri.
„Sjálf sat ég hjá
við þessa at-
kvæðagreiðslu,
því ég tel að þetta
sé mál sem verði
að afgreiðast á
vettvangi lands-
málanna. Hvað gerist til dæmis
ef við Akureyringar neitum að
geyma kjarnorkuvopn, erum við
þá að segja að önnur sveitarfélög
eigi að vista þau. Lýsa á Iandið
allt kjarnorkuvopnalaust - eins
og það er, að sögn.“
Þorlákur Sigurðsson
oddviti í Grímsey.
„ísland hefur ver-
ið sagt kjarnorku-
vopnalaust land
og þar vitna ég til
orða stjórnmála-
manna. Eg Iæt
mér ekld detta í
hug að kjarnorkuvopn séu hér í
Grímsey - við geymum ekki neitt
fyrir neinn. Og ég man ekki eftir
því að talað hafi verið um að hér
í grennd hafi sést grunsamlegar
siglingar, dularfull Ijós eða sjón-
pípur kafbáta. Kann lítið um
þetta að tala og veit ekki um
neinar sögur í þessum dúr. Eg sé
heldur enga ástæðu til þcss að
héðan úr eynni komi yfirlýsing
Iík þeirra sem Akureyringar hafa
sent frá sér.“