Dagur - 10.02.2001, Blaðsíða 11

Dagur - 10.02.2001, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 10. F F. B R Ú A R 2 00 1 - 3S Damvr. ERLENDAR FRÉTTIR L. I PaMstan eru konur seldar eins og búfénaður Razia var neydd í hjónaband 13 ára gömul. Eiginmaðurinn píndi hana og piagaði. Þegar hún þoldi ekki við iengur hellti hún steinolíu yfir höfuð sér og kveikti í. Hún lifði af en er skaðbrennd í andiiti. Eiginkomir sem hlaupast á brott úr hjónaböndum sem þær eru neyddar í eru oft myrtar til að hjar- ga sóma fjölskyldna þeirra Mannréttindi kvenna eru fótum troðin víða um heim og hefðir og venjur koma í veg fvrir að hægt sér að hreyta þar neinu til hatn- aðar. Stjórnvöld þykjast ekkert vita af grófum mannréttinda- brotum í löndum sínum og og telja frekleg afskipti af innanrík- ismálum ef utanaðkomandi aðil- ar reyna að hafa þar áhrif á. I Pakistan ganga konur kaup- urn og sölum eins og hverjir aðr- ir lausafjármunir. Það eru fjöl- skyldur þeirra sem selja þær og eiginmenn fara með þær að vild. Shehnaz Akhtar heitir 25 ára gömul kona í Punjabi, sem er landbúnaðarhérað í Pakistan, þar sem ekki þykir við hæfi að konur játist mönnum sjálfviljug- ar. 1 síðasta mánuði seldu for- eldrar hana manni sem hún þekkti, en hafði óbeit á. Verðið var 20 þúsund rúpíur eða sem svarar 30 þúsund íslenskum krónum. Stúlkan var neydd til að undirrita hjúskaparskilmála. En í laumi skrifaði hún hæstarétti í Lahore og bað um hjálp. í bréfinu minnti hún á , að fyrrum hafi stúlkur sem ekki hlýddu foreldrunum verið grafn- ar lifandi. En núna eru þær seld- ar eins og sauðfé eða geitur. Hún segist hafa verið gift manni sem hún hefði aldrei óskað eftir að húa með og spurði:,, Hvers konar lslam er þetta? Eg er mjög óhamingjusöm kona sem hefur verið kastað fyrir úlfana. Hjónaband mitt er grimmt og gerræðislegt." Dómari sem fékk bréfið í hendur skipaði svo lýrir að vopn- aðir Iögreglumenn næðu í Akht- ar og luin var send í flótta- mannabúðir. Dómarinn sagði að ekki væri hægt að neyða full- orðna konu í hjónaband á móti vilja hennar. Stúlkur sem eru nægilega hugrakkar til að kæra meðferð- ina á sér eða flytja að heiman, eru hundeltar af fjölskyldum sín- um. Þær eru neyddar til að snúa heim og algengt er að þær séu myrtar til að bjarga sóma fjöl- skyldunnar. Lögreglan Iítur und- an þegar svona glæpir eru framdir. Musharraf hershöfðingi, sem braust til valda fý'rir rúmu ári Iofar að koma í veg fýrir þessi „heiðursmorð". Á síðasta ári íjölgaði þeim í Punjab héraði einu úr 432 í yfir 500 morð á einu ári. Farið er með konur eins og fjölskyldueign og það er trú að frá þeim geisli sjálfur fjölskyldu- heiðurinn. Kamila Hyat starfar í mannréttindanefnd i Pakistan. Hún segir að Musharraf hers- höfðingi trúi kannski að þetta eigi ekki að koma fyrir. En hann hefur ekkert gert til að koma í veg fyrir ósómann. Enda þarf hann þá að uppræta hefðir og hefðir eru það fý'rirbæri sem erf- iðast er að breyta. En líf Akhtar er enginn dans á rósum þótt yfirvöldin hafi tekið hana undir sinn verndarvæng. Dómarinn sem lét senda eftir henni, sendi hana á flótta- mannaheimili sem er í einka- eign. Þar búa 75 konur á bak við rammger rimlahlið og fá ekki að fara út fyrir girðingu og lifa í stöðugum ótta við hefnd Ijöl- skvldna sinna. Þetta er líkara fangelsi en hæli. Á sfðasta ári fóru 700 konur um þessar llótta- mannabúðir, sem eru í Lahore. Tahira Bibi er önnur kona sem orðið hefur að þola hefðirnar í Pakistan. Hún telur sig ekki geta lifað við öryggi nema hún komist úr landi. Eftir að fvrsti eiginmað- ur hennar dó eftir 15 ára hjú- skap, seldu foreldrar hennar hana þrem mönnum til viðbótar. Söluverðið nam sem svarar um 25 þúsund ísl. kr. í hvert sinn. Einn borgaði með landskika og tveir með reiðufé. 1 öllum tilvik- um brutu foreldrar hennar samninga til að geta selt hana á ný. Þegar Bibi var 35 ára gömul varð hún ástfanginn að skóla- kennara og giftist honum gegn vilja foreldrana. Bróðir hennar og frændur rændu henni og flut- tu heim og pynduðu hana í tvo mánuði. Hún var meðal annars barin með staf. Eiginmaðurinn var neyddur til að undirrita skilnaðarskilmála. Bibi býr núna, ásamt 34 konum öðrum, f Ieynilegu hæli, sem rekið er af nunnum. Enn ein konan, Razia að nafni, var neydd í hjónaband þegar hún var 13 ára gömul. Eig- inmaðurinn barði hana reglu- lega og læsti inni. Hann hótaði henni lífláti ef hún sagði frá hegðun hans. í ör\'inglan hellti hún steinolíu yfir höfuð sér og kveikt í. Hún taldi dauðann betri en það Iíf sem hún var ncydd til að lifa. Eiginmaðurinn skildi við hana skaðbrennda og kvæntist aftur. Skotbardagar í Ramallah og Hebron Skotbardagar áttu sér stað í gær milli ísraelskra nermanna og vopn- aðra Palestínumanna í borgunum Hebron og Ramallah á Vestur- bakkanum og var stór hópur fólks fluttur á sjúkrahús. Hátt í 400 manns, flestir Palestínumenn, hafa týnt lífinu frá því ný átök brutust út milli ísraelsmanna og Paletsínumanna í september síðastliðnum, en ekkert hefur gengið né rekið í friðarsamningum þeirra. Jasser Ara- fat lciðtogi Palestínumanna hringdi í gær í Ariel Sharon, hinn ný- kjörna forsætisráðherra Israels, til þess að segja honum að Palestínu- menn vilji halda friðarviðræðum áfram og stefni enn að því að koma á friði. Sharon sagðist einnig vilja semja um frið, en skilvrði þess að friðarviðræður hefjist á ný sé að öllu oflreldi linni. Friðarviðræðiir í Kólumbíu Andres Pastrana, forseti Kólumhíu, og Manuel Marulanda, leiðtogi öflugustu skæruliðasamtaka landsins, hittust í gær annan daginn í röð til þess að reyna að blása nýju lífi í tveggja ára gamlar friðarum- leitanir þar í landi. Pastrana flaug með þyrlu inn á yfirráðasvæði upp- reisnarmannanna í suðurhluta Kólumbíu, en skæruliðasamtökin FARC ráða yfir 17.000 manna herliði. Pastrana sagði viðræðurnar hafa skilað góðum árangri og Marulanda sagði menn vera að fá trú á friðarviðræðunum á ný. Mbeki ávarpar þingið Thabo Mbeki, forseti Suöur-Afríku, flutti í gær þriðju stefnuræðu sína á suðurafríska þinginu. Mbeki, sem er arftaki Nelsons Mandela, hefur verið afar umdeildur í starfi sínu, en hann hvatti íbúa landsins til þess að hrista af sér 300 ára gamla ofbeldis- og kúgunarhefð og sameinast í baráttunni fý’rir þjóðfélagi sem væri laust við spillingu og breitt bil milli fátækra og ríkra. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu Mbeki fyrir að taka ekki í ræðu sinni á þeim vandamálum sem mest væru aðkallandi. Jámbraut til Tíbet Kínverska þingið samþykkti í gær að leggja járnbraut til Tíbet, en talsmenn Tíbetbúa í Evrópu hafa harðlega gagnrýnt þessi áform á þeim forsendum að flutningur Kínverja til Tfbet muni aukast mjög í kjölfarið. Járnbrautin vrði sú sem hæst liggur í heiminum og liggja að stórum hluta í stöðugu frosti. Kínverjar innlimuðu Tíbet fvrir hálfri öld, en markmiðið með því að Ieggja þangað járnbraut er að gera Tí- bet tengdara efnahagsþróuninni í Kína en verið hefur. ESB ætlar að herða reglur gegn man- sali Dómsmála- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hafa átt með sér óformlega fundi í Stokkhólmi undanfarna tvo daga. Þeir samþykktu í gær að beita sér fyrir sameiginlegum reglum ESB þar sem hert verði að þeim sem stunda mansal á konum og börnum. A hverju ári eru þúsundir ungra kvenna ogbarna fluttar frá Austur-Evr- ópuríkjum til aðildarríkja ESB. Þeim er gjarnan Iofað atvinnu, en vit- að er að stór hluti þeirra endar í vændishúsum og nektarstöðum. ■ FRÁ DEGI TIL DAGS LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 41. dagur ársins, 324 dagar eftir. Sólris kl. 9.39, sólarlag kl. 17.46. Þau fæddust 10. feb. • 1888 Giuseppe Ungaretti, ítalskt ljóðskáld. • 1893 Jimmy Durante, bandarfskur gam- anleikari. • 1898 Bertolt Brecht, þýskt leikskáld. • 1913 Þóra Einarsdóttir formaður Vernd- ar. •1914 Larry Adler, bandarfskur munn- hörpuleikari. • 1926 Níels P. Sigurðsson sendiherra. • 1927 Leontyne Price, bandarísk óperu- söngkona. • 1946 Donovan, bandarískur söngvari og lagasmiður. Þetta gerðist 10. feb. • 1793 lauk Sjö ára stríðinu með því að Frakkar, Bretar og Spánverjar undirrit- uðu friðarsamning í París. • 1846 hófust þjóðflutningar Mormóna frá lllinois til Utah þar sem þeir reistu sér horg. • 1944 sök olíuskipið E1 Grillo sem iá á Seyðisfirði eftir að þrjár þýskar flugvélar vörpuðu sprengjum á það. • 1962 sökk togarinn Elliði frá Siglufirði undan Ondverðarnesi og fórust tveir af 26 manna áhöfn. Vísa dagsins Finnst þér lífiðfúlt og kalt, fullt er það með lygi og róg, en brennivtnið bætir allt, bara að það sé drukkið nóg. Páll Ólafsson Afmælisbam dagsins Rússneski rithöfundurinn Boris Leon- odovitsj Pasternak fæddist í Moskvu þann 10. febrúar árið 1890. Faðir hans var listmálari og móðirin píanóleikari, og sjálfur lærði Pasternak tónsmíðar í sex ár áður en hann sncri sér að ritstör- funum. Hann einbeitti sér að ljóðagerð, en skrifaði þó nokkrar smásögur og eina skáldsögu, Doktor Zhivago, sem fékkst ekki birt í Sovétríkjunum en kom út í ítalskri þýðingu árið 1957 og var fljót- lega kvikmynduð. Tindilfætt er lukkan, treystu benni aldrei þó. Theodora I horoddsen Heilabrot Hvernig er hægt að leggja 7 við 7 þannig að útkoman verði tveir? Síðasta gáta: Hvaða tveir bókstafir korna í eðlilegu framhaldi af eftirfarandi sta- farunu, og hvers vegna: H, T, B, K, I, E, F, A, E, S, O ... Lausn: Næstu tveir stafir eru H og V. Þetta eru upphafsstafir orðanna í spurn- ingunni: Hvaða Tveir Bókstafir Koma I Eðlilegu ... o.s.frv. Vefur dagsins Sjö myndasmiöir, Brooks Walker, Hreinn Hreinsson, Jóhann Isberg, Jóhann Oli Hilmarsson, Jón Baldur Hlíðberg, Lárus Karl Ingason og Sigurður H. Stefnisson sýna ljósmyndir og tekningar sínar á Net- inu og bjóða til kaups á www.mynda- banki.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.