Dagur - 17.02.2001, Síða 2
II- LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001
l>aywr
ÍSLENDIN GAÞÆTTIR
Laugavegur 13 í flutningum og er nú Efstasund 100.
Framhald afforsíðu
Verslimarrekstui Sigurgeirs
Siggeir Torfason var sonur Torfa
Þorgrímssonar prentara á Lauga-
vegi 2. Tvítugur að aldri varð Sig-
geir verslunarmaður við verslun
I.R.B. Lefoliis á Eyrarbakka, síð-
ar varð hann bókhaldari verslun-
arinnar. Siggeir varð síðan versl-
unarstjóri við verslun Jóns Arna-
sonar kaupmanns í Þorlákshöfn.
Hann var um nokkurt skeið við
verslun Th. Thorsteinssonar í
Reykjavík eða þar til hann stofn-
aði sína eigin verslun á Lauga-
vegi 10 árið 1898. Verslunin var
sniðin að þörfum bænda og ein-
nig þeirra sem bjuggu á mölinni.
Eftir að Siggeir byggði að
Laugavegi 13 flutti hann versl-
unina á fyrstu hæð hússins. Á
lóðinni haka til við verslunina var
sláturhús, þangað ráku bændur
féð á haustin til slátrunar. I versl-
uninni var á boðstólnum öll sú
matvara sem venjulegt heimili
þurfti á að halda. Einnig þær vör-
ur sem bændur þurftu til bú-
starfa og má þar nefna orf, hrífur
og ljái. Hagsýni og áreiðanleg
viðskipti hafði Siggeir Torfason
að leiðarljósi á sínum viðskipta-
ferli.
Kona Siggeirs Torfasonar var
Helga Vigfúsdóttir, systurdóttir
frú Sylvíu konu Thorgrímsens. Á
heimili þeirra hjóna að Lauga-
vegi 13 B var mjög gestkvæmt
enda voru hjónin hæði mjög gest-
risin. Þar þáðu sveitamenn sem
og aðrir rausnarlegar góðgerðir
og hvíld eftir langt ferðlag. Helga
Vigfúsdóttir lést 30. júní 1934.
Siggeir Torfason lést 6. júlí
1938.
Húsgagnaverslun Kristjáns
Árið 1919 stofnaði sonur þeirra
Helgu og Siggeirs, Kristján Sig-
geirsson húsgagnaverslun í hús-
inu. Að loknu námi í Verslunar-
skóla Islands nam Kristján hús-
gagnasmíði hjá Jóni Halldórssyni
og Co. í Reykjavík. Hann stund-
aði síðan framhaldsnám í iðn-
grein sinni í Þýskalandi. Kona
Kristjáns var Ragnhildur Hjalta-
dóttir Jónssonar skipstjóra og
konsúls. Jafnframt því að reka
eina af stærstu húsgagnaverslun
og húsgagnasmiðju þessa lands
tók Kristján Siggeirsson virkan
þátt í félagsstörfum. Hann var
einn af stofnendum Húsgagna-
meistarafélags Reykjavíkur og
formaður þess frá 1941 - 1963,
var gerður heiðursfélagi 1967.
Auk þess var hann einn af stofn-
endum Sparisjóðs Reykjavíkur og
nágrennis. Hann var í stjórn
Vinnuveitendasambands Islands,
í stjórn Slippfélagsins en þar var
hann stjórnarformaður í mörg ár
og einn af stofnendum Hamars-
búðar h.f. Hann var einn af
stofnendum Almennra Trygginga
h.f. Hann lagði félags - og mann-
úðarmálum lið og má þar nefna
Oddfellowregluna og Rotaryfé-
lagiö. Kristján kynntist notkun
bíla þegar hann var við nám í
Þýskalandi og fljótlega eftir að
bifreiðainnflutningur hófst til
landsins fékk hann sér bíl. Oku-
skírteini hans var nr. 5.
Heimili Kristjáns Siggeirssonar
og Ragnhildar Hjaltadóttur var
til fyrirmyndar. Þar ríkti hlýhug-
ur og gestrisni eins og á æsku-
heimilum þeirra beggja. Heimilið
þótti einnig mjög glæsilega búið
húsgögnum þar sem sérstök
smekkvísi réði ríkjum.
Árið 1928 var reist þrílyft við-
bygging úr steinsteypu austan við
húsið, með porti, risi og glugga-
kvistum. Á fyrstu hæð var versl-
unarými með fjórum vörusýning-
argluggum á framhlið hússins.
Innan á útveggjum er klætt með
korki. 1 miðhæðinni eru þrjú
íbúðarherbergi, eldhús, búr, bað-
herbergi, klósett og tveir gangar.
Á efstu hæðinni var sama her-
bergjaskipan. I risi eru fjögur
herbergi, snyrting, tveir fastir
skápar og þurrldoft. I kjallara
sem er undir öllu húsinu eru
þrjár geymslur, þvottaherbergi og
þrír gangar. Tréstigar eru á milli
hæða. Arkitekt að byggingunni
var Pétur Ingimundarson. Árið
1953 var timburhúsið flutt í
burtu í hcilu lagi inn í Efstasund
100 þar sem það var sett á steypt-
an kjallara. Húsinu hefur verið
mikið breytt og er óþekkjanlegt
frá því sem það var áður. Það hef-
ur verið forskalað og dyr sem
voru á hornsneiðingi hafa verið
fjarlægðar, einnig svalir sem voru
yfir dyrum. Allt skraut sem var
fyrir ofan glugga á húsinu á með-
an það stóð á Laugavegi 13 er
einnig horfið. Á þaki hússins
hefur verið skotið út nokkrunt
kvistgluggum en kvisturinn sem
var yfir hornsneiðingnum hefur
verið tekin. 1 húsinu eru nú sex
íbúðir.
Fímm hæða stórhýsi
Eftir að búið var að flytja gamla
húsið var byggt á lóðinni fimm
hæða stórhýsi áfast byggingunni
frá 1928. Ofan á viðbygginguna
voru byggðar tvær hæðir og er
ekki hægt að sjá utan á húsinu
annað en það sé eitt og sama
húsið. Nýja húsið og hæðirnar
tvær á gamla húsinu er byggt af
steinsteypu, húðað utan með
marmarasalla, korkklætt að inn-
an og þökin koparklædd.
I virðingu frá 1956 segir að á
fyrstu hæð séu tvær verslunar-
búðir, gangur og stigahús. Eystri
búðin er í eldra húsinu. Á annar-
ri hæð eru sex skrifstofur, skjala-
herbergi, borðstofa, tvö snyrti-
herbergi, innbyggður eldfastur
skjalaskápur, gangur og stigahús.
Önnur hæð er óbreytt í eldri
hlutanum. Á þriðju hæð í gamala
húsinu er herbergjaskipan eins
og áður en hefur verið endur-
bætt. Á þriðju hæð í nýja húsinu
eru sjö skrifstofuherbergi. Fjórða
hæðin er öll nýbyggð og nær yfir
eldra húsi, þar eru fimmtán skrif-
stofur ásamt borðstofu, snyrt-
ingum og stigagangi. Finunta
hæðin er inndregin á þeim hlið-
um sem vita að Laugavegi og
Smiðjustíg. Þar eru tólf skrif-
stofuherbergi, tvær snyrtingar og
fjórir fataskápar. Turnherbergi er
á suðvesturhorni hússins. í kjall-
ara er sýningarsalur, pökkunar-
salur, vörugeymslur, lyftuher-
bergi, snyrtiherbergi, fataskápar
og miðstöðvarklefi. Allar hæðir
hússins eru málaðar og gólf dúk-
lögð. Arkitekt að byggingunni
var Gunnlaugur Pálsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir lést
16. maí 1972. Kristján Siggeirs-
son lést 20. maí 1975.
Trésmíðahús, tvílyft, úr steyn-
steypu er baka til við húsið. Þar
var lengi trésmiðja, síðan verslun
með húsgögn. 1 þessu húsi er
núna rekinn skemmtistaður.
Á undanförnum árum hefur
starfsemi í húsinu breyst mikið. I
mörg ár var þar verslunin IKEA
sem flestir þekkja. Núna er þar
herrafataverslun og skrifstofur.
FYRSTUR MEÐ FRETTIRNAR