Dagur


Dagur - 21.02.2001, Qupperneq 6

Dagur - 21.02.2001, Qupperneq 6
6 - MIBVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2 001 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: DAGSPRENT Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo og soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgárblað Grænt númer: ooo 7obo Netföng auglýsingadeildar: valdemar@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: íreykjavík)563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. CAKUREYRI)460-6191 Valdemar valdemarsson. Simbréf auglýsingadeildar: 460 6i6i Símbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Flug vallanmiræ ð an í fjrrsta lagi Átökin um framtíð Reykjavíkurflugvallar hafa leitt í Ijós alvar- legan ágreining um málið beggja vegna borðsins í borgar- stjórninni. Hið sama á við um afstöðu þingmanna Reykjavík- ur. Hún fer ekki eftir flokkslínum nema hvað framsóknar- menn virðist samstíga í málinu. Þingmenn annarra flokka eru ósammála innbyrðis. Það eru því fyrst og fremst persónulegar skoðanir borgarfulltrúa og alþingismanna sem ráða afstöðu þeirra til þess hvort flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatns- mýrinni eða fara. í öðru lagi Dagur birti í gær samantekt um afstöðu borgarfulltrúa og þingmanna höfuðborgarinnar til málsins. Meirihluti þeirra sem tekið hafa afstöðu með eða móti eru fylgjandi því að flug- völlurinn fari. Nokkrir eru jafnákveðnir á móti. Orfáir þing- menn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa bins vegar gert það að pólitísku markmiði að fara í fýlu. Þeir ætla ekki að taka þátt í því með kjósendum í borginni að greiða atkvæði um málið í næsta mánuði, heldur sitja heima. I því Ijósi er ánægju- legt að sjá að líklegasti framtíðarforingi sjálfstæðismanna í borginni, Júlíus Vífill Ingvarsson, lætur ekki hrekjast í fýlu- pokaflokkinn. Hann tekur fullan þátt í því með öðrum borgar- búum að ræða málið og greiða atkvæði. í þriðjalagi Þær umræður sem þegar hafa farið fram sýna að jafnvel þeir sem vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni sætta sig eng- an veginn við völlinn í óbreyttri mynd. Því er augljóst að ef meirihluti þeirra sem greiða atkvæði í mars reynist fylgjandi flugvelli í Vatnsmýrinni, verður mjög þrýst á um verulegar breytingar á skipulagi svæðisins í þá veru að stórauka þar byggð. Hvernig mikil ný byggð í næsta nágrenni við flugvöllinn á að tryggja öryggi og þægindi fólksins sem þar á að lifa og starfa, er hins vegar óljóst - eins og reyndar margt annað sem varpað hefur verið fram í flugvallarumræðunni og eftir á að rökstyðja nánar. Elías Snæland Jónsson Útspil Davíðs Garri las af mikilli athygli frétt- ir Dags í gær um Reykjavíkur- llug\'öll. Þar var m.a. kortlögð afstaða kjörinna fulltrúa höf- uðborgarbúa lil vallarins, bæði borgarfulltrúanna og alþingis- mannanna. Ymislegt fortitni- legt kom þar i ljós, svo sem að þrír megin hópar eru greinilega til staðar. Fyrsti hópurinn er Samfylkingaríhaldið, scm vill að völlurinn fari. I þessum flokki eru Samfylkingin, vin- stri grænir og nokkrir sjálf- stæðismenn. Annar hópurinn eru Framsóknaríhaldið, sem vill að völlurinn verði áfram, en þar inni eru framsóknarmenn- irnir allir að viðbættri Ástu Ragnheiði sem er jú gamall frammari, og svo nokkrir sjálfstæðis- menn. Þriðji hópur- inn er svo Sjálfstæð- isíhaldið, sem ætlar ekki að taka þátt kosningunni, en þar eru einungis útvaldir íhaldsmenn sem telja sig til aðalsins í Sjálfstæöisflokkn- um. Þetta eru menn eins og Davíð Odds- son og Inga Jóna Þórðardóttir og svo auðvitað hinn sjálfumglaði Sv'errir Hermannsson. Sjálfstæðisíhald Af þessum hópum öllum er það að sjálfsögðu Sjálfstæðisí- haldið sem vekur mesta at- hygli, og þá kannski sérstak- lega sú afstaða Davíðs Odds- sonar að ætla ekki að kjósa. Garra þykir merkilegt að þarna Iýsa tveir foringjar Sjálfstæðis- flokksins - foringinn á lands- vísu og foringinn í Reykjavík - því yfir að þeir muni ekki kjósa, en aðeins einn óbreyttur flokksmaður er sannanlega á sömu línu þeir, en það er Guö- laugur Þór Þórðarson! Þó verð- ur að gera ráð lýrir að fólk eins og Björn Bjarnason, Geir Haarde og Sólveig Pétursdótt- ir, sem ekki hafa enn gefið sig upp, muni fylgja foringjunum þegar það verður næst spurt. F.ngu að síður verður þetta að teljast óvenjuleg staða - þorri fulltrúa Sjáífstæðisflokks fvlgir hvorki Dav'íð aðalforingja né Ingu Jónu undirforingja í Reykjavík! Davíð að förlast? Auðvitað hefði jiessi staða ekki komið upp ef þau Davíð og Inga Jóna hefðu gefið út sína afstöðu dálítið f\rr! Þá hefðu allir kjörnu fulltrúarnir v'itað hvaða afstöðu jieir áttu að hafa. Fn þetta gerðist sem sagt ekki, bæði Inga Jóna og þá sér- staklega Davíð komu ekki fram með yfir- lýsingar sínar (ýrr en eftir að allir v'oru búnir að gefa sig upp í málinu. 1 huga Garra getur þetta einungis jiýtt tvennt. Annað hvort er Dav- og hann hefur ekki átt- að sig á framvind- unni og stendur þvf uppi sem fulltrúi minnihlutaskoðana í flokkn- um. Eða, hann hefur vísvitandi verið að bíða þess að allir gæfu sig upp, til að sjá hvort hann geti ekki síðar sveigt flokkinn inn á sína Iínu. Rökin fýrir jn'í væru einfaldlega þau, að Davíð |irái að fá að spreyta sig á nýj- um og erfiðari verkefnum vdð flokksstjórnina - hann væri orðinn svo þreyttur á lognmoll- unni jiar sem allir sitja og stan- da möglunarlaust jiar sem hann segir. Á næstu dögum mun Jiað svo koma í ljós hvor kenningin er rétt - Garri hallast þó að þeirri síðari! GARRl ODDUR ÓLAFSSON skrifar Oft er staglast á því að verkfiill horgi sig ekki og að þau komi verst niður á því fólki sem í þeim stendur. Þeir sem verst bera sig upp undan verkföllum eru at- vinnurekendur sem oft bæta kjör þeirra sem hjá þeim starfa án jiess að til verkfalla komi. Hins vegar er sjaldan samið (ýrr en farið er að hóta vinnustöðvunum og látið skella í tönnuni. Hvernig umhorfs væri á vinnumarkaði ef verkfalls- rétturinn væri ekki fýrir hendi er erfitt að gera sér grein fý'rír. En |iá ber að hafa í huga að atvinnu- rekendur eru ekki endilega svarnir óvinir starfsfólks síns og mun hitt sönnu nær að Ilest- ir vilja greiða sæmilegt kaup til að halda og reka fyrirtæki af forsjálni og viti. Það værður ekki gert með illa launuðum og óá- nægðum starfskröftum. Þegar verkfallshrinur hanga ylir íslensku samfélagi með til- heyrandi upphrópunum um að það sé mesta verkfallsland í Verkfoll borga sig heimi og að verkföll horgi sig aldrei, er rétt að athuga. Framhaldsskóla- kennarar fóru í langt og strangt verkfall í vetur og uppskáru ágæta kjarasamninga miðað við þá sem þeir áður bjuggu við. Svo var fjöldi manns sem fékk 40% kaup- hæ kkun og munar um minna. Þeir fóru aldrei í verkfall og áttu ekki einu sinni fulltrúa í samninganefnd. Það eru fram- haldsskólakennarar á eftirlaun- um. Mun seint verða sannað að þeir hafi ekki grætt á verkfalli. Sv'o jiurftu grunnskólakenn- arar ekki að (ara í verkfall til að fá umtalsverðar kjarabætur vcgna |iess að menntakerfið mátti ekki við lleiri hardögum við kennarastéttirnar á sama skólaárinu. Verfallsglöð hátekjustétt Núna stendur yfir verkfall flugumferöar- stjóra, sem annars virð- ast búa við sæmileg- ustu kjör miðað v'ið þær launatölur sem gefnar eru upp. Þótt fl u gu m ferðars tj órarn ir fari aldrei nema í hálf- gildingsverkföll, hefur þeim teldst að koma ár sinni betur (ýrir borð en flestar launastéttir aðrar. Það er sannarlega tómt mál að tala um að verkföll þessarar stéttar hefí ekki borgað sig. Þeir eru meðal verkfallsglöðustu og tekjuhæstu stétta ríkisgeirans. Enda liggur mikið við að stjórna niöurgreiddu fíugi, sem á undir högg að sækja í samkeppninni við hílinn. Lítill sáttatónn Síðan er efnilegt sjóm; nnav'erkfall í uppsiglingu. Þótt enn sé mánuð- ur þar til hoðað sjómannaverkfall hefst eru fýlkingar útgerðarmanna og sjómanna farnar að hrópast á og er lítill sáttatónn í þeim her- hvötum. Það verkfall skellur á á þeim árstíma sem vetrarvertíð stóð hæst þegar landróðrar voru stundaðir og sá guli gaut á Sel- vogsbanka. Lítill vafi leikur á að sjómenn munu græða á jiví verkfalli, hvort sem það stendur lengur eða skem- ur. Utgerðarmenn segja að jiað skipti ekki máli hvenær takmark- aður kvóti þeirra er veiddur, svo að þá gildi einu hvernær sjómönnum þóknast að róa eða sitja í landi. Hins vegar gæti langt sjó- mannaverkfall komið illa við og haft áhrif á viðskiptajöfnuðinn, sem kvað vera heldur hágur fyrir. Ef stöðva á veiðar og útfíuíning sjávarafurða, kemur í Ijós að fisk- veiðamar eru ekki orðnar ómerki- Ieg afgangsstærð í hagkerfinu, eins og margir áhangendur nýju hagfræðinnar vilja vera láta. Þorskurirm er enrtþá mikil hagræn stærð. SDnytr Veiðskulda ólympískir knefaleikarþá atkygli og umfjöllun sem þeir hafa fengið áAlþingi undanfarið? Guömiindiir Arason j'yrrv. fonmidur linefah'ikaráðs Reykjavíknr. „Hnefaleikar eru þriðja vinsælasta greinin hv'að að- sókn varðar á Olympíuleikunum og sjálfur hef ég verið heillaður lengi af þessari grein. hef stundaö hana allt frá árinu 1935. Ólympískir hnefaleikar eru hæði góð þjálfun og eins þroskandi. Mér finnst það vera réttlætismál að jiessi grein sé leyfð, hún er af sama meiði og karate - nema hvað að í hnefaleik ekki er leyft að spar- ka í höfuð manna. Eg tel að menn eigi sem mest að fá að ráða sínum gjörðum sjálfir og vona Jiví að þröngsýni ráði ekki ferðinni þegar þetta mál verður leitt til ly kta á AI- þingi." Ólafux Hergill Oddsson héraðslæknir á Noríhirlandi. „Frumvarp þessa efnis var fellt á Al- þingi í maí á sl. ári. Þar með tel ég að málið eigi að vera úr sögunni og menn eigi að hlíta þeirri niðurstöðu sem fekkst - og frekar ræða önnur Jiarfari mál. I greinum sem ég hef skrifað um þetta mál hér í Degi hef ég talið mig sýna fram á hversu hættulegir ólympískir hnefaleikar eru - og þar hef ég vitnað til erlendra rann- sókna. Þar sem högg á höfuðið eru leyfð í þessari íþróttagrein verður óhjákvæmlega heilahristingur og alvarlegir áverkar á augu hafa ver- ið staðfestir. Það eru heilaáverkar sem ég hef sérstakar áhvggjur af, en afleiðingar þeirra koma oft ekki fram (ýrr en Iöngu eftir að iðkun íþróttarinnar er hætt.“ Ásta Ragnheiöur Jóhannesdóttir þingmaðnrSamJylkingar. „Þetta mál hefur fengið meiri athygli en ástæða er til. Nema þá að um- ræðan virki von- andi sem forvörn gegn því að þessi hættulega íjirótt verði leyfð - og að menn fari að skaða hvern annan undir merkjum íjiróttaiðkunar. Heilaskaðar scm geta hlotist af völdum hnefaleika áhugamanna v'alda alvarlegri fötlun, koma seint fram og læknast ekki.“ EHert B. Schram form. íþrótta- og ólympíusambands íslands. „Það er hluti af al- mennum mann- réttindum að menn fái að stunda ólympíska hnefa- Ieika, sem eru víð- ast hvar viður- kenndir sem keppnisgrein. Það er af hinu góða að menn skiptist á skoðunum um þetta mál og jiað að menn ræði jietta mál af hita sýnir að þetta snertir réttlætis- kennd manna."

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.