Dagur - 21.02.2001, Side 9

Dagur - 21.02.2001, Side 9
 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 - 9 ÍÞRÓTTIR Hafnarfj arðarslagur í Kap! akrika í kvöld Heil umferð fer fram í Nissandeild karla í handknattleik í kvöld og er Hafnarfjarðar- slagur FH og Hauka í Kaplakríka án efa mest spennandi viðureign umferðarinnar. Það er skammt stórra högga á milli hjá nýkrýndum bikarmeisturum Hauka í handknattleik karla, því á morgun mæta þeir erkifjendum sínum úr FH, aðeins þremur dög- um eftir bikarúrslitaleikinn gegn HK. Leikurinn fer fram á heima- velli FH-inga í Kaplakrika og bíða FH-ingar, sem eiga harma að hefna eftir tapið í fyrri umferðinni, örugglega spenntir eltir að ná sér niðri á Haukunum. Leikir liðanna eru alltaf miklir baráttuleildr og virðist þá staða liðanna í deildinni litlu skipta, þegar í bardagann er komið. Þá er barist upp á líf og dauða, enda heiður hálfs bæjarfé- lagsins í veði hjá hvoru liði og spurning bvor helmingurinn læð- ist með veggjum næstu daga á eft- ir. Það er því mikil háspenna í loft- inu í Gaflarabænúm þessa dagana og eiga sumir stuðningsmenn lið- anna hreinlega mjög bágt. En fyr- irleikjáspennan nær þó hámarki, mínúturnar áður en flautað er til leiks og þá taka þeir þjáðustu sér gjarnan stöðu á áhorfendapöllun- um þar sem stutt er í útgöngu- dvrnar. Það er nefnilega mjög ai- gengt, að þegar illa gengur hjá öðru hvoru liðinu og taugar stuðn- ingsmannanna eru þandar til hins ýtrasta, að þeir þjáðustu láti sig gjarnan hverla úr húsi og hafa þeir þá gjarnan sést keyra Alftanes- hringinn til að ná sér niður, áður en þeir koma aftur til að fylgjast með restinni. Þannig er hand- boltastemningin í Hafnarfirði og hefur alltaf verið, frá því fyrsti leik- ur liðanna var flautaður af vegna slagsmála fyrir um það bil sextíu árum síðan. Stöðva Framarar sigurgöngu KA? I Safamýrinni fer fram annar spennandi leikur, þar sem Framar- ar taka á móti KA. Bæði liðin hafa verið á mikilli siglingu að undan- förnu og er norðanliðið, sem nú er í fjórða sæti deildarinnar með 18 stig, ósigrað í síðustu sex deildar- leikjum, eða frá því liðið tapaði með tveimur mörkum gegn Gróttu/KR þann 11. nóv. s.l. Framarar, sem eru í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og topplið Hauka, hafa aftur á móti sigrað í síðustu þremur leikjum, en töpuðu síðast óvænt gegn Völsur- um með þriggja marka mun, 21- 19, í lok nóv. og var það annað tap liðsins í deildinni í vetur. Það má því búast við hörðum slag í Sala- mýrinni í kvöld og spurning hvort Frömurum tekst að stöðva sigur- göngu KA-manna, eða öfugt. Góö staða Grótta/KR Spútniklið Gróttu/KR, sem óvænt er í þriðja sæti deildarinnar, heim- sækir ÍR-inga í Breiðholtið í kvöld og er öruggt að heimaliðið mun þar taka hraustlega á móti gestun- um. IR-ingar eru nú í níunda sæti deildarinnar með 12 stig og veitir því ekki af stigunum gegn Seltjarn- arnesliðinu. Það gæti þó reynst erfitt miðað við frammistöðu Gróttu/KR gegn FH-ingum í síð- ustu umferð, þegar þeir hreinlega tóku Hafnarfjarðarliðið í nefið, eins og sagt er og unnu það með 22ja marka mun, 23-11. Skoruðu FH-ingar ekki nema fjögur mörk í öllum seinni hálfleiknum, gegn sterkri vörn heimamanna, sem svo sannarlega eru með sigurbragðið í munninum. Þeir eru ósigraðir í síðustu fimm leikjum og hafa reyndar aðeins þurft að játa sig sigraða gegn Haukum og Fram í síðustu ellefu leikjum, eða frá því þeir steinlágu gegn FH-ingum í Kaplakrika með átta marka mun í fyrri umferðinni. LeiMr kvöldsins: Kl. 20.00 ÍR - Grótta KR KI. 2Ö.00 Stjarnan - ÍBV Kl. 20.00 HK - Afturelding Kl. 20.00 Fram - KA KI. 20.00 FFI - Haukar Kl. 20.00 Valur - Breiðablik 26 milljómr til sérsambanda ÍSÍ Iþrótta- og ólympíusamband íslands hefur kynnt hvaða aðilar fái styrki úr Afrekssjóði ÍSÍ og Olympíufjölskyldu ÍSÍ við fyrstu úthlutun ársins 2001. Alls eru veittar 26 milljónir króna í styrki að þessu sinni og fær Frjálsí- þróttasamband Islands mest, eða tæpar 5,5 milljónir króna. Handknatt- leikssambandið, sem er næst í röðinni, fær 4 milljónir króna, sundsam- bandið tæpar 3,5 milljónir, skíðasambandið tæpar 2,4 milljónir og fim- leikasambandið rúma 2,1 milljón króna. 1 heildina var tólf sérsambönd- um veittur stvTkur úr Afrekssjóði ISI, en fimmtán sérsamböndum og einni séríþróttanefnd ISI, var veittur styrkur úr sjóði Olympíufjölskyldunnar. Olympíuljölskylda ISI, samanstendur af fimm fyrirtækjum sem eru ís- Iandsbanki-FBA, Flugleiðir, Sjóvá-Almennar, Austurbakki og VISA ísland og hafa forsvarsmenn þeirra nýlega skrifað undir nýja samstarfssamninga við ISI um samstarf fram yfir Olympíuleikana í Aþenu árið 2004. Á vef- síðu ISl segir að með samstilltu átaki þessara fyrirtækjti til fjögurra ára sé ISI og sérsamböndunum gert kleift að halda áfram að efla afreksstarf í íþróttum á íslandi. „Samningarnir eru metnir á um 60 milljónir króna og öll hafa þessi fyrirtæki verið mjög ötul við að styðja við starf íþróttahreyf- ingarinnar í gegnum árin. Fjármagninu verður, að þessu sinni, ráðstafað til sérsambanda ISI og sérsambandanna f\TÍr ÓlxTnpíuIeikana í Salt Lake City 2002 og Aþenu 2004 og einnig til annarra stórv’erkefna sérsambanda ÍSI, svo sem þátttöku í Heimsmeistaraniótum og E\TÓpukeppnum,“ segir á vefsíðunni. Glímiuneim HSK unnu flesta bikartifla Seinni hluti Bikarglímu Islands fór fram að Reykjahlíð í S-Þingeyjarsýslu um stóustu helgi. Keppendur voru alls 27 frá þremur félögum og var keppt í sjö flokkum karla og kvenna með útsláttarfyrirkomulagi. Keppend- ur HSK voru mjög sigursælir á mótinu og unnu þeir bikarmeistaratitla í öllum flokkum nema kvennaflokki, þar sem Hildigunnur Káradóttir, HSÞ, sigraði. Bikarmeistarar í öðrum flokkum urðu eftirtaldir: í karlaflokki Kjartan Lárusson, HSK, í unglingaflokki jón Kristinsson, HSK, í sveinaflokki Guðni Jcnsson, HSK, í piltaflokki Orri Guðmundsson, HSK, í meyjaflokki Hugrún Geirsdóttir, HSK og í telpnaflokki Elísabet Patriarca, HSK ísland mætir Hvtta-Rússlandi lslenska karlalandsliðið í handknattleik rnætir Hvít-Rússum í und- ankeppni Evrópumóts landsliða, sem fram fer í Svíþjóð í bvrjun næsta árs. Alls 22 þjóðir taka þátt í undankeppninni og drógust eftirtaldar saman: Tvrkland - Króatía, Hvíta-Rússland - ísland, Litháen - Ukraína, Sviss - Ungvetjaland, Slóvakía - Þýskaland, Italía - Júgóslavía, Pólland - Noregur, Bosnía - Danmörk, Israel - Makedónía, Holland - Portúgal og Finnland - Tékkland. Sigurliðin úr einvígunum komast áfram í úrslitakeppnina í Svíþjóð ásamt Svíum, Rússum, Spánverjum, Frökkum og Slóvenum, en þjóðirn- ar urðu f fímm efstu sætunum á Evrópumeistaramótinu í Króatíu í fvrra. Leikirnir í undankeppninni fara fram á tímabilinu 3. - 11. júní og verð- ur fyrri leikur Islands leikinn ytra. lslendingar og Hvít-Rússar hafa sex sinnum áður mæst í landsleikjum og hafa Hvít-Rússar þar vinninginn, hafa unnið fjórar viðureignir cn Íslcndingar tvær. Síðasti leikur þjóðanna fór fram í maí 1997 og sigruðu strákarnir okkar þá með átta marka mun, 30-22. ITíinikvæmdíistjorn ÍSÍ lýslr vonbrigðum Framhaldssagan lun sameiningu ÍSÍ og ILMFÍ heldur áfram og það nýjasta í málinu er að framkvæmdastjóm ÍSÍ hefur lýst vonhrigð- um sínuiii um afstöðu stjómar UMFÍ að hafna viðræðum. Eins og áður hefur komið fram á síðum Dags, eru mjög skipar skoð- anir um sameiningu ISI og UMFI í ein heildarsamtök. Andstaðan gegn sameiningunni virðist mest innan UMFl og hefur stjórnin þegar hafnað viðræðum um hugs- anlega sameiningu. Innan ung- mennahreyfingarinnar eru þó skiptar skoðanir og hefur for- mannafundur fjölmennasta aðild- arfélags UMFI, Ungmennasam- band Kjalarness, til dæmis lýst vantrausti á stjórn UMFÍ vegna af- stöðu hennar til málsins. I öðrum aðildarfélögum, sérstaklega á landsbyggðinni, virðist andstaðan gegn sameiningu mest og er að heyra að þar ráði gamli ung- mennafélagsandinn og gamlar hefðir tengdar starfsemi félag- anna, ferðinni. Til dæmis hefur stjórn Ungmennafélagsins Vestur- hlíðar, sem ekki mun hafa íþróttir á stefnuskrá sinni, ályktað harð- lega gegn sameiningu. Minna hef- ur heyrst frá aðildarfélögum ÍSÍ, sem ekki starfa innan ungmenna- hreyfingarinnar og helst að ein- stakir áhugamenn hafi lagt orð í belg. Frumkvæðið frá fuUtnun UMFI Það nýjast í málinu er að fram- kvæmdastjórn ÍSI hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með þá ákvörðun stjórnar UMFI um að hafna viðræðum um hugsanlega sameiningu. I ályktun sem fram- kvæmdastjórnin samþykkti á fundi sínum þann 16. febrúar s.I. segir að stjórnin lýsi vonbrigðum sínum el<ki síst í ljósi þess að boðið var til viðræðna án nokkurra skuldbind- inga og tilmæli um sameiningar- viðræður væru til komnar að frum- kvæði fulltrúa ungmennafélags- hreyfíngarinnar á síðasta íþrótta- þingi ISI, auk þess sem ársþing UMSK, sem er stærsta héraðs- sambandið innan UiVIFI, hafi ein- dregið mælt með áframhaldandi viðræðum. í ályktuninni segir einnig: „Stjórn UMFÍ hefur jafnframt kosið að gera lítið úr þeim fjár- hagslega ávinningi sem af samein- ingu hlýst og líta framhjá þeim upplýsingum og staðreyndum, sem ekki hafa verið véfengdar, að auk sparnaðar í rekstri yfirstjórnar, um allt að 15 millj. kr., getur út- hlutun Iottóarðs til hreyfingarinn- ar og íþróttastarfins aukist um tug- ir milljóna króna, þ.á.m. til ung- mennafélaga. Er þá ekki með talið skipulagslegt og félagslegt hagræði sem fvlgja mun sameiningu." Hörð mótmæli „Framkvæmdastjórn ÍSI mótmælir harðlega þeirri luIhTðingu UMFI að íþrótta- og ungmennafélögum í dreifbýli annars vegar og þéttbýli hins vegar sé gert mishátt undir höfði í starfi ÍSÍ. Fjárframlög og þjónusta hvers konar hefur þvert á móti farið vaxandi við íþróttastarf- ið í dreifbýli og má þar til nefna að ISI hefur sérstakan starfsmann staðsettan á Akure\TÍ til að sinna málum á Norður- og Austurlandi og til stendur að gera hið sama á Vesturlandi og Vestljörðum. Ástæða þvkir til að minna á, að óánægja hefur mvndast innan raða íþróttahreyfingarinnar vegna skiptingar lottóarðs, scm rennur til íþróttastarfsins frá ÍSÍ og UMFÍ. Ur þeirri óánægju og gagnrýni má draga með því að leggja lottóarð íþróttahreyfingarinnar í einn pott. Með því að hafna sameiningarvið- ræðum er UMFI að bjóða þeirri hættu heim, gagnvart sínum um- bjóðendum, að gengið verði á hlut þeirra." UMFÍ verdur ad útskýra betur „Stjórn UMFÍ hefur lagt til að „komið verði á fót fastri samstarfs- nefnd, sem hafi það verkefni að samræma störf samtakanna, ræða verkaskiptingu og leiðir til hagræð- ingar". Viðræðum um sameiningu var einmitt ætlað að leiða til hagræð- ingar og sparnaðar, en þeim \ið- ræðum hefurstjórn UMFÍ hafnað. Að gefnu þessu tilefni vekur fram- kvæmdastjórn ÍSI athygli á að Iþrótta- og Olympíusamband ís- lands fer með yfirstjórn allra íþróttamála í landinu og skyldur og áb\Tgð gagnvart öllum íþrótta- og ungmennafélögum. Þar af leiðir að erfitt er að sjá hvað UMFI á við, þegar talað er um verkaskiptinjgu milli þessara tveggja samtaka. ÍSI getur ekld og mun ekki afsala sér neinum störfum né skyldum til annarra samtaka. UMFÍ verður að útskýra betur, hvað átt er við með „samræmingu og verkaskiptingu". Með því að hafna viðræðum um hugsanlega sameiningu er UMFl að bregðast þeim áskorunum, sem koma úr þeirra eigin röðum og hafna breylingum, sem mögulega geta haft skipulagslega, félagslega og verulega fjárhagslega þýðingu lyrir þau störf og þau félög, sem að báðum þessum samtökum standa. Framkvæmdastjórn ISI mun halda áfram að k\Tina málið og sín viðhorf, þar sem því verður við komið í samræmi við samþykkt síðasta Iþróttaþings ISI og skorará stjórn UMFI að endurskoða af- stöðu sína til málsins." - EK

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.