Dagur - 24.02.2001, Blaðsíða 4

Dagur - 24.02.2001, Blaðsíða 4
28 — LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 FRÉTTIR Þetta eru falleg blóm í hugum barna á öllum aldri en þau gera mörgum jarðræktaráhugamanninum lífið leitt. Hægt er þó að stem- ma stigu við uppgangi túnfífils. Þeir sem árum saman hafa staðið í vonlitlu stríði við gula túiiiíilíiheriim ættu að sniðgauga kalí og kalk við valið á áhurði á gras- fiötina á komandi vori. Nú styttist óðum í vorið og heilu breið- urnar af gulum túnfíflum sem því fylgja, sem vekja oft lítinn fögnuð meðal garð- eigenda þótt þeir gleðji augu Hrafns Gunnlaugssonar, sem frægt er orðið. En sérfræðingar virðast nú loksins hafa fundið einfalt ráð fyrir þann hluta Iands- manna sem lítur á fíflana sem argasta illgresi en Iengi orðið undir í baráttunni við þá. I ljós hefur komið að kalíáburð- ur er þvílíkt „fæðubótarefni" fyrir fífla að hann getur valdið allt að 20-faldri fjölg- un þeirra í grasflötinni. Fíflaóvinir ættu heldur ekki að kalka tún sín. Fíflavandamál Bjarna E. Guðleifssonar sérfræðingur á Möðruvöllum segir sjaldgæft að rekast á greinar, í erlendum vísindaritum, sem eigi beint erindi við þá sem rækta tún og grasflatir á Islandi. Þetta hafi þó gerst á síðasta ári, þegar tímaritið Science birti grein um umhverfisvæna aðferð til að Iosna við fífla úr túnum. „Vegna þess að ég kannaðist við fífla sem vandamál í sumum íslenskum túnum las ég þessa grein með athygli og hef síðan gluggað í íslenskar niðurstöður til að kanna hvort þessi umhverfisvæna aðferð geti einnig átt við hérlendis," segir Bjarni í nýjum Frey. Tvítugfcild aukning Samkvæmt Sciences-greíninni má halda túnfffli niðri með því að takmarka að- gang hans að kalíáburði. Sú niðurstaða byggðist á athugunum á elstu jarðrækt- artilraunum í heimi, tilraunareitunum f Rothamstead í Bretlandi sem kerfis- bundið hefur verið borið á síðan 1856, eða í nær hálfa aðra öld. Þar hafði það það einmitt vakið athygli manna að sumir tilraunareitirnir voru heiðgulir af fíflum, en umhverfis þá algrænir reitir grónir grösum og engum fíflum. Athug- un sýndi að kalíáburður olli allt að tví- tugfaldri aukningu í hlutdeild túnfíla. Frekari tílraunir leiddu í ljós að túnfíf- ill inniheldur meira kalí en túngrös og virðist hafa meiri þörf fyrir auðleyst kal- íum. Allar rannsóknir þóttu benta til að fífillinn sé lélegur keppinautur grasanna um kalíforða jarðvegsins, þannig að honum niegi halda niðri með því að tak- marka kalíáburð. Raunhæf áhrif ann- arrar áburðarnotkunar fundust ekki utan hvað hlutdeild fífla jókst svolítið við kölkun og hækkun sýrustigs. Opinn svörður auðveldar ftflunum lífið Eftir athugun á niðurstöðum ýmissa ís- lenskra jarðvegs- og gróðurrannsókna kemst Bjarni í megindráttum að svipaðri niðurstöðu. Túnfífill sé sækinn í nær- ingarrík tún þar sem efnamagn og sýru- stig sé hátt, einkum þó hátt magn kalís. Aðrir þættir virðist þó einnig ráða um útbreiðslu fífilsins. Fræin hafi t.d. góða möguleika á að ná fótfestu þar sem svörður sé opinn m.a. eftir snöggan slátt, mikla beit eða skyggingar frá trjá- gróðri. Að mati Bjarna má halda fíflum í skefjum með áburðargjöf. í fíflatúnum megi í flestum tilfellum draga úr kalí- áburði. Þau ætti heldur ekld að kalka eða hera á kalkríkan áburð. -HEI ÐMpur Pottverj ar hafa fylgst af at- ltygll með fréttum af dreif- ingu fyrirtækisins Hans Petersen á Mámi, en sam- kvæmt fréttum sendi það mörg hundruð svæsnar klárn- inyndh' til ýmissa viðsMptavhia sinna. Lögspekmgurinn í pottin- um taldi einsýnt að hér væri um brot á hegningarlögum aö ræða því það væri saMiæint að dreifa Mámi. En bendir jahiframt á að það ættu að vera hæg heimatöMn hjá döms- málaráðherra, Sólveigu Péturs- dóttur, að láta málið til sín taka því fyrirtæMð sem Máminu dreifði væri í eigu Skeljmigs þar sem eig- inmaður hemiar, Kristinn Bjömsson, situr við stjómvölhm! Sólveig Pétursdóttir. í heita potthnun á Akureyri þykir inöimum tíðhid- um sæta aö Stöð 2 hyggist ganga til samstarfs við heimamenn á Akureyrarsj ónvarpsstöðinni Aksj ón. Túlkun sumra er að fjárhagur Stöðvar 2 gæti átt þátt í þessari ákvörðun. Útgerðs sjálfstæðs starfs- manns kosti sitt og henda lihiir sömu á að Stöð 2 hefur lagt mður starf fréttamanns á Austurlandi. Hitt herma pottverjar einnig að speima sé innan Aksjón um hvaða maður mmú liljóta náð fyrir aug- um Sigmundar Emis og Karls Garðarssonar. Vahð stendur ehikum milli Haraldar Ingólfssonar og Þrá- ins Brj ánssonar að tahð er og herma gárangamh að Stöð 2 hah efnt hl óophiberrar fegurðarsamkeppni þeirra á millum þegar Sigmmidur Emir upplýsti í Degi að þeh væra enn að gera það upp við sig hvaða andht Akureyrar yrði andht Stöðvar 2... Þá vekm aöiygh pottveija um allt land að flugmálastjóri, Þorgeir Pálsson, sé húhm að ráða til sín upplýshigafuhtnía. Þar mun lihm knái fréttahaukur fíeimir Már taka sér stöðu og spá pottveijar því að hans híði erhtt verkefni; að bæta ímynd Flugmálastjómar. Þar hefrn skuggi fahið á að mah fjöl- margra undanfarið og nefna menn ehikum tveimt öl. Umræðuna um Reykjavíkmflugvön aiinars veg- ar og rannsóMi og efthmál lúns hörmulega flugsfys FRÉTTA VIÐTALIÐ Björg Bjamadóttir formaðurFélags íslenskra leikskólakennara Umfimmtán samningar. Tekur til 20 - 30félags- rnanna. Leikskólakennarar samþykktu nýgerðan kjara- samning. Þtiðjungur sagði nei. Endalaus barátta. Hafna einkavæðingu leikskóla. Osamið við einkaleikskóla - Hver varð niðurstaðan í atkvæðagreiðslu leikskólakennara um nýgerðan kjarasamn- ing félagsins? „Það tóku um 86% þátt í atkvæðagreiðsl- unni. Þar af’ sögðu tæplega 65% já en 33,7% sögðu nei og nokkur atkvæði voru auð eða ógild. Eg er ánægð með að samningurinn var samþykktur. Það eru hins vegar ákveðin skila- boð að það skuli hafa verið um þriðjungur þátttakenda sem höfnuðu honum. Það segir að fólk er ékki ánægt.“ - Afhverju stafar sú óúnægja? „Hún felst fyrst og fremst í lágum byrjunar- launum. Það kom alveg greinilega fram á þeim kynningarfundum sem haldnir voru um samninginn. Við náðum bara ekki að hækka launin meira. Við bentum einnig á það á kynningarfundunum að í samningnum þar á undan hefði verið lögð aðaláhersla á að hækka hyrjunarlaunin. Það var þá gert á kostnað annarra. I þessum samningum var þessu öfugt farið, þ.e. að þeir sem eru búnir að starfa lengi og eru eldri fá meiri kjarabæt- ur. Þannig gengur þetta fyrir sig þessi tröppu- gangur." - Hvernig mun stjórn félagsins bregðast við þessari óánægju? „Við munum nýta okkur þetta við gerð næstu kjarasamninga þegar þessi losnar í lok ágúst 2004, þ.e. þeir sent þá verða í forustu félagsins til að ná fram meiri og betri kjörum. Þetta eru jafnframt skýr skilaboð um að leik- skólakennarar eru ekkert sáttir við kjör sín. Það vissum við reyndar fyrirfram. Þá var fólk líka búið að gera sér miMar væntingar. Þetta er reyndar endalaus barátta." - Heldurðu að þessi nýsamþykkti samn- ingur laði leiksliólakennara í auknum mæli inn í skólanna? „Já við vonum það svo sannarlega. Það er líka markmiðið með þessum kjarasamningi og að reyna að stýra því að fagfólkið dreif i sér í skólana og við erum að vona að það gerist. I samningnum er líka Iögð sérstök áhersla á hækka laun deildarstjóra.“ - Hvaða afstöðu liefur félagið til einkavæð- ingar leikslióla? „Við erum alfarið á móti frekari einkavæð- ingu leikskóla. Við teljum að það sé skylda sveitarfélaga að bjóða uppá þessa þjónustu með rekstri leikskóla, enda hluti af samfé- lagslegri þjónustu. I það minnsta eiga sveitar- félög ekki að hafa forustu um það að einka- væða eða bjóða út leikskólastarfsemi. Þctta býður einnig upp á mismun á milli barna og kallar á hærri skólagjöld. Þá held ég að þjón- ustustigið í þeim sé síst skárra en í leikskólum sveitarfélaga. I mörgum tilvikum tel ég að börn sem þurfa á sérkennslu að halda að ein- hverju tagi eigi ekki greiða Ieið inn í einka- leikskólana." - Eru leikskólakennarar í einkavæddum leikskólum nokkuð opinberir starfsmenn? „Nei. Það eru |>egar tveir hópar í okkar fé- lagi, þ.e. starfsmenn sveitarfélaga og þeir sem vinna hjá einkaleikskólum. Eg gæti trúað að þetta væru 20 - 30 manns í okkar félagi. Þeir búa við annað réttindakerfi og allt aðrar að- stæður en starfsmenn sveitarfélaga. Þeir njóta t.d. eldd sameiginlegrar fræðslu og til- boða sem sveitarfélögin eru að bjóða. Þannig að þetta er kannski ekki eins eftirsóknarvert eins og margir halda að óskoðuðu rnáli." - Þurfið þið ekki að semja sérstaklega við einkaleikskólana? „Jú og sú samningavinna er öll eftir, eða um I 5 samningar vegna þeirra. Flestir þessara skóla eru á höfuðborgarsvæðinu en einnig eru skólar á Dalvík, á Akureyri, í Vestmanna- eyjum og í Grindavík. Eg vona bara að þeim fjölgi ekki.“ -GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.