Dagur - 24.02.2001, Blaðsíða 6

Dagur - 24.02.2001, Blaðsíða 6
30 - LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2 00] ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson RitStjÓri: ELI'AS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: BIRGIR guðmundsson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVIK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 eioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. A mánuði Lausasöluverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeiidar: valdemar@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: CREYKJAVíK)563-1615 Amundi Ámundason CREYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)A60-6191 Valdemar Valdemarsson Sfmbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf r/tstjórnar: 460 617icakureyri) 551 6270 creykjavík) Mmnkandi forustu- hlutverk í fyrsta lagi Oldungardeildarþingmaðurinn Hillary Clinton hefur stigið fram á sjónarsviðið og lýst hörmum sínum og undrun yfir því að bróðir hennar skuli hafa með beinum hætti hagnast um sem nemur tugum milljóna íslenskra króna á því að hafa sem lögfræðingur tveggja sakamanna fengið mág sinn Bill Clinton til að náða þá síðusta daga hans á forsetastóli. Þetta er aumt yfirklór og það sætir mikilli furðu að í ríki sem gerir kröfu til að vera brjóstvörn lýðræðis í heiminum skuli það yfirleitt vera mögulegt að snúa náðun sakamanna upp í fjölskyldumál! í öðru lagi En fjölskyldufarsinn í þessu náðunarmáli öllu er þó aðeins sér - clintonísk birtingarmynd augljóss veikleika í kerfinu. Heim- ildir Bandaríkjaforseta til náðunar, eru bundnar í stjórnarskrá, en útfærsla þeirra þarf greinilega ákveðnari ramma. Náðanir Bills Clintons - m.a. á mönnum sem ekki var mælt með náð- un á af dómsmálaráðuneytinu - tengjast augljóslega spilltu Ijáröflunarstarfi Demókrataflokksins, enda barnaskapur að bera það á borð að tilviljun ein ráði því að hver náðunin á fæt- ur annarri nái til manna sem hafa með einhverjum hætti látið fé af hendi rakna til flokksins. Engin ástæða er til að ætla að þetta sé örðuvísi hjá repúblikönum. í þriðja lagi Það hefur verið óumdeilt að horfa til Bandaríkjanna sem for- usturíkis vestræns lýðræðis og borgaralegra réttinda í heimin- um. En eftir endurteknar uppákomur síðustu missera, sérstak- lega eftirmála forsetakosninganna og nú banana - náðana Bills Clintons, er þessi fyrirmynd í uppnámi. Þá er vafasöm atorkusemi hins nýja forseta, Bush yngri, í utanríkismálum þegar farin að splundra samstöðunni í bandamannahópi Bandaríkjanna. Staða Bandaríkjanna í samfélagi þjóðanna er því að breytast, og forustuhlutverk þeirra að minnka verulega. Birgir Guðmundsson. Af fjöllöldun málsverða Garri er hálfpartinn farinn að sjá eftir því að hafa ekki kosið Astþór Magnússon í forseta- kosningunum á sínuni tíma. Ekki þar fyrir að Olafur Ragnar hafi ekki staðið sig vel í embætt- inu og verið þjóð sinni til sóma, en það hefði kannski verið svona meira um stuð og frumlegar uppákomur á Bessastöðum ef Ástþór hefði setið þar síðustu árin, hugsanlega á friðar- stóli en sennilega þó ekki. Það er alveg ljóst að það hefur staðið Friði 2000 og Ást- þóri sjálfum fyrir þrifum að hann var ekki kjörinn forseti Islands á sínum tíma. Af forsetastóli hefði Ástþór hugs- anlega haft möguleika á að konta á heimsfriði árið 2000 eins og hann stefndi að, en þarf nú óbreyttur að endurskoða ár- talið. Símahapp Og sömuleiðis hefði forsetinn Ástþór haft úr fleiri fjáröflunar- leiðum að moða til friðarstarfs- ins en hann á kost á um þessar mundir. Reyndar er ekki hægt að saka friðflytjandann um skort á hugmyndaflugi í fjároflunar- brölti sínu eins og nýleg dæmi sanna. Minnugur Galíleu- mannsins sem þúsundfaldaði brauð og fisk fyrir margt löngu, gerði Ástþór tilraun til að millj- ónfalda eina símamáltíð. Þannig falaðist hann eftir einni máltíð á nokkrtim veitingastöðum borg- arinnar sem framlag í símahapp- drætti í þágu friðar og brugðust veitingamenn vel við. En á þá runnu svo tvær ef ekki fleiri grímur þegar þessi eina máltíð varð að þúsund í meðförum Ást- þórs og biðraðir mynduðust við V búllurnar af banhungruðu fólki sem veifaði happdrættisvinning- um og vildi mat sinn en aungvar refjar. Vertar fyrtust við þessum ágangi og hafa sakað Ástþór urn ólögmæta fjölföldun málsverðar, en Astþór sjálfur undrast við- brögð veitingahúsanna, kveðst hafa gert við þau samninga til nokkurra mánaða og þau þar lagt af mörkum málsverði. Væntanlega verða umræddir samning- ar gerðir opinberir á næstunni þannig að menn sjái það svart á hvítu hver mis- skildi hvern. Gamagaul Það er alveg ljóst að þessi vandræði með símahappið og málsverðina hefðu aldrei komið upp ef Ást- þór hefði skipulagt þetta átak frá Bessastöðum. Þá hefðu heppnir vinningshafar mætt á veitinga- staðina veifandi forsetabréfi með tilskipun um að gefa við- komandi að éta og það strax. Og varla hcfðu vertar farið að hafna fyrirmælum frá forseta lýðveld- isins og þ\á allir unað glaðir við sitt og peningarnir streymt inn til Friðar 2000. Það er sem sé aðstöðuleysi Ástþórs sem gerir það að verk- um að þúsundir manna ganga nú gaulandi görnum frá mat- sölustöðum Reykjavíkur og í út- löndum er ennþá stríð. Við svo búið má ekki standa. Garri hvet- ur því alla til að veita Ástþóri brautargengi í næstu forseta- kosningum. Og leggur til að lag- ið „Syngjum öll um Sókrates" verði lögleitt sem nýr þjóðsöng- ur stormskersins íslands. - GARRl BJÖRN ÞORLÁKS SON SKRIFAR Nýrómantísk pemngastefna Erfitt er að eldast á tímum jafn- hraðra breytinga og orðið hafa undanfarið í vestrænum heimi. Gömul gildi sem miðaldra ís- Iendingar fengu með móður- mjólkinni íyrir hálfri öld, flokk- ast nú sum hver undir verstu ósiði. Líldegt er á sama hátt að börnin sem alast upp í dag þurfi að tileinka sér allt annað uppeld- isviðhorf þegar þau fara sjálf að íjölga sér. lslenska þjóðin lifði í eymd og örbirgð án nokkurrar tilbreytingar í mörg hundruð ár. Allt stóð í stað á meðan heimur- inn þróaðist í kringum okkur. Otað að fólki I Ijósi aldalangrar kyrrstöðu er furða að Islendingum hafi þó tekist að fóta sig þetta vel í vel- sæld og velmegun á skömmum tíma. En þjóðin virðist ekki trúa því að þessi tími sé kominn til að vera. Jóhanna Sigurðardóttir al- þingismaður gerði óraunsæi landsmanna að umtjöllunarefni á Alþingi f vik- unni. Þar kom fram að yfir- dráttarlán ein- staklinga hafa vaxið á einu ári úr 38 milljörð- um í 60 millj- arða króna eða um 58% frá des- ember 1999 til desember 2000. Þessi yfirdrátt- arlán bera 22- 23% vexti og segir þingmaðurinn að þessum okurlánum sé greinilega otað ótæpilega að einstaklingum og þetta verði að stöðva. Skuldir heimilanna eru gríðar- legt áhyggjuefni en það er var- hugavert að skella skuldinni á lánastofnanir og svipta lands- menn ákvarðanaforræði eins og hér sé allt upp- fullt af hálfvit- um. Islendingar eiga að vita hverjir vextirnir eru þegar þcir ákveða að fá sér yfirdrátt. Þeir eiga að átta sig á því að kannski eru ekki hundr- að í hættunni þótt fjölskyldu- bíllinn sé orðinn 5 ára gamall eða parketið í stof- unni sé rispað. Taugaveiklud þjóð Kannski er það fortíöin sem þvælist cnn fýrir þjóðinni? Is- lendingar slepptu nefnilega heilu skeiði í efnahagssögu ann- arra landa sem kalla má sparnað fjármuna. Landinn fór á l’imm mínútum úr örbirgð allsnægtir en enginn lagði til hliðar og verð- bólgu- og vaxtaþróun ýtti undir þá taugaveiklun. Nú hefur verð hins vegar verið stöðugt um skcið en menn hugsa enn jafnný- rómantískt og fyrr og láta eins og peningarnir muni brenna næstu nótt ef þeir verða ekki notaðir í dag. Umbúðír án íuuihalds Svava Jakobsdóttir varð einna fyrst nútímahöfunda til að benda á hræsnina og yfirborðslífsstíl þjóðarinnar í sögu sinni „Leigj- andinn". Hjónin sem leigðu út húsið sitt, höfðu kappkostað að klára framhlið hússins. Þá sem sneri út að samfélaginu en inn- anhúss var allt í kaos og þar gerðust um síðir válegir atburðir. Skilaboð Svövu eiga nú við sem aldrei fvrr. Lífið snýst um innviðina en ekki óaðfinnanlegt parket og glænýjan bíl í hoði yfir- dráttar bankans. -Ð&jur Hvemig borgarstjóri yrði Bjöm Bjamason? Ásta Möller þiiigmaðurSjálJstæðisfloliks í Reykja- vtk. „Björn hefur staðið sig af- skaplega vel sem mennta- málaráðherra. Hann er vinnusamur og hefur góða yfirsýn yfir þau mál sem hann tekur sér fyrir hendur. Einnig hefur Björn gott lag á Irví að færa mál til betri vegar og laga þau að framtíðarsýn sinni. Ef niðurstað- an yrði sú að hann myndi leiða borgarstjórnarflokk sjálfstæðis- ntanna í kosningum að ári myndi hann leysa verkefnið farsællega, en að þetta verði niðurstaðan treysti ég mér ekki til þess að spá um.“ niugi Jökulsson pistlahöfiindur. „Björn yrði ábyggilega býsna sköru- legur borgar- stjóri og vinur smælingjanna. Hann hjálpaði mér einu sinni að ýta bílnum mínum í gang á köldum vetrarmorgni hér í Reykjavík ogþá var hann þó bara þingmaður. Eg býst við að hann taki ærlega til hendinni við að hjálpa borgarbúum verði hann borgarstjóri. Hvort svo hins veg- ar verði er vonlaust að spá um á þessari stundu." Margrét Sverrisdóttir framkv.stj. Frjálslynda flohksins. „Sé fólk orðið þreytt á Reykjavíkur- listanum, er það orðið enn þreyttara á sjálfstæðis- mönnum í borgarstjórn. Stjórnarandstaða þeirra er afskaplcga hugmynda- laus og ntenn stökkva upp á nef sér sitt á hvað af Iitlu tilefni. Hugmyndir um að gera Björn Bjarnason að borgarstjórak- andídat eru hins vegar illskiljan- legar og gera flokknum ógagn á þessu stigi málsins. I mennta- málaráðuneytinu hefur Björn staðið sig vel og ég hef verið hrif- in af ýmsum verkum hans, en hann ntyndi efalítið skorta kjör- þokkann þegar í návígi borgar- málanna kæmi. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að Björn ætli að hætta stöðu sinni sem menntamálaráðherra uppá slag um borgarstjórann." Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður. „Betri en Ingi- björg Sólrún. Fyrst og fremst vegna þess að hann hefur betri skilning á frelsi manna til orðs og æðis, og er lík- legri til að tryggja borgarbúum; einstaklingum og fyrirtækjum, möguleika á að húa og starfa inn- a n borgarmarkan na. “

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.