Dagur - 24.02.2001, Blaðsíða 7

Dagur - 24.02.2001, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 24. F E B R Ú A R 2001 - 31 DMptr. RITS TJÓRNARSPJALL ELIAS SNÆLAJVD JÓNSSON SKRIFAR Þaö stefnir í verulegar pólitískar hræringar næstu mánuðina. Framundan er flokksþing Framsóknarfokksins meö æsi- legu varaformannskjöri og vænt- anlega hressilegum umræðum um stöðu flokksins í stjórnar- samstarfinu og afstöðuna til að- ildar að Evrópusambandinu. Að því loknu nálgast sá tími þegar umsamin uppstokkun verður gerð á stjórnarheimilinu, en hún kann að leiða til nokk- urra mannabreytinga í ráðherra- stólunum síðar á þessu ári. Þá eru einnig verulegar vanga- veltur í gangi urn hvernig staðið verður að næstu borgarstjórnar- kosningum í Revkjavík, bæði af hálfu aðstandenda R-listans og hjá sjálfstæðismönnum. Allt þetta, og flugvallarkosn- ingin í næsta mónuði, gefur fullt tilefni til að ætla að ýmissa merkra tíðinda sé að vænta af hinum pólitíska vettvangi næstu vikur og mánuði. Það verður eitt helsta átakamál flokksþings Framsóknarflokksins að velja eftirmann Finns Ingólfssonar i embætti varaformanns, og þar með hægri hönd formannsins, Flalldórs Ásgrímssonar. Varaformaimsslagurinn Fyrir nokkrum mánuðum var al- mennt álitið að umræður um Evrópustefnuna og um áhrif stjórnarsamstarfsins á fylgi Framsóknarflokksins yrðu meg- inmál flokksþingsins sem hefst eftir tæpar þrjár vikur. Nú er hins vegar ljóst að átök um eftir- mann Finns Ingólfssonar sem varaformanns verða öðru fremur í brennidepli á flokksþinginu. Það er reyndar nokkur nýjung í Framsóknarflokknum að fram fari opinber kosningabarátta um kjör til æðstu embætta. Síðast þegar gengið var til slíkra kosn- inga hafði Finnur betur í slag rið Siv Friðleifsdóttur, núverandi umhverfisráðherra, um varafor- mennskuna í flokknum, en þau voru tvö í kjöri. Nú stefnir í fleiri framboð til varaformanns. Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, og Olafur Örn Har- aldsson, alþingismaður, eru báð- ir opinberlega komnir í fram- boðsslag, en líkur eru á að fleiri bætist í hópinn. Sérstaklega þyk- ir sennilegt að Jónína Bjartmarz, sem kom inn á þing við afsögn Finns Ingólfssonar, eða Siv Frið- leifsdóttir bjóði sig fram. Það verður því hart tekist á um þessa einstaklinga, og þá í leiðinni um þær að sumu leyti ólíku stefnuá- herslur sem þeir eru fulltrúar fyrir. Að sjálfsögðu er alltof snemmt að fullyrða um úrslit varafor- mannskjörsins, ekki síst þar sem öll framboð eru ekki enn komin fram. Hitt má þó ljóst vera að Guðni Ágústsson hefur mjög sterka stöðu. Þar kemur margt til. Flann hefur þótt standa sig vel sem ráðherra, og reyndar bet- ur en ýmsir áttu von á. Hann er ófeiminn við að sýna á sér mann- legar hliðar í fjölmiðlum, er ein- lægur og kann að slá á létta strengi þegar það hentar. Og hann virðist í góðu jarðsambandi við flokksmenn. líka þá sem hafa áhyggjur af því að Framsóknar- flokkurinn hafi of ríka tilhneig- ingu til að gleyma gömlu hug- sjónunum. Ef framsóknarkonum tekst að sameinast um framboð einnar konu á móti Guðna Ágústssyni, kann að reynast mjótt á munun- um í varaformannsslagnum. Ef ekki, þá á Guðni sigurinn vísan. Tómanunið eftir Finn Það er út af fyrir sig athyglisvert að Finnur Ingólfsson skuli enn setja mark sitt á umræður og átök innan Framsóknarflokksins, þótt það sé einungis með brott- hvarfi sínu, og til marks um hversu sterk staða hans var inn- an flokksins. Þannig blandast átökin um eftirmann Finns í embætti varaformanns að vissu leyti inn í ágreining um hvernig fylla eigi leiðtogasæti hans með- al framsóknarmanna í höfuð- horginni. Ymsir framsóknármenn hafa haft miklar áhyggjur af stöðu tlokksins í höfuðborginni. Eftir brotthvarf Finns á flokkurinn í Reykjavík engan ráðherra, né heldur mann í æðstu forystu flokksins. Það er því kvartað yfir áhrifaleysi í landsstjórninni. Á sama tíma vilja sumir flokks- menn halda því fram að flokkur- inn líði fyrir það að vera í sam- starfi innan R-listans í borginni vegna þess að athyglin beinist að hinum sameiginlega meirihluta en ekki að Framsóknarflokknum sem slíkum. Þetta er þó á mis- skilningi byggt. Framsóknar- menn í Reykjavík hafa aldrei í sögunni haft þvíh'k áhrif á stjórn borgarinnar og einmitt í valdatíð R-listans. Án þátttöku í því sam- eiginlega framboði hefði Fram- sóknarflokkurinn einfaldlega verið jafnáhrifalaus um stjóm borgarinnar síðustu kjörtímabil- in og alla áratugina þar á undan þegar flol vkurinn átti cinn, tvo eða jafnvel þrjá valdalausa borg- arfulltrúa í stjórnarandstöðu. Flokkurinn væri engan veginn sterkari í Reykjavík þótt hann hefði verið einn á báti í borgar- málunum hin síðari ár og þannig án áhrifa á stjórn borgarinnar. Hinn er auðvitað rétt að áhrif- in á landsstjórnina eru mun minni eftir að Finnur Ingólfsson flutti sig yfir í Seðlabankann, og framsóknarmenn í Reykjavík eiga ekki sem stendur neinn ótvíræðan leiðtoga sem er í stakk búinn til að breyta því. Þess vegna er lagst af vaxandi þunga á Halldór Ásgrímsson, formann flokksins, að Hytja sig um set og skipa efsta sætið í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna í næstu þingkosningum. Það kæmi á óvart að sú yrði ekki nið- urstaðan. „Ýmsir fxainsokiiar iii íh ín haía haft mikl- ar áhyggjur af stöðu flokksins í höfuð- horginni. Eftir hrott- hvarf Finns á flokk- uriiin í Reykjavík engan ráðherra, né heldur mann í æðstu forystu flokksins. Það er jiví kvartað yfir áhrifaleysi í landsstjóminni.46 Framsóknarráöherramir Það liggur fyrir að stjórnarflokk- arnir munu ræða um breytingar á ríkisstjórninni á þessu ári. Um það var samið í stjórnarsáttmál- anum og málin hafa reyndar þegar komið til tals meðal æðstu forystumanna. Enn er of snemmt að segja til um hversu víðtæk mannaskiptin verða \ ið þessa endurskoðun. Eins er óljóst hvort stjórnaiiiðar hyggjast nota tækifærið til að breyta skipt- ingu ráðuneyta niilli flokkanna. Hjá Framsóknarflokknum er mest óvissa um framtíð tveggja ráðherra, þeirra Ingibjargar Pálmadóttur og Páls Pétursson- ar. Ingibjörg tók að sér eitt erfið- asta ráðuneytið, heilbrigðis- og tryggingamálin, og það tók hana eðlilega nokkurn tíma að ná tök- um á þeim fjölbreytta og viða- mikla málaflokki. Staða hennar hefur mjög styrkst í tímans rás. Hún er nú í veikingaleyfi sem kunnugt er og innan Framsókn- artlokksins er talið afar líklegt að hún kjósi að draga sig í hlé sein- na á árinu, ekki síst ef þinginu tekst að afgreiða fyrir vorið þær breytingar á almannatrvgginga- löggjöfinni sem hún hefur beitt sér fyrir. Mikill styr stóð sem kunnugt er um áframhaldandi setu Páls Péturssonar í embætti félags- málaráðherra I\rr á kjörtímabil- inu, en þá vildu ýmsir innan flokksins láta hann víkja. Af því varð ekki vegna eindreginnar andstöðu Páls og stuðnings- manna hans. Hvort hið sama verður uppi á teningnum núna er óvíst. Ef annar eða báðir þessir ráð- herrar hverfa úr ríkisstjórninni er Ijóst að nokkrir þingmenn flokksins munu gera tilkall til ráðherraembætta. Þar fara fremstir í flokki Hjálmar Árna- son og Kristinn H. Gunnarsson, en einnig munu margir telja Jón- fnu Bjartmarz eiga góða rnögu- leika meðal annars vegna þess að flokksforystan hefur rnikla trú á henni. Jón Kristjánsson, sem að öðru jöfnu ætti nánast að vera sjálfkjörinn sem ráðherra af hálfu framsóknarmanna, Ifður fvrir að vera í sama kjördæmi og formaður flokksins og kemur því vart til álita í þessari umferð. Hvað gerir Bjöm? Hjá Sjálfstæðisflokknum er Björn Bjarnason stóra spurning- in þessa dagana. alveg sérstak- lega eftir að fréttist af áskorun- um um að hann yrði borgar- stjóraefni Sjálfstæðisflokksins í kosningunum næsta ár. Sú stað- reynd að Björn kaus að halda umræðunni gangandi, í stað þess að útiloka þennan möguleika strax, er athyglisverð staðfesting þess að hann geti vel hugsað sér til hreyfings. Hér skal engu um það spáð hvort Björn Bjarnason kýs að taka þetta skref. Það ræðst fyrst og fremst af tvennu. Annars veg- ar því hvað hann sjálfur hefur hug á að gera. Hins vegar á vilja þeirra sem skipta æðstu forystu Sjálfstæðisflokksins. Lykilspurn- ingin sem þeir standa frammi fyrir er sú hvort Björn sé h'klegri til að „endurheimta" borgina úr höndum Reykjavíkurlistans en Inga Jóna Þórðardóttir eða Júlíus Vífill Ingvarsson sem annars kæmu helst til greina sem borg- arstjóraefni sjálfstæðismanna. Um þetta eru skoðanir afar skiptar. Þótt ekki fari á milli mála að Björn er mun öflugri pólitíkus en Inga Jóna eða Júlíus Vífill, telja sumir að hans tími sé einfaldlega liðinn. Að hann muni hvorki höfða til yngri kjósenda né kvenna og því ekki hafa möguleika á móti Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur með samhent- an R-lista á bak við sig. Hitt er svo annað mál að fyr- ir stuðningsmenn Reykjavíkur- listans skiptir ekki öllu máli hver kemur til með að leiða lista Sjálfstæðismanna. Fjöregg R-listans er núna í höndum þeirra þriggja flokka sem mynda bakland hans - Samfylk- ingarinnar, Framsóknarflokks- ins og Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs. Þær ákvarðan- ir sem forystumenn þessara flokka í Reykjavík taka síðar á árinu um framboðsmálin munu ráða meiru um úrslit næstu b o rga rs tj ó rn a r ko s n i n ga r e n ákvörðun Sjálfstæðisflokksins um borgarstjóraetni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.