Dagur - 24.02.2001, Blaðsíða 5

Dagur - 24.02.2001, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 2 4. FEBRÚAR 20 0 1 - 29 FRÉTTIR Stefnir í metár í Hlíðarfjalli Akureyri hefur laðað marga í brekkur Hlíðarfjalls undanfarið, enda hafa aðstæður verið með sögulegum ágætum. Þegar er búið að vera opið í 64 daga en í fyrravetur var alls opið í 81 dag fram til 1. maí. Metið er 130 dagar, veturiim 1977. Frábært skíðafæri er í Fllíðar- fjalli ofan Akureyrar, og liefur verið nánast sfðan svæðið var opnað 18. nóvember sl., sem er með því fyrsta sem þekkist. Þetta segir forstöðumaður Skíðastaða en aðeins hefur ver- ið lokað í fjallinu 3 daga og þá vegna roks. I gær var þar 6 stiga frost og snjókoma og lítils hátt- ar skafrenningur svo svolítið hefur rifið ofan af hæðunum. Aðeins tvö skíðasvæði lands- ins státa af nægum snjó, Hlíð- arfjall og Sauðárkrókur. Lokað er í Bláfjöllum sem og öðrum skíðasvæðum suðvestanlands, en þar vantar töluvert af snjó. A Isafirði vantar töluvert af snjó á lyftusvæðinu í Tungudal og þyrfti þar að snjóa látlaust í 3 til 5 daga til að þar yrði skíða- færi. Gott færi er á gönguskíða- svæðinu. Lokað er á skíðasvæð- unum á Siglufirði, Olafsfirði og Dalvík en í gær var opið í Odds- skarði en ekki mikill snjór, mik- ið harðfenni og 9 stiga frost. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Skíðastaða, seg- ir aldrei of mikinn snjó á svæð- inu fyrr en hús og lyftur fari að hverfa, en nokkuð sé í það. Guðmundur segir stefna í metár. Þegar sé búið að vera opið í 64 daga, en í fyrravetur hafi alls vcrið opið í 81 dag fram til 1. maí. Metið er 130 dagar veturinn 1977, en þá var opnað 1 1. desember og opið til 19. maí. Árið 1978 var opið í 120 daga og árið 1982 var opið í 108 daga. Ef næst að hafa opið í um 80% þeirra daga sem eftir eru fram á vor ætti daga- fjöldametið a.m.k. að verða jafnað. Guðmundur segist orðinn bjartsýnn á að það verði nægur snjór í Hlíðarfjalli kringum Andrésar-andar leikana, enda búið að troða brekkurnar um 70 sinnum í vetur, og skipst hafi á þíða og frost. Mesti snjóamánuðurinn er eftir, en upp úr miðjum mars snjóar venjulega mest í Hlíðarfjalli, sem eykur bjartsýnina. GG Verkfall blásið af Verkfalli 8 ralvirkja hjá Norðurorku, sem heljast átti í gær, föstudag, var aflýst á fimmtudag þegar samningar tókust við rafvirkj- ana íyrir miðnætti. Franz Árnason, framkvæmdastjóri Norðurorku, segir að ekkert samasemmerki sé milli verkfalls rafvirkja og rafmagns- leysis, en hefði verkfall staðið um tíma hefði verið erfitt að fást við bilanir, sækja hefði þurft um und- anþágur sem ekki er víst að fáist þar sem þeir sem séu í verkfalli vilji halda þrýstingnum á viðsemj- endur. Samningurin er til skamms tfma, eða til 30. nóvembcr þessa árs, en rafvirkjar hjá Norðurorku eru að fara úr Starfsmannafélagi Akureyrar yfir í Rafiðnaðarsam- band Islands til samræmis við það að rafvirkjar hjá t.d. Raf- magnsveitum ríkisins, Sel- fossveitum, og í Vestmannaevjum eru í Rafiðnaðarsambandinu. Þegar slíkt gerist vantar ýmsa þætti í kjarasamningum sem semja þarf um að nýju. Að sögn Sigurðar Ola Kolbeinssonar, framkvæmdastjóra launanefndar sveitarfélaga, verða samningarnir lagðir lýrir eftir riku en launaliðir þeirra hækka í samræmi við aðra samninga sem gerðir hafa verið á launamarkaðnum síðustu vikur. GG Franz Árnason. Réttarstaða til skammar Aðstandendur lang- veikra bama. Gríðar- legur inmiur miðað við önnur Norður- lönd. BRSB krefst samfálagslegs átaks til úrbóta. Gríðarlegur munur er á þeim réttindum sem aðstandendur Iangveikra barna hafa hérlendis í samanburði við það sem gengur og gerist á hinum Norðurlönd- unum. Þar er foreldrum Iang- veikra barna tryggð launuð fjar- vera frá starfi um margra mán- aða skeið á sama tíma og Island sker sig úr hvað snertir bága rétt- arstöðu. Hérlendis er íslenskum foreldrum aðeins tryggð tíu daga fjarvera á launum með kjara- samningum. StLngur í augu Fjallað var um málið á stjórnar- fundi BSRB í gær þar sem ályk- tað var krafa um stórbætta rétt- arstöðu Iangveikra barna og að- slandenda þeirra. Ögmundur Ögmundur Jónasson: Verður að taka höndum saman. Jónasson formaður BSRB segir að það sé mjög brýnt að allt sam- félagið taki höndum saman urn úrbætur í þessum efnum, enda sé það til skammar og stingur í augu að það hafi ekki verið gert. Hann telur þó að það ekki eigi að finna sökudólga eða blóraböggla í þessu máli heldur strengja þess heit að gera samfélagslegt átak ríkis og vinnumarkaðar í þessum málum þegar í stað. Launí 780 daga Samkvæmt upplýsingum Irá Stryktarfélagi krabbameinsveikra barna fá aðstandendur lang- veikra barna er réttur aðstand- enda langveikra barna sýnu mestur í Noregi. Þar fá þeir 100% laun í 260 daga og síðan 65% laun í 520 daga fyrir hvert barn frá 0 - 16 ára, eða alls í 780 daga. Til riðbótar fá þeir 10,2% orlof af greiddum sjúkrabótum í allt að 12 vikur á ári. I Svíþjóð fá aðstandendurnir 90% laun í 120 daga á ári fyrir hvert barn 0-16 ára. I Danmörku fá þeir endur- greiðslu nauðsynlegs kostnaðar- auka vegna umönnunar barna 0 - 18 ára. Þar er einnig greidd launauppbót, 90% laun til ann- ars foreldris á meðan meðferð stendur yfir. Þarlendis má greiða launauppbót í allt að þrjá mánuði eftir að forsendur bresta. Þar er einnig sérstök uppbót til atvinnulausra og orlofsstyrkur. I Finnlandi eru greidd 66% af launum í 60 - 90 daga og leng- ur ef nauðsyn krefur, t.d. vegna veikra barna með krabbamein. Þar er einnig heimilt að greiða báðum foreldrum ef nauðsyn krefur. -GRH Vilja þimgaskattiim feigan Á þriðja tug þingmanna sem FIB- blaðið leitaði álits hjá voru allir þeirrar skoðunar að leggja eigi niður innheimtu þungaskatts á díselbifreiðar og innheimta notk- unarskatta þess í stað með olíu- gjaldi. FÍB-blaðið segir frá því að þing- heimi hafi verið send í tölvupósti spurningin: Ert þú þeirrar skoð- unar að taka skuli upp olíugjald í stað þungaskatts á dísilbíla? Viðbrögð bárust frá 37 þing- mönnum ográðherrum. Allir ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins sögð- ust hafa það fvrir reglu að svara eldvi spurningum í tölvupósti og síst af öllu bæru þær blæ skoðana- könnunar. Framsóknarráðherr- arnir létu aftur á móti ógert að svura, utan Guðni Ágústsson scm svaraði játandi. Fimm þingmenn kváðust ekki tilbúnir að svara en allir hinir svöruðu játandi, 22 kon- ur og karlar úr öllum flokkum. FÍB kréfst olíugjalds. Áfall fyrir bamageðlækniiigar Stjórn Barnageðlæknafélags lslands hefur ályktað einróma vegna lektorsstöðu sem ráðið var í fyrir 2 árum. Þrír umsækjendur voru metnir hæfir gagnvart þessari stöðu og eins og hefð er fyrir mælti læknadeikl með einum umsækjendanna, reyndar í tvígang. „En öll- um á óvart ákvað rektor Háskóla Islands að ráða ekki í stöðuna í desember síðastliðnum. Þetta er gífurlegt áfall fyrir stöðu barna- gcðlækninga á íslandi," segir stjórn Barnageðlæknafélagsins og ályktar eftirfarandi: „Staða lektors í barna- og unglingageðlæknisfræði við læknadeild Háskóla Islands var auglýst til umsóknar í janúar 1999 og hefur deildarfundur læknadeildar tvívegis afgreitt málið. Nú tveimur árurn síðar hefur rektor Háskóla lslands ákveðið að ráða ekki í stöðuna þrátt fyrir að 3 hæfir umsækjendur hafi sótt um starfið," segir í ályktun. Aðalfundur BGFÍ skorar einróma á rektor að ráða nú þegar í stöðu lektors í barna- og unglingageðlæknisfræðum. -BÞ Samkeppni - hvað sem það kostar Þrátt fyrir vannýttan flugflota og mannskap Landhelgisgæslunnar hefur „flug fyrir opinbera aðila dregist saman um 65% en það má m.a. rekja til þess að flugverkefnum er í ríkari mæli beint til einka- aðila vegna samkeppnissjónarmiða," segir £ skýrslu Ríkisendur- skoðunar. Þetta er m.a. athyglisvert í ljósi þess að samkvæmt upp- lýsingum sem Ríkisendurskoðun aflaði sér um lágmarksflugtíma hjá erlendu þyrluflugfélagi reyndist hann „meiri en nemur flugtíma flugmanna Landhelgisgæslunnar á síðustu árum.“ Ríkisendurskoð- un segir því Ijóst að Landhelgisgæslan verði að fastsetja þann lág- marksflugtíma sem þurfi til að þjálfun flugmannanna sé eins og best verður á kosið. Hjá Landhelgisgæslunni vinna 9 flugmenn. Verkefni flugflotans var alls 1.046 stundir árið 1999, hvar af þyrlu- flug var tæpur helmingur. -HEI Laimavísitalan 3,1% upp Launavísitala sem er reiknuð út miðao við meðallaun í janúar reyndist 3,1% hærri en mánuðinn á undan. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,3% en samtals 22,6% á síðustu þrem árum, þ.e. frá janúar 1998, cða rétt um tvöfalt meira heldur en vísitala neysluverðs hækkaði á sama tíma samkvæmt útrcikning- um Hagstofunnar. Launavísitalan er nú 204,2 stig. Það þýðir að meðallaun hafi rúmlcga tvöfaldast (hækkað rúm 104%) síðan Hag- stofan hóf að reikna iaunavísitöluna ( desemher 1988. Þau sömu tólf ár hefur vísitala nevsluverðs hækkað um tæp 83% (sem er t.d. tninna en hún hækkaði á cinu ári milli 1982 og 1983. -HEI -HEl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.