Dagur - 17.03.2001, Side 6

Dagur - 17.03.2001, Side 6
30 - LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgír guðmundsson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVlK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo og soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjatd m. vsk.: i.900 kr. á mánuði Lausasöluverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Netföng auglýsingadeildar: valdemar@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6191 Valdemar Valdemarsson Slmbréf auglýsingadeildar: 460 6i6i Símbréf ritstjórnar: 460 617i(ákureyri) 551 6270 (reykjavík) Flokksþmj* Framsóknar í fyrsta lagi Framsóknarmenn sitja nú sitt 26. flokksþing og njóta þess aö vera í sviðsljósi þjóðmálaumræöuimar. Búast má við að á þinginu verði gef- in línan fyrir þá stefnu sem flokkurinn mun taka á næstu misserum í mikilvægum málum. Sérstaklega á þetta við uin Evrópuinál og sjávar- útvegsmál. Framsóknarmeim hafa því gullið tækifæri til að kveða sér hjóðs og hrífa með sér það fólk úti í þjóðfélaginu sem íylgist með þinginu. Það er því eðlilegt áð Halldór Ásgrímsson noti þetta tækifæri til að blása til sóknar. í öðru lagi Raunar virðist Halldór vera búinn að stýra Evrópustefnu sinni til hafnar í flokknum, þótt enn heyrist kurr í stöku homi frá mönnum sem þykir formaðurinn full Evrópusiimaður. Slíkar raddir eru þó í minnihluta, enda liefur formaðurimi haldið vel á þessum málum í flokknum. Auk þess hefur hann einfaldlega talað af sannfærandi raun- sæi og þekkingu í utanríkismálum þannig að framsóknarmönnum hefur reynst auðvelt að fylja honum þar. Því gætu Evrópumálin orðið eins konar tákn um að Framsókn væri „nútímalegur" ilokkur - hvað svo sem þaö nú þýðir í raun og veru - en það kæmi á óvart ef þau yrðu að stóru áreiningsmáli á flokksþinginu. í þriðja lagi Margfalt míkilvægara er fýrir flokkinn að komast að trúveröugri nið- urstöðu í sjávarútvegsmálum. Ljóst er að vlða um land liorfa memi til fiokksþingsins og bíða svara. Ályktanadrög flokksins í þessum mála- flokki gera vissulega ekki ráð fyrir byltingu á kvótakerfinu en þar er þó ýjað að umtalsverðri andlitslyftingu, ekki síst í fornii aukins byggða- kvóta. Þrátt fyrir afar skiptar skoðanir í flokknum - og kamiski ein- mitt vegna þeirra - er nauðsynlegt iýrir Framsóknarflokkiim að feta sig til raunverulegra endurbóta sem skipta máli. f þá andlitslyfingu dug- ar engin plástrameðferð. Gerist það ekki má búast við að sú sókn sem Halldór Ásgrímsson boðaði í gær verði skammvinn. Birgir Guðnmndsson. Stórtíðuidi á liverju strái Garrí hefði viljað vera blaða- maður um þessar mundir þ\í nú er sko engin gúrkutíð og stórfréttir hvert sem litið er. Sjaldan eða aldrei hafa jafnyfir- gripsmikil og áhugaverð samfé- lagsleg vandamál skotið upp kollinum og einmitt þessa dag- ana, enda sitja fjölmiðlamenn örugglega flestir með sveitta skalla við að reyna að ná utan um þetta allt saman. Sjómannaverk- fallið er nýskollið á og mun að sögn fróðra og sannferð- ugra álitsgjafa færa þjóðarskútuna bólakaf ef ekki leys- ist innan tíðar. Á verkfallinu eru svo margir fréttnæmir fletir að öllum fjöl- miðlum ætti að vera f lófa lagið að skúbba, hver með sínum hætti. Helstu og nýjustu áhugapunktar þessa verkfalls er að það er nákvæmlega eins og síðustu sjö sjómannaverkföll, óbreyttar kröfur sjómanna, sömu svör útvegsmanna og sama staða og síðastliðin 20 ár. Sem sé mikil tíðindi og ný. Lýðveldið í veði? Annað mál er í gangi sem ekki hefur minni áhrif en sjómanna- verkfallið á framtíð þessarar þjóðar, en það er forystukjörið í Framsóknarflokknum. Það er náttúrulega alveg ljóst að til- verugrundvöllur lýðveldisins er í veði og ræðst af því hvort Guðni, Jónína eða Olafur Öm verða kjörin í embætti varafor- manns flokksins. Og það er ekki síður mikilvægt að rétt sé kross- að við nöfn þegar ákvarða á hvort Sibba Friðleifs eða Hjalli Árna muni krota fundargerðir flokksins í nánustu framtíð. Reyndar er staða Framsókn- V arflokksins sú um þessar mund- ir að varla er rétt að segja að hann njóti þjóðarfylgis og ef heldur sem horfir hættir hann að mælast í skoðanakönnunum. En engu að síður eru hér gríð- arleg tíðindi að gerast og eins gott að fréttamenn lý'lgist vel með. Flugumýrar brenna? Þriðja stórfrétt ný- hafinnar aldar er svo kosningin um Reykjavíkurflugvöll. Þar er ekki bara framtíð íslensku þjóðarinnar undir, heldur einnig og ekki síður vöxtur og viðgangur Reykja- víkur annars vegar og landsbyggðar- innar hins vegar. Verður ffugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni? Eða verður byggður nýr flugvöllur að Flugumýri? Og er þá ekki nauð- synlegt að flytja Vatnsmýrina nær Flugumýri, þannig að hægt sé að slökkva bálið með vatninu úr Vatnsmýrinni ef kveikt verð- ur í Flugumýrarflugvelli? Þessar spurningar og aðrar áleitnar brenna á þjóðinni um helgina. Að vísu hefur það kom- ið fram að líkast til verður allt flug á íslandi lagt niður á næstu árum, þannig að ekki er útlit fyrir að ein einasta flugvéll komi til með að lenda á uin- ræddum Ilugvelli, hvort sem hann verður áfram í Vatnsmýr- inni eða flytur sig um set að Flugumýri. En það breytir ekki því að hér eru feiknaleg tíðindi að gerast sem fjölmiðlamenn mega alls ekki láta framhjá sér fara. - GARRI Sjómartnaverkfallid nýskollid á. ELIAS SNÆLAND JONSSON SKRIFAR Verðmætamat samtímans virðist á stundum harla brenglað. Nýj- asta dæmið í hinni alþjóðlegu umræðu eru viðbrögðin við gjörðum stjórnvalda í fjallaríkinu Afganistan. Fjölmiðlar, ríkisstjórnir og for- ystumenn alþjóðasstofnana hafa farið mikinn síðustu daga og vik- ur vegna skuggalegra stjórnar- hátta í þessu ógæfusama landi. Tilefni alls þessa milda æsings var sú ákvörðun talibana, sem fara með völdin í mestum hluta landsins í krafti vopnavalds, að sprengja í loft upp nokkrar stytt- ur sem höggnar höfðu verið í kletta nokkur hundruð árum áður en Island bvggðist. Sendi- nefndir ílýttu sér lil Afganistan til að koma vitinu fyrir ráðamenn í Kabul og mun það hafa tafið eitthvað fyrir eyðileggingunni. Að minnsta kosti berast fréttir af því að talibanar slátri nú beljum í gríð og erg li) iðrunar og sálu- Fólk eða stetna? hjálpar vegna þess að þeir voru ekki nógu fljótir að sprengja stytt- urnar í loft upp. Þrælahald Ekki skal gert lítið úr því að gamlar styttur af Búddha geti verið merkilegur menningar- sögulegur arf- ur. En lætin á Vesturlöndum sýna enn og sanna að verð- mætamal samtímans snýst um flest annaö en gildi manneskj- Örlög nokkurra steinstytta vekja meiri æsing en eymd heillar þjóðar. unnar. Það væri nær fyrir ráðamenn og Ijölmiðla á Vesturlöndum að þrýsta af auknum krafti á stjórnvöld talibana í Afganistan að láta af ofstæk- isfullu oflreldi gegn óbreytt- um borgurum sem eru svo ógæfusamir að búa í land- inu. Talibana- stjórnin er ein sú ógeð- felldasta í heiminum í dag, og eru pólitískir glæ pamenn þó víða við völd. Valdasjúkir trú- arofstækismenn halda þjóðinni í hlekkjum, ekki síst konum - en með þær er farið eins og þræla í fangabúðum. Vissulega hafa talsmenn vest- rænna ríkisstjórna annað slagið látið í ljósi andúð sína á þeim forneskjulegu stjórnarháttum sem talibanar hafa innleitt. En viðbrögð eru yfírleitt máttleysis- leg og hafa engin áhrif haft í þá átt að draga úr hörmungum al- mennings. Kúgunin og harðstjórnin í Afganistan er augljóst dæmi um að við upphaf tuttugustu og fyrstu aldarinnar eiga einræðis- herrar á miðaldastigi auðvelt með að halda heilum þjóðum í þrældómi. Marglofuð alþjóða- væðing breytir þar engu um. Enda kannski ekki von á meðan alþjóðasamfélagið hefur meiri áhuga á dauðum styttum en lif- andi tólki. Hvemig verða úrslit flugvallarkosninganna í dag? Elma Guðmundsdóttir blaðamaður í Neskaupstað. „Það er mín til- finning að úrslit kosninganna verði þau að völlurinn vfki úr Vatnsmýrinni og ég er ekkert endilega sam- landsbyggðarfólki að slíkt sé slæmt. Þegar ég fer suður með flugi er það yfirleitt í þeim tilgangi að fara eitthvað lengra og út í heim og þá er betra að fljúga beint til Keflavíkur, en millilenda í borg- inni. Margir eru hins vegar oft að flækjast suður til Reykjavíkur vinnu sinnar vegna - að margra mati að nauðsynjalausu - og kannski fækkar þeim ferðum verði völlurinn látinn víkja.“ Katrín Júlíusdóttir fomtaður Ungra jafnaðanna tma. „Þetta verður tæpt, en mér finnst umræðan allra síðustu daga mjög hafa snúist á sveif með þeim sem vilja flugvöllinn burt. Lengi var ég þeirrar skoð- unar að flugvallarsinnar myndu sigra kosninguna - en nú er ég orðin bjartsýn á hitt. Sjálf vil ég, Kópavogsbúinn, völlinn burt því hvað framtíðarþróun byggðar- innar varðar þá eru bæði mið- borgin og flugvöllurinn kominn í sjálfheldu." Halldór Reynisson prestur í Neskirhju í Reykjavík. „Urslitin verða tvísýn, þó ég hallist frekar að því að þeir sem vilja flugvöllinn burt verði fleiri. Rök þeirra hafa verið heldur sterkari en þeirra sem vilja að völlurinn veri, - auk þess sem það virkaði illa á mig þegar ýms- ir þingmenn fóru að gera flug- vallarkosninguna að bitbeini borgar og landsbyggðar og jafn- vel gefa í skyn að í Ijósi fulltrúa- lýðræðis kæmi málið borgarbú- um ekki við. Framundir þetta hef ég viljað völlinn áfram í Vatns- mýrinni, en hins vegar gerir hug- myndin um flugvöll á Bessa- staðanesi mig vaklandi í trúnni.“ Pétur Jósepsson fasteignasali i Akureyri. „Eg vona bara að þeir sem greiða atkvæði geri það að vel athuguðu máli. Mér þykir gott að Ingibjörg Sólrún hafi efnt til þessara kosn- inga, því Reykvíkingar og raunar íslendingar allir hafa gott af þvf að hugsa um Iýöræöið. Frá því ég man eftir mér hafa verið deilur um staðsetningu flugvallarins í Vatnsmýrinni og vonandi komast menn nú að niðurstöðu."

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.