Dagur - 17.03.2001, Page 4

Dagur - 17.03.2001, Page 4
28 -LAVGARItAGUR 17. MARS 2001 FRÉTTIR Þj álfunars etur fyídr imgmeimi Hugmyndin er að Fjölsmiðjan gefi ungu fólki, 16-24 ára, kost á hagnýtri vinnu, fram- leiðslu og fræðilegri þjálfun. Hvort logsuða verður þar með skal ósagt látið en fagleg verkþjáfun á að vera rfkur þáttur í starfseminni. Fjölsmiðjan sem starf- rækja á verkþjálftmar- og framleiðslusetiir fyrir 40 til 70 ungmenni hefur verið formlega stofnuð og verður liklega til húsa í Kópavogshælinu. „Það cr engin spurning að hér er að fara af stað eitt metnaðarfyllsta verk- efni af þessu tagi sem efnt hefur veriö til hér á landi. Þetta úrræði sem er allt f senn: vinnumarkaðsúrræði, mennt- unarúrræði og félagslegt úrræði. Væntanlegur forstöðumaður Fjöl- smiðjunnar þarf að vera handverks- maður, sölumaður, uppeldisfræðingur, eldhugi, trúboði, sáttasemjari, stjórn- andi og umfram allt góður félagi," sagði Gissur Pétursson framkvæmda- stjóri Vinnumálastofnunar á fundi þar sem skipulagsskrá f\'rir sjálfseignar- stofnunina Fjölsmiðjuna var undirrit- uð af félagsmálaráðherra og fulltrúum Rauða krossins, Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Verkþjálfun á 69 Juis. kr. kaupi Hugmyndin er að Fjölsmiðjan - sem á sér fyrirmyndir á hinum Norðurlönd- unum - gefi ungu fólki, 16-24 ára, kost á hagnýtri vinnu, framleiðslu og fræði- legri þjálfun. Fagleg verkþjáfun á að vera ríkur þáttur í starfseminni. Mark- miðið er að þroska persónuleika ein- staklinganna og búa í haginn fyrir þá til aukins skólanáms eða þátttöku á hinum almenna vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir 40-70 þátttakendum í 9 mán- uði á ári. Laun þeirra eru áætluð um 69 þús.kr. á mánuði: Atvinnuleysis- tryggingasjóður greiðir þeim sem eru á atvinnuleysisskrám, sveitarfélög þeim sem eru á félagslegu framfæri og RKI- deildirnar þeim 16-18 ára ungmenn- um sem njóta hvorugra þessara hóta. Lýst vel á hus í Kópavogi Frumkvæðið sagði Gissur hafa kom frá RKÍ árið 1998 og vinnuhópur hafi síð- an unnið að undirbúningi. Viðbrögð sveitarfélaga, menntamálaráðuneytis og annarra hafi undantekningarlaust verið jákvæð. Aætlað sé að starfsemin hefjist í haust og verði tilraunaverkefni til 3ja ára. Viðræður hafi farið fram við yfirstjórn Ríkisspítalanna um mjög hentugt húsnæði á lóð hans í Kópa- vogi, sem bjóði upp á marga möguleika um verksvið eða framleiðslulínur. En ákvörðun um það verði tekin af nýrri stjórn Fjölsmiðjunnar. Sölu fram- leiðsluvara er ætlað að vera einn þátt- ur í fjáröflun Fjölsmiðjunnar. Útrétt hönd Fjölsmiöjunnar Þrátt fýrir myndarlega aðkomu RKÍ að verkefninu - með 10 milljóna kr. fram- lagi - sagði Gissur hér er um allkostn- aðarsamt úrræði að ræða og fleiri hefðu þurft að koma að. Atján milljóna framlag frá Vinnumálastofnun og At- vinnuleysistry'ggingasjóði hefði í raun riðið baggamuninn. Menntamálaráðu- neytið muni einnig leggja til rekstrar- fjármuni og sveitarfélögin eftir fjölda þátttakenda. Rekstrarkostnaður er áætlaöur 29 milljónir á ári. „Eg dreg enga dul á að þetta er ekk- ert áhlaupaverk sem við erum hér að hefja, heldur langtíma stuðnings- og uppbyggingarstarf. Það á að vera stað- ur og hlutverk fyrir alla í samfélaginu. Það unga fólk sem hrasar á lífsbraut- inni eða greinir ekki hlutverk sitt í fyrstu atrennu á að gera treyst því að því sé rétt hjálparhönd. Vonandi verð- ur Fjölsmiðjan þekkt fyrir sína útréttu hönd,“ sagði Gissur Pétursson. — HEI Ð^utr Sigurður Helgason, forstjóri Flugle/ða: flott tímasetning. Mat pottverja á hótunum forstjóra Flugleiða að hætta rekstri Flugfélags ís- lands innan tveggja ára, voru með tvennum hætti. Sumir héldu því fram aö þetta væri einfaldlega ekki verjandi fyrir Flugleiðir að halda þessum rekstri áfram mcð miklu tapi. Aðrir sem eru gamalreyndari í að fylgj- ast með pólitískum refskap töldu einsýnt að í þessu út spili Flugleiðamanna fælist tilraun til að seilast cnn frek- ar ofan í vasa skattborgar- anna - það er til að neyða þingmenn til að auka verulega ríkisstyrk til flugsins. Þeir benda á að tímafresturinn sem forstjóri 11 ugleiöa gaf þýði að örlög innanlandsflugsins muni ráðast fyrir voriö 2003 - það er rétt fyrir næstu alþiugiskosningar! Pottverjar hafa nokkuð velt vönguin yfir væntan legri fjölgun dagblaða í landinu, en nýtt dagblað að sænskri metró-fyrirmynd er væntanlegt. Þefvís fréttamaöur hefur laumað því að pottverjum að til standi að koma nýja Fréttablaðinu á göturnar þegar í upphafi dymbilviku... í heita pottinum á Akureyri heyrist nú að miklar hausa- veiðar séu í gangi hjá KEA en (yrirlækiö er í leit að stjórn- endum. KEA hefur á tiltölu- lega skömmum tíma inisst þrjá stjómendur til annara starfa. Nú síðast var tilkynnt um að starfsmannastjórinn Heiðrún Jóiisdóttir sé aö liverfa til Símans, en fyrir ____________ skömmu fór Ragneiður Björk Guömundsdótir, markaðsstjóri til Olís og þar áður fór Þórarinn E. Sveinsson sem var aö- stoöarkaupfélagsstjóri yfir til Háskólans á Akur- eyri. Þessu til viöbótar berast svo fréttir af því að sjálfur kaupfélagstjórinn Firikur S. Jóhannsson liafi næstum verið orðinn bankastjóri 1 Búnaðar- bankanum, en af því varð þó ekki sein betur fer fyrir KEAI... Eiríkur S. Jó- hannsson, heldur virkinu. FRÉT TA VIÐTALIÐ Bubbi Morthens tónlistannaður Bubbi Morthens, sem er jyrrverandifíkill, hefur tekfí höndum saman með ESSO í baráttunni gegn fíkniefnum. Lífið sé ofskemmtilegt tilað taka sénsinnl Veldu rétt í minningu látiuna viua - Hverl er nppluif þessci samstarfs þíns við Olíufélagið? „Eg frétti gegnum menn hjá ESSO að þeir hefðu áhuga á að hafa áhrif í þessum geiran- um. Þegar ég var spuröur hvort ég hefði áhuga á því að taka þátt í þessu átaki þeirra , vera „andlit“ þessa átaks, svaraði ég að svo væri ekki nema menn gengju heilir og óskipt- ir til þess verkefnis. Síðustu 20 ár hef ég haldið mig frá auglýsingahransanum vegna þess að ég hef ekkí verið tilbúinn til að selja mig í þágu einhverrar vöru ákveðins fyrirtæk- is. Eftir f’und með þeim ákvað ég að slá til og láta peninginn sem ég fæ renna f Foreldra- húsið sem fyrsta átak. Það er engin fjölskylda óhult fyrir þessum vágesti og fylgifiskar fíkni- efna eru t.d. vonbrigði, harmur, sóun á hæfi- leikum, geðveiki, glæpir og mannskaðar svo eitthvað sé nefnt." - Hvernig verður framkvæmdin cí þessu úlciki? „Þróunin varð sú að ég fer í skólana í haust, það er of langt liðið á skólaárið nú, og byrja á Norður- og Austuriandi og ná bæði til nemenda og foreldra, setja saman eins konar nemenda/foreldra kvöltl, þar sem ég myndi spila og tala gegn fíkniefnaneýslu og auðvit- að auglýsa ESSO um leið í þessa 12 mánuði. Þetta er þess virði, ]>að þrengir alls staðar að, SAA er í kröggum og það eru að koma upp smákeisarar í þessum meðferðarbransa í stað þess að í landi eins og okkar ættum við bara að vera með eitt stórt meðferðarapparat. SAA hefur staðið sig svo geysileg vel að það verðskuldaði að vera þetta apparat. Svo er að fara í gang auglýsingaherferð, svo mcnn munu fá nóg að sjá af mér á næstunni." - Þtí ert óvirkur ftkill og talar afreynslu. Ræður stí staðreynd einhverju um þessa ákvörðun þína? „Eg er að borga til baka mína meðferð og heiðra minningu allra þeírra vina minna sem eru dánir, en frá 1980 hafa 12 þeirra horfið úr þessu lífi, sumir drepnir á eiturlyfjum, þ.e. of stórum skammti, aðrir drepið sig undir áhrifum eiturlyija. Sumir þeirra voru æsku- vinir og tilheyrðu þessum neysluheimi sem ég var einu sinni í en það er ekki til það eit- urlyf á markaðnum sem ég hef ekki prófað, en ég er kannski einn af þeim heppnu sem hafa komist einn dag í einu í gegnum mcð- ferðina. Eg hugsa bara einn dag í einu, dag- inn í dag. Krakkarnir munu af þeim ástæðum leggja eyrun við, vitandi mína forlíð, það væri erfiðara ef svo væri ekki að ná athygl- inni.“ - Hvað með framhaldið. Verður næsii geisladiskur tileinkaður þessari baráttu? „Nei, en hins vegar gcrði ég lag fyrir þetta átak sem heitir „Veldu rétt", en svo er ég að klára rokkplötu þar sem sum lögin fjalla urn þessa vini mína sem eru dánir. Eitt jieirra fjallar um Lalla vin minn sem dó um síðustu jól, og hitt um hann Agga sem var einn af mínurn betri vinum, en hann var drepinn á Leifsgötunni." - Það verða þá rólegheit yjir þessu t sum- ar? „Nei, nei, ég ætla að veiða mikið í sumar í Vatnsdalsá. Laxá f Kjós, Selá, Elliðaánum, Hítará, og eflaust víðar. Það er góð og göfug aðferð til þess að halda sig frá fíkniefnum. Eg veit um fólk sem hefur haldið sér edrú með því að kasta flugu. Svo eru aðrir fullir við veiðar, en það eimir enn eftir af þeim slæma kultúr okkar Islendinga." - GG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.