Dagur - Tíminn Akureyri - 11.01.1997, Side 6
18- Laugardagur 11. janúar 1997 |Dagur-'2Rimmt
„Það hefur verið tekist á með hraustlegum hætti en þó held ég að átökin hér séu ekki meiri en gengur og gerist,“ segir Sigbjörn m.a. í viðtalinu. Mynd:Ai
Vel kyrrðina íram yfír hraðann
Morgunninn er frostkaldur og fagur. Leiðin
liggur í Mývatnssveit þar sem œtlunin er að
heimsœkja nýja sveitarstjórann, Sigbjörn
Gunnarsson, og taka hann tali.
Mér líður mjög vel hér.
Hef yfirdrifið nóg að
gera,“ segir Sigbjörn
þegar hann er spurður um nýja
starfið. „Hefur þú komið í Mý-
vatnssveit að vetri til áður? Hér
er ekki síður fallegt á veturna
en á sumrin,“ heldur hann
áfram og á erfitt með að sh'ta
augun frá glugganum.
Það kom mörgum á óvart
þegar Sigbjörn Gunnarsson var
ráðinn sveitarstjóri Mývetninga
rétt fyrir jólin því enginn vissi
til að hann hefði nein tengsl við
þá sveit. Enda voru þau ekki til
staðar. Hann var einfaldlega til-
búinn að breyta til. „Það kitlaði
mig að reyna að búa í minna
samfélagi,“ segir hann en hann
hefur alla tíð búið á Akureyri
eða í Reykjavík. Akureyringum
er hann að góðu kunnur sem
„Bjössi í Sporthúsinu“ og fyrir
að hafa starfað að íþróttamál-
um í mörg ár, en landsmenn
þekkja Sigbjörn sennilega helst
á því að hann sat á þingi fyrir
Alþýðuflokk á síðasta kjörtíma-
bili.
Vinnuleit þingmanna
Eitt og hálf ár er liðið síðan Sig-
björn fór af þingi og hefur hann
síðan sinnt ýmsum sérverkefn-
um. „Ég hafði vissulega leitað
mér að starfi. Sótti m.a. um
starf hjá Akureyrarbæ sem ég
fékk ekki og get ekki neitað að
mér fannst það lakara. Hins-
vegar er það staðreynd að af
einhverjum ástæðum reynist
mönnum sem setið hafa á þingi
oft erfitt að fá störf.“ Vanmetin
reynsla? „Ég er ekki viss um
það. Ég held frekar að ákveðin
hræðsla sé ríkjandi um að þeir
sem setið hafi á þingi séu dóm-
inerandi og mjög pólitískir.
Auðvitað er ég pólitískur, en
hvorki ég né aðrir þeir sem ég
þekki úr þinginu erum daglega
að hella okkar
pólitísku
skoðunum yfir
fólk. Ég get al-
veg gefið þeim
frí. Nú er ég að
t.d. að byrja í
starfi þar sem
ég er fram-
kvæmdastjóri
fyrir hrepps-
nefndina og
hlýt auðvitað að
vinna það sem
hún býður mér
að gera. En það
er áhyggjuefni
ef mönnum
stendur stuggur
af fyrrverandi
þingmönnum. Mín reynsla af að
vinna með fólki í þinginu er
feikigóð.“
Enn lítur Sigbjörn út um
gluggann. Eins og hann sé þeg-
ar farin að sækja orku og styrk
í náttúruna í kring, þó hann sé
aðeins nýkomin. Ekki búinn að
vera í vinnunni nema í þrjá
daga. „Kannski er erfiðara fyrir
krata að fá vinnu en aðra, ég
veit það ekki,“ segir hann hugs-
andi en tekur þó fram að hann
hafi verið mjög ánægður með
ráðningu sína í Sveitarstjóra-
stöðuna að því leyti að hún var
ekki pólitísk. „Þvert á móti því
ekki eru margir í þessari sveit
sem hafa verið í sama flokki og
ég. Þeir sem réðu mig til starfs-
ins hafa því sennilega talið mig
búa yfir einhverjum verðleik-
um.“
Fjölskyldan
kemur í vor
Sigbjörn er giftur Guðbjörgu
Þorvaldsdóttur sem einnig er
frá Akureyri. Þau eiga fjögur
börn en auk þess á Sigbjörn
einn son. Hvað ætli fjölskyld-
unni hafi fundist um flutninginn
í Mývatnssveit? „Ég er einn
hérna núna en fjölskyldan flyt-
ur í vor,“ svarar hann og bætir
við að konan hans sé spennt
fyrir að flytja.
„Hún nýtur sín
vel úti í náttúr-
unni.“
Börnin eru
öll að verða
uppkomin, sú
yngsta er 16
ára og nýbyrj-
uð í Mennta-
skólanum, en
hin eru dreifð
vítt og breitt
um heiminn; í
Reykjavík,
Bandaríkjun-
um og Svíþjóð.
„Hugsanlega
verður Guðrún
Ýr, sem er í Svíþjóð, hjá okkur í
Mývatnssveit í sumar,“ segir
hann og skýtur síðan inn í við-
talið að hann sé nú líka orðinn
afi. „Það er ákaflega skemmti-
legt.“
Átökin skiljanleg
Mývetningar eru ekki þekktir
fyrir að liggja á skoðunum sín-
um og hefur gengið þar á ýmsu
í sveitarstjórnarmálum. Sig-
björn lætur slíkt ekki draga úr
sér kjarkinn. „Það hefur verið
tekist á með hraustlegum hætti
en þó held ég að átökin hér séu
ekki meiri en gengur og gerist.
Víða í sveitarstjórnum eru átök
Meirihlutar hafa t.d. sprungið
út um hvippinn og hvappinn á
þessu kjörtímabili og um skóla-
mál hefur verið deilt í fleiri
sveitarfélögum en þessu.“
Hann segist hafa ákveðinn
skilning á deilum Mývetninga.
„Hér urðu afar miklar breyting-
ar á sjöunda áratugnum með
tilkomu Kísiliðjunnar. Áður
hafði miðstöð sveitarfélagsins
verið að Skútustöðum en síðan
byggðist þorpið í Reykjahlíð
upp. Margt fólk sem kom að
fluttist þangað og auðvitað vill
það hafa áhrif á það samfélag
sem það byggir. Á örskömmum
tíma tvöfaldaðist íbúaijöldinn
og shk fjölgun hefur í för með
sér miklar breytingar fyrir sam-
félag sem um
langt skeið
hafði verði rót-
gróið. Einhvern
veginn er það
þannig með
okkur mann-
fólkið að við
hræðumst
breytingar í
upphafi. Við vit-
um hvað við
höfum en ekki
hvað við fáum.
En venjumst við
ekki breyttum
lífsháttum á
endanum?"
Eitthvað
sérstakt verk-
efni sem brennur á sveitarstjór-
anum nú á fyrstu dögunum?
„Verkefnin framundan eru
mörg. Stærsta verkefnið sem
blasið við í augnablikinu er að
auglýsa og ganga frá skipulagi
sem hefur verið í vinnu um
nokkurt skeið. Mitt aðal verk-
efni fyrst um sinn verður hins-
vegar að kynnast fólkinu og
starfinu."
Hér er gott að búa
Það fer ekki milli mála að Mý-
vatnssveit hefur heillað Sig-
björn upp úr skónum. „Allir
þeir sem ég hef hitt hafa tekið
mér opnum örmum. Hér hlýtur
að vera stórkostlegt að vera
með börn,“ segir hann og horfir
enn einu sinni út um gluggann.
„Skólinn er t.d. glæslegur og vel
að þeim málum búið. Allir
kennarar réttindakennarar,
sem er mjög dýrmætt. Að vísu
vantar okkur íþróttakennara.
Hér er líka leikskóli þar sem
tveir menntaðir leikskólakenn-
arar eru starfandi, sem einnig
hlýtur að teljast sérstakt fyrir
sveitarfélag af þessari stærð.
Síðan er þessi fína íþróttaað-
staða sem verið er að koma á
fót, og ljómandi sundlaug. Mér
sýnist sveitarfélagið því bjóða
upp á mjög góða þjónustu.
Fjárhagsstaða
hreppsins er
góð. Hreppur-
inn hefur góð-
ar tekjur af at-
vinnustarf-
semi.“
Sigbjörn
segist líka
finna fyrir
kyrrðinni í Mý-
vatnssveit og
það þyki hon-
um gott. „Sem
þingmaður,
sérstaklega
þegar ég var
formaður íjár-
laganefndar,
lifði ég í mjög
hröðum heimi. Mér líkaði það
ágætlega. En stundum þarf ég á
kyrrðinni að halda. Ef ég þyrfti
að velja á milli vildi ég frekar
hafa kyrrð í kringum mig en
hitt, svona til lengra tíma litið.
Mér finnst gott að sitja einn og
lesa, eða fara út að ganga."
- Sérðu fyrir þér á þessari
stundu að þú sért kominn til að
vera?
„Eftir þennan stutta tíma
myndi ég segja já, hér gæti ég
hugsað mér að búa. Auðvitað
gæti eitthvað komið upp á sem
breytti því en á þessari stundu
er svarið já.“ AI
„Auðvitað er ég
pólitískur, en
hvorki ég né aðrir
þeir sem ég þekki
úr þinginu erum
daglega að hella
okkar pólitísku
skoðunum
yfirfólk “
„... stundum þarf
ég á kyrrðinni að
halda. Efég þyrfti
að velja á milli
vildi égfrekar hafa
kyrrð í kringum
mig en hitt, svona
til lengra
tíma litið. “