Dagur - Tíminn Akureyri - 11.01.1997, Blaðsíða 18

Dagur - Tíminn Akureyri - 11.01.1997, Blaðsíða 18
30 - Laugardagur 11. janúar 1997 Jlagur-'Sammx S K Á IC Arftaki Nonu Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skrifar um skák Nona Gaprindashvili, sem við fjölluðum um hér fyr- ir tveimur vikum, hafði á sínum tíma gífurleg áhrif á skákáhuga ungra landa sinna í Georgíu. Það er ekki síst henn- ar fordæmi að þakka að Georg- ía státar af fleiri sterkum skák- konum en flest önnur lönd. Ein af þeim Qölmörgu georgísku stúlkum sem fetuðu í fótspor Gaprindashvili var Maya Chi- burdanidze. Chiburdanidze vakti fyrst at- hygli sem 13 ára skólastúlka þegar hún vann alþjóðlegt kvennaskákmót í Brasov í Rúm- eníu árið 1973. Hún varð þrem- ur vinningum á undan næstu konu og skildi eftir sig slóð al- þjóðlegra kvennameistara. Sig- urinn færði henni alþjóðlegan Maya Chiburdanidze. meistaratitil kvenna og þar með varð hún yngsti titilhafí FIDE frá upphafi. Breski skákblaða- maðurinn Leonard Barden lýsti mótinu: „Ef svona litlar feimnar stúlkur geta teflt svo leiftrandi skákir megum við karlarnir fara að vara okkur. Við eigum enga von! Þær tefla ekki lengur af ótta og í vörn eins og mæður þeirra gerðu í gamla daga. Þær heimta blóðuga baráttu...!" Þessi lýsing átti vel við Chiburd- anidze því að á næstu árum vann hún hvern sigurinn á fæt- ur öðrum. Á sama tíma og Gaprindas- hvili varði heimsmeistaratitil sinn gegn Alexandriyu árið 1975, vann hin 15 ára Chiburd- anidze annað sterkt alþjóðlegt kvennaskákmót í Tbilisi. Hún varð efst á sovéska kvenna- meistaramótinu ári síðar og sigraði eftir það í einvígjum við bestu skákkonur heims á þeim tíma, þær Öllu Kushnnir, Nönu Alexandriyu og Elenu Akhm- ilovskayu. Chiburdanidze kór- ónaði svo þessa leiftursókn með því að sigra sjálfan heimsmeist- arann Gaprindashvili í einvíg- inu um heimsmeistaratitil kvenna árið 1978, aðeins 17 ára að aldri. Næstu árin varði Chiburdan- idze heimsmeistaratitilinn ör- ugglega og lét einnig að sér kveða á opnum alþjóðlegum mótum. Hún varð efst í Barce- lona 1979 ásamt Tatai og Gu- feld. Fyrir alþjóðlega mótið í Nýju-Delhi árið 1984 sagði hún blaðamönnum að hún væri komin „til að sanna að konur eru eins gáfaðar og karlmenn" og stóð við sitt með því að sigra mótið með glæsibrag. f Banja Luka sigraði hún árið 1985 þar sem hún varð fyrir ofan stór- meistara eins og Farago, Psakis og Velimirovic. Ilún varð stór- meistari árið 1984 og árið 1986 tefldi hún einvígi við stórmeist- arann P. Popovich sem lauk með jafntefli. Við skulum rifja upp eina af skákum Chiburdanidze við Nonu Gaprindashvili í heims- meistaraeinvíginu árið 1978. Hvítt: Maya Chiburdanidze Svart: Nona Gaprindashvili Pirc-vörn 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. g3 Bg7 5. Bg2 0-0 6. Rge2 Rbd7 7. 0-0 c5 8. h3 a6 9. Be3 Dc7 10. Dd2 cxd4 11. Rxd4 Re5 12. b3 Rc6 13. Rxc6 bxc6 14. Hadl Bb7 15. Ra4 c5? 16. e5! dxe5 17. Bxb7 Dxb7 18. Rxc5 Dc8 19. Kh2 Ha7 20. c4 Hc7 21. Ra4 Re4 22. Dd3 Rd6 23. Rb6 Db7 24. Rd5 Hc6 25. c5 Rc8 26. b4 e6 27. Rb6 e4 28. Dd2 Rxb6 29. cxb6 Bc3 30. Dd7 Hxb6 31. Bxb6 Dxb6 32. a3 Be5 33. Kg2 e3 34. fxe3 Dxe3 35. Dd3 Dg5 36. Hf3 Hc8 37. Hd2 Kg7? 38. Hxf7+ Kh6 39. h4 og svartur gaf, 1-0. Björn Þorláksson skrifar Svör við * KD9 VDT * KGT94 * Á75 N S 4 ÁG87 VK9 ♦ Á82 * KG82 Suður spilar fjögur grönd og út kom hjarta. Þetta spil fær misjafna meðhöndlun eftir því hve mikið er sagt. Ef suður væri í þremur gröndum og austur dræpi með ás og spil- aði meira hjarta, þá myndi hann aldrei taka neina svíningu en toppa 9 slagi. Ef samningur- inn væri sex grönd, væri eina leið sagnhafa að fá fimm slagi á tígul. Eðlileg spilamennska væri að taka tígulás og svína (ræður við dömuna fjórðu í vestur). En hér er spurt um spilamennsku í 4 gröndum. Fyrst er spaði tek- Tilboð óskast Vátryggingafélag íslands hf., Akureyri, óskar eftir til- boðum í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa í um- ferðaróhöppum. 1. Nissan Sunny Wagon 4x4, ...árg. 1995 2. Toyota Corolla XLi sedan......árg. 1994 3. MMC Lancer GLXi, .........árg. 1993 4. MMC Galant GL..............árg. 1987 5. Subaru Justy J 10..........árg. 1985 6. Ford Escort, .............árg. 1985 7. Daihatsu Charade...........árg. 1985 8. BMW 315....................árg. 1982 9. MMC Lancer st. 4x4.........árg. 1987 Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð VÍS að Furuvöllum 11 mánudaginn 13. janúar nk. fr’á kl. 9.00- 16.00. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00 sama dag. VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF áramótabridgeþrautum inn fjórum sinnum, báðir fylgja þrisvar lit og kasta síðan hjarta. Spilið vinnst ef sagnhafi getur staðsett annað hvort lauf- eða tíguldrottningu en ef svíningin misheppnast er draumurinn búinn. Best er að taka tvo efstu í lengri litnum (tígli) og ef drottningin kemur ekki önnur er rétt að taka laufás og svína. Þraut 2 (sjá jólablað) Þú ert staddur í 7 gröndum (vandað) og færð ekki hjarta út (stuð). Nú er vinningur í spilinu annað hvort ef spaðinn brotnar 3-3 eða með hjartaþvingun. Þvingun vesturs byggist á að hann verður að vera með spaðahámann og ÁK í hjarta en austur er því aðeins þvingaður ef hann byrjaði með spaðalengd og ÖLL hjartaháspilin. Það er ólíklegt og því er ákjósanlegra að suður sé sagnhafi. Óvænt úrslit á ís- landsbankamótinu á Akureyri Ungir menn frá Akureyri, Frí- mann Stefánsson og Páll Þórs- son, gerðu sér lítið fyrir og unnu örugglega íslandsbanka- mótið í tvímenningi sem fram fór á Akureyri 28. des. sl. 31 par keppti og fór mótið hið besta fram í húsnæði Fiðlarans. Efstu pör: 1. Frímann-Stefán 533 stig 2. Reynir Helgason- Björn Þorláksson 509 3. Skúli Skúlason- Jónas Róbertsson 494 4. Anton Haraldsson- Sigurbjörn Haraldsson 480 5. Sveinn Aðalgeirsson- Guðmundur Halldórsson 476 6. Gylfi Pálsson- Helgi Steinsson 461 7. Stefán G. Stefánsson- Hróðmar Sigurbjörnsson 458 8. Kristján Guðjónsson- Una Sveinsdóttir 456 Lítum á eitt 4 96532 43 ♦ G743 * D94 4 ÁG4 DG42 ♦ Á * ÁT632 N V A S 4 D8 «4Á7 ♦ KD985 * KJ87 4 KT7 «« KT9865 ♦ T62 4 5 spil úr mótinu Furðu fá pör spiluðu slemmu á hendur AV en eftir 15-17 p. grand í austur má vestur halda töluvert aftur af sér til að reyna ekki við laufslemmuna. Eðlileg sagnröð gæti verið: lgrand 21auf 2tíglar 31auf 41auf 4tíglar 4hjörtu 4grönd 5hjörtu# 61auf. 13 slagir fást í spilinu ef sagnhafi finnur laufið, tekur spaðasvíninguna en hafnar hjartasvíningunni. Margir fengu út hjartaeinspii norðurs og eftir það á ekki að vera hægt að tapa 6 laufum. Tígulliturinn gefur 4 slagi og þar með er hægt að kasta þremur hjörtum, fá síðan tvo á spaða, einn á hjarta og laufliturinn gefur 5-6 slagi. •2 ásar en ekki tromp- drottning Paramót Nl. vestra Siglfirðingar unnu Paramót Norðurlands vestra í tvímenningi fór fram að Hótel Læk á Siglufirði 05.01.1997. Þátt tóku 15 pör, þar af 4 gestapör frá Akureyri. Spilaður var barómeter, fjögur spil milli para, og fór mótið vel fram og varð þátttakendum til ánægju. Hlutskörpust urðu Ólafía Þor- valdsdóttir-Sigurður Jón Gunn- arsson frá Bridgefélagi Siglu- fjarðar, en þau leiddu mótið nær allan tímann. Staða efstu para: 1. Ólafía-Sigurður Jón 58 2. Soffía Guðmundsdóttir- Stefán Ragnarsson 41 3. Ragnhildur Gunnarsdóttir- Gissur Jónasson 39 4. Sólborg Þórarinsdóttir- Björn Friðriksson 33 Reykjavíkurmótið í sveitakeppni Reykjavíkurmótið f sveita- keppni stendur nú sem hæst og ræðst um heigina hvaða fjórar sveilir í hvorum riðli komast í úrslit. Mótið er jafnframt for- keppni Reykvíkinga fyrir und- ankeppni íslandsmótsins og verða því gerð nánari skil í næsta bridgeþætti. Þegar þetta er skrifað standa Hjólbarðahöll- in, VÍB og Eurocard vel að vígi í A-riðli. I B-riðli höfðu sveitir Símonar Sfmonarsonar, Sam-

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.