Dagur - Tíminn Akureyri - 11.01.1997, Blaðsíða 1
Laugardagur 11. janúar 1997 - 80. og 81. árgangur - 7 tbl.
TIL HAMINGJU LR!
LR hefur í gegnum tíðina dregið ýmis leik-
skáld inn í íslenskt menningarlíf. Árið 1965
kynnti LR íslenska leikhúsgestifyrir Þjóf-
um, líki og fogrum konum, eftirDario Fo,
sem lengi vel átti miklum vinsœldum að
fagna meðal leikhúsgesta. Leikritið var sett
upp á Jjölum Iðnó með því einvalaliði leik-
ara sem sést hér á myndinni og LR hefur
alið af sér.
Mynd: Oddur ólafsson
Leikfélag Reykjavíkur er af-
mælisbarn dagsins og hefur
nú fyllt öldina. Félögum LR
er þakkað fyrir ánægjulegar
stundir í myrkvuðum áhorfenda-
sölum á síðastliðnum áratugum -
eða svo langt aftur sem aldur
starfsmanna leyfir - og blaðið
sendir þeim óskir um betri afla
en á síðustu árum. íslenskt leik-
listarlíf yrði snöggtum snauðara
FLUTTUR í SVEITINA
Mörgum kom á óvart þegar Sigbjörn Gunnarsson var ráðinn
sveitarstjóri í Mývatnssveit. Ekki hafði spurst út að hann hefði
sótt um og enginn vissi til að hann ætti nein tengsl við Mývatns-
sveit. Enda voru þau ekki til staðar. Hann var einfaldlega tilbúinn
að breyta til. Ekki er annað að heyra en hann sé sáttur við breyt-
inguna. Nýja starfið heillar og hann er ekki síður hugfanginn af
nýjum búsetustað. Fegurðin og kyrrðin er honum að skapi. Og
hann er hvergi banginn við að starfa með Mývetningum.
Sjá bls. 18.
MENN VIKU
NAR
Rónarnir Bogi og Örvar eru menn
vikunnar - bara fyrir að vera til,
jafnvel þó það sé bara í þykjust-
unni. Þeir hafa um árabil létt geð
landsmanna og nú mæta þeir enn og
aftur á skjáinn - fyrsti þáttur Spaug-
stofunnar á þessu ári verður í kvöld.
Hver man ekki eftir þeim félögum
þegar þeir stóðu fyrir framan ÁTVR á
öskudaginn og sungu til að fá brenni-
vín. Þegar það tókst þurfti
blandið og þá var sungið fyrir
kóksjálfsala. Bogi og Örvar
hafa kitlað hláturtaugarnar
svo árum skiptir og fyrir það
eiga þeir þökk skilda. Því eins
og allir vita lengir hláturinn
lífið!