Dagur - Tíminn Akureyri - 22.01.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.01.1997, Blaðsíða 4
16- Miðvikudagur 22. janúar 1997 IQítgur-®immn UmBúdciíauót Orð geta sprungið húsfólks einmitt allt of mikið af orðum gagnrýnenda, þótt ég trúi varla að frábærir leikarar Þjóðleikhússins séu svefnlausir um nætur af gagnrýni Jóns Við- ars, jafn mikinn byr og þeir hafa hjá áhorfendum. Ef svo er þá þurfa þeir á sálrænni sjálf- Einhvern veginn finnst mér þessi síð- asta lota fjalla dálítið um hefnd. Nú á að slá rækilega til baka styrkingu að halda. Einhvern veginn finnst mér þessi síðasta lota íjalla dálítið um hefnd. Nú á að slá rækilega til baka. Jón Viðar hefur oft, því miður fyrir hann, valið óheppileg orð um einstaka leikara og listamenn. Þessi orð hans hafa afhjúpað ákveðna mannfyrirlitningu og dónaskap, sem afskaplega erfitt er að kyngja fyrir hvern sem er. Fyrir bragðið missa aðrar vel hugsaðar og ígrundaðar skoð- anir hans á leiklistinni marks, því auðvitað ratast honum oft satt orð á munn. Maðurinn er ekki skyni skroppinn. Jón Viðar er alltaf að biðja um dæmi um sinn dónaskap gagnvart leikur- um. Það er best ég taki nú dæmi um óheppilegt og meið- andi orðalag Jóns Viðars, sem kannski jaðraði við atvinnuróg og var mér skylt. Óþarfa árásir Það var þegar hann gagnrýndi sýningu mína hjá Leikfélagi Reykjavíkur, „Hvað dreymdi þig, Valentína?" sem honum fannst á flestan hátt með því allra versta sem hann hafði séð í háa herrans tíð. Allt í lagi með það, en í hroka sínum og hneykslan gerði hann sig sekan um dónalega og óþarfa árás á unga leikkonu sem var að stíga sín fyrstu spor á leiksviði Borg- Hlín Agnarsdóttir skrifar Já, það er erfitt að vera ís- lendingur og mega aldrei segja neitt án þess að allt fari á annan endann í litla lág- reista þjóðfélaginu. Stefán Baldursson grunaði ekki að hann kastaði sprengju í 100 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur þegar hann líkti leiklistargagn- rýni Jóns Viðars í sjónvarpinu við eiturúðun og hönd dauðans. Margir hafa hneykslast á Stef- áni fyrir að velja þetta tilefni og auðvitað mátti hann búast við því að fjölmiðlarnir kæmust í feitt þegar önnur eins orð voru látin falla. „Hvað sem öðru líður vil ég biðja menn / að fara varlega með orð / þau geta sprungið“ kvað Sigfús Daðason og það eru orð að sönnu. Umræða liðinnar viku um leiklistargagnrýni ijallar öllu fremur um að menn fari varlega með orð. Leikhús- Þegar öllu er á botn- inn hvolft þá stjórn- ast tilfinningar leik- húsfólks einmitt altt of mikið af orðum gagnrýnenda fólk hefur alltaf kvartað yfir sínum gagnrýnendum, sérstak- lega ef það fær vonda dóma fyr- ir verk sín. Ein af ástæðunum er náttúrulega sjálfhverfa list- greinarinnar sem í hlut á. Út- lit og persónu- legir hæfileikar leikarans eru verkfæri hans. Fáir listamenn eru jafn við- kvæmir fyrir sjálfum sér og leikarar og leik- stjórar. Það er sama hvað þeir segja, þeir eiga í flestum tilvik- um mjög erfitt með að aftengja sig tilfinninga- lega frá því sem þeir hafa verið að fást við. Hefndin er sæt Þegar öllu er á botninn hvolft þá stjórnast til- finningar leik- arleikhússins, þegar hann spurði eitthvað á þessa leið: „Hvaðan kemur þessi stúlka, hvað hefur hún lært og hvernig stendur á því að hún fær að leika hjá þessu leikhúsi?" Þetta var algjörlega óþörf árás vegna þess að það stóð í leikskránni hvar menntun hennar og fyrri störf voru og engin ástæða til að tortryggja rétt hennar til að taka þátt í leiksýningunni. Auð- vitað hefur þetta særandi áhrif og fyrstu viðbrögð manns eru tilfinningaleg, reiði og sorg. Síð- an breytist maður í kvikindi og þá geta orð sprungið. Stefán Baldursson getur ef- laust tínt til fleiri dæmi um mið- ur heppilegt orðalag Jóns Við- ars um einstaka leikara, enda varð það hann sem hóf stríðið gegn Jóni Viðari í þetta sinn. Eitt er víst, það borgar sig að fara varlega með orð á íslandi, því hér þola fæstir gagnrýni hvort sem hún kemur að utan í hroka sínum og hneykslan gerði hann sig sekan um dóna- lega og óþarfa árás á unga leikkonu eða innan. Við erum alltof fá til þess. Þá skiptir ekki máli hvort við vinnum í leikhúsi, hjá kirkj- unni eða Flugleiðum. Svona getur verið erfitt að vera ís- lendingur. Camilla og Þórhildur Garri sá einhvers staðar í útlendu slúðurblaði grein um það að breska yfirstétt- arkonan Camilla Parker Bowles væri sérdeilis fylgin sér og léti helst ekki af hendi það sem hún á annað borð hefði komist yfir. í þessu blaði stóð að hún spannaði mikið svið í skap- gerðarvíddinni, stundum væri hún töfrandi, alúðleg og hvers manns hugljúfi leiftrandi af gáfum og gjörvuleika. En um leið og að henni væri sótt og reynt væri að breyta einhverju sem hún teldi til sinnar eignar eða yfirráða, breyttist fas hennar veru- lega. Hún yrði eins og ljónynja sem er að vernda unga sína og sýndi víg- tennurnar svo um munaði, þannig að jafnvel hörðustu karlmenni hrökkluðust frá. í skjóli Ijónynjunnar Það var einmitt þessum eig- inleika hennar sem var þakkað hversu vel henni hefur tekist að lialda í Karl Bretaprins í gegnum öll þessi ár. Hinn ofdekraði drottningarsonur sækir sjálfur í notalegt skjól ljón- ynjunnar, því þar er svo þægilegt að vera. Eitthvað annað en hjá þessari Díönu sem var slíkt barn að hann þurfti sjálfur að standa í eldlínunni jafnt prívat sem opinberlega. Enda fór sem fór. Eftir lestur greinarinnar í þessu útlenda blaði fór Garri að skoða myndirnar af Camillu sem fylgdu með. Þessi kona kom afskaplega kunnuglega fyrir sjónir. Allt í einu laust niður hvers vegna. Hún hlaut að vera systir Þórhildar Þorleifsdótt- ur! Ef ekki systir, þá ábyggi- lega eitthvað meira en lítið skyld henni .- svo sterkur ættarsvipur er með þeim! í skjóli íslenskrar Ijónynju Og ekki bara í útliti. Garri sá fyrir sér að Leikfélag Reykjavíkm’ væri í hlut- verki Karls krónprins hjá Þórhildi og þá kemur ein- hvern veginn ekki á óvart þó menn sem með einhverjum hætti sæki að leikfélaginu fái að kenna á því hjá leik- hússtjóran- um. Jón Viðar og borgaryf- irvöld í Reykajvík eru auð- vitað hættulegir fjandmenn Camillu Þorleifsdóttur. Ann- ars vegar fyrir það að gagn- rýna leiksýningar og hins vegar fyrir að vilja ekki dæla ómældu fé í leikhúsið og ætla jafnvel að opna hús- ið fyrir fleiri leikhópum. Og Viðar Eggertsson - hann er vitaskuld hin íslenska Dí- ana! En gamla harkaliðið sem fyrir löngu sló eign sinni á leikfélagið unir nú vel við sitt. Það er nú í skjóli ljón- ynjunnar. Hver segir svo að slúðurblöð geti ekki verið gagnleg til að skilja samtím- ann. Garri.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.