Dagur - Tíminn Akureyri - 22.01.1997, Qupperneq 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.01.1997, Qupperneq 1
Cbtgur-^mtmit " L Umsjón: Geir Guðsteinsson Miðvikudagur 22. janúar 1997 - 80. og 81. árgangur -14. tölublað Akureyri Hefur framleiðslu á reyktum laxi Laxeldisstöðin Silfurstjarn- an hf. í Öxarfirði keypti á sl. ári fyrirtækið íslenskur lax hf. í Kópavogi og stendur fyrir dyrum flutningur á fyrir- tækinu til Akureyrar. Gengið verður á næstu dögum til samn- inga við Kaupfélag Eyfirðinga um afnot af fiskhúsi KEA við smábátahöfnina í Sandgerðis- bót á Akureyri, en stjórn KEA hefur heimilað leigu á húsinu. Björn Benediktsson, hjá Silf- urstjörnunni hf., segir að hafist verði handa við breytingar á húsnæðinu að kröfum t.d. heil- brigðisyfirvalda og stefnt að því að hefja þar vinnslu 1. mars nk. „Okkur hefur dreymt um það allt frá því að eldið hófst hér að Það er nýjung að laxinn verður seldur undir nafni íslenska framleiðandans en ekki erlenda dreif- ingaraðilans, sem hefur verið mun algengara, segir Björn Benediktsson. vinna okkar vöru eitthvað frek- ar því það er það eina sem að okkar mati gæti komið einhverju lagi og stöðugleika á afurðaverðið og jafnframt hækkað það eitthvað. I dag selj- um við Kaupfélagi Eyfirðinga töluvert af laxi sem unninn er í frystihúsi KEA á Dalvík, það magn var t.d. 80 tonn síðustu tvo mánuði ársins 1996. Fram- leiðslan á Dalvík er mjög merkileg fyrir það að hún er skorin í bita og fryst og seld í neytendapakkningum í Frakk- landi undir merkjum íslenska framleiðandans. Það er tölu- verð breyting og nýjung, því yfirleitt er íslenskur fiskur seld- ur undir nafni erlenda dreifing- araðilans. Ef framleiðslan eykst eins og efni standa til verður jafnframt að flaka laxinn bæði í Öxarfirði og á Akureyri. Laxinn okkar er heldur ekki feitur og hentar því mjög vel til reyking- ar. Það skilar einnig hærra af- uðaverði," sagði Björn Bene- diktsson. Ekið er með laxinn frá Silfur- stjörnunni hf. til Akm-eyrar og hefur færð verið það góð að nánast engin ferð hefur fallið niður. Unnið hefur verið að stækkun stöðvarinnar í Öxar- firði úr 15.000 rúmmetrum í 20 þúsund rúmmetra og eru 2 af 10 kerjum þegar komin í gagn- ið en botnar og veggir þeirra allra voru steyptir sl. sumar og haust. Fyrir eru um 40 kör af ýmsum stærðum. Framleiðslan á síðasta ári nam 950 tonnum en áætlað er að hún aukist um 300 tonn við stækkunina og verði a.m.k. 1.200 tonn á ári. GG Húsavík Hvalveiðar skaða útflutnmgsverslunina Páll Þór Jónsson, hótelstjóri Hótels Húsavíkur, segist óttast að leyfi stjórnvöld hvalveiðar við ísland muni það fyrst og fremst skaða útflutn- ingsverslun landsmanna, þótt hvalveiðarnar verði í litlu mæli. Þar verði engin þáttur undan- skilinn, hvorki ferðaþjónusta sem hann starfi við né fiskút- flutning sem sé ráðandi í út- flutningstekjum landsmanna. „Þetta snýst alls ekki eingöngu um að þetta skaði þá aðila sem hafa gert út á hvalaskoðun, eins og við höfum í vaxandi mæli gert hér á Húsa- vík. Ég veit ekki hver verður framtíð hvalaskoðanaferða ef einnig verður farið að veiða hvalina, þó ljóst sé að hags- munir okkar skaðast verulega. Það eru uppi áætlanir víða um land um hvalaskoðanaferðir og þannig getur ferðamaðurinn valið sér stað miðað við hvaða hvalategund hann hefur áhuga á að skoða, og hvernig. Við verðum hins vegar að gæta okkur á því að stunda ekki „whale-chasing“ eða að elta hvali með miklum látum. Það styggir þá fljótt. f hvalskoðun- arferðunum frá Húsavík höfum við verið að fara á 7 til 8 mílna hraða, og þess vegna getur hvalurinn stungið bátinn auð- veldlega af, kæri hann sig um. Við þær aðstæður er einnig lík- legra að hvalurinn komi að bátnum og stingi hausnum upp úr. Árni Ragnar Árnason, al- þingismaður, hefur bent á að ís- lenskur fiskur er mjög sjáanleg- ur miðað við t.d. norskan fisk, því engir merkja sínar útflutn- ingsvörur jafn rækilega og ís- lendingar. Því getur neytandinn erlendis auðveldlega fundið ís- lenskar vörur og forðast þær ef hann vill. Það er skemmdar- starfsemi sem getur orðið okk- ur dýrkeypt. Hérlendis er að eiga sér stað alveg gífurleg hugarfarsbreyt- ing í umhverfismálum, and- staða gegn hvalveiðum er að- eins einn anginn af því. fslend- ingar eru mjög umhverfissinn- aðir í eðli sínu þótt þeir eðlilega hafi slæma reynslu af erlendum umhverfisverndarsamtökum. Andstaða gegn álveri í Hvalfirði endurspeglar það nokkuð, þótt sú afstaða, sérstaklega ná- granna væntanlegs virkjunar- svæðis, komi stjórmálamönnum í opna skjöldu. Vísindamenn hafa ekki getað sýnt fram á að það sé of mikið af hval í hafinu. Það má hins vegar færa rök fyrir því að hér við land séu nýtanlegir stofnar. Allar fullyrðingar um að hvalir séu að éta allan fiskinn eru því einfaldlega rangar. Sjávarút- vegsráðherra hefur sagt að heíjist hvalveiðar aftur muni þær ekki snúast um peninga eða arðsemi heldur þjóðarrétt og ég er því sammála. Það er vegna þess að tor- velt kann að reyn- ast að selja afurð- irnar vegna al- þjóðabanns við sölu af hvalaafurð- um. Japanir hafa lýst yfir að þeir kaupi ekki hvalaaf- urðir af okkur og þá þrengjast nú möguleikarnir. Það væri mjög sér- kennilegt að fara út í hvalveiðar sem ekki snúast um peninga og fórna þar með hagsmunum sem gefa verulega í aðra hönd, þá erum við íslendingar komnir út á mjög vafasama og jafnvel hættulega braut,“ sagði Páll Þór Jónsson. GG Akureyri Bæjarmála- punktar •Meirihluti bæjarráðs hefur sam- þykkt umsókn Ólafar Matthíasdóttur, Rimasíðu 27.f. um hundahald í rað- húsaíbúðinni en umhverfisnefnd tók máiið fyrir á fundi 5. desember sl. Bæjarráðsmennirnar Ásta Sigurðar- dóttir og Sigríður Stefánsdóttir lýstu sig ósammála afgreiðslu meirihlut- ans. Bæjarlögmanni var falið að gera tillögu um breytingu á samþykkt um hundahatd á Akureyri, nr. 295/1987. •Lögð voru fram erindi frá Bifreiða- verkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 vegna kröfu um gatnagerð- argjald og frá Kristjáni E. Jóhannes- syni vegna kröfu um bflastæðagjöld fyrir lóðina Hafnarstræti 22. Bæjar- ráð féllst á, með tilliti til málavaxta, að verða við báðum kröfunum. •Aðalsteinn Már Þorsteinsson, nemi í kennaradeild Iláskólans á Akureyri, spyrst fyrir um afstöðu bæjarfélags- ins til einkarekinna grunnskóla sem valmöguleika fyrir foreldra. Formað- ur skólanefndar, Ásta Sigurðardóttir, og skólafulltrúi, Ingólfur Ármanns- son, munu svara Aðalsteini. •Hollustuvernd ríkisins hefur auglýst tilkynningar um starfsleyfatillögur fyrir fiskimjölsverksmiðjuna Krossa- nes hf. og þurfa athugasemdir að berast fyrir 20. febrúar nk. Óskað er eftir umsögnum frá heilbrigðisnefnd og umhverfisnefnd um tillögurnar fyrir 10. febrúar nk. GG Páll Þór Jónsson Hótelstjóri á Húsavík „Hérlendis á stað stað gífurleg hugar- farsbreyting í umhverf- ismálum og andstaða gegn hvalveiðum er að- eins angi af því“

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.