Dagur - Tíminn Akureyri - 22.01.1997, Síða 4
Blönduós
Norðurland vestra
|Dagur-®t]
Mjólkursamlag SAH er fyrsta fyrirtækið á Norðurlandi vestra sem fær viðurkenningu á innra eftirlitskerfi. Mynd: gg
Mjólkursamlag SAH
hlýtur viðurkenningu
Mjólkursamlag Sölusam-
bands Austur-Húnvetn-
inga á Blönduósi hefur
hlotið viðurkenningu á innra
eftirlitskerfi hjá Heilbrigðiseft-
irliti Norðurlands vestra. Mjólk-
ursamlag SAH er fyrsta fyrir-
tækið á Norðurlandi vestra sem
fær viðurkenningu af þessu tagi
og var því afhent vottun af því
tilefni 19. desember sl. af Sig-
urjóni Þórðarsyni, fram-
kvæmdastjóra Heilbrigðiseftir-
lits Norðurlands vestra. Sam-
lagið fær vottun á GÁMES-
gæðaeftirlitskerfi (Greining
áhættuþátta og mikilvægra eft-
irlits-staða) sem er íslenskun á
HACCP (Hazard Analysis and
Critical Control Points) og er al-
þjóðlegt eftirlitskerfi, einkum
notað í matvælaiðnaði. Með
GÁMES er beitt kerfisbundnum
aðferðum við stjórnun á þekkt-
um áhættuþáttum í matvæla-
framleiðslu og breytir eftirliti
frá vöruskoðun til fyrirbyggj-
andi eftirlits.
Sigurjón Þórðarson telur
kerfið afburða gott, enda sé
með viðurkenningunni til
Mjólkursamlags SAH settur
ákveðinn punktur aftan við 2
ára vinnu við kerfið í nijólkur-
samlaginu, þar sem vinnan hef-
ur m.a. miðast við áhættugrein-
Kerfið fækkar
áhættuþáttum í fram-
leiðslunni og er
trygging fyrir við-
skiptavini okkar að
þeir fái bestu mögu-
legu gæði á þeirri
vöru sem þeir kaupa
frá okkur, segir Páll
Svavarsson mjólkur-
samlagsstjóri.
ingu og gerð gæðahandbókar.
Haldið er utan um allar skrán-
ingar og úrvinnslur með tölvu-
forriti.
Páll Svavarsson, mjólkur-
samlagsstjóri, telur kerfið auka
á öryggi á öllum stigum fram-
leiðslunnar þrátt fyrir áralanga
áherslu á hráefnis- og vöru-
gæði.
„Það er ekkert nýtt að lögð
sé áhersla á gæðamál hér, það
hefur átt sér .stað árum saman.
Kerfið fækkar áhættuþáttum í
framleiðslunni og tryggir meira
öryggi og er einnig trygging fyr-
ir viðskiptavini okkar að þeir
séu að fá besta mögulega gæði
á þeirri vöru sem þeir kaupa
frá okkur,“ sagði Páll Svavars-
son.
Innvegin mjólk var
4.012.382 lítrar hjá Mjólkur-
samlagi SAH á árinu 1996 á
móti 3.947.002 h'trum árið
1995. Fullvirðistrétturinn á
yfirstandandi verðlagsári er
4.087.059 og hefur aukist um
96 þúsund lítra. 1% er vegna
aukningar á landsvísu en auk
þess hefur fullvirðistréttur verið
keyptur inn á samlagssæði
Mjólkursamlags SAH, eða um
2,4%. Þar hafa einstök sveitar-
félög veitt viðkomandi bónda
aðstoð með ýmsum hætti. GG
Siglufjörður
Jarðgöng betri en
Lágheiðarvegur?
Við þurfum að hafa niður-
stöður rannsókna þegar
við tökum ákvörðun um
hvernig staðið verður að teng-
ingu Siglufjarðar austur á bóg-
inn. Þar á ég við spurninguna
um hvort byggja skuli heifsárs-
veg yfir Lágheiði eða tengja
Siglufjörð við Eyjafjarðarsvæðið
með jarðgöngum um Héðins-
fjörð. í fljótu bragði sýnist mér
að skynsamlegra gæti verið að
velja jarðgöng, enda er Lág-
heiðin afar snjóþung,“ segir
Páll Pétursson, 1. þingmaður
Norðurlands vestra.
Jarðgöng um Héðinsfjörð
kosta um þrjá milljarða kr.
Uppbygging heilsársvegar yfir
Lágheiði, úr Fljótum í Ólafs-
fjörð, er sýnu ódýrari - kostar
vel innan við milljarð. „Við er-
um að tala um svimandi fjár-
hæðir,“ segir Páll Pétursson.
Við úthlutun peninga til
framkvæmda á Norðurlandi
vestra á þessu ári segir Páll að
sem fyrr verði megináhersla
lögð á uppbyggingu Siglufjarð-
„í fljótu bragði sýn-
ist mér að skyn-
samlegra gæti verið
að velja jarðgöng,
enda er Lágheiðin
afar snjóþung,“
segir 1. þingmaður
Norðurlands vestra.
arvegar, það er lagningu slit-
lags á hann. Stefnt er að því að
verkinu verði lokið 1999. - Þá
verður haldið áfram við breikk-
un einbreiðra brúa í hringveg-
inum í gegnum kjördæmið og í
ár verða brýr yfir Melrakka-
dalsá í Víðidal og Húseyjarkvísl
í Skagafirði teknar fyrir. Einnig
verða gerðar endurbætur á
vegum í Svínadal og í Hegra-
nesi í Skagafirði.
Um framtíðaráform í vega-
gerð á Norðurlandi vestra segir
Páll Pétursson að huga beri að
uppbyggingu vegar yfir Þverár-
fjall, frá Skagaströnd á Sauðár-
krók. Þá sé nauðsynlegt að lag-
færa þjóðveginn í Norðurárdal í
Skagafirði, frá Silfrastöðum að
sporði Öxnadalsheiðar. Vegar-
stæðið sé óhentugt, enda hafi
því óverulega verið breytt þeg-
ar vegurinn á þessum slóðum
var lagður slitlagi fyrir fáum
árum. -sbs.
Ráðstefna um
atvinnumál
í Miðgarði
Atvinnumálanefnd Norð-
urlandskjördæmis vestra
skilaði í haust skýrslu til
félagsmálaráðherra, Páls Pét-
urssonar, þar sem íjallað er
m.a. um þróun byggðar og at-
vinnulífs á Norðurlandi vestra
ásamt hugmyndum um hvernig
efla megi atvinnulífið í kjör-
dæminu í nánustu framtíð.
f dag verður haldin í Mið-
garði í Skagafirði ráðstefna um
efni skýrslunnar og atvinnumál
á Norðurlandi vestra og hefst
ráðstefnan klukkan 10.00, og
er öllum opin. Að ráðstefnunni
standa Samband sveitarfélaga á
Norðurlandi vestra (SSNV) og
Iðnþróunarfélag Norðurlands
vestra (INVEST) ásamt félags-
málaráðuneytinu.
Félagsmálaráðherra mun
fjalla um ástand, horfur og
sóknarfæri eftir atvinnugrein-
um og íjallað verður sérstak-
lega um atvinnumál kvenna,
landbúnað, sjávarútveg, iðnað,
ferðaþjónustu, einkarekna
Fjallað verður m.a.
um atvinnumál
kvenna, landbúnað,
sjávarútveg, iðnað,
ferðaþjónustu,
einkarekna þjón-
ustu og opinbera
þjónustu.
þjónustu og opinbera þjónustu.
Auk félagsmálaráðherra munu
framámenn í kjördæminu hafa
framsögu um hina ýmsu mála-
flokka. Að þeim loknum verða
almennar umræður og að þeim
loknum pallborðsumræður þar
sem ræddar verða niðurstöður
ráðstefnunnar og valkostir. GG
Akureyri
Haftækni gaf stað-
setningartæki í
tilefni afmælis
fyrirtækisins
Haftækni hf. á Akureyri
hefur sérhæft sig í sölu,
uppsetningu og við-
haldsþjónustu á fjarskipta-,
fiskileitar- og siglingatækjum í
skip og báta og er þjónustu-
svæði fyrirtækisins aðallega
Norðurland og austur um til
Bakkafjarðar auk þess sem
það hefur sölu- og þjónustu-
umboð á Norðurlandi fyrir
alla helstu framleiðendur á
sviði fjarskipta-, fiskileitar- og
siglingatækja. Einnig er Haf-
tækni með umboð á Norður-
landi fyrir Apple Macintosh
tölvur. Fyrirtækið veitir ráð-
gjöf við kaup á hvers konar
tækjum, hannar fyrhkomulag
þeirra og sér um uppsetning-
una, hér á landi og erlendis.
Haftækni hf. er 10 ára um
þessar mundir, og í tilefni af
afmælinu var Hjálparsveit
skáta á Akureyri og Flug-
björgunarsveitinni á Akureyri
afhent staðsetningartæki,
GPS-38, sem hentar mjög vel
til leitar. Sævar Örn Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri, sagði
við það tækifæri að hann von-
aðist til að í framtíðinni yrði
það sjálfsagt mál að staðsetn-
ingartæki væru fylgililutar
fjallafara, til lengri og
skemmri ferða. GG
Leonard Birgisson, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri,
t.v. og Magnús Viðar Arnarson, formaður Hjálparsveitar skáta á Akur-
eyri, með nýju GPS- 38 staðsetningartækin ásamt Sævar Erni Sig-
urðssyni, framkvæmdastjóra Haftækni hf. Mynd-jhf