Dagur - Tíminn Akureyri - 13.02.1997, Page 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 13.02.1997, Page 3
JDagur-Œmrám Fimmtudagur 13. febrúar 1997 - 3 F R É T T I R Alþingi s Loðnan Verðlækkunm er vonarpenmgur Stefán Guðmundsson, Framsóknarflokki „Orkuverð verður óbreytt til aldamóta og lækkar síðan.“ Umdeilt frumvarp um Landsvirkjun varð að lögum í gær. Arður verður ekki greiddur út á kostnað orku- kaupenda, segja ráðamenn. Ný lög um Landsvirkjun voru samþykkt á Alþingi í gær með 41 atkvæði gegn 7. Umdeildasta breytingin varðar arðgreiðslur til eigend- anna; ríkisins, borgarinnar og Akureyrarbæjar. Staðfest er samkomulag eigendanna um að framlög þeirra til fyrirtækisins skuli endurmetin á samtals 14 milljarða og stefnt skuli að því að greiða 5,5% arð af þeirri upphæð. Fram kom í umræðum á Alþingi að áætlað er að til ársins 2010 verði eigendum reiknaðir 15 milljarðar í arð og lántökuábyrgðargjald og helm- ingur þess - 750 milljónir - verði greiddur út. Þingmenn Alþýðubandalags- ins greiddu allir atkvæði gegn frumvarpinu, 2 Jafnaðarmenn sátu hjá og 1 Sjálfstæðismaður Aðrir sögðu já. Bókuð sátt Iðnaðaráðherra fagnaði sér- staklega þessari „víðtæku pólit- ísku sátt,“ sem hann kallaði svo, en hún byggist sennilega fremur á umtalaðri bókun eða viljayfirlýsingu eigenda, en al- mennri ánægju með breyting- arnar. Til hennar vísaði Stefán Guðmundsson, Framsókn- arflokki, þegar hann sagði að staðfest væri að orkuverð yrði óbreytt til aldamóta, en lækki þá um 2 til 3% á ári til ársins 2010. „Og arðgreiðslur verða víkjandi fyrir lækkun orkuverðs," sagði Stefán á Alþingi í gær. Þess má reyndar geta að Lands- virkjun hefur þegar tilkynnt um 3,2% hækkun gjaldskrár l.apríl næst- komandi. Alþýðubandalagsmenn vildu fá ákvæði um verð- lækkun inn í lagatextann og sögðu lítið hald í bók- uninni. „Á grundvelli mjög umdeilanlegra út- reikninga um eiginljár- framlög og arð, er ætlun- in að taka miklar fjár- hæðir út úr þessu fyrir- tæki og raf- orkukaup- endur borga,“ sagði Steingrímur J, Sigfússon. Einar K. Guðfmnsson, Sjálfstæð- isflokki, treystir því að verðlækkun haf! forgang hjá Landsvirkjun, en telur forsend- ur arðgreiðslna hæpnar og sat því hjá. Það gerðu líka Jafnaðar- mennirnir Lúðvík Bergvinsson og Guðmundur Árni Stefánsson. Guðmundur sagði yflrlýsingar um verðlækkun eftir aldamót vera „vonarpening fyrir lands- menn, en arðgreiðslurnar eru í hendi fyrir eigendurna." -vj Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður Þá á að taka miklar Jjárhœðir út lír Landsvir/gun og raf- orkukaupendur borga Loðnugangan komin vestur að Ingólfshöfða Frysting loðnu á Jap- ansmarkað að hefjast á Austfjarðahöfnum en markaðurinn hefur þrengst og búist við töluverðri verðlækkun Loðnubáturinn Sigurður VE-15 landaði nær 1.500 tonnum í Krossanesverk- smiðjunni á Akureyri í gær- kvöld og fer meginhluti aflans í bræðslu, en um 30-40 tonn fóru til Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. til frystingar á Rússlands- markað. Loðnan er ekki orðin hæf til að hægt sé að frysta loðnuna á Japansmarkað en til þess vantar enn a.m.k. eitt pró- sentustig, þ.e. að hún nái 15%, en það gæti orðið fyrir helgina. Vonir standa til að hægt verði að frysta um 20 þúsund tonn á þessum vetri, sem er um 10 þúsund tonnum minna magn en í fyrra, en búist er við tölu- verðri verðlækkun. Ástæðan er krafa um stærri loðnu, og eins eru Kanadamenn að koma inn á markaðinn með töluvert magn. Það er svo ekki fyrr en loðnan hefur náð um 22% hrognafyllingu að hægt er að skilja frá henni hrognin og frysta þau á Japansmarkað. Sá markaður hefur einnig þrengst milli ára. GG Barnaspítali Dalvík Besti vinur barnanna? í gær afhenti Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari Barnaspítala Hringsins allt það efni sem Japis gaf út og dreifði á síðasta ári - sem og allt barnaefni sem Japis hefur gefið út og dreift í gegnum tíðina, eða alls um 70 titlar. Auk þessa tók söngvarinn sæli svo lagið fyrir börnin og áritaði meðal annars póstkort. Mynd: Hilmar Knattspyrnumaður ráð- inn f‘rani kvæmdas tjórl Grétar Steindórsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri sápugerð- arinnar Hreins hf. á Dalvík, og tekur hann við starfmu í maí- mánuði af Margréti Brynjólfs- dóttir, sem starfar áfram hjá fyrirtækinu. Grétar er að ljúka BS-námi í hagfræði í Bandaríkj- imum. Starfið var auglýst og bárust 12 umsóknir um starf framkvæmdastjóra. Daníel Hilmarsson, stjórnarformaður Hreins hf„ segir að gert hafi verið ráð fyrir því að það tæki þrjú ár þar til reksturinn færi að skila hagnaði. Grétar hefur leikið með Dalvikurhðinu í knattspyrnu undanfarin sumur en kemur frá Breiðabliki, en segja má að nú sé vera hans tryggð. Liðið vann sér rétt til að spila í 2. deild 1997, sem nú heitir 1. deild eftir samþykkt ársþings KSÍ. GG Vestmannaeyjar Jeppi yfir andiitið Jóhann Sveinn, 19 ára: „Andlitið sneri beint að dekkinu og ég horfði því í dekkið þegar bíllinn tók af stað og dekkið fór yfir andlitið." Furðulegt lán var yfir ungum manni sem lenti með höfuðið undir jeppa á ferð. Vestmannaeyingurinn Jó- hann Sveinn Sveinsson (19 ára), var með ólíkind- um heppinn þegar hann var að koma út af dansleik á skemmti- stað fyrir skömmu og má þakka fyrir að hafa ekki stórslasast. Jóhanni skrikaði fótur í hálk- unni og lenti með höfuðið á göt- unni við hlið bíls. Hér var ekki um venjulegan bíl að ræða heldur jeppabifreið og fór aft- urhjól hennar yfir höfuð Jó- hanns. Hann hlaut skurð á höfði og heilahristing og var fluttur á sjúkrahús en fékk að fara heim eftir nokkra daga. í samtali við Dag-Tímann segir Jóhann Sveinn að hann hafi verið að koma út af balli og var að fara yfir götuna þegar óhappið átti sér stað. „Þegar ég var að komast yfir götuna rann ég til í hálkunni og datt aftur fyrir mig og skall í götuna. Jeppabíll hafði verið að bíða eftir því að ég færi yfir en ökumaðurinn tók ekki eftir því þegar ég datt. Ég lenti á hlið með hægri vangann í götunni og beint fyrir framan aftrn-- dekkið á bflnum. Andlitið sneri beint að dekkinu og ég horfði því í dekkið þegar bfllinn tók af stað og dekkið fór yfir andlitið. Eftir þetta man ég ekkert fyrr en ég vaknaði á sjúkrahúsinu. Ég var lagður inn en slapp ótrúlega vel, var með skurð yfir hægri augabrún og þó nokkuð bólginn á hægri hluta andlitsins auk þess að fá heilahristing. Að öðru leyti slapp ég ómeiddur," segir Jóhann Sveinn. Þegar betur er að gáð er með ólíkindum að höf- uðkúpa Jóhanns Sveins skyldi ekki springa þegar jeppabifreiðin keyrði yfir höfuð hans. Að sögn lækna kom þar tvennt til að því er virðist. Annars vegar er dekk á jeppabif- reið breiðara en á venju- legum fólksbfl og þunginn dreifðist því á alla höfuð- kúpuna þegar dekkið fór yfir hana. Og þar sem jeppadekk er stærra og hærra var snertiflötur þess hærri á andlitinu en á venjulegum fólksbfl. Ef dekkið hefði farið nokkr- um miflimetrum ofar eða neðar á höfuðið er allt eins líklegt að illa hefði getað farið. Hins vegar virðist Jóhann Sveinn hafa legið „rétt“ í götunni, þ.e. á hlið og með vang- ann í götunni. Óvíst er livernig hefði farið hefði hann legið með hnakkann að dekkinu, á bakinu eða á grúfu. Og varla hefði þurft að spyrja að leikslokum ef dekkið hefði farið yfir hálsinn á honum. „Þegar ég datt reyndi einn kunningi minn að grípa í mig en tókst ekki. Hann varð vitni að því sem gerðist og hélt að ég væri stórslasaður. En ég veit að ég slapp vel og er þakklátur fyrir það,“ sagði Jóhann Sveinn. ÞoGuÆjjum

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.